Tíminn - 19.10.1990, Side 9
8Tíminn
Föstudagur 19. október 1990
Föstudagur 19. október 1990
Tíminn 9
VALUR ARNÞÓRSSON
Enda þótt Valur Arnþórsson hafi að-
eins verið 55 ára þegar hann lést, átti
hann mikið starf að baki. Mest voru
störf hans innan samvinnuhreyfing-
arinnar þar sem hann starfaði um 36
ára skeið. Segja má að henni hafi
hann helgað krafta sína. í>ar var
hann lengi í fylkingarbrjósti, bæði
með því að stýra stærsta kaupfélagi
landsins og síðar með þátttöku í
stjóm Sambandsins og stjórnarfor-
mennsku þar í 11 ár.
Það er ljóst í mínum huga, að sam-
vinnuhreyfmgin á stóran hlut í upp-
byggingu velferðarþjóðfélags á Is-
landi. Mikil alhliða uppbygging hef-
ur orðið á undanfömum áratugum,
ekki síst í sjávarplássum víðs vegar
um landið, þar sem stór hluti út-
flutningsframleiðslunnar fer fram.
Þéttbýlið f Reykjavík hefur notið
góðs af þessari uppbyggingu, þar
sem æði stór hluti íbúanna þar starf-
ar við ýmsa þjónustu og viðskipti
sem snerta landsbyggðina alla. Á Ak-
ureyri hefur KEA verið leiðandi afl í
verslun og viðskiptum og einnig úr-
vinnslu landbúnaðarafurða. Félagið
hefúr og verið virkur þátttakandi í
sjávarútvegi og vinnslu sjávarafurða
á ýmsum stöðum við Eyjafjörð og átt
eignaraðild að Útgerðarfélagi Akur-
eyringa hf. Margar aðrar greinar
þjónustu hafði kaupfélagið með
höndum.
Á meðan Valur Arnþórsson starfaði
í KEA, átti sér stað þar mikil upp-
bygging á vegum kaupfélagsins og
vegna þess, hve verðbólgan og skil-
getin aifkvæmi hennar ollu óstöðug-
um rekstrarskilyrðum frá ári til árs,
þá reyndi meira á þá sem stóðu fyrir
atvinnurekstrinum. KEA var fjár-
hagslega traust og betur í stakk búið
til að mæta hinum erfiðu rekstrar-
skilyrðum síðustu ára en mörg önn-
ur fyrirtæki.
Vegna hins margþætta starfs Vals
þurfti hann oft að sitja fundi utan
Akureyrar. Starfið í Sambandinu
sem stjómarformaður gerði kröfur
til setu á mörgum fundum syðra.
Sama gilti um fundi í öðrum félög-
um þar.
Ég undraðist oft þrek Vals í að
mæta á öllum þessum fundum og
vera þar virkur aðili. Sjálfur hafði
hann mikið starfsþrek. Hann var
skarpgreindur og reyndi jafnan að
setja sig vel inn í mál. Hann var
mælskur og átti gott með að skynja
kjama hvers verkefnis. Fyrir utan
meðfædda eiginleika þá komu fé-
lagsmálastörfm innan samvinnu-
hreyfingarinnar að góðu haldi við
málflutning og ræðumennsku.
Við Valur áttum langt samstarf,
fyrst í Samvinnutryggingum og síð-
an þegar hann kom í stjórn Sam-
bandsins og þó mest eftir að hann
varð þar stjómarformaður. Enda
þótt okkur greindi stundum á um
leiðir, þá vorum við alltaf sammála
um það markmið, að samvinnustarf-
ið í landinu ætti að skila sem bestum
árangri fyrir samvinnumenn og
þjóðina alla.
Á vettvangi stjómmálanna fylgdi
Valur Framsóknarflokknum að mál-
um. Sjálfur sagðist hann á unga aldri
hafa hrifist af Eysteini Jónssyni, er
hann kom á framboðsfundi á Eski-
firði og flutti þar mál sitt af rökvísi
og mikilli mælsku. Átti Valur meðal
annars lengi sæti í miðstjórn Fram-
sóknarflokksins og allt til dauða-
dags. Síðastliðin sex ár átti hann
sæti í framkvæmdastjóm flokksins.
