Tíminn - 22.09.1990, Side 7
Föstudagur21. september 1990
HELGIN
15
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL
Michael Wayne Jackson, skegglaus á yngrí árum og eins og hann lert út
meðan hann hélt heilu þorpi í helgreipum óttans í 11 daga.
ólögleg lyf. — Hann situr stundum
og flissar lengi og maður sér það á
augunum í honum.
Seinna sagði þessi sami ættingi við
fféttamann að hann skildi ekki hvem-
ig það gæti gengið að sleppa manni
eins og Jackson lausum innan um
saklaust fólk hvað eftir annað, þrátt
fyrir ítrekaðar viðvaranir. Hann hefði
verið lifandi dauður árum saman.
Skilorðseftirlitsmaðurinn Thomas
Gahl hafði farið heim til Jacskons til
að fá hjá honum þvagsýni sem gæti
sannað að hann tæki lyfin sín ... eða
hvort hann tæki þau ekki og neytti
ólöglegra lyfja eins og haldið var
ffam. Þetta var ósköp venjuleg
skylduheimsókn, en Gahl týndi lífinu
fyrir. Stórhættulegur morðingi hans
gekk laus.
Skotárás
viö kirkju
Lögregla í tíu umdæmum á svæðinu
var beðin að hafa augun opin ef Jack-
son skyldi birtast. Síðast sást hann
aka drapplitum Mercury, árgerð
1982, sem hann tók við hjólhýsa-
svæðið í Clinton. Hann var sagður
vopnaður og mjög hættulegur.
Næst sást til hans f O’Fallon í
Missouri, 70 km norðan við St. Lou-
is. Þar er yfirleitt rólegt, en lögregl-
unni var tilkynnt að maður með
skegg hefði stolið að minnsta kosti
þemur bílum þar og ráðist á tvær
konur. Síðan sást hann aka f átt til
Wright City á Cadillac Seville.
Roland Clemonds, lögreglumaður í
Wright City, átti ffí á mánudags-
kvöldið en honum leiddist að sitja
einn heima svo hann fór í bæinn og
sat f hjá Burgess lögreglustjóra sem
ók eftirlitsferð um bæinn. I Wright
City búa aðeins um 1.200 manns. Á
venjulegu mánudagskvöldi var varla
annað að gera en stugga við hópum
unglinga sem oft voru með háreysti
umhverfis bensínstöðina og skyndi-
bitastaðinn.
Um níuleytið fengu þeir félagamir
tilkynningu um Cadillac-bílinn sem
stolið hafði verið í O’Fallon og gæti
verið á leið til Wright City. Þeir óku
upp að kirkjunni, lögðu bflnum og
horfðu út á þjóðveginn. Lögreglu-
stjórinn taldi ekki miklar líkur á að
bfllinn kæmi en það sakaði ekki að
vera öruggur.
Þeir voru varla búnir að slökkva
ljósin á lögreglubílnum er þeir sáu
logagylltan Cadillac koma á ofsa-
hraða inn í þorpið og trúðu vart sín-
um eigin augum.
Sá gyllti stansaði snögglega í u.þ.b.
fimm metra fjarlægð ffá lögreglu-
bílnum, þannig að bílstjórinn var
gegnt farþegahurðinni. Clemonds fór
út úr bílnum, lyfti byssunni og kynnti
sig. Ökumaðiu- þess gyllta svaraði
með því að miða á hann haglabyssu.
— Beygðu þig, kallaði Clemonds til
lögreglustjórans. — Hann skýtur.
Fyrsta skotið skall á bílnum og
nokkur högl hrukku í höfuð Clem-
onds sem féll við. Áður en hann datt
náði hann að skjóta á móti og hitti
bílhurðina. Jackson gaf þá vel i og
það rauk undan hjólbörðum gyllta
bílsins þegar hann hvarf inn í þorpið.
Burgess lögreglustjóri skaut fjórum
skotum á eftir flóttabílnum en hugði
svo að félaga sínum. — Ég er heill á
húfi, sagði Clemonds. — Náðu hon-
um.
