Tíminn - 16.10.1990, Page 3

Tíminn - 16.10.1990, Page 3
Þriðjiidagur 16. öktóbér 1990 ‘ Tíminn 3 Flugmaður ferst í flug slysi við Ægisíðu Á laugardaginn brotlenti tveggja hreyfla flugvél í sjónum við Ægi- síðu í Reykjavík með þeim afleiðingum að flugmaðurinn, Valur Amþórsson, bankastjóri Landsbankans, lést Aðdragandi slyssins var sá að klukkan 16:50 á laugardaginn hóf flugvélin TF-ELU, sem var af gerðinni Piper PA34 Semecka, flugtak á braut 0-2 á Reykjavíkurflugvelli sem liggur í stefnuna norður-suður. Skömmu eft- ir flugtak kallaði flugmaðurinn, sem var einn í flugvélinni, í flugtuminn og sagðist vera að missa afl á báðum hreyflum og muni reyna lendingu á braut 1-4. Þá mun vélin hafa verið stödd yfir Hljómskálagarðinum. Klukkan 16:53 brotlenti vélin í sjón- um skammt frá brautarenda 1-4 og sökk á innan við einni mínútu. Björg- unarbátur slökkviliðs flugvallarins með lækni um borð kom á staðinn 17:06 og klukkan 17:08 var Flug- björgunarsveitin í Reykjavík komin á staðinn. Klukkan 17:15 kom TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, á staðinn en skömmu áður höfðu bátar séð flak vélarinnar en ekkert lífsmark. Klukk- an 17:32 náðist flugmaðurinn í gúmmíbjörgunarbát slökkviliðsins á Reykjavíkurflugvelli en kafarar Slysa- vamafélags Reykjavíkur náðu flug- manninum upp úr flakinu. Hann var þá látinn. Flugvélin TF-ELU var framleidd í Bandaríkjunum 1977 en var skráð hér á landi 10. apríl 1989 og var í eigu Flugtaks hf. Lofthæfiskírteini flugvél- arinnar var í gildi til 30. apríl 1991. Hún náðist úr sjónum aðfaranótt sunnudags og kom þá í Ijós að annar vængur vélarinnar hafði rifnað af þegar hún brotlenti. Það er talin ástæðan fyrir því hversu fljótt vélin sökk eftir að hún brotlenti. Vélin er talin gjörónýt Loftferðaeftirlitið vinnur nú að rannsókn málsins. Vélin var fyllt af eldsneyti rétt fyrir flugtak og beinist rannsóknin m.a. að því hvort mistök hafi átt sér stað við áfyllingu. —SE Valur Arnþórsson bankastj. látinn Þórarinn Valur Arnþórsson, bankastjóri Landsbanka íslands, lést af slysförum sl. laugardag. Hann var 55 ára gamall, fæddur 1. mars 1935 á Eskifirði. Valur var sonur hjónanna Arnþórs Jensen, forstjóra á Eskifirði, og Guðnýjar Pétursdóttur Jensen. Hann lauk Samvinnuskólaprófi 1953 og stundaði nám í verslunar- og tryggingafræðum við Pittman’s College og víðar í London 1953- 1956 og árið 1965 nam hann við sænska Samvinnuháskólann í Saltsjöbaden. Valur starfaði hjá Samvinnu- trygginum á árunum 1953-1965 og var deildarstjóri þar frá 1958. Árið 1965 réðst Valur til Kaupfé- lags Eyfirðinga, KEA, þar sem hann var fulltrúi kaupfélagsstjóra til 1970, aðstoðarkaupfélagsstjóri 1970-1971 og síðan kaupfélags- stjóri. Hann tók formlega við stöðu bankastjóra Landsbankans 1. febrúar 1989 Valur Arnþórsson hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir samvinnuhreyfinguna, setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja hennar og hann var stjórnarfor- maður SÍS. Hann var einnig val- inn til ábyrgðarstarfa fyrir Fram- Valur Arþórsson bankastjóri. sóknarflokkinn