Ýmsum öðrum trúnaðarstörfum
hefur hann gegnt fyrir flokkinn í
gegnum árin.
Þegar Valur hóf störf í Landsbank-
anum sem bankastjóri 1. febrúar
1989, var hann vel undir það búinn
að taka að sér þetta ábyrgðarmikla
starf og þá sérstaklega vegna þeirrar
reynslu sem hann hafði af rekstri
fyrirtækja, bæði smáum og stómm.
Slík reynsla er ómetanleg.
Við Valur snæddum saman hádegis-
verð saman fyrir stuttu. Var hann þá
m.a. að skýra mér frá störfum sínum
í bankanum. Lét hann mjög vel af
sér og horfði björtum augum fram á
veginn. Hann fór þó ekki dult með
það að hann bæri sterkar taugar til
samvinnuhreyfingarinnar og árétt-
aði hve mikið væri í húfi að sam-
vinnustarfið í landinu gæti sigrast á
þeim vandamálum sem samvinnufé-
lögin hafa búið við undanfarið.
Þegar Valur var við nám í Sam-
vinnuskólanum kynntist hann
skólasystur sinni, Sigríði Ólafsdótt-
ur. Þessi kynni urðu til þess að þau
Sigríður og Valur gengu í hjónaband
árið 1955. Þau eignuðust 5 böm og
þau eru:
Brynja Dís sagnfræðingur, sonur
hennar og Kristins Dagssonar er Val-
ur. Ólafur, dýralæknir, giftur Jó-
hönnu Baldvinsdóttur lyfjafræðingi.
Eru þau búsett í Danmörku. Sonur
þeirra er Baldvin. Arna Guðný,
myndlistarmaður, búsett í Belgíu.
Unnusti hennar er André Miku,
nemi í viðskiptafræði. Ólöf Sigríður
stúdent, nú við söngnám, og Arn-
björg Hlíf, nemi í grunnskóla.
Það kom í hlut Sigríðar að stjórna
heimili, gæta bús og barna. Reyndist
hún sérlega umhyggjusöm móðir og
mikil húsmóðir. Heimilisfaðirinn
var lengst af störfum hlaðinn og
þess vegna reyndi mjög á húsmóð-
urina. Ekki er ofsagt að hún hafi
verið hinn styrki bakhjallur heimil-
isins. Hún fylgdist vel með börnun-
um í skóla, þar á meðal að koma
þeim í tónlistarnám. Fjölskyldan
dáði tónlist og Valur var góður söng-
maður. Var hann um skeið virkur fé-
lagi í Karlakórnum Fóstbræður. Það
mun hafa verið fyrir tilstilli Vals að
Kaupfélag Eyfirðinga styrkti Krist-
ján Jóhannsson til söngnáms á ítal-
íu þegar hann hleypti heimdragan-
um á hina erfiðu braut sönglistar-
innar.
En þrátt fyrir hinn langa og oft
stranga vinnudag, var Valur mikill
heimilismaður, enda dáður af fjöl-
skyldu sinni. Þau hjónin voru bæði
félagslynd og þótt þau væru í annríki
daganna ávallt reiðubúin að gleðjast
með öðrum, þá voru þau ekki síður
tilbúin til að veita þeim hjálp sem
um sárt áttu að binda.
Það eru grimm örlög fyrir Sigríði
og fjölskyldu hennar að missa Val
svo snögglega. Stutt er síðan fjöl-
skyldan tók sig upp frá Akureyri og
flutti suður. í rúmt ár höfðu þau bú-
ið í húsinu sínu við Mávanes í Garða-
bæ. Þau hafa því rétt verið búin að
koma sér vel fyrir, þegar ósköpin
dundu yfir. Heimilisfaðirinn hrifinn
burt á augabragði, aðeins 55 ára að
aldri.
Þegar Valur er nú kvaddur hinstu
kveðju eru mér efstar í huga góðar
minningar um samstarf undanfar-
inna áratuga og ég þakka það af heil-
um hug, jafnframt því sem ég met
mjög hið mikla starf sem hann innti
af höndum fyrir samvinnuhreyfing-
una. Guð blessi minningu hans.
