Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.10.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. október 1990 HELGIN W 15 AL SAKAMAL SAKAMAL :-:•:•,'•;•.<'.*.'.•. Talið var aö morðingjamir hefðu rœnt Cariosi yngra ásamt nýja, dýra fjölskyldubflnum. PRtur og bfll voru þó ekki langt undan. Týndi sonurinn finnst Á hinn bóginn var ýmislegt sem benti til annars. Feðgunum hafði ekki samið sem best og var kyn- slóðabilinu kennt um. Carlos yngrí stóð sig illa í skólanum og hætti loks námi í menntaskóla. Lögreglan Ieit- aði hans nú allt eins sem morðingja og fórnarlambs. Talið var að hann hefði orðið ofsareiður vegna agaað- gerða föður síns sem setti drengnum bæði ströng skilyrði og útgöngu- bann til að koma á hann einhverju lagi. Þetta var staðfest þegar ungi mað- urinn var handtekinn á bíl föður síns utan við hús vinkonu sinnar. Hann var með vegabréf sitt á sér. Haft var eftir lögregluforingja að svo virtist sem hann hefði myrt móður sína og systur af þeirri ein- földu ástæðu „að þær voru þarna". Hugsanlegt er að þær hafi komið inn og orðið vitni að því að Carlos myrti föður sinn. Carlos var aðeins 18 ára og því gat hann ekki keypt skammbyssu. Hann varð að láta sér nægja hálfsjálfvirkan riffil til að bana foreldrum sínum og litlu systur með. Eftir að honum var lesinn réttur hans var farið með hann á stöðina þar sem hann var formlega ákærður fyrir þrjú morð. Honum var ekki leyft að vera við útförina sem fór fram á fimmtudeginum og sama dag var tilkynnt að ekki yrði sett trygg- ing fyrir hann. Carlos lýsti sig saklausan af öllum ákærum en réttarhöld voru ákveðin 30. mars. Flytja varð Carlos í ein- angrunarklefa innan skamms hon- um til verndar vegna morðhótana innan fangelsisins. í aprfl 1987 gerði Carlos klaufaleg- ar tilraunir til að þykjast vera geðbil- aður og því ósakhæfur. í eitt skiptið benti hann með fingrinum eins og byssu að áheyrendum og kviðdómi og blés svo á fingurinn eins og fimm ára snáði f kúrekaleik. Dómarinn kvað samt upp úr með að hann væri fyllilega sakhæfur og skyldi hljóta sinn dóm. Það var svo 20. júlí 1987 að þessi ungi og glæsilegi Kólumbíumaður var dæmdur fyrir morðin á föður sínum, móður og systur og dómur- inn var lífstíðarfangelsi og 134 ár að auki. Næsta víst má telja að ekki verði um náðun að ræða. Ur SkafthoHstungnarétt. UR RETTUNUM 1980 Til stafnsréttar í Svartárdal stefndu hugir manna hvert haust. Þangað komu gangnamenn að loknum vikugöngum og þar hittist bændafólk úr þremur sveitum og víðar að. Þó réttin sé Húnvetn- ingamegin koma ekki færri Skag- firðingar þangað, en saman gerðu þeir gott félag um söng eða vísur. Á einu snöggu andartaki andirm hrífst í réttarblamum, var á mínu bogna baki bókuð staka í einum gramum, sagði Jói f Stapa þegar safnarinn bað hann beygja sig svo hægt væri að skrifa nýja stöku í vísnabókina á baki hans. Þá var sólarlaust en sunnanátt og Sigmundur á Vi ndhei mum safnaði mönnum til gleðskapar á bakka Svartár. Enginn lá á liði sínu og sumir reyndu að setja saman bögu. Á réttarbala bjástrað var, bót fannst ýmsra meina en sósuna hans Sigmundar sjálfsagt margir reyna. J.G. Einn af gestum Sigmundar var frönsk blaðakona á skoðunarferð um landið með íslenskum kunn- ingjum. Nærvera hennar mun hafa orðið tilefni næstu vísu, sem gestgjafinn hlaut: Oftáþingiágœtu örva mœttigrínið, því eftir franskri formúlu fékk hann blandað vínið. J.G. Þegar á leið árbakkateitið, tóku gestirnir að reyna raddböndin. Gekk þá nær f grænni úlpu gamall réttarstjóri og öllum leiðum kunnugur. Guðmundur Jósafats- son fékk þessa vfsu hjá Jóa: Allvelsaman undum við öls eiskorti fongin ogGuðmundurkomaðgömlumsið íglaðan réttarsönginn. Lokavísan á árbakkanum kom er gestirnir sneru til réttarinnar: Ofurlítið á mér finn ýmsu máþvíbifa, svona daga Drottinn minn dýrlegt er að lifa. J.G. Réttardagar líða eins og aðrir dagar, fjárrekstrarnir tóku að renna frá réttinni, sumir út dalinn en aðrir upp snarbratta hlíðina í átt til Kiðaskarðs. Þaðan styttist í Hólm og TUngusveit, enda skammtaði rökkrið tímann. Týnd- ur félagi fær svofellda kveðju: Jón er horfínn, hygg ég þó hans að hvarfí er fyrirvari: Nú er hann ínœði og ró á notalegu kvennafari. J.G. En ei skal ljúka þætti með gam- bri. Lokavfsuna gerði áðurnefndur Jóhann Guðmundsson frá Stapa f Tungusveit: Á leið um fjalla frjálsan stig fann ég yndi löngum. Enn mun heiðin heilla mig, hugurinn er ígöngum. Heiomar Jónsson rBauknecht ^^¦^ ÞÝSK GÆÐATÆKIÁ GÓÐU VERÐI KÆLISKÁPAR FRYSTISKÁPAR 0G MARGT FLEIRA ELÐAVÉLAR 0G OFNAR UPPÞVOTTAVELAR ÞVOTTAVELAR ÞURRKARAR SÁÍBM KAUPFELOGIN UM LAND ALLT SAMBANDSINS HÓLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VIÐ MIKLAGARÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.