Burgess ók af stað og skildi Clem-
onds eftir. Það voru unglingar sem
fylgst höfðu með atburðum sem
komu að og hjálpuðu honum undir
læknishendur. Þegar búið var að gera
að smásárum á enni Clemonds var
hann jafngóður og fór til skyldu-
starfa.
Gufaöur upp
Á meðan elti Burgess Cadillac-bíl-
inn og fleiri lögreglumenn bættust í
hópinn þegar þeir fféttu hvað var að
gerast. Þeir fundu bflinn 4 km norðan
við þorpið þar sem Jackson hafði
reynt að aka gegn um netgirðingu til
að komast út á þjóðveginn. í skottinu
var 26 ára gamall maður ffá O’Fall-
on. Hann kvaðst hafa verið að bóna
bílinn við hús sitt þegar skeggjaður
maður stakk haglabyssu undir höku
hans og skipaði honum að aka út á
þjóðveginn. Hann sagðist hafa orðið
svo hræddur að hann fór ranga leið
en þá brast þolinmæði þess skeggj-
aða svo hann sagðist taka við, hinn
skyldi fara f skottið. Farið var með
manninn á sjúkrahús þar sem gert var
að skrámum sem hann hlaut í árekstr-
inum við girðinguna.
Öllu óheppnari var Earl Dallas Finn,
47 ára bílstjóri, sem fannst látinn í bíl
sínum klukkan 6.48 f St. Peter f
Missouri, rétt austur af O’Fallon. í
fyrstu var talið að hann hefði látist í
umferðarslysi, en svo kom í ljós að
hann hafði verið skotinn með hagla-
byssu. Talið var að ástæðan væri sú
að bíll hans var ekki ósvipaður
ómerktum lögreglubíl útlits.
Leitað var í skóglendi á stóru svæði
umhverfís Cadillac-bílinn en hvergi
fannst Jackson. Skotgat var á bíl-
hurðinni og blóðblettir í sætinu. Það
benti til að Jackson væri sár, annað-
hvort eftir skotið eða áreksturinn við
girðinguna sem var allharður.
Jackson var enn vopnaður því byss-
an var ekki í bílnum eða nokkur önn-
ur vopn. Særður, geðveikur morðingi
gekk laus i þorpinu og hafði engu að
tapa. Lögreglumenn gátu ekki hugs-
að sér neitt uggvænlegra. Auk þess
naut hann skjóls veðurguðanna, því
rigning og þoka grúfði yfir og
skyggni var nánast ekkert. Akveðið
var að biða dögunar með að leita
ffekar.
Ibúar Wright City nánast vígbjugg-
ust og lögreglumenn litu ffemur út
fyrir að vera í víkingasveit f undir-
heimum stórborgar en við löggæslu í
smáþorpi.
— Þetta er eflaust öruggasta samfé-
lag í Bandarikjunum, varð Burgess
að orði þegar hann sá félaga sína sem
ætluðu að veija staðinn eins og virki.
Leitað var í útihúsum í suðuijaðri
þorpsins, i næstu íbúðarhúsum og
kjarrinu allt um kring, en hvergi
fúndust nein merki um Jackson. Gáð
var í flutningalestar sem stönsuðu til
að taka kom og fylgst var með veg-
um ffá þorpinu en ekkert gerðist.
Fréttamenn streymdu á staðinn og
einhver hafði á orði að þetta væri að
verða líkast uppskeruhátíð.
11 daga
skelfingarástand
Lítið var að gera f verslunum og á
veitingastöðum, því fólk þorði naum-
ast út. Póstburður féll niður og meira
en 65% skólanema héldu sig heima.
Lögreglunni varð ekki mikið ágengt.
Sporhundar komu á svæðið en úrfell-
ið virtist hafa skolað burt allri lykt.
Leit úr þyrlum bar engan árangur og
á jörðu niðri óðu menn aur og polla
án þess að verða neins vfsari.
