Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 15
Laugardagur 13. október 1990 Tíminn 23 Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir september er 15. októ- ber n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Fyrir bændur, verktaka, sumarhús o.fl. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða - Gervigrasvöllurinn í Kópavogi senn fullgerður Gervigrasvöllur Breiðabliks, sem staðsettur er sunnan við Kópavogs- völl, verður tilbúinn til notkunar í næsta mánuði. Breiðablik, sem leikur á ný í 1. deild næsta sumar, mun verða að leika fyrstu heima- leiki sína á gervigrasvellinum, þar sem grasið á Kópavogsvelli er ónýtt. Skipta verður um gras á Kópavog- svelli og einnig efsta undirlag. Þegar þeim framkvæmdum verður lokið verður völlurinn settur í frost og ekki hitaður upp fyrr en í aprfl næsta vor. Ekki er gert ráð fyrir að hægt verði að leika á vellinum fyrr en í lok júní eða byrjun júlí á næsta ári. Framkvæmdir við gervigrasvöllinn hafa tafist í haust vegna vætu. Sér- fræðingar frá framleiðanda gerviefn- isins í Þýskalandi sáu um að leggja efnið á völlinn. Völlurinn sjálfur er svo til tilbúinn, en þessa dagana er unnið að tengingu á hitakerfi vallar- ins og tyrfingu og hellulögnum kringum völlinn. Þá eru möstur fyr- ir flóðlýsingu á leið til landsins, en áætlað er að völlurinn verði vígður eftir 3-4 vikur. Völlurinn er ólíkur vellinum í Laugardal að því leyti að sandur hef- ur verið borinn ofan f gerviefnið. Þess vegna er völlurinn mýkri og líkari grasi en völlurinn í Laugardal. Völlurinn er í eigu Breiðabliks, en önnur félög fá að öllum líkindum einnig æfingaaðstöðu á vellinum. BL . Robirt Ráðunautur óskast Búnaðarsamband Austur-Skaftafellssýslu óskar eftir að ráða starfsmann í hlutastarf við almenn ráðunautastörf. Frekari upplýsingarveitirformaður Búnaðarsambands Austur-Skaftafellssýslu, örn Bergsson, í síma 97-81674. Rafstöðvar og dælur frá ÍÞRÓTTIR . . . Bb» ’ ' Svona lítur gervigrasvöllur Breiðabliks út séð úr suðrí. í baksýn má sjá stúkuna á Kópavogsvelli og íþróttahús- ið Digranes. Fyrstu leikir Blikanna í 1. deild á gervigrasi Laus er til umsóknar staða sérfræðings í íslenskri málfræði við fslenska málstöð. Verkefni einkum á sviði hagnýtrar málfræði, málfarsleg ráðgjöf og fræðsla og rit- stjórnarstörf. Til sérfræðings verða gerðar sams konar kröfur um menntun og til lektors í íslenskri málfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rfkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj- enda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 9. nóvember nk. Menntamálaráðuneytið 11. október 1990. Fínn sandur hylur yfirborð gervigrasvallaríns. Nú er að sjá hvort sóknir Blikanna renna út í sandinn. Tímamyndir Pjetur Bensín eða diesel am íþróttir helgarinnar: FJORUG HELGI Framundan er fjorug íþrótta- Á morgun leika í 1. deild karla helgi sem einkennist af hand- Víkingur og Fram kL 16.30 og boita- og körfuboltaleikjum. KR og Sclfoss kl. 20.00. Báðir í dag eru 3 leikir í 1. deild karla leikir fara fram í Laugardalshöll. í handknattleik kl. 16.30. A sama stað mætast Víkingur og Stjaman og KA leika í Garðabæ, FH í 1. deild kvenna ki. 15.00. FH og Haukar í Kaplakrika og ÍR KÖrfuknattleikur og Grótta í Seljaskóla. Kl. 14.00 í dag mætast KR og Snæfell í í dag leika í 1. deild kvenna Sel- úrvalsdeildinni í körfuknattleik foss og Grótta á Selfossi. Kl. ki. 16.00 f LaugardalshöU. Á 15.00 leika Stjaraan og Fram í morgun leika síðan Þór og ÍBK Garðabæ. M. 16.30 leika Valur og TindastóU og UMFG nyrðra og Grótta á Hlíðarenda. kl. 20.00. BL Rafstöðvar: Dælur: 12 v og 220 v 130-1800 lámín. 600-5000W Verðfrákr. 19.000.- Verð frá kr. 34.000.- Ingvar Helgason ht Sævarhöfða 2 Sími 91-674000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.