Tíminn - 11.09.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.09.1990, Blaðsíða 9
Tíminn 8 Þriðjudagur 11. september 1990 •• || ■ . ■ WMí Priöjudagur 11. september 1990 ílminn.H.. Gaukur Jörundsson, umboðsmaður Alþingis, segir óheimilt að rukka nemendur um efnisgjald í grunnskólum: Oðru þarf að breyta - lögunum eða starfsháttum ráðuneytisins ■ Samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis, Gauks Jörundssonar, hafa stjómvöld skóla- mála ekki farið að lögum um Námsgagna- stofnun í nokkmm veigamiklum atriðum. Þessi atriði varða kaup nemenda á náms- gögnum og innheimtu efnisgjalds í skólum. Umboðsmaður Alþingis telur það ólöglegt að kreíja nemendur um greiðslu fyrir náms- gögn þegar þeir em í skyldunámi eins og tíðkast hefur og einnig að það sé ólöglegt að innheimta efnisgjald, líkt og gert hefur verið í mörgum skólum um langt árabil. í áliti um- boðsmannsins segir að annað hvort verði að breyta núgildandi lögum eða að færa starfs- hætti þá sem nú tíðkast í gmnnskólum í sam- bandi við efnisgjald og kaup á skólabókum til samræmis við gildandi lög. Tilefni þess að umboðsmaður Alþingis skilaði af sér þessu áliti er sú að 9. septem- ber 1988 bar maður nokkur ffam kvörtun yfir því að ákvæðum laga um námsgagna- stofnun hefði ekki verið ffamfylgt. Synir þessa manns vom við nám í sjöunda bekk skólaárið 1987-88 og var þeim gert að kaupa námsbækur í tveimur greinum, ís- lensku og ensku. Maðurinn taldi að þar með væri verið að bijóta ákvæði 7. greinar laga nr. 45/1979 um námsgagnastofnun þar sem segir að „nemendur í skyldunámi skuli fá ókeypis námsgögn samkvæmt ákvörðun námsgagnastjóra". Einnig taldi hann að ákvæðum 9. greinar sömu laga hefði ekki verið framfylgt en þar segir að „... skólum sé heimilt að nota námsbækur og námsgögn sem hlotið hafa viðurkenningu mennta- málaráðuneytisins, þess efnis að þau fari ekki í bága við gildandi námsskrá“. Maður- inn spurði að síðustu hvaða heimild sé til að leggja svonefnt efnisgjald á nemendur. Kvörtun þessi var borin fram við umboðs- mann Alþingis en áður hafði maðurinn skrifað menntamálaráðuneytinu bréf árið 1987 þar sem hann óskaði eftir svörum við spumingum sínum. „Hvergi gert ráð fyrir að nemendur fái öll námsgögn ókeypis“ I svari ráðuneytisins dagsettu 12. okt. 1987 við bréfi mannsins segir að nemendur í skyldunámi skuli fá námsgögn ókeypis sam- kvæmt ákvörðun námsgagnastjóra. Orðrétt segir síðan í bréfinu: „Þetta merkir, að náms- gagnastjóri ákveður hvaða námsgögn stofn- unin afhendir nemendum ókeypis. Hvergi er í lögum gert ráð fyrir að grunnskólanemend- ur fái öll námsgögn ókeypis." I bréfinu segir jafnframt að ákveðið hafi verið m.a. vegna kvörtunar mannsins að hefja þegar samn- ingu reglugerðar sem kveði á um veitingu viðurkenningar menntamálaráðuneytisins um það hvort námsefni brjóti í bága við gild- andi námsskrá. Ekki hafði verið talin þörf á að semja þess reglugerð fyrr og ástæðan er sögð sú að ekki hafi verið mikið um efni handa grunnskólum, fyrir utan það sem Námsgagnastofnun gæfi út. Þessi reglugerð var ekki tilbúin 1988 og í menntamálaráðu- neytinu fengust ekki upplýsingar um það hvort búið væri að setja þessa reglugerð sem lofað var. Ráðuneytið taldi í þessu bréfi sínu að efn- isgjaldið