Alls kyns kviksögur komust á kreik.
Ein hermdi að Jackson hefði fundist
dmkknaður í skurði, önnur að hann
hefðist við hjá ættingjum í suður-
hverfmu. Þar bjó fjölskylda með
sama ættamafn, en var alls óskyld
þessum Jackson. Þá heyrðist að Jack-
son hefði sjálfviljugur látið leggja sig
inn á geðsjúkrahús f Dallas.
Leitin að Jackson stóð ffam undir
helgina og ekki bætti úr skák að eftir
úrfellið tók við hitasvækja ffá 30 til
35 stig upp á hvem einasta dag. Á
laugardeginum var 15 mönnum úr
sérsveit umferðarlögreglu ríkisins
gefið ffí, en þeir þóttu svo að niður-
lotum komnir að þeir gætu hæglega
orðið óvarir um sig og gert skyssur.
Aðrir tóku við af þeim, en allt sat við
hið sama. Mannauð hús og útihús
vom athuguð reglulega en ekkert
fannst.
Um helgina komu þrír sérþjálfaðir
hundar ffá Kansas. Einn rakti gamlar
slóðir, annar nýjar og sá þriðji leitaði
uppi lík. Þeir þefuðu og snusuðu f all-
ar áttir en það eina sem þeir höfðu
upp úr krafsinu vora óþolandi flær.
Þjálfari þeirra sagði að rigningin og
hitinn hefðu eyðilagt allar slóðir og
spillt aðstæðum.
Þá gerðist það síðdegis á sunnudeg-
inum að lögreglunni var tilkynnt um
innbrot í húsvagn sem stóð 5 km utan
við þorpið og innan við 1.500 metra
ffá þeim stað sem siðast hafði sést til
Jacksons. í húsvagninum fannst opin
súpudós, hálf brauðsneið, nokkrar
einnota rakvélar og brotinn spegill.
Hárin á rakvélunum gátu allt eins
verið af Jackson og öðram eftir lit og
lengd að dæma. Svo virtist sem
flóttamaðurinn hefði brotist inn til að
seðja hungur sitt og þrifa sig.
Jim Lee þjá þjóðvegalögreglu
Missouri tilkynnti aðalstöðvunum
um innbrotið í húsvagninn og þegar f
stað vora sendir sporhundar á vett-
vang og þeir látnir þefa af hlutum úr
Cadillac-bílnum. Himdamir tóku
þegar vel við sér og geystust f átt til
þorpsins. Nokkra eftir miðnætti stað-
næmdust þeir við hús við North East
Second Street, spölkom ffá ráðhús-
inu.
Lögreglan íhugaði að ráðast þar inn,
en hætti við vegna myrkurs og beið
dögunar.
Umsátur um
hlööu
Það hefði engu máli skipt. Húsið var
tómt. Lögreglan komst að þvi þegar
raðist var inn klukkan rúmlega sex
um morguninn. Nú hafði leitin í
þorpinu staðið á aðra viku og margir
fbúanna voru orðnir óþolinmóðir og
höfðu sitthvað misjafht að segja um
ffammistöðu lögreglunnar. Samt
vildi enginn að lögregluliðið færi. —
Þetta er undarlegt, sagði einn íbú-
anna. — Við þoram ekki út og læsum
að okkur. Það mætti halda að heill
her ógnaði okkur en ekki bara einn
maður.
Lögreglumenn vora sannfærðir um
að Jackson hefði ekki sloppið, því
ekki hafði verið tilkynnt um bílþjófn-
að. Hins vegar var ómögulegt að vita
hvort hann var enn á lífi eða látinn af
sáram sfnum.
Leitin hélt áffam ffam á fimmtudag.
Klukkan hálfsjö leitaði lögreglan enn
einu sinni á bóndabæ u.þ.b. hálfan
fjórða km sunnan við þjóðveginn þar
sem Jacskon skildi við bílinn á girð-
ingunni níu dögum fyrr. Tvisvar áður
hafði verið leitað þama án árangurs
en í þetta sinn fannst blár regnffakki
eins og sá sem Jackson hafði sfðast
sést f.
