Tíminn - 21.09.1990, Page 5
Föstudagur 21, september 1990
Tímínrl 5
Fjárhagsstaða og valkostir Byggingarsjóða ríkisins og verkamanna óglæsilegir:
Lánastöðvun, vaxtahækkun,
eða 400.000 m. kr. halli
Hætti byggingarsjóðir Húsnæðisstofnunar (ríkisins og verkamanna)
strax ölium útlánum, jafnframt því sem ríkisframiög féllu niður, yrði eigi
að síður yfir 20 milljarða kr. eigið fé þeirra upp urið eftir rúman áratug.
Og áríð 2028, þ.e. um það leyti sem sjóðimir hefðu féngið núverandi út-
lán sín greidd til baka, vantaði um 62 milljarða kr. upp á að þær greiðsl-
ur mundu duga fyrir skuldum sjóðanna, þannig að ríkið yrði að leggja þá
62 milljarða, fram svo sjóðimir gætu gert upp við lánardrottna sína —
væntanlega fyrst og fremst Irfeyrissjóðina.
Haldi sjóðimir hins vegar áfiam veit-
ingu íbúðalána með sama hætti og nú og
á sömu vöxtum og fái sömuleiðis áfram
núverandi fiamlög úr ríkissjóði (50
m.kr. og 500 m.kr.) verður eigið fé
þeirra upp urið árin 1998 og 2000. Og
árið 2028 mundi sjóðina vanta 400
milljarða króna til jsess að geta gert upp
við lánardrottna sína. Benda má á að
þessi upphæð (400 milljarðar króna)
jafngildir rúmlega fjórföldum fjárlögum
ríkisins á þessu ári, eða meira en 1,5
milljónum kr. á hvert mannsbam í land-
inu). Allar þessar upphæðir em miðaðar
við verðlag á miðju ári 1990 og mundu
því hækka í takt við verðbólgu á næstu
árum og áratugum.
Hækkun vaxta í 5%
á öllum lánum...
Þessar ógnvænlegu ffamtíðarhorfur
Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingar-
sjóðs verkamanna em í stuttu máli nið-
urstaðan af úttekt Ríkisendurskoðunar á
fjárhagsstöðu sjóðanna. Þessi gífurlega
skuldasöfnun (tap) sjóðanna felst fyrst
og ffemst í því, að þeir taka peninga að
láni gegn 5-9% vöxtum (aðallega frá líf-
eyrissjóðunum) og lána það síðan aftur
til íbúðarkaupenda á 1% til 4,5% vöxt-
um. Eigiaðkomaívegfyrirrýmuneig-
in fjár sjóðanna, án aukinna fjárffam-
laga úr ríkissjóði, reiknar Ríkisendur-
skoðun með að vextir af öllum lánum
beggja sjóðanna, sem veitt hafa verið ffá
1984, þurfi að hækka í 5% að minnsta
kosti.
... eöa 4.400 m.kr.
ríkisframlag á árí
Verði hins vegar vextir ekki hækkaðir
þarf ríldssjóður næstu áratugi að leggja
sjóðunum til um 835 m.kr. á ári, miðað
við að öll ffekari útlán þeirra verði
stöðvuð. Haldi útlán sjóðanna hins veg-
ar áffam með núverandi hætti, þarf ríkið
að leggja sjóðunum til um 4.400 millj-
ónir króna ár hvert að meðaltali næstu
áratugina.
Ríkisendurskoðun reiknaði út stöðu
hvors sjóðs fyrir sig. í fyrsta lagi vom
dæmin reiknuð út ffá þeirri forsendu að
útlániun sjóðanna yrði hastt (eftir að nú-
verandi lánslofoiðahafar ffá BR hafa
verið afgreiddir 1991). Og í öðm lagi
var gengið út ffá þeirri forsendu að sjóð-
Bændur úr hreppunum hafa lent í erfiðleikum í eftirleitum vegna slæms
veðurs á hálendinu. Loftur Þorsteinsson, oddviti í Hrunamannahreppi:
Algjörlega
vitlaust veður
á fjallaleiðum
Gananamenn úr hreppunum hafa lent í erfiðleikum við eftirieitir. sökum
afleits veður sem verið hefur á leitarsvæðum. Genaið hefur á með snjó-
komu og víða sá ekki út úr auaum sökum bess. auk bess sem skefur
mikið. Hafa leitarmenn vmist haldið hóoinn eða látið fvrirberast í skálum
þar til veðri hefur slotað.
Gangnamenn úr Biskupstungum lentu í
slæmu veðri á Kili í gær er þeir vom á
leið ffá Svartárbotnum til Hvftámess.
