Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 13. október 1990 Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins í setningarræðu sinni á 45 þing flokksins í Hafnarfirði í gær: „Ríkisstjómin mun fá góð eftirmæli" Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjóm s.l. 20 ár, - allt frá því að viðreisnarsam- starfinu lauk. Ég er varla sá eini, sem finnst þeir hafa verið fremur verka- smáir - og hef ég þó ekkert minnst á báknið burt.“ Jón taldi, þrátt fyrir ár- angur ríkisstjórnarinnar, fulla ástæðu að fyllast ekki sjálfsánægju og sofna á verðinum. Því næst vék Jón Baldvin að utanrík- ismálum og ræddi um þau verkefni sem íslendingar ættu að leggja áherslu á í náinni framtíð. „Það sem ber hæst í samskiptum okkar við aðr- ar þjóðir á þessum áratug verður að- lögun íslensks þjóðfélags að samruna- ferlinum í Evrópu. Við íslendingar getum ekki og eigum ekki að láta þessa þróun framhjá okkur fara. í heimi þar sem ríki em í vaxandi mæli hvert öðru háð má ísland ekki ein- angrast." Hann sagði Alþýðuflokkinn hafa um langt skeið haft forystu um frjálslynda utanríkisstefnu. Flokkur- inn hafi mótað þá stefnu, að hag ís- lendinga sé best borgið með þátttöku í samningaviðræðum EFTA og Evrópu- bandalagsins um myndun evrópsks efnahagssvæðis. ,Aðrir betri kostir standa einfaldlega ekki til boða. Þar á meðal aðild að Evrópubandalaginu. Alþýðuflokkurinn telur að þann kost eigi að skoða vandlega, en undirstrik- ar jafnframt að hvorki samningar við Evrópubandalagið, né heldur aðild að því koma til greina, nema lífshags- munir fslendinga á miðunum í kring- um landið séu tryggðir." -hs. 45. flokksþing Alþýöuflokksins var sett í gær í Hafnarfirði. í langri setning- arræðu sinni kom Jón Baldvin Hannibalsson formaður flokksins víða við. Hann taldi ríkisstjómina hafa náð góðum árangri, sem blasti við hvarvetna, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Ríkisstjórain hefur gert góða hluti og hún fær góða einkunn. „Þrátt fyrir margan sleggjudóminn mun hún fá góð eftir- mæli, ekki síst fyrir það að hafa unnið bug á erfiðleikum, í stað þess að láta erfiðleikana buga sig. Það er manndómsmerki", sagði Jón Baldvin m.a. Jón vék fyrst að árangri ríkisstjórn- arinnar í efnahags- og atvinnumálum. Hann sagði að ríkisstjómin hafi þurft til að byrja með að heyja erfiða varnar- baráttu vegna uppsafriaðs vanda frá góðærinu 1985-87 og snöggversnandi ytri skilyrða síðan. Ríkisstjórnin hafn- aði „gengiskollsteypuleið" og þess í stað hafi raungengi verið lækkað í áföngum. „Meginmarkmið þessara aðgerða voru tvenns konar: Að koma í veg fyrir stöðvun atvinnulífsins og þar með fjöldaatvinnuleysi, sem ýmsir í samtökum vinnuveitenda spáðu þá að biði 5 til 10 þúsund manns. Hitt markmiðið var að skapa sem mesta samstöðu í þjóðfélaginu og á vinnu- markaðinum, um nýtt átak í viður- eigninni við verðbólguna, þegar tíma- bili gengisleiðréttinga væri lokið." Jón sagði þetta hafa lagt grundvöll- inn að þjóðarsáttinni, sem hafi ásamt batnandi ytri skilyrðum skýrt þann einstæða árangur sem hefur náðst og blasti við hvarvetna. „Þetta er fyrsta ríkisstjórnin á lýðveldistímanum sem tekst að koma verðbólgu niður undir sama stig og í viðskiptalöndum." Jón benti einnig á að vaxtalækkanir í kjöl- far lækkandi verðbólgu, hafi þýtt raunverulega kjarabót, sem næmi tugum og hundruðum þúsunda á ári fyrir venjulega skulduga fjölskyldu. Þá sagði hann að leiðrétting á raungengi, lækkun verðbólgu og vaxta hafi snúið hallarekstri fyrirtækja í hagnað. „Þessum staðreyndum verður ekki haggað, hvað sem líður rangsnúinni og neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun, sem á tímabili var orðin svo ærð, að hún fyllti þjóðina bölmóði og dró úr henni kjark, langt umfram það sem efni stóðu til. Meðan við vorum að vinna okkur út úr erfiðleikunum buldu sleggjudómar fjölmiðlanna í síbylju og mældu svo aftur meintar óvinsæld- ir í skoðanakönnunum." Jón sagði þessa ríkisstjórn fá góð eft- irmæli þegar hún verður metin af verkum sínum, sérstaklega þegar það væri haft í huga að ekki hafi beinlínis verið mulið undir hana, eins og Jón komst að orði. Ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar 1983 -1987 hafi hins vegar fengið allt upp í hendumar og stjórnað í góðæri, sem hafi verið á enda þegar núverandi ríkisstjórn tók við. „Samt mun þessi ríkisstjórn fyrir- sjáanlega skila miklu betra búi en for- veri hennar. Þessi ríkisstjóm hefur því lagt traustan gmnn að nýrri framfara- sókn.“ Því næst vék Jón að hlut Alþýðu- flokksins í ríkisstjórninni og í því sam- hengi líkti hann flokknum við nem- anda: „Sem gamall og kröfúharður skólameistari get ég vottað, að fyrir þá úrlausn verkefna, sem lýst er á þing- skjölum, væri trúlega óhjákvæmilegt að gefa nemandanum ágætiseinkunn. Það þýðir a.m.k. að nemandinn er vel undir framhaldsnám búinn.“ Hann taldi verk Alþýðuflokksins í ríkis- stjóminni vel samanburðarhæf við verk annarra flokka, hvort sem væri í þessari ríkisstjóm eða öðmm. „Sér- staklega býð ég Sjálfstæðismönnum að gera samanburð á verkum og ár- angri þessarar ríkisstjórnar, og Al- þýðuflokksins sérstaklega, og störfum Samtök jafnréttis og félagshyggju: Bjóða fram á landsvísu Forsvarsmenn Samtaka jafnréttis og félagshyggju hafa ákveðið að stefha að framboði í öDurn kjör- dæmum landsins við næstu alþing- iskosningar. Þetta var ákveðið á fundi flokksmanna á Selfossi ný- verið. Tómas Gunnarsson, sem sæti á í framkvæmdanefnd Samtaka jafh- réttis og félagshyggju, sagði í sam- tali við Tímann, að veriö væri að vinna að framboðsmálum. Stefna flokksins til þessa liggur Ijós fyrir, en þessa dagana er verið að vinna að því að setja Inn nýja áherslu- punkta, og stefhan er að gera Sam- tök jafnréttis og félagshyggju að breiðu sfjómmálaafli. Hinn 19. október halda Samtökin fund í Blómaskálanum Vín í Eyjafirði, og þá verða línur lagðar, og sagðist Tómas vonast til að eftir þann fund yrði hægt að greina nánar frá fratíð- aráformum flokksins. Tómas sagði að SamtÖkin ættu ckki í viöræðum við önnur stjórnmálaöfl um sam- eiginlegt framboð, en hins vegar væra menn úr flestum stjórnmála- flokkum, sem lýst hefðu áhuga sín- um á að starfa með Samtökunum, og víssulega væra þau öllum opin. „Það er mUdð umrót í íslenskri pólitík og þjóðmálunum yfirieitt núna, enda era margir sem spyrja sjálfan sig hvort nauðsynlegt sé að fá nýtt pólitfskt afl. Og hvort gömlu fjórflokkamir geti eldd leyst málin. Mitt svar og annarra sem stöndum að Samtökum jafnréttis og félags- hyggju er nei, og þess vegna stönd- um við í þessu", sagðí Tómas Gunnarsson að lokum. Samtök jafhréttis og félagshyggju buðu aðeins fram í Norðuriands- kjördæmi eystra fyrir síðustu al- þingiskosningar, og náðu einu þingsæti, og situr Stefán Valgeirs- son á þingi fyrir Samtökin. Stefán sagði í samtali við Túnann að ekki væri enn víst hvort hann færi í framboð eður ei, enda væri þaö ekki sitt að ákveða slíkt, heldur sam- flokksmanna sinna. hiá-akureyri Á myndinni eru þau frá vinstri Lára Júlíusdóttir, Kristín Símonardóttir og Richard Best sendiherra. íslenska kona heiðruð Frú Kristín Símonardóttir, sem unnið hefur fyrir Breska sendiráðið síðan 1958, hlaut orðu sem nefnd er „The British Empire Medal“, frá hennar hátign Elísabetu II Breta- drottningu. Richard Best, sendiherra Bret- lands, afhenti Kristínu orðuna 8. október síðastliðinn í sendiherrabú- staðnum að Laufásvegi 33. Viðstadd- ir orðuveitinguna voru fjölskylda Kristínar ásamt fýrrverandi og nú- verandi vinnufélögum úr sendiráð- inu. Kristín er annar íslendingurinn sem hlýtur þessa orðu. khg. Mikið af rækju Samkvæmt könnun, sem Haf- Sjávarútvegsráðuneytið sem rannsóknarstofnun hefur verið að ókveður endanlegan kvóta. gera á stofnstærð rækjunnar, Hafrannsóknarstofnun hefur virðist meira af rækju vera í fjörð- lagt til að kvóti ísafjarðardjúps um landsins en á sama tíma f verði 3.000 lestir í vetur en á síð- fyrra. asta ári voru tiilögur Hafrann- Að sögn Unnar Skúladóttur þjá sóknarstofnunar fyrir