Tíminn - 19.10.1990, Side 4
4 Tíminn
Föstrudagur 19. október 1990
Persaflóadeilan tekur nýja stefnu:
ÍRAKAR MEÐ ÚTSÖLU Á OLÍU
Olíuútflutningur íraka hefur verið frystur af viðskiptabanni
SÞ og hafa þeir nú gripið til þess ráðs að biðla til fyrrum
kaupenda sinna með því að bjóða þeim ódýra olíu og sverja og
sárt við leggja að snerta ekki andvirðið fyrr en Persaflóadeil-
an hefur verið leyst.
Olíumálaráðherra íraka kom þess-
ari tilkynningu á framfæri í gær og
kvað íraka reiðubúna að selja hverj-
um sem er olíu á 21 dollara
tunnuna.
„írakar eru reiðubúnir til að selja
olíu hvaða ríki eða fyrirtæki sem er,
þar með töldum Bandaríkjunum, á
21 dollara tunnuna í samræmi við
verðákvörðun OPEC,“ sagði ráð-
herrann.
OPEC ákvað þetta verð á síðasta
fundi sínum fyrir innrásina í Kúvæt.
Síðan hefur olíuverð farið stighækk-
andi. Óunnin olía, til afhendingar í
desember, fór á 34 dollara tunnan í
gær.
Chalabi, olíumálaráðherra íraks,
sagði að írakar sæktust ekki eftir
fjármagni þegar í stað.
„Til að tilgangur okkar verði ekki
misskilinn, samþykkjum við að and-
virði olíunnar verði ekki sent til írak
heldur geymt samkvæmt sérstöku
samkomulagi og írakar fái pening-
ana ekki til ráðstöfunar fyrr en deil-
an er leyst,“ sagði hann.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
setti viðskiptabann á íraka til að
þvinga þá til að yfirgefa Kúvæt og af-
henda ríkið aftur fyrri stjórnvöld-
um. Síðan þá hefur engin olía borist
frá írak.
Chalabi sagði að Saddam Hussein
hefði lyrirskipað að olían skyldi seld
á þessu verði til að leggja áherslu á
þá ábyrgð, sem írakar bera gagnvart
mannkyninu og það hlutverk sem
ríkið hefur til að viðhalda mannúð í
heiminum.
Þegar OPEC ákvað olíuverð síðast,
21 dollara, var um þriggja dollara
hækkun á tunnu að ræða og var það
áiitinn sigur fyrir íraka sem höfðu
barist fyrir verðhækkun. Eftir inn-
rásina í Kúvæt hefur verðið á stund-
um farið yfir 40 dollara en viðskipta-
bannið hefur komið í veg fyrir að ír-
akar hafi hagnast á því.
„Með þessari ákvörðun viljum við
taka þátt í lækkandi olíuverði til
neytenda alls staðar í heiminum og
koma í veg fyrir að einokunarolíu-
fyrirtæki og braskarar geti leikið að
vild,“ sagði Chalabi.
Saudi-Arabía og Sameinuðu fursta-
dæmin hafa aukið olíuframleiðslu
sína upp í 4,3 milljónir tunna á dag
til að vinna upp tapið sem hefur orð-
ið vegna innrásarinnar og viðskipta-
bannsins.
Ráðherrann lagði tilboð sitt fram
sem sérstakan greiða við umheim-
inn. Einkum og sér í lagi þróunar-
löndin sem hafa orðið illa úti vegna
verðhækkana á olíu.
Amnestyvika:
Askorun til yfirvalda
í El Salvador,
Malawi og Kína
sraelskir lögreglumenn munu ekki geta tekið lífinu með slíkri ró á næstunni, ef svo heldur sem horfir.
r Átök í flóttamannabúðum á Gazasvæðinu:
Israelskir hermenn
slasa 55 Palestínumenn
Til átaka kom í Rafah-flóttamannabúðunum á Gazasvæðinu í gær
þegar Palestínumenn giýttu ísraelska hermenn, sem voru að draga
fána fsraels að húni í búðunum. Að minnsta kosti 55 Palestínu-
menn særðust í átökunum.
Þann 18. nóvember 1989 var hinn
17 ára gamli E1 Salvador-búi Erick
Romero Canales tekinn af óeinkenn-
isklæddum hermönnum. Fjöldi vitna
var að atburðinum. Fyrstu nóttina
var hann hafður í haldi í herbúðum
nálægt heimili sínu og fékk móðir
hans að heimsækja hann og færa
honum mat. Frétti hún að hann væri
ákærður fyrir að tilheyra sveitum
stjórnarandstæðinga, FMLN. Hún
varð síðan vitni að því daginn eftir að
hann var færður á brott í herjeppa,
með bundið fyrir augu og á höndum.
