Tíminn - 04.09.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.09.1990, Blaðsíða 15
 i" i;r,i: . t Þriðjudagur 4. séptérribef 1990 Tíminn 15 íslandsmótið í knattspyrnu: KR NAÐIFRAM HEFNDUM — vann 3-0 sigur á Valsmönnum og er á toppnum ásamt Fram KR-ingar unnu sætan 3-0 sigur á Valsmönnum er liðin mættust í þriðja sinn á einni viku sl. laugar- dag. Hefnd KR var sæt eftir ófar- irnar í bikarkeppninni og sigurinn var aldrei í hættu. Aðstæður voru ekki upp á það besta á laugardag, hellirigning og KR-völlurinn var rennblautur og háll. Það tók KR-inga ekki nema 8 mín. að skora. Ragnar Margeirsson skor- aði þá af harðíylgi glæsilegt mark eftir einleik. Bjami Sigurðsson kom engum vömum við í marki Vals. Eft- ir markið doínaði nokkuð yfir leikn- um, Valsmenn vom meira með bolt- ann en KR-ingar vom þó öllu hættu- legri í öllum sínum aðgerðum. Fátt markvert gerðist þó til leikhlés annað Knattspyrna: Þórsarar fallnir Þórsarar misstu 1. deildarsæti sitt á laugardaginn er þeir töpuðu 0-1 fyrir Skagamönnum á Akur- eyri. Eina mark leiksins gerði Har- aldur Ingólfsson fyrir ÍA á síðustu mínútum leiksins. Þrátt fyrir þennan sigur er von Skagamanna um að halda sér í deild- inni afar veik. Þeir þurfa að vinna þá leiki sem eftir em, gegn KR og FH, og KA-menn verða helst að tapa báð- um sínum leikjum. Geri KA jafntefli og tapi em liðin jöfn og markatala ræður þá hvort liðið fylgir Þórsuram niður. BL Fjórði sigur Stjörnunnar — [ jafnmörgum leikjum Varnarmaðurinn Bjarni Bene- diktsson gerði sitt fyrsta 1. deildar- mark á laugardaginn, er hann gerði sigurmark Stjörnunnar gegn Víkingum á Stjörnuvelli. Goran Micic, hinn júgóslavneski leikmaður Víkinga, leikur ekki meira með liði sínu í sumar. Goran var rek- inn af leikvelli í síðari hálfleiknum á laugardaginn og brást hinn versti við þeim dómi. Áður en félagar hans náðu að draga hann af leikvelli hafði hann hrækt ffaman í Egil Má Mark- ússon dómara. Goran á yfir höfði sér að minnsta kosti tveggja leikja bann fyrir vikið. BL Markaregn í Eyjum Vestmannaeyingar balda áfram að skora mörk í 1. deildinni. Á sunnudaginn unnu þeir 4-2 sigur á íslandsmeisturum KA í Eyjum og eru nú aðeins einu stigi á eftir KR og Fram í þriðja sæti deildarinnar. Strax í upphafí leiksins kom Kjartan Einarsson KA-mönnum yfir, en Sig- urlás Þorleifsson jafnaði um hæl. Þórður Guðjónsson skoraði glæsilegt skallamark á 37. mín. og kom KA yf- ir 1-2. Sigurlás skoraði öðm sinni i leikn- um á 66. mín. með skalla. Hlynur Stefánsson og Huginn Helgason bættu við mörkum fyrir ÍBV áður en yfir lauk. Tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið í leiknum og komu þeir báð- ir inn á sem varamenn í leiknum. Það vom þeir Halldór Kristinsson KA og Jakob Jónharðsson ÍBV. BL en að á lokamínútu hálfleiksins komst Pétur Pétursson einn inn fyrir vöm Vals eftir sendingu ffá Ragnari Margeirssyni, en skot hans fór ffam- hjá. Rúnar Kristinsson skoraði annað mark KR-inga á 60. mín. Ólafur Gottskálksson átti langt útspark á Rúnar sem átti greiða leið að marki Vals og skoraði ömgglega. Nokkuð sérkennilegt mark og vöm Vals- manna var illa á verði. Um miðjan síðari hálfleik var Gunn- ar Skúlason tvívegis í sviðsijósinu. Fyrst renndi hann knettinum á Pétur sem lét Bjama veija skot sitt og í síð- ara skiptið skaut Gunnar sjálfur á markið en boltinn fór rétt ffamhjá. Þriðja mark KR leit dagsins ljós á 72. mín. Pétur féll eftir návigi við Einar Pál Tómasson og Guðmundur Stefán Mariasson dæmdi vítaspymu, eftir að hafa ráðfært sig við línuvörð- inn. Réttmætur dómur þar sem Pétur var greinilega inní vitateignum þegar hann féll. Ur vítinu skoraði Pétur af öryggi. Undir lok leiksins varði Bjami vel ffá Pétri sem kominn var einn i gegnum vömina. Þeir félagar Rúnar Kristinsson, Ragnar Margeirsson og Pétur Péturs- son vom bestu menn KR í þessum leik. Aðrir leikmenn liðsins stóðu sig einnig vel og má þar nefha Jóhann Lapas sem kom inn á sem varamaður í leikhléi. Hjá Val var fátt um flna drætti. Þorgrímur Þráinsson stóð sig að vanda vel, en aðrir vom óvenju daufir. Með þessum sigri em KR-ingar komnir upp að hlið Framara f efsta sæti deildarinnar. Allt getur enn gerst, en KR-ingar eiga léttari leiki eftir en Fram, sem á eftir að leika gegn Valsmönnum. Ágætur dómari leiksins var Guð- mundur Stefán Maríasson. BL vsk.f%? / / SALA BOKA A ISLENSKU ÁN VIRÐISAUKASKATTS FRA OG MEÐ 1. ■ . m Minnisatriði fyrir bóksala og bókaútgefendur 5 ’ala bóka á íslensku er undanþegin skattskyldri veltu frá og með 1. september 1990. Undanþágan hefur þá þýðingu að skráðir aðilar innheimta ekki útskatt af sölu eða afhendingu bóka á íslensku, jafnt frumsaminna sem þýddra, en hafa samt sem áður rétt til endurgreiðslu innskatts af aðföngum er varða söluna. Undanþágan tekur bæði til sölu í heildsölu og smásölu, þ.e. frá útgefanda til bóksala og frá bóksala til endanlegs neytanda. Aðföng bókaútgefenda vegna útgáfu bóka eru með virðisaukaskatti eins og verið hefur. Undanþágan tekur til dæmis ekki til sölu á prentþjónustu frá prentsmiðju. Virðisaukaskattur vegna prentunar bóka og annars útgáfukostnaðar er hins vegar innskattur hjá skráðum bókaútgefanda. 5 kráðir aðilar sem selja undanþegnar bækur og tímarit skulu sanna á fullnægjandi hátt að hver einstök sala sé undanþegin skattskyldri veltu. Smásalar (bókaverslanir) skulu skrá hverja einstaka sölu undanþeginnar bókar og tímarits í sérstaka sjóðvél eða í sjóðvél með tveimur aðskildum teljurum. Skal þá sala bóka og tímarita skráð í annan teljarann en jala með virðisaukaskatti skal skráð í hinn teljarann. Um nánari reglur og leiðbeiningar vísast til bréfs ríkisskattstjóra til samtaka bókaútgefenda og bókaverslana, dags. 24. ágúst sl. veS"aV9’{.|V«- RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.