Tíminn - 11.09.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. september 1990
Tíminn 5
Lömb koma óvenju væn af fjalli og því eru horfur á að kjötframleiðsla verði svipuð og í fyrra:
Kjötneyslan dregist
saman um 9% á 3 árum
Spáð er að framleiðsla á kindakjöti í haust verði svipuð og hún
var í fýrrahaust Gangi þetta eftir verður þetta í fýrsta skipti í 12
ár sem framleiðsla dregst ekki saman milli ára. Kjötneysla á síð-
asta verðlagsári dróst saman um 8% milli ára. Kjötneysla í heild
dróst saman um 3% milli verðlagsára. Þetta er þríðja áríð í röð
sem kjötneysla dregst saman.
Sumarið sem nú er að Hða hefur
verið óvenju gott frá gróðurfarslegu
og veðurfarslegu sjónarmiði séð.
Menn telja því að lömb séu mjög
væn og búast megi við að fallþungi
verði hærri í haust en á síðasta hausti.
Það styður enn ffekar þessa tilgátu að
grös eru ffekar lítið farin að falla
þrátt fyrir að komið sé ffam í septem-
ber. Því er búist við að ffamleiðsla nú
verði svipuð og hún var i fyrra, jafh-
vel meiri. Framleiðsla á síðasta verð-
lagsári var rétt innan við 10 þúsund
tonn. Fram til þessa hafa menn búist
við að framleiðslan myndi dragast
saman um u.þ.b. 4% milli ára. Síðast-
liðin 12 ár hefur ffamleiðslan dregist
saman ár ffá ári.
Á síðasta ári var fargað í kringum
610 þúsund lömbum og um 35 þús-
und fullorðnum kindum. Auk þess
var um 12 þúsund fjár lógað og urðað
vegna riðu. Búist er við að í ár verði
um 3% færri lömbum slátrað. Þetta
mun hins vegar ekki minnka ffam-
leiðsluna, vegna þess að lömb eru nú
vænni en í fyrra eins og áður segir.
Neysla á kindakjöti hefur dregist
mikið saman. Á síðasta verðlagsári
dróst hún saman um 8% miðað við
árið á undan. Þetta er miklu meiri
samdráttur en árið þar á undan, en þá
var hann innan við 1 %. En það hefiir
víðar orðið samdráttur en i kinda-
kjötsneyslu. Neysla á kjöti almennt
dróst saman um 3% á síðasta verð-
lagsári, eða um 500 tonn. Þetta er
þriðja árið í röð sem neysla dregst
saman um 3%. Samdrátturinn er
mestur í kindakjöti. Svínakjötssala
jókst hins vegar nokkuð.
Jóhannes Kristjánsson, formaður
Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði
margar samverkandi skýringar valda
minni kjötneyslu. Sjálfur sagðist
hann telja að veigamesta orsökin sé
sú að íslendingar séu almennt hættir
að elda sér hádegismat. Fólk fái sér
snarl eða eitthvað sem taki lítinn tíma
að útbúa. Þetta þýðir að hin dæmi-
gerða fjölskylda borðar ekki eins oft
kjöt og hún gerði áður.
Eftir að bændum voru settar strang-
ar ffamleiðslutakmarkanir telja ýmsir
að meira sé um að bændur slátri fé
heima og selji kjöt síðan framhjá öllu
opinberu kerfi. Sé þetta rétt má vera
að þetta skýri að einhveiju leyti
minni kjötneyslu. Jóhannes var
spurður út i þetta atriði. Hann sagði
mjög erfitt að segja til um i hve miklu
mæli sauðfé er slátrað heima. Nýleg
búfjártalning hefði ekki gefið tilefni
til að halda að fé væri slátrað heima í
stórum stíl.
Gísli Karlsson, ffamkvæmdastjóri
Framleiðsluráðs landbúnaðarins,
sagði tölur um áffamhaldandi sam-
drátt í kjötneyslu uggvænlegar. Mjög
erfitt virtist vera að stöðva þessa þró-
un, hvað þá að snúa henni við. Mikið
hefur þó verið reynt að gera til að
auka kjötsölu, ekki síst á þessu
sumri.
Varðandi getgátur um heimaslátrun
sagði Gísli að að sjálfsögðu væru
Eins og sjá má var mikið flör á tónleikunum, þrátt fyrir flensu David Coverdale. Timamynd: Jón p«ii viiheimsson
Tónleikar Whitesnake:
Miöar endurgreiddir
Búið er að endurgreiða nokkur
hundruð miða af seinni tónleikum
hljómsveitanna Quireboys og Whit-
esnake, sem haldnir voru á laugar-
daginn var.
Sú óvænta staða kom upp að söngv-
ari hljómsveitarinnar Whitesnake,
David Coverdale, fékk inflúensu og
gat af þeim sökum ekki mætt á tón-
leikana og sungið með. Nú voru góð
ráð dýr en málið var leyst þannig að
Whitesnake, sem átti að vera aðal-
hljómsveitin, hitaði upp í stað Quire-
boys. Hljómborðsleikari Whitesnake
tók að sér sönginn i stað Coverdale
nema í einu laganna að Pétur Krist-
jánsson, Skifunni, brá sér upp á svið
og söng með hljómsveitinni.
Áhorfendum var gefinn kostur á
að taka með sér affif af miðunum
og fá hann síðan endurgreiddan síð-
ar meir. Ekki er alveg vitað með
vissu hve margir hafa nýtt sér þenn-
an möguleika á endurgreiðslu, en
þó er ljóst að þeir skipta hundruð-
um.
khg
Forsetinn kominn til Luxemborgar
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir er nú komin til Lux-
emborgar, en þar er hún stödd
vegna þriggja daga opinberrar
heimsóknar í boði stórhertoga-
hjónanna af Luxemborg.
