Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 2
10 W HELGIN Laugardagur 6. október 1990 Guðmundur JónAflnar GuðmundurJ. Aðalfundur Launþegaráðs á Vesturlandi Aðalfundur Launþegaráös framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldinn miövikudaginn 10. október nk. kl. 20.30 í Félagsbæ, Borgarnesi. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. Erþjóoarsátuníhættu? Frummælendur verða: Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgar- ness. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar. Stuöningsmenn Framsóknarflokksins velkomnir. Launþegaráö Framsóknarflokksins á Vesturlandi Skrifstofa Framsóknarflokksins Ull hefur opnað aftur að Höfðabakka 9,2. hæð (Jötunshúsinu). Sími 91-674580. Opið virka daga kl. 9.00-17.00. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Aðalfúndur Framsóknarfélags V-Skaft. verður haldinn í Tunguseli fímmtudaginn 11. okt kl. 21:00. Dagskra: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþlng og flokksþing. 3. önnur mál. Nýir félagar velkomnir. Stjómln. Konur Suðuiiandi Aöalfundur Félags framsóknarkvcnna f Ámessýslu verður haldinn mánu- daginn 8. október nk. að Eyrarvegi 15, Selfossi, og hefst kl. 21.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Athugið breyttan fundartlma. Nýir félagar velkomnir. Fjölmennum. Stjómln. Aðalfundur F.U.F. Keflavík verður haldinn laugardaginn 6. október kl. 14.00 ( Félagsheimili framsóknarmanna aö Hafnargötu 62. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf.' 2. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. Stjómin Akranes - Bæjarmál Opinn fundur með bæjarfulltrúum verður laugardaginn 6. október kl. 10,301 Framsóknarhúsinu viö SunnubrauL Veitingará staðnum. Bæjarmálaráö. Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, eropin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Sími 43222. K.F.R. Selfoss - Nágrenni Félagsvist verður spiluð að Eyrarvegi 15 kl. 20.30 2. október, 9. októberog 16. október. Þriggjakvöldakeppni. Kvöldverðlaun. Heildar- verðlaun. Allir velkomnir. Stjórn Framsóknarfélags Selfoss. HUNDELTUR hagleiksmaður mikill og málari, enda oft kallaður málari eða tann- smiður, því hann skar út muni úr tönn, líklega rostungstönn. Þá var hann listaskrifari. Enn bar það við að hann var fenginn til að koma fyr- ir draugum. Er þess einkum við get- ið um drauginn á Snæfjallaströnd. Eru til frá þessum tíma ákvæðavís- ur hans mjög mergjaðar, þrenn kvæði (Fjandafæla og Snjáfjallavís- ur hinar fyrri, Snjáfjallavísur hinar síðari og Umbót eða Friðarhuggun). Töldu menn hann hafa komið af reimleikunum og létt af byggðinni vágesti miklum. Má fara nærri um það að með þessu hefur hann til fulls fest við sig galdraorðið og mátti það verða honum hættulegt síðar, er í móti blés og óvildarmenn hans vildu færa sér þetta í nyt. Enda kom það brátt í ljós og það með þeim ókjörum að hann bjó að því alla ævina, svo að upp frá því má kalla sögu hans óslitinn raunaferil. Jón og Spánveijavígin Brátt komu fyrir þeir atburðir, sem ollu þvf að hann þorði ekki annað en að hverfa í burt af Ströndum, heimahögum sínum, fyrir fullt og allt. Tildrögin voru þau að árin 1613-1615 voru Spánverjar við land vestra og stunduðu hvalveiðar. Þóttu þeir ekki fara friðsamlega fram. Þetta leiddi til konungsboðs 30. apríl 1615, sem samþykkt var á Alþingi samsumars að Spánverjar og aðrir útlendingar, sem færu með ránum um landið, skyldu réttdræp- ir, hvar sem þeir fyndust. Urðu sam- sumars