Strax var farið með jakkann til aðal-
stöðvanna og síðan haldið áffam að
leita í útihúsunum. Örskömmu síðar
heyrðust skothvellir. Yfir 100 manns
lögreglu- og þjóðvarðliða þustu að,
flóðljós vora kveikt og þyrla sveim-
aði yfir.
Bæjarbúum var haldið álengdar og
hótað handtöku ef þeir færa yfir
þjóðveginn neðan við býlið.
Fréttin um að Jackson væri í gildra
á býlinu barst eins og eldur í sinu um
svæðið. Um það bil 200 manns þustu
út í bfla sína og settust að við vega-
tálmana með útvarpið í gangi og bjór
og snarl við höndina meðan þeir biðu
þess að sjá Jackson gefast upp fyrir
lögreglunni.
— Komdu, Mike, þramaði lög-
regluforingi í hátalara. — Við viljum
ekki gera þér neitt. Ég veit að þú ert
svangur og vilt líka binda enda á
þetta. Þú getur hjálpað okkur öllum.
Eftir hálftíma köll og alls kyns við-
varanir án þess að nokkurt svar bær-
ist, vora opnaðir átta brúsar af tára-
gasi og fleygt inn í hlöðuna á hálffar
mínútu ffesti. Engin viðbrögð feng-
ust að heldur. Lögreglan virtist samt
ekkert vera að flýta sér.
— Við höfum verið héma í 11 daga,
er haft eftir lögreglumanni. — Ég sé
enga ástæðu til að fara að æsa sig
núna.
Klukkustundu síðar, eftir ftrekaðar
hvatningar til Jacksons um að gefa
sig ffam, réðst lögreglan inn f hlöð-
una. Vígbúnir lögreglumenn spörk-
uðu upp hurðinni, tilbúnir að tæma
byssumar á manninn sem haldið
hafði umhverfinu í helgreipum óttans
undanfama daga.
Off seint
Það sem við blasti var hins vegar lfk
Michaels Wayne Jackson á miðju
gólfi tómrar hlöðunnar. Helming höf-
uðsins vantaði. Hann hafði skotið
sjálfan sig upp undir hökuna.
— Við eram fegnir að geta fært íbú-
um Wright City ffiðinn aftur, til-
kynnti Hal Helterhoff, yfirmaður FBI
í St. Louis. — Það er alltaf ánægju-
legt að handsama glæpamenn sem
ógna samfélaginu.
Jackson var enn skeggjaður og í
sömu fötum og þegar síðast sást til
hans, en berfættur og augljóslega að
reyna að þurrka skó sína eftir göngu-
ferð í bleytu.
— Hann hafði alls ekki verið í þess-
ari hlöðu allan tímann síðan rigndi,
sagði einn leitarmanna. — Við vor-
um búnir að Hta þama inn mörgum
sinnum. Hann gat aldrei verið lengi á
sama stað, því alltaf var verið að leita
og bílar vora stöðugt á ferðinni.
Þannig var sem sé saga Michaels
Wayne Jackson, viðkvæma sveita-
drengsins sem ekkert mátti aumt sjá
og var einstakur dýravinur. Hann
breyttist í miskunnarlausan ofbeldis-
segg sem sfðar varð morðingi og fyr-
irfór sér að lokum.
VELBOÐI HF. AUGLYSIR
Miöflóttaaflsdæludreifarar - Snekkjudæludreifarar
Vegna fénginnar reynslu undanfarinna ára í sölu á mykjutækjum, höfum við
hjá Vélboða hf. lagt mikla áherslu á að framleiða mykjudreifara sem hannað-
ur er sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður.
Samfara þessu hefur okkur tekist að stórlækka verð tækjanna og stytta af-
greiðslufrest
Nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 91-651800.
Ath. nýtt heimilisfang
Helluhraun 16-18.
HF 220 Hafnarflörður
Sími 91-651800