Tíminn - 16.10.1990, Side 10

Tíminn - 16.10.1990, Side 10
10 Tíminn Þriðjudagur 16. október 1990 LEKUR ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNGIÐ? Viögerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar geröir bifreiða. Viöhald og viögerðir á iönaöarvélum — járnsmíöi. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin — Sími 84110 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borgar- verkfræðings, óskar eftir tilboðum i skrifstofuhúsgögn fyrir heilsugæslustöðina að Vesturgötu 7. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 17. október nk. gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 30. október 1990 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 ARCOS-hnífar fyrir: Kjötiðnaöinn, veitingahús og möluneyti. Sterkir og vandaöir hnffar ______fyrirfagmennlna.___ Fyrtr heimilið MeÖ sterkum og bitmikium hntfum getur þú vertö þinn eigln fagmaöur. Viö bjóöum þér 4 valda fagmannshnffa og brýni á aöeins kr. 3.750,- Kjötöxi 1/2 kg á kr. 1.700,- Hnrfakaupin gerast ekki betri. Sendum í póstkröfu. Skrifið eða hríngið. ARCOS-hnífaumboðið Pósthólf 10154,130 Reykjavík. Sfmi 91-76610. BÍLALEIGA með útibú allt f kringum landið, gerir þér mögulegt að leigja bfl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bfla eriendis interRent Europcar IFPPA- HJÓLBARÐAR Hágæða hjólbarðar HANKOOKfrá Kóreu 235/75 R15 kr. 6.950,- 30/9,9 R15 kr. 6.950,- 31/10,5 R15 kr. 7.950,- 33/12,5 R15 kr. 9.950,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogl 2, Reykjavfk Símar: 91-30501 og 84844 - ^ KÆLIBILL Annast dreifingu á matvörum og hvers konar kælivöru um land allt. Er með frystigeymslu fyrir lager. KÆLIBÍLL Sími 985-24597 Heima 91-42873 V J DAGBÓK Kammermúsikklúbburinn Aðrir tónlcikar á starfsárinu 1990- 1991 verða haldnir miðvikudaginn 17. októbcr kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Kvenfélag Kópavogs Spilað verður í kvöld ki. 20.30 í Félags- heimili Kópavogs. Allir velkomnir. Nýjar bækur Bókaútgáfan Bjartur mun gefa út tvær þýddar bækur í haust. Sigurður A. Magn- ússon hefur nú lokið við þýðingu sína á bók enska skáldsins Kazuo Ishiguro Dreggjar dagsins. (The Remains of the Day.) Kazuo Ishiguro fæddist í Nagasaki í Japan um það bil fimm árum eftir að Sprengjan féll á borgina. Sex ára fluttist hann til Englands og hefúr búið þar síðan. Þetta er þriðja bók skáldsins sem er ungur að árum og heimspekingur að mennt. Bækur hans bæði hvað varðar stíl og efh- istök þykja bera vott um uppruna höfund- ar. Hann er einn af þeim ungu bresku höf- undum sem hafa gengið í gegnum ritlist- amám Malcolms Bradbury. Kazuo Ishig- uro heíur hlotið mikla athygli og viðurkenningu fýrir skrif sín. Á síðasta ári hlaut bókin Dreggjar dagsins bresku bók- menntaverðlaunin Booker. Áður hafði Is- higuro hlotið Whitbread verðlaunin 1987 fyrir aðra bók sína The Artist of the Float- ing Worid og fyrir fýrstu bók sina A Pale View og Hills fékk hann The Royal Liter- ature verðlaunin. Hvað sem öllum verð- launum líður er Drcggjar dagsins vel skrifúð bók og fær vonandi verðskuldaða athygli á íslenska bókamarkaðinum. Bjartur ætlar einnig að gefa út bamabók eflir þýska höfúndinn Janosch sem ber heitið Komum, finnum fjársjóð. Janosch er þekktur hér á landi fýrir bamabókina Leitin að Panama. Komum, finnum fjár- sjóð fjallar um sömu persónur og Leitin að Panama; litla tígrisdýrið og litla bjöm- inn. í þessari sögu leita þeir að hamingju hcimsins sem þeir telja að sé fólgin í jörðu í formi fjársjóðs. Þeir leggja land undir fót og fara víða. Þeir finna loks gullið sem verður þeim þó fjötur um fót og þeim til bölvunar. í lok sögunnar, þeim til léttis, tapa þeir guilinu í hcndur ræningja og komast þá að því að hamingjan er ekki fólgin í ríkidæmi heldur í vináttu þeirra tvcggja. Sagan er bæði sögð í máli og myndum. ITC deildin Ösp á Akranesi heldur kynningarfúnd i kvöld kl. 20.30 á vcitingahúsinu Ströndinni á Akranesi. Fundarstcf „Þitt tækifæri er komið, það er í dag“. Fundurinn er öllum opinn. Upp- lýsingar vcita Sigríður í síma 93-12360, Björg í síma 33-11667 og Guðrún í síma 91- 672806. Pétur Tryggvi sýnir í Epal Fimmtudaginn 18. október verður opnuð sýning á skartgripum Péturs Tryggva versluninni Epal, Faxafeni 17. Sýningin verður opin til 9. nóvember, virka daga kl. 9-18, laugardaga og sunnudaga frá kl. 10- 14. Sagt frá ferö til Sakhalin-eyjar Nk. miðvikudagskvöld 17. október kl. 20.30 verða þau Bergþóra Einarsdóttir blaðamaður og Eyjólfúr Friðgeirsson fiskifræðingur gestir í húsakynnum MÍR, Menningartengsla íslands og Ráðstjóm- arríkjanna, Vatnsstíg 