Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.10.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 13. október 1990 Tíminn 5 Grundvallarbreytingar á almannatryggingum þar sem elli- og örkorkubætur taka mið af tekjum: Tekjutenging nýtt til jöfnunaraðgerða Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra hefur kynnt í ríkisstjórninni drög að frumvarpi um almannatrygg- ingar, sem fel$ í sér grundvallarbreytingar á almanna- tryggingum á Islandi. í frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir tekjutengingu elli- og örörkulífeyr- is, að slysatryggingar verði færðar frá Tryggingastofnun ríkisins og skipulagsbreytingar verði gerðar á Tryggingastofnun. Ekki er gert ráð fyrir að frumvarpið leiði til sparnað- ar þegar á heildina er litið, heldur er fyrst og fremst um að ræða tilfærslu fjármuna innan kerfisins. Fjármun- um yrði í minna mæli varið til þeirra sem hafa þokkalegar tekjur utan tryggingakerfisins og til þeirra sem minni tekjur hafa. Þannig ykj- ust t.d. framlög til örorkulífeyris- þega um tæpar 230 milljónir miðað við núverandi kerfi. Tekjutenging tryggingabóta hefur lengi verið viðkvæmt mál. Því hefur verið haldið fram að allir skattgreiðendur ættu jafnan rétt á ákveðnum ellilífeyri, enda væri ann- ars hægt að túlka ellilífeyrisgreiðsl- ur sem „ölmusugreiðslur" frá því opinbera og slíkt væri andstætt grundvallarhugmyndinni um al- mannatryggingar. Frumvarpsdrögin eru unnin af nefnd sem heilbrigðis- ráðherra skipaði í árslok 1987, en Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður ráðherra, var formaður hennar. Að- spurður um þessa gagnrýni, sagi Finnur að frumvarpinu væri ætlað að taka á þeim gífurlegu vandamál- um, sem fyrirsjánleg væru á næstu árum í tryggingakerfinu. Ljóst væri að fjárframlög til þessara mála gætu ekki aukist með þeim hætti sem nú- verandi kerfi kallaði á og því hafi verið gripið til þess að reyna að tryggja hag þeirra sem verst hefðu kjörin. „Við fylgdum því sanngirnis- sjónarmiði, sem ég tel raunar aðal- atriði almannatrygginga, að lögin gögnuðust fyrst og fremst þeim sem raunverulega þurfa á slíkum trygg- ingum að halda og síður þeim sem komast vel af án þessara trygginga. Eðli trygginganna er að tryggja ákveðna lágmarksafkomu þegn- anna, ekki að vera bónus á þokkaleg- ar tekjur. Tilfærslur og jöfnunarað- gerðir eru orðnar svo víðtækar og sjálfsagðar í þjóðfélaginu í dag að röksemdin um „ölmusu" er orðin gjörsamlega úrelt,“ sagði Finnur. Stærsta einstaka breytingin sem frumvarpsdrögin fela í sér er tekju- tenging elli- og örorkulífeyris- greiðslna. Gert er ráð fyrir að fella niður þessar bætur til þeirra sem eru yfir ákveðnum tekjumörkum en Viðræðufundir um Hatton-Rockail svæðið: BRETUM BOÐIÐ AÐ SKIPTA Á GÖGNUM Að undanförnu hafa fulltrúar íslenskra og breskra stjórnvalda ræðst við um tilkall til og hugsanlega nýtingu auðlinda á og undir hafsbotni á svonefndu Hatton- Rockail svæði. - Á fundi nú í vikunni buðust ís- lendingar til að láta breskum vís- indamönnum í té niðurstöður rann- sókna á svæðinu sem gerðar voru í samvinnu við Dani og Færeyinga, gegn því að fá í staðinn upplýsingar sem breskir vísindamenn hafa aflað. Bresku fulltrúarnir munu athuga slík skipti á upplýsingum í samráði við vísindamenn í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að næsti fundur um Hatton-Rockall verði tvíhliða fundur íslendinga og Breta. Sá fund- ur verður haldinn með jarðfræðing- um beggja aðila ásamt lögfræðing- um ekki síðar en í janúar á næsta ári. Bretar hafa áður átt í tvíhliða viðræðum við Dani og Færeyinga. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar hjá utanríkisráðuneytinu hafa sam- eiginlegar rannsóknir íslendinga og Dana/Færeyinga leitt til athyglis- verðra niðurstaðna varðandi jarð- fræði svæðisins. Fulltrúar þjóðanna hafa rætt þær og lagt jafnframt drög að frekari sameiginlegum vísinda- rannsóknum. Jafnframt hefði verið rædd stefnumótun almennt gagn- vart öðrum kröfuhöfum að svæðinu þ.e. Bretum og írum. Guðmundur sagði að áðurnefndar rannsóknir hefðu aðallega beinst að könnun á eðli svæðisins og hvort ol- ía væri hugsanlega undir hafsbotn- inum. Á þessu stigi málsins væri ekki hægt að fullyrða hvort svo væri. Það yrði ekki staðfest nema með því að bora. Á fundum íslendinga og Dana/Fær- eyinga sagði Guðmundur að aðilar hefðu verið sammála um að hafa náið samband og skýra hver öðrum frá öllu því sem þýðingu hefði fyrir málið. Þá hefðu íslendingar gert dönsku/færeysku fulltrúunum grein fyrir því að ísland ætti réttar að gæta varðandi afmörkun