Tíminn - 05.10.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.10.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 5. október1990 DAGBÓK m Aðalfundur Launþegaráðs á Vesturiandi Aðalfundur Launþegaráðs framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldinn miðvikudaginn 10. október nk. kl. 20.30 ( Félagsbæ, Borgarnesi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. Er þjóðarsáttin í hættu? Frummælendur verða: Guðmundur Bjamason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgar- ness. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar. Stuðningsmenn Framsóknarflokksins velkomnir. Launþegaráð Framsóknarflokksins á Vesturlandi Skrifstofa Framsóknarflokksins hefur opnað aftur að Höfðabakka 9, 2. hæð (Jötunshúsinu). Sími91-674580. Opið virka daga kl. 9.00-17.00. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Aðalfundur Framsóknarfélags V-Skaft. verður haldinn I Tunguseli fimmtudaginn 11. okt. kl. 21:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing og flokksþing. 3. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. Stjómin. Konur Suðurfandi Aðalfundur Félags framsóknarkvenna f Ámessýslu verður haldinn mánu- daginn 8. október nk. að Eyrarvegi 15, Selfossi, og hefst kl. 21.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Athugið breyttan fundartlma. Nýir félagar velkomnir. Fjölmennum. Stjómin. Aðalfundur F.U.F. Keflavík verður haldinn laugardaginn 6. október kl. 14.00 í Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnurmál. Nýir félagar velkomnir. Stjómin Akranes - Bæjarmál Opinn fundur með bæjarfulltrúum verður laugardaginn 6. október kl. 10,30 I Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Veitingar á staðnum. Bæjarmálaráö. Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, eropin mánudagatil fimmtudaga kl. 17-19. Simi 43222. K.F.R. Selfoss - Nágrenni Félagsvist verður spiluð að Eyrarvegi 15 kl. 20.30 2. október, 9. októberog 16. október. Þriggjakvöldakeppni. Kvöldverðlaun. Heildar- verðlaun. Allir velkomnir. Stjórn Framsóknarfélags Selfoss. Dr. Agnés Ghaznavi Breiðfiröingafélagið Félagsvist vcrður sunnudaginn 7. október kl. 14.30 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Fyrirlestrar um fjölskyldumál í kvöld, fostudag, kl. 20.30 heldur dr. Agnés Ghaznavi, geðlæknir frá Sviss, op- inberan fyrirlestur í Safhahúsinu á Sauð- árkróki. Fyrirlesturinn nefhist: „Fjöl- skyldusamráð og samskipti maka“. Sunnudaginn 7. október kl. 21.00 heldur dr. Agnés fyrirlestur fyrir almenning í Ba- há’í miðstöðinni, Álfabakka 12, 2. hæð, í Mjóddinni í Reykjavfk um efhið „Of- beldi í fjölskyldunni og f þjóðfélaginu”. Báðir fyrirlestramir verða þýddir á ís- lensku og aðgangur er ókeypis. The Family Repairs and Maintenance Manual er titillinn á bók eftir dr. Agnési um fjölskyldumál, sem kom út á síðasta ári í Englandi. Kynningarfundur l-ráðs ITC verður haldinn í félagsmiðstöðinni FJÖRGYN, Foldaskóla, laugardaginn 6. október. Fundurinn verður settur kl. 14.00. Upplýsingasímar: Jóna 672434, Hildur 32799, Gunnjóna 667169 og Sæunn 41352. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg ganga Hana nú í Kópavogi verð- ur á morgun. Lagt af stað frá Digranes- vegi 12 kl. 10.00. Nú er allra veðra von. Hafið tvennan klæðnað við rúmstokkinn. Fyrir gott veð- ur og fyrir vont veður. Setjið vekjara- klukkuna. Vekið athygli allra á Laugar- dagsgöngunni. Nýlagað molakaffi. Félag eldri borgara Göngu-Hrólfar hittast nk. laugardag kl. 10.30 aðNóatúni 17. URBEINING u 'V'Vfm-iV ijjj' Tökum að okkur úrbeiningu á öllu kjöti. Þaulvanir fagmenn. Upplýsingar í síma 91-686075 Guðmundur og Ragnar Búslóða- flutningar Búslóða- geymsla Flytjum búslóðir um land ailt. Höfum einnig búslóðageymslu Sími 985-24597 Heima 91-42873 _________/ ARCOS-hnífar fyrir: KJötiðnaðlnn, veltingahús og mötuneyti. Sterklr og vandaölr hnffar ______fyrlrfagmennlna_____ Fyrk hehnBið Með storkum og bitmiklum hnKum getur þú veriö þlnn elgin fagmaöur. Við bjóðum þér 4 valda fagmannshnffa og brýnl á aðelns kr. 3.750,- Kjötöxi 1/2 kgákr. 