10, og fjalla um ferð sem þau fóru í júlímánuði í sumar til Sak- halineyjar undan Kyrrahafsströnd Sovét- ríkjanna. Segja þau ffá ýmsu sem fyrir augu og eyru bar í ferðinni og sýna mynd- ir. Aðgangur er öllum heimill. Vera — ný vefnaöarvöruverslun í Mosfellsbæ Sl. laugardag var opnuð ný og glæsileg vefnaðarvömverslun í Mosfellsbæ. Hún nefnist Vera og stendur við Urðarholt 4. Eigendur Vem eru þær Anna Steinsdóttir og Agla Björk Einarsdóttir. Þær Agla og Anna, sem báðar hafa langa reynslu af starfi í vefnaðar- og fataverslun- um, munu kappkosta að veita viðskiptavinum sínum sem besta þjónustu, aðstoða við að taka upp snið og jafnvel að koma þeim af stað við saumaskapinn. Verslunin Vera er 96 fm að flatarmáli og áhersla hefúr verið lögð á vandaðar innrétt- ingar. : TÓNLIST Sigurður Steinþórsson: Flaggskipið ýtir úr vör Sinfóníuhljómsveit íslands hóf vetrardagskrá sína með tónleikum í Háskólabíói 11. október. Petri Sakari stjórnaði en finnska sópr- ansöngkonan Soile Isokoski söng. Á efnisskrá voru fjögur lítil hljóm- sveitarverk, eftir Mendelssohn, Sallinen, Árna Björnsson og Síbel- íus og 4. sinfónía Brahms. Tónleikaskráin segir að Árni Björnsson telji „Litla svítu fyrir strokhljómsveit", sem hann samdi 1940 og þarna var flutt, meðal sinna bestu verka. Hvað sem um það má segja er þetta afar skemmtilegt og hugþekkt verk —lystilegur er 2. kaflinn, Scherz- ettino, sem allur er í pizzicato (plokkaðir strengir), en aðrir kafl- ar þóttu minna á ensk tónskáld eins og Vaughan Williams. Og var þó Árni ósigldur til Bretlands 1940. Petri Sakari lagði sig greini- lega mikið fram við að koma þessu verki Árna -sem og öðrum verkum þarna -sem best til skila og er sú framganga hans til mikillar fyrir- myndar, því stundum hefur manni þótt við brenna að hljómsveitar- stjórar köstuðu höndum til „ís- lenskra skylduverka" og létu þau damla. Slíkt leyfa sér hins vegar ekki sannir atvinnumenn, þeirra köllun er að gera ævinlega sitt besta og einum betur. Vert er að reyna að leggja á minn- ið nafn söngkonunnar Isokoski sem þarna söng Fjóra draum- söngva eftir Sallinen og Luonnot- ar eftir Síbelíus. Tónleikaskráin segir stjörnu Isokoski á hraðri leið upp himininn; hún hefur þétta og mikla sópranrödd og flutti þessi níðerfiðu verk af miklum gíæsi- brag. Ýmsum þykir að vísu sem Sí- Ámi Bjömsson tónskáld. belíusartrúboðið gangi nú einum of langt, og aldrei friður fyrir hin- um finnska jöfri í íslenskum tón- leikasal, en aðrir benda á að nær væri að læra af þessu fordæmi og pakka Jóni Leifs inn fyrir sölu- meðferð á heimsmarkaði. Sem minnir á það að í væntanlegri tón- leikaför Sinfóníuhljómsveitarinn- ar til Norðurlanda (Helsinki, Turku, Stokkhólmur, Kaup- mannahöfn) er Jón ekki á efnis- skrá, heldur nafni hans Nordal og Þorkell Sigurbjörnsson -mætir menn að vísu en minni sanda og sæva en Jón Leifs. Sinfóníuhljómsveit íslands hefur aldrei verið betri en þessi árin, og ber sjálfsagt margt til; Petri Sakari á vafalaust sinn þátt í þessu, því hann er frábær stjórnandi, en einnig sá grimmilegi háttur að láta samkeppnispróf ráða vali hljóð- færaleikara, óháð, aldri, þjóðerni eða fyrri störfum. Enda er tæplega þriðjungur hljóðfæraleikaranna af erlendu bergi brotinn (23 af 79 á þessum tónleikum), allmargir þeirra reyndar orðnir íslenskir rík- isborgarar. Þannig hefur það lengi verið í tónlistarmálum vorum að mikill hluti kunnáttunnar og dugnaðarins hefur komið að utan. Þar lögðu Mið- Evrópumenn þyngst lóð á vogarskálar, eins og Urbancic og Abraham, svo dæmi séu tekin úr allstórum hópi manna. Síðust og mest á efnisskránni var 4. sinfónía Brahms. Þótt ég telji mig ekki minni brahmsista en hvern annan hlýt ég að viður- kenna að Brahms er jafndrepleið- inlegur þegar hann er dauflega spilaður og hann er frábær þegar vel tekst til. Sem tókst núna -og ætti raunar alltaf að takast þegar í hendur haldast stjórnandi eins og Petri Sakari og hljómsveit jafn- prýðiieg og S.í. er um þessar mundir. Vafalaust munar þar mest um strengina, því blásararn- ir hafa yfirleitt verið heldur góðir. Vert er að geta þess, því nú lifum við mikla byltingar- og framfara- tíma, að í strengjunum er kona í hverju leiðtogasæti nema hjá kontrabössunum: Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari í 1. fiðlu, Helga Hauksdóttir í 2. fiðlu, Helga Þórarinsdóttir leiðir lágf- iðlurnar en Bryndís Gylfadóttir knéfiðlurnar-nýliði hjá Sinfóníu- hljómsveitinni sem við bjóðum velkomna. Prófarkalestri í hljómleikaskrá var áfatt og ber að leiðrétta það.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.