Tíminn - 18.09.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.09.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 18. september 1990 Tíminn 5 Eru Stuðmenn að berja á fýrrum félaga sínum á nýjustu plötu sinni? Jakob Frímann neitar, en spurningin er: Pökkunarvél sem lyftir og leggur frá sér... Sjálfvirk og fljótvirk ¥ÉP®& Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 Eitt allra vinsælasta popplag sumarsins hér á íslandi er án efa lag þeirra Stuðmanna „Ofboðs- lega frægur“. Texti lagsins flallar um hagmæltan menntskæling og er skemmtilega háðskur eins og vant er þegar Stuðmenn eiga í hlut En allt frá því að lagið var spilað fýrst, hafa gengið um það sögusagnir að textinn sé um ein- hvem ákveðinn mann. Mörg nöfn hafa verið nefhd til þeirr- ar sögu, en nafn Valgeirs Guðjóns- sonar sennilega hvað oftast. Margir telja sig geta greint að margar tilvis- anir í textanum pössuðu mjög vel við Valgeir. Hafa menn gert úr því skóna að Stuðmenn hafi samið þennan texta um Valgeir til að hnýta í hann fyrir brottfor hans úr hljómsveitinni fýrir rúmlega ári síðan. Valgeir segir sjálfúr í viðtali við tímaritið Mannlíf að það væri ekki úr takti við kaldranalegan húmor hljóm- sveitarinnar að punda einhveiju á sig. Einnig talar hann um að hann hafi orðið fyrir talsverðu ónæði vegna texta lagsins og ekki skemmtilegu ónæði eins og hann orðar það sjálfúr. Að sögn Jakobs Magnússonar Stuð- manns er það alveg af og ffá að texti þeirri i laginu „Ofboðslega ffægur“ sé á nokkum hátt mn Valgeir Guð- jónsson né nokkum annan mann. „Ég lít á Valgeir sem vin og félaga, og við höfúm aldrei hallað á hann í ræðu né riti og munum aldrei gera. En ef Val- geiri líður eitthvað betur eftir viðtal sitt við Mannlíf, þá gleðst enginn meira en ég,“ sagði Jakob. Þá sagði Jakob að mjög auðvelt væri að herma þennan texta upp á marga menn en Valgeir hefði aldrei verið hafður í huga hjá þeim Stuð- mönnum. Jakob sagði einnig að upp- hafsorð textans, „Hann er einn af þessum stóm“, sé setning sem faðir hans noti oft og hafí hún verið upp- hafspunkturinn við textagerðina sem unnið hefði verið út ffá. Hér til hliðar sjáum við þennan um- deilda texta Stuðmanna og getur nú hver dæmt um fyrir sig um hvem textinn sé. Stefán Jónsson látinn Ofboðslega frægur Lag: Egill Olafsson Texti: Þórður Amason, Egill Olafs- son, Jakob Magnússon. Hann er einn af þessum stóru sem i menntaskólann fóru og snéru þaðan valinkunnir andans menn. Eg sá hann endurfyrir löngu, i miðri Keflavíkurgöngu, hann þótti helst til róttœkur og þykir enn Já hann er enginn venjulegur maður og hann býr i nœsta nágrenni við mig og hann er alveg ofboðslega frœgur hann tók í höndina á mér, heilsaði mér, og sagði: — komdu sœll og blessaður (égfór gjörsamlega í kút) komdu sœll og blessaður (ég hélt ég myndi frika út). Hann hefur samið fullt af Ijóðum al- veg ofboðslega góðum, sem fjalla aðallega um sálarlíf þíns innri manns. Þau eru ekki af þessum heimi, þar sem skáldið er á sveimi miðja vegu milli malbiksins og regn- bogans. Já hann er enginn venjulegur maður o.s.frv. Við rœddum saman heima oggeima ég hélt mig hlyti að vera að dreyma (en ég var alveg örugglega vakandi.) Mér fannst hann vera ansi bráður, hann spurði hvort ég vœriJfjáður og hvort ég væri allsgáður og ak- andi. Já hann er enginn venjulegur maður o.s.frv. khg. Boeingþotan sem týndist á leið frá Keflavík: Rússneskur togari fann flakið Kanadískir leitarmenn tilkynntu í gær að rússneskur tog- ari hefði fúndið brak úr Boeing 727-þotunni í Atlantshafi, en það