sem innheimt hefur verið í grunn- skólum bryti ekki í bága við grunnskólalög, þar sem þar sé ekki gert ráð fyrir að opinber- ir aðilar greiði allan kostnað af skólagöngu bama. Eins var ráðuneytið ekki mótfallið því að keimarar veldu kennsluefni utan út- gáfu bóka Námsgagnastofnunar eða þess efnis sem námsgagnastjóm ákveður að út- hluta ókeypis hveiju sinni. í lok bréfsins segir að það hljóti að vera samkomulag for- eldra og viðkomandi skóla hvort gefa eigi nemendum kost á fjölbreyttara námsefni en Námsgagnastofnun hefur bolmagn til þess að úthluta. I bréfi sem ráðuneytið sendi umboðsmanni Alþingis vegna sama máls, dags. 9 desember 1988, segir að meðal kennara séu skiptar skoðanir um gæði þess efnis sem Náms- gagnastofhun gæfi kost á að fá til úthlutunar. Margir telji efhi stofnunarinnar of gamalt og ekki í takt við tímann eða menn sætti sig ekki við þær áherslur og efnistök sem beitt er. Ef kennari sætti sig ekki við þessar bæk- ur til kennslu verði nemendur yfirleitt að kaupa annað efni. Ráðuneytið segir að ekki sé hægt að túlka 7. grein laga um Námsgagnastofnun á þann veg að nemendur skuli undantekningarlaust fá allt námsefhi ókeypis. Eflir Stefán Eiríksson „Geöþóttaákvöröun kennara hvaða námsefni er notaö“ Maðurinn sem upphaflega kvartaði vegna þessa máls fjallaði í bréfi til umboðsmanns Alþingis um þau orð í ftamangreindu bréfi ráðuneytisins að það sé alfarið á valdi hvers skóla hvaða námsefni sé valið til kennslu. Orðrétt segir í bréfinu: „Ekki fæ ég betur séð en þama fari sá skilningur að það geti verið geðþóttaákvörðun skóla, skólastjóra eða jafnvel kennara, hvaða námsefni sé notað.“ Maðurinn segir jafnftamt að hann líti svo á að skólaskylda bama hans sé einskonar samningur á milli hans og ríkisins og að mn sé að ræða bæði rétt og skyldur báðum meg- in borðsins. „Eg get því ekki unað því að reglur settar af löggjafanum séu túlkaðar svona rúmt af þeim sem þær eiga að fram- kvæma. Að ráðuneytið geti firrt sig með þessum hætti ábyrgð á því hvað notað er við kennslu og hvers kostnaðurinn sé.“ Einar Magnússon, yfirkennari í Hagaskóla, sagði að í raun væri þetta ákvörðun kennara eða skólayfirvalda. „Þetta á sér þann aðdrag- anda að kennurum líst ekki á þær bækur sem í boði em í tiltekinni grein frá Námsgagna- stofnun og telja að í þær vanti eitt og annað sem þeir vilji hafa þar og rói þess vegna á önnur mið.“ Einar sagði að hann héldi að menn hefðu ekki hugsað út í það að hér væri um að ræða atriði sem álitamál væri um hvort stangaðist á við lög. í Hagaskóla væri sá háttur hafður á að gefinn væri út bækling- ur um skólastarfið og þar væri það tilgreint mjög rækilega í hvaða greinum þyrfti að kaupa bækur. Það væri haldinn fundur með foreldrum á hveiju ári þar sem bæklingnum væri dreift og farið yfir þessi mál og svo framarlega sem enginn hreyfði mótmælum væri þetta skoðað sem samþykkt. Þetta væri enginn feluleikur og hefði verið gert með þegjandi samkomulagi foreldra. Hins vegar kæmi þama foreldri sem mótmælti þessu og það væri fyllilega skiljanlegt peningalega séð. Einar sagði að þetta mál ætti aðeins við kjamagreinamar, þ.e. þær greinar sem skylda er að allir fari í gegnum. 