róstur og bardagar með Spánverjum og Vestfirðingum. Var fyrir Vestfirðingum Ari sýslumaður Magnússon f ögri, en hann hélt þá ísafjarðar- og Strandasýslu. Lauk svo að Spánverjar voru allir drepnir vægðarlaust í skjóli hins nýja kon- ungsboðs. Enda staðfestu dómar eftir á að þeir hefðu verið réttdræp- ir. Þótt mörgum þætti þetta land- hreinsun þá voru þeir til sem töldu að níðingsverk hefði verið framið á Spánverjum, en þeir höfðu brotið skip sitt og voru hér nauðstaddir og bjargarlausir. Mætti virða þeim það til vorkunnar er þeir höfðu rænt björg sér til lífs, en landsmenn vildu ekki liðsinna þeim. Meðal þeirra sem gagnrýndu vígin var Jón lærði. Hann hafði komist í kynni við Spánverja þessa og lagt þeim heldur liðsinni. Hefur hann samið þátt um víg þeirra. Má telja það bera vitni kjarki Jóns og dreng- skap að hann dirfðist að beita sér í þessu máli gegn Ara í ögri, sem var manna héraðsríkastur og nær ein- valdur á Vestfjörðum. Gerðist Ari honum og óvinveittur af þessu, svo Jón hrökklaðist burtu af Ströndum um hávetur frá búi og börnum. Hugðist hann koma sér í skip með Englendingum frá Snæfeilsnesi og halda af landi burt. En Englending- ar vildu ekki við honum taka af ótta við Ara í ögri, að sögn hans, sem þó virðist fjarri öllum sanni, því Eng- lendingar hafa varla þekkt mikið til Ara. Hitt er annað mál að Ari hefur látið frá sér fara heldur ófagra lýs- ingu af Jóni og er hann þar sagður „slægur maður og óhollur og hafi þaðan úr sveitum (það er af Strönd- um) runnið fyrir óskil, lygar, óráð- vendni og sakbitna samvisku, af því að farið hefði með buldur oftlega og mas, rugl og vondar ræður og aukið svo sundurþykki og tvídrægni manna á meðal". Árin 1616- 1620 hafðist Jón við á Snæfellsnesi í skjóli Steindórs sýslumanns Gísla- sonar á Arnarstapa. En 1620- 1621 var hann í ferðalagi á Norðurlandi. Síðan bjó hann um hríð (1621- 1627) á Uppsöndum á Rifi á Snæ- fellsnesi. Sinnti hann þar mjög lækningum og veitti mönnum ýmis varnarráð, sem þá voru metin til fjölkynngi, enda flest hindurvitni Ole Worm hagnýtti sér þekkingu Jóns og talaði máli hans við kon- ung. Hann var upphafsmaður rannsókna á norrænum fomritum og eins og Jón var hann áhug- maður um lækningar. einber. En ekki verður séð að Jón hafi notað kunnáttu sína til þess að vinna öðrum mönnum mein. Svo er jafnvel talið að hann hafi um hrfð haidið eins konar skóla í þessum efnum og selt mönnum kver með vamarráðum eða lækningum, sem hann hafði sjálfur samið eða tínt saman. Galdraáburður Vafalaust hefur Jón og stundað smíðar, því að þá var fjölmennt um Snæfellsnes tii útróðra. En á sjó mátti hann ekki koma að þvf er hann segir sjálfur, vafalaust vegna ásókna, en áður hafði hann verið formaður í 19 vertíðir. Risu nú í móti honum kennimenn á Snæ- fellsnesi og var þar fyrir séra Guð- mundur Einarsson á Staðastað, prófastur í Snæfellssýslu, merkur maður og áður rektor Hólaskóla. Hann samdi rit gegn Jóni og kenn- ingum hans árið 1627 og nefndi „Hugrás". Fjallar það um galdra og mun að mestu útlent að stofni. Vít- ir séra Guðmundur þar mjög sýslu- menn fyrir afskiptaieysi af galdra- mönnum. Þetta leiddi til þess að Ari í ögri reis upp, ekki til þess að and- mæla skoðunum séra Guðmundar, heldur til þess að bera blak af sýslu- mönnum, stéttarbræðrum sínum, enda kveðst hann hafa fengið það heillaráð af Guðbrandi biskupi að sýslumenn skyldu ekki gerast sak- aráberar í slíkum efnum né taka galdramenn, nema lagadómur væri fyrir hendi eða