Tíminn - 11.09.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.09.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. september 1990 Tíminn 3 NÚ ER VERIÐ að leggja sfðustu hönd á hreinsun á skjaldarmerki Krístjáns konungs nfunda. Viðgerðarmenn hafa veríð að slípa merkiö upp og eiga eftir að bera á það svo það fái á sig sinn upprunalega blæ. Búist er við að viðgerðum Ijúki innan viku en það verður ekki Ijóst fýrr en í dag hvort Húsfríðunamefnd leggur blessun sína yfir það hvort ís- lenska skjaldarmerkið fái að prýða Alþingi fslendinga. Tímamynd: Pjetur Áætlun Flugleiða til Amsterdam og Hamborgar í september og október: 4 sinnum í viku til Amsterdam Flugleiðir koma til með að fljúga 4 sinnum í viku til Amsterdam í september og október og tvisvar í viku til Hamborgar. Flogið er á mánudögum, þriðjudögum, föstu- dögum og laugardögum til Amst- erdam en síðan á miðvikudögum í stað þríðjudaga. Til Hamborgar er flogið á mánudögum og föstu- dögum. í fréttatilkynningu frá Flugleiðum segir að félagið hafi tekið við flugi til Amsterdam og Hamborgar með nokkurra klukkutíma fyrirvara en þrátt fyrir að enn standi yfir háanna- tími i flugi félagsins til annarra áætl- unarstaða hafi tekist að setja upp fasta áætlun til þessara tveggja nýju staða á innan við viku. Um leið og Flugleiðir tóku við flug- inu sendi félagið starfsfólk til þess- ara staða til að aðstoða farþega. Flugleiðastarfsmennimir Edda Bogadóttir og Kolbeinn Jóhannesson eru á Schiphol-flugvelli í Amster- dam og sjá þar um gang mála varð- andi brottfarir og komur Flugleiða- vélanna, og aðstoða farþega eftir þörfum. Eins em starfsmenn Flug- leiða á Fuhlsbuettel-flugvelli í Ham- borg til að aðstoða farþega þar. —SE Stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík ályktar: Bifreiðaskoðun íslands lækki skoðunargjaldið „Fundur í stjóm Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík haldinn 6. september 1990 mót- mælir mikilli hækkun á skoðunar- gjöldum biffeiða," segir meðal annars í samþykkt sfjómar Full- trúaráðsins. Hún bendir á að biffeiðaeign sé. orðin mjög almenn og komi þvi allar hækkanir á þjónustugjöldum bif- reiðaeigenda illa við flestalla lands- menn og ekki síst almennt launafólk. Þá bendir stjóm Fulltrúaráðsins á, að ein af forsendum kjarasamning- anna frá 1. febrúar s.l. var, að ffarn- leiðendur, kaupmenn, ríki og sveitar- félög héldu að sér höndum við hækk- anir á vöra og þjónustu. „Hækkun Bifreiðaskoðunar íslands á gjaldtöku fýrir skoðun er þvi ögran við samn- inginn og forsendur hans.“ Því skor- ar stjómin á stjóm Biffeiðaskoðunar- innar að lækka umrætt gjald og gæta hófs við ákvörðun gjalda. Þá er einn- ig skorað á ríkið, sem stærsta eignar- aðilann, að beita sér tafarlaust fyrir lækkun skoðunargjaldsins. Stjómin mótmælir einnig hækkun gjalds á bílastæðum hjá Reykjavíkur- borg, og bendir á sömu atriði og nefnd vora hér að ofan, máli sínu til stuðnings. „Stjóm Fulltrúaráðsins skorar á borgarstjóm að lækka um- rætt gjald í fyrra horf og gæta hófs við ákvörðun gjalda hjá borginni." -hs. Sumri hallar á Þingvöllum í septemberbyrjun verða jafnan breytingar á tilhögun mála í þjóð- garðinum á Þingvöllum. Þegar hefur veríð tekið saman á tjald- svæðum og leyfi til stangaveiði úti fýrír landi þjóögarðsins eru ekki lengur seld. Þá er sumarrekstur Hótels Valhallar á enda og bens- ínsölunnl hefurveríð lokað. ,J>ingvallaleið“ heldur áffam fólks- flutningum ffam til 15. september og þjónustumiðstöð þjóðgarðsins verð- ur opin allan septembermánuð ffá kl. 11.00 til 18.00 dag hvem, en þó stendur snyrtiaðstaðan þar ferða- mönnum til boða ffam í nóvember- lok. Leiðsögn og gestamóttaka á veg- um þjóðgarðsvarðar er óbreytt árið um kring. Þeirrar þjónustu er að leita á skrifstofu þjóðgarðsins i aiorður- enda Þingvallabæjar. Á sama stað era upplýsingar um aðstæður látnar i té og jafhan er þar einhver til taks ef menn rata í vanda. (Ur fréttatilkynningu.) Vinnuslys í Njarðvíkurhöfn: Maður féll 5-6 metra Það óhapp varð í Njarðvíkurhöfn fyr- ir helgina þegar verið var að moka Is af vörabílspalli um borð í Stafnesið KE 130, að maður sem var að moka ísnum af pallinum rann til og fór út af pallinum og féll 5-6 metra niður á dekkið á skipinu. Maðurinn, sem er rétt rúmlega þri- tugur, var fluttur á sjúkrahúsið 1 Keflavlk en ekki fékkst uppgefið hversu mikið slasaður hann væri. -4iE meirí háttar osm TILB0Ð stendur til 15. sept. á kílóastykkjum af brauðostinum góða Verð áður: Kr.777.90 kflóið Hlboðsverð: kr.661.-J) kflóið 15% lækkun! srvuö**

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.