sem leitarflugvél taldi vera björgunarbát reyndist vera segldúkur. Ahöfn togarans kom auga á brakið á föstudaginn, 380 km suðaustur af Racehöfða á Nýfúndna- landi, skammt þaðan sem flugvélin hrapaði sl. þriðjudag. Flugvélin, sem var með 16 farþega innanborðs, hvarf eft- ir að flugstjórinn hafði tilkynnt um eldsneytisskort. Eftir að tilkynnt hafði verið að björgunarbátur hefði sést á reki var leitin hert um allan helming. Vonbrigði manna urðu því mikil þegar einungis var um segldúk að ræða. Flugvélin er í eigu flugfélags í Perú sem leigði hana til Möltu. Hún var á Ieið til Miami frá Möltu og var ætlunin að taka eldsneyti á Nýfúndnalandi. Stefán Jónsson, fyrrverandi alþingis- maður, fréttamaður og rithöfúndur, lést aðfaranótt mánudagsins 17. sept- ember, 67 ára að aldri. Stefán fæddist 9. maí 1923 á Hálsi í Geithellnahreppi, Suður-Múlasýslu. Foreldrar hans vom hjónin Jón Stef- ánsson, skólastjóri á Djúpavogi, og Marselína Pálsdóttir kennari. Stefán stundaði nám í Samvinnuskólanum 1941-42. Hann var fréttamaður hjá Rikisútvarpinu 1946-1965 og dag- skrárfúlltrúi þar 1965-1973. Hann var varaþingmaður Alþýðubanda- lagsúis í Norðurlandskjördæmi eystra 1971-74 og sat á þingi 1974- 83. Stefán var rithöfundur og eftir hann liggja nokkrar bækur. Meðal annars skrifaði hann bækumar Mínir menn og Roðskinna, sem var bók um galdurinn að fiska á stöng og menn- ina sem kunna það. Meðal síðustu bóka Stefáns voru bækumar Að breyta fjalli og Lífsgleði á tréfæti. Hann var mikill skot- og stangaveiði- maður og fjalla margar bóka hans um veiðar. Stefán Jónsson. Stefán eignaðist sjö böm og var kvæntur Kristjönu Sigurðardóttur þegar hann lést. Stuðmenn meðan Valgeir var enn innanborðs. Eggjaframleiðendur: Hundsa reglu- gerð um merk- ingueggja í sameiginlegri könnun neyt- endafélaga um allt land á merk- ingu og geymshi eggja hefúr komift fram aft þessum þáttum er í meirihluta tilvika mikið ábóta- vant, bæði JDrá hendi framleið- enda og seljenda. Nú mun vera í athugun hjá Hollustuvernd rflds- ins að setja sérstaka reglugerð um merkingu og geymslu eggja. Af þeim 30 eggj aframleiöend- um, sem könnunin náði tiL, taka aðeins 23 fram á umbúðum að um kælivöru sé aft ræða, þó kveðift sé á um að slíkt skuli gert í reglugerð nm merkingu neyt- endadaumbúða fyrir matvæli og aðrar neysluvörur. Þá gefur helmingur framleiðenda ekki uipp geymsluþol vörunnar. I þeim 9S verslunum sem athug- aðar voru, eru egg aöeins geymd I kæli í ura 53% tilvika. í nokkr- um öðrum verslunum fengust þær upplýsingar aft eggin væru sett í kæll að næturiagi. Jafn- framt kom i ijós aft verðmunur á eggjum cr allt að 27% á mílli verslana en algengasta verftlagn- ing er á bilinu 396-400 krónur. Neytendasamtökin teija með öllu óþolandi aft framleiöendur kom- ist upp með aft hundsa ákvæði áðurnefndrar reglugerðar eins og segir í fréttatilkynningu sam- takanna. Jafnframt er bent á að nú séu liðnir átta mánuðir frá því merldngar hafi átt að vera komnar í lag. Þá gera samtökin þá kröfu til verslana aft egg verði í öllum tilvikum geymd í kæli. t því sambandi er m.a. bent á danska rannsókn þar sem sýnt varfram á að varan gcymist mun betur við 5 gráður en 12, sem sumir eggjaframlelðendur telja vera heppilegasta hitastigið. Jafnframt er bent á könnun Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins þar sem fram kom að í verslunum eru að jafnaði 10- 40% cggja sprungin, en slík vara hefúr mun minna geymsluþol en ella. jkb ER VALGEIR „EINN AF ÞESSUM STÓRU“?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.