Síðan þá hefur hann „horfið".
Móðir Ericks hóf leit sína að syni
sínum í stöðvum herflokksins og hélt
leitinni síðan áfram á lögreglustöðv-
um. Alls staðar var neitað allri vitn-
eskju um málið. Móðirin hefúr gefið
upp að liðsforinginn, sem handtók
Erick Romero, hafi síðar játað að
hann hafi fengið skipun um að skjóta
hann. Liðsforinginn hafði þá beðið
drengnum griða hjá yfirmanni sín-
um, þar sem menn hefðu enga vissu
fyrir að hann væri félagi í FMLN.
Frú Canales hefur haldið áfram eft-
irgrennslunum sínum „til að fá full-
vissu", þrátt fyrir að herforingi hafi
hótað henni lífláti. Stjórnvöld stað-
hæfa að málið sé í rannsókn, en eng-
ar niðurstöður hafa verið lagðar
fram.
Mál þetta er aðeins eitt af hundruð-
um slíkra hin síðari ár, þar sem fang-
elsað fólk hefur „horfið" eftir að nafn-
lausar ábendingar hafa leitt til töku
þess. Borgaraleg stjórnvöld hafa ekki
getað eða viljað komst til botns í
þessum málum.
Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf
og farið fram á að hlutlaus rann-
sókna fari fram á hvarfi Ericks Rom-
ero og þeir sem sekir eru verði látnir
sæta ábyrgð. Skrifið til:
Inocente Orlando Montano
Vice Ministro Defensa
y de Seguridad Pública
km. 5 carretera a Santa Telca
San Salvador
E1 Salvador.
Jack Mapanje er ljóðskáld og hefur
verið í haldi í Mikuyufangelsinu í
Suður-Malawi, allt frá því að hann
var handtekinn af lögreglunni í
Zomba þann 25. september 1987. í
nær tvö ár voru heimsóknir til hans
ekki leyfðar, jafnvel ekki af konu hans
og þrem börnum. Nú fær kona hans
að heimsækja hann fjórum sinnum á
ári.
Jack Mapanje hefur ekki verið
ákærður fyrir neitt brot. Ekki er
mönnum kunnugt um að hann hafi
verið virkur í stjórnmálum eða verið
í sambandi við neina hópa stjórnar-
andstæðinga, en hann hefur hin síð-
ari ár samið ljóð með stjórnmálalegri
skírskotun. Lögreglan framkvæmdi
húsleit í vinnuherbergi hans við há-
skólann eftir að hann var handtek-
inn. Þar lögðu þeir m.a. hald á Ijóða-
söfn hans.
Malavísku stjórnvöldin hafa ekki
svarað eftirgrennslan Amnesty um
hverjar ástæður voru fyrir handtöku
Jack Mapanje. Forsetinn hefur rétt til
að fyrirskipa handtöku á hverjum
sem er, í ótakmarkaðan tíma, til að
„viðhalda stöðugleika". Þeir sem
lenda í þessu hafa enga möguleika á
að mótmæla slíkum handtökum.
Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf
og farið fram á að hann verði tafar-
laust og skilyrðislaust látinn laus.
Skrifið til:
His Excellency the Life President
Ngwazi Dr. H. Kamuzu Banda
Office of the President
Private Bag 388
Lilongwe 3
Malawi
Þann 20. apríl 1981 var verksmiðju-
verkamaðurinn Wang Xizhe hand-
tekinn í þriðja sinn síðan í Menning-
arbyltingunni á 7. áratug þessarar
aldar. Hann sat sem ungur stúdent í
fangelsi árin 1968-1969. Eftir nokk-
urn tíma við landbúnaðarstörf fékk
hann vinnu í verksmiðju. Vakti hann
heimsathygli þegar hann árið 1974,
ásamt tveimur öðrum, bjó til 90
metra langt „veggblað", þar sem rétt-
arkerfið var m.a. gagnrýnt. Hann sat
í fangelsi frá 1977-1979, þar til hann
fékk uppreisn æru í tengslum við fall
„fjórmenningaklíkunnar". Hann hef-
ur eftir það skrifað opinber blöð og
tekið þátt í ýmsum nefndum fyrir
sakaruppgjöf annarra þeirra sem
gagnrýnt hafa stjórnvöld.