í gær snæddi Vígdís hádegis-
verð i höll stórhertogahjónanna
og einnig lagði hún blómsveig á
minnisvarða um fallna hermenn,
að viðstöddum forsætisráðherra
Luxemborgar og yfirmanni hers-
ins. I dag mun Vígdís m.a. hitta
borgarstjóra Clervaux og skoða
Clervauxkastala. khg.
ekki til neinar tölur um hana og þvi
væri útilokað að segja til um hvort
hún ætti þátt í þeim samdrætti i
neyslu sem kemur ffam í tölum
Framleiðsluráðs. Hann sagðist sjálf-
ur hafa haft það á tilfinningunni að
minna hefði verið um heimaslátrun
siðastliðið haust i samanburði við
haustið áður, en þá var mikið fjallað
um ólöglega heimaslátrun í fjölmiðl-
um.
Gísli sagðist óttast að talsvert yrði
um heimaslátrun á þessu hausti.
Lömb kæmu óvenju væn af fjalli og
ifamleiðsluréttur hefði aldrei verið
eins þröngur. Freistingin að slátra fé
heima og selja ffamhjá væri því mik-
il. Gisli sagðist hins vegar vona að
bændur létu skynsemina ráða í þessu
efni. Það væri ekki hagstætt fyrir
stéttina sem heild að selja ffamhjá
opinbera kerfinu. -EO
Svo virðist sem nær óframkvæmanlegt
sé að selja kindakjöt til Arabalanda:
Muldra úr
Kóraninum
meðan féð
er skorið
Jóhann Steinsson hjá Búvörudeild
Sambandsins segir að hugmyndir
um að selja kindakjöt til Araba-
landa gangi ekki upp, en í Morgun-
blaðinu um helgina ersagtfrá hug-
myndum kanadísks fýrirtækis um
sölu á kindakjöti til Egyptalands og
Libýu.
Nokkrum sinnum hafa íslendingar
gert ítarlegar athuganir á möguleikum
á að flytja kjöt til Arabalanda, en þar
er kindakjöt vinsæl fæða. Ekki hefur
enn orðið af þessum útflutningi af
ýmsum orsökum.
í þessum löndum er mjög strangt tek-
ið á þeim ritúölum sem uppálögð eru í
Kóraninum um slátrun fjár. Sé fénu
lógað án þess að þau skilyrði séu upp-
fyllt, telst það alls ekki hæff til mann-
eldis. Sem dæmi má nefna, að aflífa
þarf féð með hnífi, þ.e.a.s. skera það á
háls. Meðan á þessari athöfn stendur
þarf að fara með ákveðna formála og
fyrirbænir úr Kóraninum og það má
að sjálfsögðu ekki ffamkvæma af
manni, sem samkvæmt þeirra skiln-
ingi er trúvillingur.
Dreifingarkerfi Araba á matvælum er
ekki miðað við að kjötinu sé dreift
frosnu, og yfirleitt er dýrunum lógað
nokkum veginn jafnóðum og kjötsins
er neytt. Flutningskostnaður frá ís-
landi þangað austur er afar mikill.
Þá er verðið sem Arabar eru tilbúnir
að borga fyrir íslenskt lambakjöt lágt
og nokkru lægra en fengist hefur fyrir
íslenskt lambakjöt á Norðurlöndum.
Ljóst þykir að það myndi tæplega
svara kostnaði að flytja kjötið með
frystiskipum þangað austur, hvað þá
ef flytja ætti vöruna með öðrum farar-
tækjum.
Jóhann Steinsson sagði að búið væri
að flytja út allt það kindakjöt sem
stjómvöld hafa heimilað að flytja út.
Ef flytja ætti meira út þyrfti heimild
fiá stjómvöldum og aukið fé til út-
flutningsbóta. Jóhann benti einnig á
að þó að talsverðar birgðir væm til af
kindakjöti í landinu væri þar fyrst og
ffemst um að ræða kjöt í lökustu
flokkum, kjöt af fullorðnu og slög og
annað sem illa gengur að selja.
Þorkell Guðbrandsson, forstöðumað-
ur afurðasviðs Kaupfélags Skagfirð-
inga, sagði að ýmsar fleiri þjóðir hefðu
athugað hvort markaður væri fyrir
kindakjöt í Arabalöndum, en komist
að sömu niðurstöðu og íslendingar.
Nýsjálendingar hafa m.a. gert tilraunir
í þessa átt. Þeir spurðu arabiska kjöt-
kaupmenn hvort ekki væri nægilegt að
kindumar fengju að heyra lesið úr
Kóraninum af segulbandi. Þeim var
tjáð að það væri ekki nægilegt. -EÓ
Keflavík:
Dýr ólæti
Helgin var tiltölulega róleg í
KeOavík og þakka menn leiðin-
legu veðrí fyrir rólegheitin. Þó
var elnn færður í fangageymsl-
ur fyrir ölvun, slagsmál og
ólæti. Hann fékk að gista þar
um nóttina og var færður til
dómara morguninn eftir og var
honum þar gert að greiða 10-15
þúsund krónur í sekt fyrír áð-
urnefnd ólæti. Það getur því
veríð dýrt að vera með ólæti í
Keflavik sem og annars staðar
á landinu. —SE
Árekstur í
Kópavogi
Harður árckstur varð á Nýbýla-
veginum á móts við Álfabrekku í
Kópavoginum i gær. Ökumaður
annars bflsins var fluttur á slysa-
deild en fékk að fara heim að
skoðun lokinni. —SE