Tíminn - 05.09.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.09.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKiSSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Halnarfiusinu v Tryggvagotu. S 28822 5 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS i.nucw.n IMIS5AN ip Réttur bíll á réttum stað. Ingvar ) Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sfmi 91-674000 y: HOGG- DEYFAR VersllA hjá fagmönnum varahlutir Lfct Hamarsböfða I - s. 67-67 44 1 Tíniinn MÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER1990 Dreifing lyfja er allt eins kostnaðarsöm og innkaupin Tíminn hefur heyrt frá aðilum í hópi þeirra er sjá um lyfladre'ifingu f landinu að þar sjái menn nú fyrr en seinna fram á umtalsverða lækkun álagningarprósenta á lyf, bæði í heildsölu og smásölu. „Það er mín skoðun að til þess að glíma við þennan lyflakostnað þurfi að lækka verð lyfjanna. Og leiðir til þess felast fýrst og fremst í lækkun á álagningu þeirra. Álagningin lækkaði Irtilsháttar í byijun ársins og tel ég nú svigrúm til þess að lækka hana enn frekar. Við erum að skoða þá möguleika. Jafnframt erum við í ráðuneytinu að skoða hugmyndir um skipulags- breytingar varðandi lyíjadreifmg- una,“ svaraði Guðmpndur Bjama- son heilbrigðisráðherra, aðspurður um þetta mál. Ráðuneytið hefur hins vegar mjög takmarkað vald til ákvörðunar verðs eða álagningar á lyf. Lyfjaverðlags- nefiid er, samkvæmt lögum, sá aðili sem ákveður lyfjaverð hveiju sinni og ákvarðanir hennar gilda, svo fremi að nefhdarmenn séu sammála um verðið. Það er ekki nema nefhd- in kloftii í afstöðu sinni að heilbrigð- isráðherra fær úrskurðarvald. Miðað við lyfsölu á s.l. ári og hækkun á lyfjaverði siðan er áætlað að Iyfjanotkun kosti þjóðina um 4.900 milljónir kr. á þessu ári (eða sem svarar hátt í 80.000 kr. á hverja 4ra manna fjölskyldu í landinu að meðaltali). frinkaupsverð lyfjanna er áætlað um 2.140 milljónir kr. á árinu. En siðan kostar það hátt i aðra eins upp- hæð, um 1.800 milljónir kr., að dreifa þeim til landsmanna, sem fyrst og fremst felst i álagningu inn- flytjenda og apótekara. Það er þessi dreifmgarkostnaður sem ýmsum mun þykja ansi riflegur og hafa áhuga á að draga úr með lækkun álagningarprósenta eða öðrum hætti. Um 78% heildarlyfsölunnar er i apótekunum, en lyfjanotkun sjúkrahúsa og annarra heilbrigðis- stofnana var „aðeins" um 14,5% heildarkostnaðarins. Smásöluverð lyfja úr apóteki — án virðisaukaskatts — er um 104% hærra heldur en innflutningsverð þeirra að meðaltali (um 154% hærra með vsk.). Miðað við sölu á síðasta ári er lyfjasala apótekanna áætluð um 3.840 millj.kr. á þessu ári — eða um 3.090 millj.kr. að frádregnum virðisaukaskatti. frinkaupsverð þessara lyfja er um 1.520 milljónir eða heldur lægra en dreifingarkostn- aðurinn (1.570 m.kr.) í heildsölu og smásölu. Lækkun álagningar um samtals 10% mundi hjá þessum aðilum mundi því t.d. svara til 150 millj. kr. spamaðar, aðallega fyrir ríkissjóð sem greiðir stærstan hluta lyfja- kostnaðarins. Hvert prósent i álagn- ingu til eða frá þýðir því stórar fjár- hæðir. Kostnaður ríkissjóðs vegna lyfja- neyslu var um 2.740 milljónir kr. á síðasta ári og stefnir í meira en 3.200 milljónir kr. á þessu ári að öllu óbreyttu. Upphæðin sem landsmenn greiða beint er um hálfur annar milljarður króna i ár. -HEI STJ0RN Bl F0RDÆMIR Stjóm Blaðamannafélags íslands hefúr sent frá sér ályktun, þar sem vinnubrögðum útgefenda við uppsagnir á Pressunni er mótmælt harðlega og þá einkum hvemig staðið var að uppsögn- um starfsfólks ritstjómar. En Jón Daníelsson, blaðamaður Al- þýðublaðsins, hefur veríð ráðinn verkstjórí þar til nýir rítstjórar taka við störfum. , JUIt er fhehninumhveriúlt," . Unnið er aö breytíngum á Tlmamynd: Aml Bjama Loks lausn á deilum stjórnar Samb. ísl. sveitarstjórna um ráðningu framkvæmdastjóra: Þórður Skúlason sveit- arsfjóri varð fyrir valinu í tilkynningu BÍ segir að það sé „... með öllu óþolandi að starfsmenn sem sagt er upp störfum fái fyrst að vita af slíku í gegn um fréttir í öðrum fjöl- miðlum. Því miður er slíkt ekki eins- dæmi.