Astæða fangelsunar hans árið 1981
var opið bréf þar sem hann varði
samviskufangann Liu Qing og útgáfu
hans á hvað fór fram við réttarhöld
yfir öðrum stjórnargagnrýnanda,
Wei Jingsheng. Við handtökuna voru
350 skjöl gerð upptæk. Stjórnvöld
hafa skýrt frá því að réttarhöldin yfir
Wang Xizhe hafi verið opinber. Hann
var dæmdur í 14 ára fangelsi, m.a.
fyrir „gagnbyltingarsinnaðan áróður
og undirróðursstarfsemi" og fyrir að
hafa „hvatt almenning til að mót-
mæla fangelsunum". Wang Xishe er
nú 42 ára gamall, giftur og á einn
son.
Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf
og farið fram á að hann verði tafar-
laust og skilyrðislaust látinn laus.
Skrifið til:
Prime Minister
Li Peng Zongli
Guowuyuan
Beijingshi
People’s Republic of China.
Þetta eru mestu átök sem orðið hafa
milli Palestínumanna og ísraela frá því
að ísraelska lögreglan skaut 21 Palest-
ínumann á Musterishæð þann 8. októ-
ber sl.
Tuttugu og sex Palestínumenn voru
færðir á sjúkrahús með skotsár. Aðrir
voru særðir á handleggjum og fótum
eftir gúmmíkúlur.
Átökin brutust út þegar Palestínu-
menn urðu þess varir að verið var að
reisa ísraelska fánann á byggingu í
miðju búðanna. Tálsmaður hersins
sagði að herinn hefði verið að koma
upp nýrri eftirlitsstöð í búðunum og
þá væri venjan að draga upp ísraelska
fánann.
Rafahbúðimar, sem em í suðurhluta
herteknu svæðanna í Gaza, rétt við eg-
ypsku landamærin, em heimkynni
um 50 þúsund palestínskra flótta-
manna og þar hehir verið róstusamt
þau tæplega þrjú ár, sem uppreisn Pal-
estínumanna gegn Israel hefur staðið.
íbúamir sögðu að fáni ísrael hefði
aldrei verið reistur þar áður.
„Þetta var bein ögrnn," sagði Walid
Muammar, 23 ára gamall, sem var
skotinn í fótinn og barinn með kylfum.
Hann kvaðst hafa heyrt skothríð
skömmu eftir dögun og fór út og sá þá
hundmð ungmenna vera að grýta her-
mennina.
í tilkynningu frá hemum sagði að
hermennimir hefðu neyðst til að verj-
ast með gúmmíkúluskothríð, þegar
þeir urðu fyrir miklu grjótkasti. í til-
kynningunni sagði að af þeim 26 lítt
særðu mönnum, sem fluttir hefðu
verið á sjúkrahús, hefðu 10 þegar feng-
ið að fara heim. í yfirlýsingu frá sjúkra-
húsinu segir að tveir Palestínumenn
hefðu verið skotnir í höfuðið.
í bænum Nablus á Vesturbakkanum
skutu hermenn á og særðu tvo Palest-
ínumenn, eftir að ólæti bmtust út á
fyrsta degi þriggja daga verkfalls, sem
boðað hafði verið í minningu þeirra
sem myrtir vom á Musterishæð.
Vikulöngu allsherjarverkfalli í arab-
íska hluta Jerúsalem og á herteknu
svæðunum lauk á þriðjudag.
þegar þeim tókst ekki að koma alls staðar i heiminum — jafnvel
sór saman um á hvem hátt ætti I þriðja heiminum, að sögn AI-
að fordæma viðbrögð Bandaríkja- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar.
manna við morðunum á Muster-
ishæð. Jerúsalem — Utanríkisráð-
Dubai ~~ Tilboð Iraka um að herra Israels hefur tilkynnt
selja olíu á helmingl markaðs- Moskva — Á meðan stjórnar- bandarískum stjórnvöldum að
verðs er tilraun til að brjóta við- herrarnir I Kreml velta fyrir sér ísraelar ætli að koma aðfluttum
skiptabann SÞ á bak aftur, en sú aðferðum til að bæta efnahag gyöingum fyrir á herteknu svæð-
tilraun er dæmd til að mistakast, Sovétríkjanna, kyndir fæðuskort- unum, þ.á m. I austurhluta Jerú-
að sögn olíukaupmanna og ann- ur undir óánægju almennings i salem.
arra heimildarmanna við Persa- garð Gorbatsjovs.
flóa. Washington — Viðskiptahalli
London — Sjúkdómar, sem BNAvarð9,34milljaröardolIara í
Túnis — Harðlínumenn gengu stafa af óheilbrigðum lifnaðar- ágúst, eftir að áhrifa hækkandi
útaffundifulltrúaarabaríkjanna, háttum, eru helsta dánarorsök olíuverösfórað gæta.
/