1.700,- Hnífakaupin gerast ekki betri. Sendum I póstkröfu. Skrifið eöa hringið. ARCOS-hntfaumboðið Pósthólf 10154,130 Reykjavlk. Slmi91-76610. JEPPA- HJÓLBARÐAR Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá Kóreu 235/75 R15 kr. 6.950,- 30/9,5 R15 kr. 6.950,- 31/10,5 R15 kr. 7.950,- 33/12,5 R15 kr. 9.950,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogl 2, Reykjavík Sfmar: 91-30501 og 84844 Einnig galvaníserað þakjám. Gott verð. Söluaðilar: Málmiðjan hf. Salan sf. BÍLALEIGA með útibú allt I kringum landið, gerir þér mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bfla erlendis interRent Europcar Kópavogskirkja: Hátíóarmessa vegna nýrrar altaristöflu Sunnudaginn 7. okt. nk. verður haldin sérstök hátíðarmessa i Kópavogskirkju, i tilefni þess að þá verður lokið uppsetn- ingu altaristöflu í kirkjunni. Á safnaðarfundi Kópavogsprestakalls árið 1971 var samþykkt að koma upp alt- aristöflu í Kópavogskirkju. Að undan- genginni samkeppni, sem lauk 15. febrúar sl., var Steinunn Þórarinsdóttir myndlist- armaður ráðin til að gera altaristöfluna og er hún gerð af steini og gleri. Við hátíðarmessuna prédikar biskup ís- lands, hr. Ólafur Skúlason, og listamenn koma ffam i söng og hljóðfæralcik. Gallerf Borg: Málverkauppboð 29. málverkauppboð Gallerí Borgar, haldið i samvinnu við Listmunauppboð Sigurðar Bcnediktssonar h/f fer fram í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 7. októberkl. 20.30. um 60 verk verð boðin upp, flestöll eftir þekkta listamenn, þar af mörg eftir „gömlumeistarana". Uppboðsverkin verða sýnd í Gallerí Borg við Austurvöll 5., 6. og 7. október fiá kl. 14.00 til 18.00, þar verður tekið á móti forboðum. Einnig er hægt að bjóða f verkin símleiðis í símum 985-28167 og 985- 28168. Ferðafélag íslands um helgina: Heiðmerkurdagur á sunnudaginn Um helgina efnir Ferðafélag fslands til haustlita- og grillveisluferðar í Þórsmörk. Þetta er síðasta haustlitaferðin á árinu og er brottfor á fostudagskvöldinu kl. 20 og gist í Skagfjörðsskála í Langadal. A sunnudaginn 7. okt. er svo dagsferð f Þórsmörk, cinnig sú síðasta á árinu. Kl. 10.30 á sunnudagsmorguninn 7. okt. verður gengið um gömlu þjóðleiðina Leggjabrjót. Gengið verður úr Hval- fjarðarbotni um Botnsdal og yfir að Svartagili í Þingvallasveit. Kl. 13 á sunnudaginn cfnir Ferðafélagið til Heiðmerkurdags i tilefni 40 ára af- mælis Heiðmerkur og þar með skógar- reits félagsins. Vígð verður eirplata með álctrun til minningar um Jóhannes Kol- beinsson sem stjómaði skógræktarferðum Ferðafélagsins ffá upphafi til 1976. Vign- ir Sigurðsson ffá Skógræktarfélagi Reykjavíkur mun fræða um skógrækt í Hciðmörk og síðan verður létt fjölskyldu- ganga um skógarstíga í skógarreit F.í. og nágrenni. Brottför í ferðimar er ffá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Ferðafélag íslands Útivist um helgina Túnglskinsganga Föstudag, 5. okt. kl. 20,00. Þingvellir á fullu tungli. Gengið eftir Almannagjá og áffam að Vatnsviki. Fjömbál við vatnið. Helgarferðir 5.-7. okt. Hausttitaferð í Bása Skipulagðar gönguferðir við allra hæfi um Goðaland og Þórsmörk. Gist i Útivist- arskálunum í Básum. Landmannaafréttur Dómadalsleið-Rauðfossafjöll. Gist í Laugum. Miðar og pantanir í helgarferðir á skrifstofu, Grófinni 1. Sunnudagur7. okt KL 09.00: Reykjavíkurgangan 2. ferð: Krappinn — Keldur: Gangan hefst við Fiská. Gengið upp með Rangá og Tungufoss skoðaður og einnig Skútu- foss i Fiská. Gönguglöðum gefst kostur á þvi að ganga á Árgilsstaðafjall. Þá verður haldið áffam upp Krappann og að Keld- um. Kl. 13.00: Köldunámur- Lambafetis- gjá Ný göngulcið um hrikalegt landsvæði suðvestur af Sveifluhálsi. Létt ganga fyrir alla fjölskylduna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.