Mikil ófærð var þar og þurftu þeir að fá
gröfii á móti sér til aðstoðar við trússbíl-
inn, sem er vömbíll og fylgir gangna-
mönnunum sex. Þegar Tíminn hafði
samband við Guðmund Grétarsson, bíl-
stjóra á vömbílnum, um klukkan níu i
gæikvöldi, var skaffenningur og miðaði
þeim seint áffam. „En við erum nú að
komast að ffemri Skútanum, þannig að
við sjáum alveg fyrir endann á þessu.“
Að gefnu
tilefni
I ffétt í blaðinu í gær, þar sem
sagt var frá erindi dr. Jónasar Har-
alz, bankastjóra Alþjóðabankans,
um stofnun sína, stóð að erindi dr.
Jónasar hefði verið haldið að
ffumkvæði Félags ísl. banka-
manna. Það er ekki rétt. Erindið
var flutt að ffumkvæði Banka-
mannaskólans og skólastjóra
hans, Páls H. Hannessonar.
—Fréttastjóri.
Guðmundur sagði, að þeir hefðu lagt af
stað ffá Svartárbotnum í gærmoigun í
ágætis veðri og meiningin var að hann
hitti félaga sína síðar um daginn í Hvítár-
nesi. Um klukkan 11 í gærmorgun var
veður orðið ffekar slæmt Guðmundur
sagðist ekkert vita hvort félagar hans
þyrftu á aðstoð að halda, en sagðist vona
það besta. Þeir áttu hins vegar ekki mjög
langa dagleið fyrir höndum. Sjálfir áttu
Guðmundur og ökumaður gröflmnar eft-
ir um þriggja til fjögurra tima akstur í
Hvitámes. Ekki gekk allt að vonum, því
þeir áttu orðið í erfiðleikum með vöm-
bílinn þar sem hann fór ekki í gang og
þurftu þeir því að draga hann með gröf-
unni.
Þá lentu átta leitarmenn í Gnúpveija-
hreppi í erfiðleikum og Ólafiir Jónsson,
sem fylgdi þeim eftir á dráttarvél, festi
vélina. Hann varð að láta fyrirberast í
henni eina nótt þar til aðstoð barst. Þegar
Tíminn hafði samband við Ólaf í gær,
var hann kominn til byggða. Hann sagði
að gengið hafi á með skaffenningi í gær,
en menn væm almennt vel á sig komnir.
Ólafttr sagðist hafa fest sig þegar þeir
vom að fara úr Bjamalækjabotnum yfir í
Gljúfiirlæk. Félagar hans vom þá famir
um hálftíma áður, en gátu ekki sökum
veðurs fylgst með Ólafi. Ólafiir reyndi
að moka dráttarvélina lausa, en það bar
engan árangur þar sem fennti strax í aft-
ur. Hann sá sér því þann kostinn vænstan
að bíða eftir aðstoð og sagðist nú feginn
því að vera kominn til byggða.
Atta leitarmenn úr Hrunamannahreppi
lentu einnig í basli og hafa ekki getað
smalað mikið sökum veðurs. í gasr-
kvöldi vom þeir komnir í Leppistungur,
og að sögn Lofts Þorsteinssonar, oddvita
og bónda á Haukholtum í Hrunamanna-
hreppi, áttu þeir þá eftir tvær dagleiðir til
byggða. Loftur sagði, að í gær hefðu leit-
armenn getað gert litið annað en komið
sér frá kofanum f Ásgaiði í Leppistungur
og hjálpa trússtraktomum við að komast
áfram. „Það er algjörlega búið að vera
vitlaust veður hjá þeim og þeir hafa ekki
séð út úr augum allan daginn,“ sagði
Loftur. „Sá sem var á dráttarvélinni sagði
mér að hann hafi aldrei séð fremsta
manninn sem reið á undan. En sem betur
fer fóm þeir allir saman." Þeir hafa fund-
ið um 50 kindur, sem hafa verið settar í
hús. Lofhir sagðist vona að þeir kæmust
áfiam í dag, þvi annars væri hætta á að
þeir myndu fijósa inni með traktorinn og
ámar stöðva þá af.
Loftur sagðist ekki muna eftir eins veðri
á þessum árstíma, þvi ef litið væri til
baka, þá var þetta sá tími sem almennt
var gengið. „Það er alveg greinilegt, að
ef þetta hefði skeð um það leyti sem væri
venjuleg fjallferð, þá hefði þurft að fresta
hér réttum.“
I Mývatnssveit átti að leita í gær, en þar
gekk á með dimmum éljum og því var
ákveðið að fresta leitum þar til i dag, ef
veður gengur riiður. Hinrik Ámi Bóas-
son vélstjóri sagði að þar væri hvit jörð
að heita og hefði svo verið í tvo daga.
imir héldu áfram svipuðum útlánum og
í ár, á núgildandi vöxtum og með sama
ríkisframlagi og á þessu ári. Það er nú
50 m.kr. til Byggingarsjóðs ríkisins og
500 m.kr. til Byggingarsjóðs verka-
manna.