úrskurður æðra yfir- valds um líflát þeirra. Kvað Ari og kennimenn skeytingarlausa í þessu efni er þeir settu ekki galdramenn frá sakramenti, enda ekki örvænt um að sumir þeirra kynnu að hafa kynnt sér galdrabækur. Síðari hluti „Hugrásar" beinist eingöngu að Jóni lærða sjálfum, kenningum hans og ritum. Vill síra Guðmundur sanna þar að hindurvitni Jóns séu andstæð guðsorði og nefhir dæmi þess, og eru þau raunar hjákátleg í augum nútímamanna. Við afskipti séra Guðmundar þótti Jóni sér ekki lengur vært á Snæfells- nesi. Fór hann þá (1627) á Akranes í skjól Arna lögréttumanns að Ytra Hólmi, bróður Steindórs sýslu- manns, en um tíma var hann að Presthúsum á Kjalamesi. Síðar fluttist hann að Hvalnesi til Guð- mundar sonar síns, sem þá var orð- inn prestur þar. Nú vildi svo til að óvild kom upp með þessum syni Jóns lærða og Ólafi Pedersen, um- boðsmanni á Bessastöðum, og lauk svo að Guðmundur var dæmdur frá prestskap fyrir ill ummæli um um- boðsmanninn þann 13. maí 1630. Jón, faðir hans, hafði haft nokkur af- skipti af máli þessu og leiddi það til þess að umboðsmaður kærði hann fyrir galdra og kukl. Var kveðinn upp yfir honum útlegðardómur á Bessa- stöðum 1. ágúst 1631. Var það vegna galdrakvers þess er hann hafði sam- ið og þar er rakið að efhi til. En ekki hafði það annað að geyma en varn- arráð (hvítagaldur). Enginn vottur er þar um svartagaldur eða ráð öðr- um til meins, heldur eingöngu lækningaráð hans, þðtt lítt merk séu. Áflótta En nú var f ðefni komið fyrir Jóni, er hann var kominn í fjandskap við Bessastaðavaldið, og treystust nú fáir til að skjóta yfir hann skjóls- liúsi. Sá hann þá ekki annað ráð vænlegra en fara um landið huldu höfði. Fór hann þá vestur eftir Iandi, sfðan norður um land og komst til Austfjarða. Dvaldist hann þar um hríð í skjóli Bjarna sýslu- manns Oddssonar að Burstafelli og séra Ólafs Einarssonar í Kirkjubæ. Hefur séra Ólafur Ieitað ráða um Jón til Gísla biskups bróðursonar síns. Er það auðsætt af tveimur bréfum biskups til séra Ólafs. Tekur hann þar vægilega á Jóni, einkum í fyrra bréfinu. Arin 1633-1636 hefur Bjarni sýslumaður látið hann dvelja í Bjarnarey út af Héraðsflóa, en þar var oft stundað útræði. Á alþingi ár- ið 1635 lýsti Jens umboðsmaður Söfrensen éftir Jóni og bauð öllum sýslumönnum að handtaka hann og flytja til Bessastaða. Hafa þá vinir hans eystra ekki lengur treyst sér til að skýla honum. Hafa þeir komið honum í skip til Kaupmannahafnar 1636. Konungsnáð um síðir Þar kynntist hann Óla Worm, en hann hagnýtti sér jafnan íslcndinga er kunnandi voru í fslenskum fræð- um. Hefur það sjálfsagt verið hon- um að þakka með stuðningi íslend- inga, er þá voru utanlands, svo sem Brynjólfi Sveinssyni, síðar biskupi, að Kristján fjórði bauð með bréfi 14. maí 1637 að galdramál Jóns skyldi tekið upp að nýju á alþingi og rann- sakað, einnig mál séra Guðmundar, sonar hans. Kom Jón til Iandsins þetta sama vor. En mál hans var tek- ið fyrir að nýju á alþingi 30. júní sama ár og dómur þá kveðinn upp í því. En að litlu haldi kom þetta hon- um, því hinn fyrri dómur var stað- festur, svo að Jón var gerður útlæg- ur úr öllum ríkjum konungs og löndum, með þeirri viðbót þó, að skotið var til vægðar konungs (nema konungur vildi meiri mis- kunn á sýna). Hefir Jón þá enn átt andstætt um hríð. Þ6 má ætla það að vinir hans (Brynjólfur byskup, Óli Worm o.fl.) hafi að lokum fengið orkað þvf á við konung að beitt yrði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.