og fyrir Norðlend- inga og Akureyringa, var m.a. í bæjarstjórn Akureyrar frá 1970- 1978 og forseti bæjarstjórnar 1974-1978. Þá vann Valur að ýms- um félagsstörfum á Akureyri og víðar, t.d. á sviði söngmála. Eftirlifandi eiginkona Vals er Sig- ríður Ólafsdóttur og eiga þau fimm börn. Akureyri: Rætt um sjavardýraeldi í dag og á morgun stendur yfír ráð- stefna á Hótel KEA á Akureyri um eldi sjávardýra. Megininntak ráð- stefnunnar er framtíðarmöguleikar íslendinga á arðvænlegu eldi sjáv- ardýra. Um eitt hundrað þátttak- endur frá íslandi, Noregi og Finn- landi sækja ráðstefnuna. Ráðstefnan hófst með setningar- ávarpi Halldórs Ásgrímssonar sjáv- arútvegsráðherra. Að því búnu verða flutt erindi bæði af íslenskum og norskum fyrirlesurum. M.a. verður fjallað um rannsóknir á eldi sjávardýra, með sérstakri áherslu á lúðueldi. Einnig verða flutt erindi um hvert stefni í íslenskum rann- sóknum og möguleika íslendinga á að nýta jarðvarma til eldis á hlýsjáv- artegundum. Þá verða flutt erindi um sjúkdóma í eldisfiski og mark- aðsmál. hiá-akureyri. Flugslysanefríd og björgunarmenn ráða ráðum sínum við Ægisíðuna á laugardag. Bændaskólinn á Hólum settur Bændaskólinn á Hólum í Hjalta- dal var settur við hátíðlega athöfn í Hóladómkirkju mánudaginn 8. október síðastliðinn. Séra Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup á Hólum, flutti hug- vekju og kór kirkjunnar söng við undirleik Rögnvalds Valbergsson- ar. Sveinbjörn Eyjólfsson, deildar- stjóri í landbúnaðarráðuneyti, flutti kveðjur og árnaðaróskir landbúnaðarráðherra. Viðstaddur skólasetninguna var einnig Neil Wood, umsjónarkennari fiskeldis og fiskiræktar við Barony College í Skotlandi, en þangað hefur all- stór hópur íslenskra fiskeldis- fræðinga sótt menntun sína. Samtals eru skráðir í skólann 27 nýnemar, 15 stúlkur og 12 piltar. Er það í (yrsta skipti í sögu skól- ans að stúlkur eru í meirihluta ár- gangs. Kennsla eldrideildunga hófst 10 september síðastliðinn og munu 50 nemendur stunda nám við skólann í vetur, þar af 23 nemendur á 2. ári. Skólinn er full- setinn og varð að vísa nokkrum hóp umsækjenda frá vegna tak- markaðs heimavistarrýmis. Nem- endur í fiskeldi, fiskiræktarbraut eru 17 og á búfræðibraut 33. Mjög vaxandi áhugi er á hrossarækt, reiðmennsku og tamningum. Mun aukin verkleg þjálfun í reið- tækni og tamningum á hrossa- ræktarbraut vera ein af áherslu- breytingum skólans. khg. Þyria Landhelgisgæslunnar sveimar yfir björgunarbátum á slysstað. Tímamyndir: Pjetur. ^GIEGAWoo sipi I BÆNDATRYGGINGU , • SJOVA-ALMENNRA SAMEINAST EINKATRYGGINGAR FJÖLSKYLDUNNAR 0G VÁTRYGGINGAR SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM LANDBÚNAÐARINS i SJQVADIPALMENNAR Vinningstölur laugardaginn 13. okt. '90 VINNINGAR FJÖLDI | VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 1 2.299.118 2. 4 99.653 3. 4af5 158 4.351 4. 3af 5 4.732 339 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.989.336 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULINA 991002

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.