Tíminn - 11.09.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.09.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 11. september 1990 Sveitarfélög innan Akureyrar: Kosið um sameiningu hreppanna 6. október Akveðið hefur veríð að kosningar um hvort sameina skuli hrepp- ana 3 innan Akureyrar, Hrafnagilshrepp, Saurbæjarhrepp og Önguisstaðahrepp, fari fram laugardaginn 6. október. Hljóti sam- einingin meiríhlutafýlgi, verður boðað til nýrra sveitarstjómar- kosninga laugardaginn 17. nóvember. Auglýst hefur veríð eftir nafríi á tilvonandi sveitarfélag, og er ætiunin að gera skoðana- könnun samhliða sameiningarkosningunum á nokkrum nöfnum. Að sögn Stefáns Ámasonar, starfs- manns á sameiginlegri skrifstofu hreppanna þriggja, hefur verið unnið af krafti að sameiningarmálinu í hreppunum þremur allt ftá því skoð- anakönnun var gerð s.l. vor. Þá lýsti mikill meirihluti íbúanna, eða um 80%, áhuga sínum á þvi að áfram verði unnið að sameiningu hreppanna. Málið á sér þó lengri aðdraganda, og segir Stefán' að umræðan hafi verið meira og minna í gangi s.l. 10 ár. Á þessum tima hefúr samvinna hrepp- anna sífellt aukist, sérstaklega á sviði félags- og heilbrigðismála, og undan- farin ár hafa hreppamir þrír rekið sam- eiginlega skrifstofu. Hreppamir em nánast orðnir ein félagsleg heild, og í raun má segja að aðeins sé formsatriði að sameina þá. Stefán segir að með sameiningunni náist ffam aukin hag- ræðing, og einnig sé um fjárhagslegan ávinning að ræða. Samkvæmt íbúaskrá 1. desember 1989 vora 406 íbúar í Öngulsstaða- hreppi, 316 íbúar í Hrafnagilshreppi og 273 íbúar í Saurbæjarhreppi. Sam- eiginlega er íbúafjöldi hreppanna um 1000 manns, og sem heild hefúr sveit- arfélagið mun sterkari stöðu en ella. Stefán segir að sveitarstjómimar muni að öllum líkindum bjóða fram sameiginlegan lista til sveitarstjómar- kosninga í sameinuðu sveitarfélagi. Hvemig hlutfoll verða milli hreppa á listanum er ekki ákveðið. Fari svo að listinn verði einn í kjöri, telst hann sjálfkjörinn, en þrátt fýrir það þarf að auglýsa fyrirhugaðan kjördag og leggja fram kjörskrá. hiá-akureyri. Harður árekstur á Akureyri Haröur árekstur varð á mótum Brekkugötu og Oddej'rargötu á Akureyri um kL 5.00 aðfaranótt sunnudags. Tveir voru fluttir á sjúkrahus, en meiðsli þeirra reynd- ust minni háttar og fengu þeir að fara heim að lokinni skoðun. Báðir bflarnir eru ónýtir. Samkvæmt upplýsingunt liigreglu voru máisatvik þau að lítilli biireið var ekið á talsverðum hraða vestur Gránufélagsgötu og inn í Oddeyr- argötu. Ökumaðurinn virti ekki biðskyldu á homi Brekkugötu og Oddcyrargötu og ók á bfl scm ekið var norður Brekkugötu. Að öðru leyti var róieg helgi hjá lögreglunni, helst að „fastakúnn- amir“ væm að ergja þá eitthvað. hiá-akureyri. Þjóðarflokkurinn: Kosningabar- áttan hafin Kosningabarátta Þióöarflokksins vegna komandi alþingiskosninga er nú formlega hafin. I byrjun þessa mánaðar var stofnað Kjördæmisfélag í Norðurlandskjördæmi eystra. Stjóm flokksins vinnur nú að undirbún- ingi fyrir stofnun sambærilegra félaga í öðrum kjördæmum. Stefrít er að því að kjördæmisfélög verði stofnuð í öllum kjördæmum landsins fyrir landsfund Þjóðarflokksins sem haldinn verður í lok októbermánaðar. Framboðsmálin og stefría flokksins í landsmálum almennt verða helstu mál fundarins. í fréttatilkynningu frá Þjóðar- flokknum segir að tilgangur félagsins sé að vinna að samstarfi fólks um framboð til Alþingis, og standa fyrir stjómmálaumræðu milli kosninga. Félagið hefúr þegar hafið störf og mun vinna að undirbúningi