hafsvæðisins milli Grænlands og Jan Mayen, en því máli hafa dönsk stjórnvöld skot- ið til Alþjóðadómstólsins í Haag. Landsstjórn Færeyja bauð til næsta viðræðufundar í Þórshöfn í Færeyj- um snemma á næsta ári. khg. nota síðan þá fjárhæð sem sparast til að auka aðrar greiðslur, s.s. til þeirra sem annast sjúka og aldraða í heimahúsum og til aukinna rétt- inda í tengslum við sjúkratrygging- ar. í drögunum að frumvarpinu er gert ráð fyrir að ellilífeyrir einhleyp- ings byrji að skerðast við tekjumörk rétt yfir 60 þúsund krónum á mán- uði og falli niður að fullu ef tekjur viðkomandi ná 100 þúsund krónum. Tekjutryggingin hins vegar byrjar að skerðast fyrr og fellur niður séu tekjur yfir 66 þúsund kr. á mánuði. Um örorkulífeyri gilda sömu mörk og um ellilífeyri, en tekjutrygging örorkulífeyrisþega fellur niður við rúmar 73 þúsund kr. á mánuði. Einhleypir ellilífeyrisþegar, sem hafa minna en 65 þúsund krónur á mánuði í tekjur, munu samkvæmt frumvarpsdrögunum fá meira út úr tryggingunum en þeir fá nú, en þeir sem eru þar fyrir ofan fá eitthvað minna og þeir sem eru yfir 100 þús- und kr. tekjumörkunum fá 11.181 kr. minna en þeir fá nú, eða sem nemur upphæð ellilífeyrisins. Öryrkjar eru dæmi um hvernig jöfnunaraðgerðir sem frumvarpið byggir á gagnast sumum hópum, en heildarframlög til þeirra aukast nokkuð. Örorkulífeyrir ykist um 75 milljónir miðað við núverandi kerfi, tekjutrygging örorkulífeyrisþega ykist um 155 milljónir, örorkustyrk- ur um 60 milljónir, heimilisbætur örorku um 60 milljónir og sérstakar umönnunarbætur vegna elli- og ör- orkulífeyrisþega ykjust um 47 millj- ónir. Samtals næmi þessi tilfærsla 362 milljónum króna. Hins vegar myndi sérstök heimilisuppbót til ör- orkulífeyrisþega lækka á móti um 135 milljónir, þannig að nettó til- færsla til örorkulífeyrisþega nemur um 227 milljónum kr. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir verulegri breytingu á skipulagi Tryggingastofnunar. Ráðgert er að flytja slysatryggingar til trygginga- félaganna og tengja þær almennum kjarasamningum. Einnig er gert ráð fyrir að Tryggingastofnun muni starfa í færri deildum en verið hefur og í þeirra stað komi fá en stór svið og er vonast til að stjórnskipulag stofnunarinnar verði skilvirkari en verið hefur. Þá afnemur frumvarpið æviráðningu starfsmanna. - BG Akureyri: Deildakeppnin í skák hefst um helgina lands hefst nú um helgina, og verður 1. deildin tefld á Akureyri. Um er að ræöa fyrri hluta keppn- ínnar, fiórar umferðlr af sjö, en seinni hlutinn verður tefldur sunnan heiöa siðar t vetur. Átta sveitir eru í 1. deild, og eru þær samkvæmt töfluröð mótsins: Taflfélag Garðabæjar, A-sveit Skákfélags Hafnarfjarð- ar, A-sveit Skákfélags Akureyr- ar, Taflfélag Reykjavíkur (SA), Taflfélag Reykjavíkur (NV), B- sveit Skákfélags Akureyrar, Sveit UMSE og Skáksamband Vestfjarða. Teflt verður í Gagnfræðaskólan- um á Akureyri. Fyrsta umferðin fer fram á fostudag, önnur og þriðja á laugardag, og hin fjórða á sunnudagsmorgun. hiá-akureyri. Ljóðabók eftir Önnu S. Snorradóttur komin út: Þegar vorið var ungt Út er komin Ijóðabók eftir Önnu S. Snorradóttur og nefnist Þegar vor- ið var ungt. Bókin skiptist í þrjá kafla og heitir sá fyrsti Gimbur- skeljar. Þar er ort um bernsku höf- undar á Flateyri við Önundarfjörð. Annar kafli nefnist Staðir. í hon- um eru ljóð frá ýmsum stöðum, bæði hér á landi og á fjarlægum slóðum. Þriðji og síðasti kafli bók- arinnar ber sama nafn og bókin: Þegar vorið var ungt og hefur að geyma ýmis ljóð. Alls eru í bókinni 46 ljóð ort á ár- unum 1984-1990. Hún er prentuð hjá Prentsmiðjunni Eddu hf. en kápa er unnin hjá Korpus. Bókaút- gáfan Fjörður gefur bókina út en Sólarfilma annast dreifingu henn- ar. Anna S. Snorradóttir hefur skrifað í blöð og tímarit frá unga aldri, samið margs konar efni og flutt í útvarp allt frá upphafi sjöunda ára- Anna S. Snorradóttir. tugarins. Þá hefur hún fengist við ljóðagerð um alllangt skeið, en ekki gefið neitt út fyrr en nú. (Fréttatilk.) VÉLBOÐI HF. AUGLÝSIR Miöflóttaraflsdæludreifarar - Snekkjudæludreifarar Vegna fenginnar reynslu undanfarinna ára í sölu á mykjutækjum, höfum viö hjá Vélboða hf. lagt mikla áherslu á að framleiða mykjudreifara sem hannað- ur er sérstaklega fýrir íslenskar aðstæður. Samfara þessu hefur okkur tekist að stórlækka verð tækjanna og stytta af- greiðslufrest Nánarí upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 91-651800. Ath. nýtt heimilisfang Helluhraun 16-18. HF 220 Hafnarflörður Sími 91-651800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.