1 tíunda bekk er hins vegar boðið upp á valgreinar svo sem bókfærslu, vélritun, þýsku og frönsku og þá væm þeir komnir út í námsgögn sem Náms- gagnastofnun hefur ekki boðið upp á af eðli- legum ástæðum. Umfangið væri svo mikið að þeir hefðu ekki treyst sér til að vera með námsgögn fyrir þessi valfog og því væri ekki um annað að ræða en að senda bömin út í búð eftir bókunum. Einar sagði að það mætti líta á Námsgagnastofhun sem einokunar- stofnun að því leyti að allir væm skyldaðir til að lesa það nákvæmlega sama og kennarar gætu ekki valið það námsefhi sem þeir ættu að kenna. „Þeirri hugmynd hefur oft verið hreyft að nemendur fengju miklu heldur í hendur ávísun í upphafi skólaárs ftá yfir- völdum og skólinn hefði síðan frjálst val um það hvaða bækur væm keyptar.“ Einar sagði að það mættu heldur ekki gleyma því að auð- vitað gæfi Námsgagnastofnun út bækur sem mjög fáir útgefendur myndu gefa út að öðr- um kosti og þannig ynni hún að mörgu leyti mjög gott starf. Ekki löglegt aö láta nemendur kaupa sjálfa sín námsgögn Niðurstaða umboðsmanns Alþingis í þessu máli er sú að einstakir starfsmenn gmnn- skóla geti ekki án skýrrar heimildar í lögum ákveðið að foreldrar eða forráðamenn bama skuli bera kostnað af bókakaupum, andstætt þeirri meginreglu 1. málsgreinar 7. greinar laga nr. 45/1979, sem segir að nemendur eigi að fá ókeypis námsgögn. Ný lög um Náms- gagnastofhun, nr. 23/1990 veita starfsmönn- um skólanna ekki heldur slika heimild. Þá telur umboðsmaðurinn að menntamála- ráðuneytinu hafi borið að hafa frumkvæði að þvi að afla lagaheimildar fyrir innheimtu á efnisgjaldi og setja reglur um innheimtu og ráðstöfun tekna af gjaldinu. Þá segir hann að það sé niðurstaða hans að óheimilt hafi verið að taka til kennslu í íslensku og ensku náms- bækur frá öðrum en Námsgagnastofhun, skólaárið 1987-88 í skóla þeim sem synir mannsins, sem upphaflega kvartaði, voru í, þar sem þær höfðu ekki áður hlotið viður- kenningu menntamálaráðuneytisins, sbr. 9. grein laga nr. 45/1979. Þá telur hann enn- fremur að ekki hafi verið heimilt að krefja nemendur um greiðslur fyrir þessar náms- Menntamálaráðuneyti og umboðsmaður Alþingis eru ósammála um túlkun laga sem varða spumlnguna um hvort heimilt sé að rukka nemendur í skyldunámi um efriisgjald fýrir kennslugögn. bækur eða innheimta hjá þeim svonefnt efn- isgjald. Ami Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, sagði að fara þyrfti nákvæmlega ofaní þessi mál með hliðsjón af þessu áliti umboðsmanns og ráðuneytið yrði að taka afstöðu til þess hvaða aðgerða kann að vera þörf eða ástæða til að grípa til út af þessu. Hér væri ekki um dómsniðurstöðu að ræða, án þess að hann væri neitt að gera lítið úr áliti umboðsmanns og þeir myndu taka mjög alvarlega á þessu máli. Ámi sagði að það stæði i lögunum að nemendur skuli fá námsgögn eftir ákvörðun námsgagnastjómar og álitamálið snúist m.a. um það hvað felist í þessari ákvörðun náms- gagnastjómar. Gaukur Jörundsson, umboðsmaður Alþing- is, bendir á í áliti sínu að stjómvöld skóla- mála hafi í nokkrum veigamiklum atriðum ekki farið að lögum. í lok álits hans segir: „Að því leyti sem enn á við, verður annað hvort að breyta lögum þeim, sem í hlut eiga, eða færa starfshætti til samræmis við gild- andi lög.“ ' .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.