næstu kosninga, sem e.t.v. dynja yfir með skömmum fyrirvara. Formaður Kjördæmisfélags Þjóðar- flokksins á Norðurlandi eystra er Benedikt Sigurðarson Akureyri, en aðrir í stjóm em: Anna Helgadóttir Kópaskeri, Þórdís Vilhjálmsdóttfr Húsavík, Klara Geirsdóttir Akureyri og Gunnlaugur Sigvaldason Svarfað- ardal. í fréttatilkynningunni segir ennffem- ur að vegna frétta í ýmsum fjölmiðl- um um ffamboðsmál Þjóðarflokksins, vilji þjóðarflokksmenn koma eftirfar- andi yfirlýsingu á ffamfæri: Engar formlegar viðræður hafa farið ffam milli Þjóðarflokksins og annarra stjómmálasamtaka um ffamboð við næstu alþingiskosningar. Þjóðar- flokkurinn mun bjóða ffam í öllum kjördæmum landsins við næstu kosn- ingar. Einstaklingar og skipulögð samtök þeirra sem em reiðubúin til að vinna að ffamgangi stefhumála flokksins em nú sem fyrr boðin vel- komin til samstarfs um ffamboð Þjóðarflokksins. hiá-akureyri koh* '* 0V*ST ÍRIN SEM KOM* I* OVART IÁRIH SS.M KOMA Á OVART nr SMiA. ÓVA® ^ 1 Þessi mynd var tekin á sölustað bókarinnar í Kringlunni, en þar var hún fýrst kynnt á föstudaginn var. VmuDm? Kennslustaðir: Auðbrekku 17, Kópavogi og „Hallarsel“ við Þarabakka 3 í Mjódd. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig barnadansa fyrir yngstu kynslóðina. Einkatímar eftir samkomulagi. Innritun og upplýsingar mánud. - iaugard. kl. 10:00 -19:00 dagana 1.-12. sept. í síma: 64 1111. Kennsla hefst fóstud. 14. sept. Kennsluönn er 15 vikur, og lýkur með jólaballi. Hinir frábæru SUPADANCE skór fyrir dömur og herra í öllum stærðum og gerðum. / FID Betri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar Bók fyrir foreldra jafnt sem unglinga Út er komin bók sem ætluð er sem kennslubók handa foreldrum og einnig sem námsefni handa bömum. Bókin, sem gefin er út í samvinnu Vímulausrar æsku, Foreldra- samtakanna, Lionshreyfingarinnar á íslandi og menntamála- ráöuneytisins, heitir,.Árin sem koma á óvart“. Tilgangurinn með útgáfú bókarinnar er að stuðla að heilbrigðum og eðlileg- um þroska sérhvers bams og unglings. m.a. með tilliti til þess að auka skilning þeirra á því hve mikils virði það er að forðast neyslu hvers konar ávana- og fíkniefha, en þó einkum á uppvaxtarár- unum. Bókin er efrrnig tilvalin fyrir alla foreldra, þar sem hún gefúr ráð til lausnar á hvers kyns vandamálum í umgengni foreldra og bama, einkum þegar komið er ffam á unglingsárin og bamið breytist og verður ólíkt sjálfú sér og jafhvel erfitt í umgengni. Stórt upp Skúla G. Johnsen borgarlækni þótti Tíminn smytja fúll þykkt þegar blað- ið hafði eftir honum í fýrirsögn að sjúkdómum fjölgaði eftir því sem meiri fjármunum er varið í heilbrigð- isþjónustu. Fyrirsögnin er Tímans og er undir- strikun á því sem borgarlæknir hélt Búið er nota bókina í tilrauna- kennslu i hinum ýmsu skólum lands- ins um nokkurt skeið, en nú vonast aðstandendur bókarinnar að hún verði notuð til kennslu í öllum gmnnskól- um landsins. Þó nokkuð margir kenn- arar hafa hlotið sérstaka þjálfun við kennslu bókarinnar. Bókin verður afhent að kostnaðar- lausu þar sem hún verður notuð til kennslu, en aðrfr sem áhuga hefðu á að nálgast hana geta keypt hana á kostnaðarverði eða 900 kr. eintakið. - khg. í sig tekið ffam, að eftir því sem ffamboð á heil- brigðisþjónustu eykst, þá eykst eftir- spumin enn ffekar, og leggur Tíminn honum heldur sterk orð í munn í fyr- irsögninni. Hið ágæta viðtal við borgarlækni er kórrétt og ber Tíminn einn ábyrgð á fyrirsögninni, sem ekki er nú svo vitlaus þrátt fyrir allt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.