ísafjarðar- Hafrannsóknarstofnun, er þegar djúp aðeins 1.800 lestír. Tillögur búið að kanna þrjá firði, ísafjarð- fyrir Araarfjörð eru 700 lestir ardjúp, Skagafjörð og Amarfjörð. sem er einnig talsverð aukning Kannanir á þessum flöróum fóru frá síöasta ári. Tillögur fyrir fram á tímabilinu 26. september Skagafjörð eru 300 lestir. tíl 10. október og styðst Hafrann- Þá sagöi Unnur Skúladóttir að sóknarstofnun við þessar kann- næst myndi Hafrannsóknarstofn- anir þegar hún gerir tíilögur um un rannsaka Húnaflóa, en í fram- hámarksafla úr fjöröunum. TU- haldí yrðu Öxarfjörður, Skjálfandi löguraar eru síðan lagðar fyrir og Eyjafjörður kannaðir. khg. Viðræður standa yfir á milíi ríkis og hagsmunaaðila um göng undir Hvalfjörð: Framkvæmdir við göngin gætu hafist eftir 3 ár Fulltrúar þeirra, sem vilja gera göng undir Hvalfjörð, hittu í gær embættismenn frá samgönguráðu- neytínu, fjármálaráðuneytínu og Vegagerðinni, tíl að ræða um samn- ing þar að lútandi. Einkum var far- ið yfir breytíngar sem gerðar höfðu verið á eldra uppkastí að samningi. Málið er langt á veg komið og að öllu óbreyttu má reikna með að framkvæmdir við göng undir fjörð- inn hefjist eftir um það bil þrjú ár. „Málið er komið það langt að við erum að velta fyrir okkur atriðum í samningsformi“ sagði Gísli Gíslason bæjarstóri á Akranesi. Hann sagði að í gær hafi verið rætt um nánari útfærslur á ákveðnum atriðum. „Við ætlum að hittast aftur eftir hálfan mánuð og komast sem lengst með málið. Ég er fyrir mína parta bjart- sýnn um að náist samkomulag um þau atriði, sem eru eftir, þannig að við fáum þá fljótlega samning sem hægt er að stofna hlutafélag utan um.“ Um er að ræða þá hugmynd, að stofnað verði hlutafélag sem stæði fýrir því verkefni að grafa göng und- ir Hvalfjörð. Hlutafélagið myndi jafnframt sjá um fjármögnun verks- ins, en fengi þess í stað að inn- heimta vegtoll um göngin í ákveð- inn árafjölda. „Við leggjum upp með það að stilla upp hlutafélagi sem hefði það hlutafé er myndi duga fýr- ir undirbúningsrannsóknum. Við Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akra- nesi segir hugsanlegt að hægt sé að hefla framkvæmdir við göng undir Hvalflörð eftir 2-3 ár. myndum síðan halda því hlutfélagi innan sveitar, þ.e.a.s. sveitarfélög á Vesturlandi, Járnblendiverksmiðjan, Sementsverksmiðjan og hugsanlega einhver önnur fyrirtæki sem hefðu hag af því að taka þátt í þessu“, sagði Gísli. Hann vildi ekki útiloka að þetta yrði kynnt fýrir einhverjum sveitarfélögum sunnan Hvalfjarðar. Gísli sagði að enn væri langt í land með að hægt væri að hefjast handa. „Ef menn ná þessum samningi stytt- ist mikið og til þess að klára undir- búningsrannsóknir þá er að minnsta kosti eitt til eitt og hálft ár í það. Þegar þær liggja fýrir og eru já- kvæðar, þá getum við sagt að til við- bótar þurfum við um eitt og hálft ár til viðbótar í undirbúning og hönn- un. Þannig að við erum að tala um 2 - 3 ára bið eftir framkvæmdum.“ í þeim er ekki gert ráð fyrir að þátt- ur ríkisins verði mikill. Einkum er talað um að Vegagerðin myndi af- henda hlutafélaginu gögn um rann- sóknir sem hún hefur unnið að f Hvalfirði og sjá um vegagerð beggja vegna ganganna. Eftir að samning- urinn rynni út yrðu göngin síðan eign ríkisins. Talað er um í samn- ingsdrögum, sem nú liggja fyrir, að hlutafélagið reki göngin í um 25 ár. Ekki er ákveðið um hvers konar göng yrði að ræða og staðsetning er óákveðin. Það hvílir að sögn Gísla, á þeim undirbúningsrannsóknum sem félagið á eftir að gera. „Við get- um ekki velt vöngum yfir staðsetn- ingu fyrr en það liggur fyrir. Við erum tiltölulega bjartsýnir á þetta. Menn hafa unnið að þessu af áhuga og þeir munu koma þeim fyr- ir þeim smáu málum sem um er að ræða.“ Gísli sagði að verulegur áhugi væri um allt Vesturland á jarðgöngum undir Hvalfjörð. „Reyndar nær það miklu lengra, þó maður færi yfir Holtavörðuheiði, því allir sem aka þarna um eru fegnir að sleppa við um 60 kflómetra." -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.