“ Stjóm BÍ mótmælir því sem þeir segja misnotkun á rétti útgef- enda til uppsagna, „... að segja öllum Úlfar Hauksson framkvæmdastjóri Úlfar Hauksson hefur verið ráðinn ffamkvæmdastjóri Kaffibrennslu Akureyrar hf. og tekur hann til starfa í október nk. Úlfar er 38 ára og er viðskiptafræð- ingur að mennt. Hann starfaði hjá Akureyrarbæ á árunum 1977-1988, en síðustu tvö árin hefur hann verið fjánnálastjóri hjá ístess hf. á Akur- eyri. Hann er kvæntur Hólmffiði Andersdóttur og eiga þau tvö böm. Ekio á pilt Eldð var á ungan pllt f Suöur- hólunum í Breiðholti um há- degisbilið i gær. Hann var fluttur á slysadeild en mun ekki hafa meiðst aivariega. starfsmönnum upp, vegna þess að ákveðið hafi verið að ráða nýja rit- stjóra. Hingað til hefur verið hægt að skipta um yfirmenn bæði á innlend- um og erlendum blöðum og ffétta- stofum, án þess að allsheijar upp- sagnir fylgi i kjölíárið. Stjóm Blaða- mannafélags Islands fordæmir slík vinnubrögð.“ Bent er á hve starfsöryggi blaða- og fréttamanna sé ótraust, „... og hversu útgefendur eru miskunnarlausir við að beita fjöldauppsögnum á ritstjóm- um og fféttastofúm, jafnvel án þess að gefa neinar viðhlítandi skýringar fyrir þeim.“ Stjóm Blaðs hf. hefur tekið á móti lausnarbeiðni ritstjóra vikublaðsins Pressunnar. Aður hafði stjómin farið þess á leit við ritstjór- ana að þau störfúðu ffam til loka mánaðarins. Jón Daníelsson, blaða- maður Alþýðublaðsins, hefúr verið ráðinn verkstjóri til bráðabirgða, þar til þeir Gunnar Smári Egilsson og Kristján Þorvaldsson taka við rit- stjóm. Lausnarbeiðni blaðamanna Pressunnar var á hinn bóginn hafnað. „Ég var beðinn um þetta í gær og tók þá ákvörðun að taka þetta að mér, eftir að hafa talað við starfsfólk Pressunnar. Það er bara verið að brúa þetta bil ffá þvi ffáfarandi ritstjórar hættu þar til nýir taka við störfúm. Það skapast óhjákvæmilega alltaf erfiðar aðstæður á vinnustöðum við svona breytingar og er ekkert óeðli- legt við það. Mitt hlutverk er ekki að breyta neinu heldur að sjá um að blaðið komi út. Ég vonast bara til að þetta gangi og um næstu mánaðamót fer ég á Alþýðublaðið aftur,“ sagði Jón i samtali við Tímann. jkb Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga og varaþingmaður Al- þýðubandalagsins í Norðurlands- kjördæmi vestra, verður næsti ffam- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það er niðurstaðan stjómarfundar sambandsins í gær. Sigurgeir Sigurðsson, formaður sam- bandsins, sagði í samtali við Tímann í gærkvöldi, að eindrægni hafi ríkt innan stjómarinnar um ráðningu Þórðar. Þá samþykkti stjóm Lána- sjóðs sveitarfélaga einnig ráðninguna í gærkvöldi. Undanfarið hefúr verið ágreiningur um það innan stjómar sambandsins hvort ráða ætti Húnboga Þorsteins- son eða Láms Jónsson sem ffam- kvæmdastjóra. Því var reynt að leita allra leiða til að stjómin kæmist að samkomulagi og fyrir viku síðan hitt- ist stjómin þar sem ýmsum mögu- leikum var velt upp. „Þetta er útkom- an af því,“ sagði Sigurgeir. Hann sagði að stjómin hafi komst að þeirri niðurstöðu að sterkara væri fyrir sambandið að stjómin kæmi fram sem einn aðili í málinu og það hafi tekist. Þórður var hins vegar ekki í hópi þeirra rúmlega 20 umsækjenda sem um stöðuna sóttu, en hann var kosinn með öllum greiddum atkvæð- um. Reiknað er með að Þórður taki við ffamkvæmdastjórastöðunni í byijun nóvember. Þórður hefúr langa reynslu af sveitarstjómarmálum. Hann hefúr verið sveitarstjóri á Hvammstanga í 17 ár, auk þess setið í stjóm Sambands sveitarfélaga í átta ár og sömuleiðis setið í stjóm Lána- sjóðs sveitarfélaga. Þá hefúr Þórður verið varaþingmaður fyrir Alþýðu- bandalagið á Norðurlandi vestra ffá 1983. Sigurgeir sagðist vera mjög ánægð- ur með að stjóminni tókst að samein- ast um ráðningu Þórðar. „Hann er mjög reyndur sveitarstjómarmaður og ég held við séum ekki svikin af honum. Ég vil samt sem áður segja að allir hinir, sem sóttu um, vom mjög vel hæfir menn og konur, en um það náðist ekki sú samstaða sem við töldum að okkur væri nauðsynlegt að sýna. Þannig að þama gátum við fengið hæfan mann sem samstaða náðist um.“ Sigurgeir sagði að gerðar yrðu breytingar við lög sambandsins til að koma í veg fyrir ágreining um túlkun laga, sem meðal annars hefur komið upp í tengslum við ráðningu ffam- kvæmdastjóra. Það yrði gert á lands- þingi sambandsins í lok september. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.