Við Margrét vottum Sigríði, börn-
unum og öðrum aðstandendum
innilega samúð. Við vitum hve ást-
vinamissirinn er sár. Megi guð gefa
ykkur styrk til að bera sorg og sökn-
uð.
Erlendur Einarsson
Laugardaginn 13. október barst
okkur sú harmafregn að vinur okkar,
Valur Arnþórsson, væri látinn. Okk-
ur setti hljóð. Það er erfitt að skilja á
þessari stundu að þessi atorkumikli
maður, svo fullur af lífsorku, skyldi
hafa verið kallaður í burtu langt fyr-
ir aldur fram.
Valur var kaupfélagsstjóri hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga á árunum
1971- 1989 og það var á þeim vett-
vangi sem kynni okkar hófust. Valur
var ráðinn kaupfélagsstjóri KEA að-
eins þrjátíu og sex ára að aldri. Það
kom fljótt í ljós eftir að Valur tók við
starfi kaupfélagsstjóra að hann
stýrði félaginu af ákveðni og festu
og leiddi Kaupfélag Eyfirðinga far-
sællega gegnum ólgusjó erfiðs efna-
hagsumhverfis. Undir forystu hans
réðst félagið í hvert stórvirkið á fæt-
ur öðru og hélt vel sinni stöðu sem
eitt af stærstu fyrirtækjum lands-
ins.
Valur líkti stjómun KEA eitt sinn
við „sinfóníuhljómsveit sem þarf á
hverjum degi að spila mikið og
vandasamt tónverk án þess að falsk-
ur tónn heyrist. Hlutverk kaupfé-
lagsstjórans hlýtur að vera að halda
hljómsveitinni hreinni og tærri og
stilla hana þannig saman að allt
gangi eins og vera ber.“ Þessi skýring
Vals á stjórnunarhlutverki kaupfé-
lagsstjóra KEA kemur vel heim við
reynsíu þeirra manna sem með hon-
um unnu. Hann var næmur á falska
tóna og brá skjótt við þegar þurfti að
stilla strengi.
Starf hans, jafnt innan KEA, bæjar-
stjórnar Akureyrar og Sambandsins,
mótaðist mjög af þeim vilja að efla
grundvallaratvinnuvegina og halda
eðlilegu jafnvægi á milli þéttbýlis og
strjálbýlis. Stundum var við ramman
reip að draga en Valur var ekki einn
þeirra manna sem gefast upp við
hálfnað verk og með þrautseigju
tókst honum margt sem hefði orðið
öðrum ofviða.
Valur var mjög sterkur persónuleiki
og kom það glögglega fram þegar
ráðast þurfti í erfið verkefni eða taka
erfiðar ákvarðanir. Þetta kom ekki
síður fram á fundum því hann var
áberandi fljótur að átta sig á hlutun-
um og óhræddur við að halda fram
hyggju hann bar fyrir vinum sínum.
Hlýjan og elskulegheitin einkenndu
viðmót hans allt.
Missir fjölskyldunnar er mikill.
Fjölskyldan var Vali ákaflega mikils
virði og í faðmi hennar endurnærð-
ist hann eftir erfiðan vinnudag. Ef
til vill urðu stundirnar að heiman
oft langar en þeim mun dýrmætari
var tíminn sem hann átti með konu
sinni og börnum. Valur fylgdist vel
með námi og störfum barnanna
sinna fimm og lét sér annt um þau
á allan hátt. Þá var eiginkona hans,
Sigríður Ólafsdóttir, honum stoð
og stytta í erfiðu og margþættu
starfi og raunar sagði Valur að án
hennar hefði hann ekki getað sinnt
öllu því sem hann tók sér fyrir
hendur.
í dag kveðjum við í hinsta sinn góð-
an vin með miklum söknuði og
trega. Sú vissa að við munum hitta
hann á ný handan móðunnar miklu
gerir sorgina léttbærari.
Guð blessi fjölskyldu hans og veiti
henni styrk f sinni miklu sorg.
Magnús Gauti og Hrefna
Aðrir munu rekja lífs- og starfsferil
Vals Arnþórssonar nánar en hér er
gert, en fyrir hönd Landsbanka ís-
lands votta ég eftirlifandi konu hans,
Sigríði Ólafsdóttur, börnum þeirra,
barnabörnum, öldruðum föður og
öðrum aðstandendum innilegustu
samúð.