Vaxtanióurgreiósla BR 8-
14 milljarðar næsta áratug
Að gefhum þessum forsendum líta
dæmin um Byggingarsjóð ríkisins
þannig út í grófiim dráttum:
Hætti sjóðurinn öllum lánveitingum
eftir afgreiðslu þegar útgefinna lánslof-
orða á næsta ári, verður vaxtaniður-
greiðsla sjóðsins til ársins 1999 samtals
7.900 m.kr. Þar við bætist árlegur rekstr-
arkostnaður sjóðsins. Núverandi 13.500
m.kr. eigið fé sjóðsins yrði þá upp urið
árið 2005. Árið 2028 yrðu skuldir sjóðs-
ins komnar í 23.100 m.kr. Ætti að koma
í veg fyrir rýmun á eigin fé sjóðsins
þyrfti hann um 460 m.kr. ríkisframlag á
ári næstu fjóra áratugi.
Haldi sjóðurinn hins vegar áfram að
lána (4.500 íbúðakaupendurrFbyggj-
endum á ári) með 4,5% vöxtum, næmi
niðuigreiðsla á vöxtum 14.300 m.kr. til
ársins 1999. Eigið fé yrði þá meira en
upp urið. Til að halda eigin fé sjóðsins
óbreyttu þyrfti 2.020 m.kr. ríkisframlag
á ári hveiju að meðaltali (frá 1.000 kr.
næstu árin upp í 2.500 m.kr.). Án þess
yiði halli sjóðsins kominn í 230 millj-
arða innan fjögurra áratuga (eða hátt í
milljón á hvem Islending, miðað við nú-
verandi íbúafjölda).
Gjaldþrot áriö 2000
Dsemin um Byggingarsjóð verka-
manna líta ekki betur út. Miðað við
stöðvun útlána mundi 7.100 m.kr. eigið
fé hans hverfa í vaxtaniðurgreiðslur og
rekstrarkostnað á næstu 11 árum og
sjóðurinn þurfa nær 40.000 m.kr. fram-
lag til að eiga fyrir skuldum árið 2028.
Til að viðhalda eigin fé sjóðsins þyrfti
rúmlega 370 m.kr. framlag ár hvert
næstu fjóra áratugi.
Haldi sjóðurinn hins vegar áfram að
lána fyrir 600 félagslegum íbúðum á ári
á óbreyttum vaxtakjörum kostar það
10.000 m.kr. vaxtaniðurgreiðslu til árs-
ins 1999. Eigið fe sjóðsins mundi klárast
árið 2000 og síðan mundi hann safna
upp nær 180.000 m.kr. skuldum til árs-
ins 2028. Til að viðhalda eigin fé sinu,
miðað við óbreytt útlán og vexti, þyrfh
Byggingarsjóður verkamanna að fá um
2.400 m.kr. framlag að meðaltali ár
hvert (hæst um 3.000 m.kr. árið 2016).
Um 3.700 m.kr.
„gjafirí1 í ár
Ríkisendurskoðun reiknaði einnig út
aðstoð ríkissjóðs við þá sem keyptu sér
eða byggðu sér íbúðir/hús á árunum frá
1986: Annars vegar í formi niður-
greiddra vaxta og hins vegar í gegnum
skattkerfið.
Þótt maigir beri sig illa undan vöxtun-
um, kemst Rfldsendurskoðun að þeini
niðurstöðu að árleg aðstoð rfldssjóðs í
formi niðuigreiðslu á vöxtum og skatta-
ívilnana hafi Ijórfaldast á þessu tímabili:
Hækkað úr 860 m.kr. árið 1986 upp í
3.700 m.kr. árið 1990 (þ.e. yfir 20
þús.kr.á hvem skattgreiðanda á þessu
ári). Niðurgreiðsla vaxta ein og sér er
talin um 1.840 m.kr. á árunum 1986-
1989. -HEI
Gerö 1854U
- 1100vattamótor
- 165/170 mm sagarblað
- hraði 4200 sn./mín.
- örygcjisrofi
- karbitsagarblað fylgir
Gerð 1865U
- 1200 vatta mótor
- 184/190 mm sagarbiað
- hraði 4200 sn./mín.
- örygcjisrofi
- karbitsagarblað fylgir
EIGUM AVALLT FJÖLBREYTT URVAL SKIL RAFMAGNS-
HANDVERKFÆRA OG FYLGIHLUTA JAFNT TIL
IÐNAÐAR- SEM HEIMILISNOTA
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA
Þekking Reynsla Þjónusta
r
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670
r
-J