Eyjólfur K. Sigurðsson
Formaður bankaráðs
Landsbanka íslands
Hræðileg er sú frétt að Valur Arn-
þórsson er kallaður héðan í sviplegu
slysi og átti hann þó góða heimvon.
Það er stórmissir að slíkum forystu-
manni í blóma lífsins, þegar hann
m.a.s. hafði nýlega hafið nýjan
starfsferil og átti þar mörgum tökum
að lyfta í framtíðinni. Alveg sérstak-
lega leitar hugurinn til ástvina hans í
bæn um huggun.
Örfáum orðum skal Vali Arnþórs-
syni nú þakkað það mikla starf sem
hann vann á liðnum árum fyrir Sam-
vinnuskólann, sem nú er orðinn
Samvinnuháskólinn m.a. fyrir til-
verknað hans. Þess skal getið að Val-
áhuga, þekkingu og skilningi og
tryggði málinu framgang í stjóm
Sambandsins.
í ársbyrjun 1987 tók Valur sæti í
skólanefnd Samvinnuskólans og átti
síðan beinan þátt í undirbúningi og
framkvæmd þeirrar miklu breyting-
ar sem varð er skólanum var breytt í
sjálfseignarstofnunina Samvinnuhá-
skólann. Á síðasta fundi nefndarinn-
ar nú fyrir skömmu fagnaði hann því
að næsti fundur var ákveðinn á Bif-
röst og skyldi einnig fundað með
nemendum og starfsmönnum. Nú er
svo komið að Valur verður ekki með
í hversdagslegum skilningi og er
skarð fyrir skildi.
Það er mikil eftirsjá að þessum
glæsilega forystumanni. Valur var
fullur af áhuga og krafti. Hann var
mjög starfsamur, tók þátt í félagslífi,
var útivistarmaður og átti andleg
hugðarefni. Hann átti mikið eftir, en
það er annar sem ræður, tekur og
gefur. Ég bið hinn Hæsta að vera
með Sigríði og börnunum.
Jón Sigurðsson
Bifröst
HH i ■ilPP
||
í!
Valur Arnþórsson, stjórnarformaður SÍS og Erlendur Einarsson
forstjórí á blaðamannafundi.
sínum skoðunum og fylgja þeim eft-
ir. Þessir eiginleikar ásamt miklum
dugnaði og ósérhlífni urðu til þess
að hann var kjörinn til fjölmargra
trúnaðarstarfa á hinum ýmsu svið-
um þjóðlífsins. Með honum er horf-
inn dugmikill og óþreytandi tals-
maður samvinnuhreyfingarinnar,
þeirrar hreyfingar sem átt hefur
hvað mestan þátt í að byggja upp at-
vinnu- og menningarlíf í byggðum
landsins.
En þessi sterki persónuleiki hans og
mikla lífsorka kom einnig vel fram á
mannamótum því þar var hann
hrókur alls fagnaðar og ekki sakaði
þegar hann dró fram harmonikkuna
til að skemmta gestum sínum.
Valur var fjölhæfur maður. Hann
var ræðumaður hinn besti, góður
málamaður, söngmaður góður og
hafði unun af tónlist. Áhugamál
hans voru fjölmörg og hann var vel
að sér á ótal sviðum. Valur var mjög
góður heim að sækja og hlýja hans
og umhyggja fyrir öðrum voru sterk-
ur þáttur í persónuleika hans.
Er við hjónin komum heim frá
námi erlendis hófum við bæði störí
hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Konan á
skrifstofu sláturhúss KEA um
skamma hríð en ég átti því láni að
fagna að fá að starfa við hlið Vals
Arnþórssonar í fimmtán ár. Allan
þann tíma kom ekkert upp sem
skyggði á það samstarf. En Valur var
ekki einungis yfirmaður heldur líka
leiðbeinandi og vinur sem var ætíð
boðinn og búinn að miðla mér af
þekkingu sinni og reynslu. Það vega-
nesti sem ég hlaut hjá Vali Amþórs-
syni var og er ómetanlegt.
Með fjölskyldum okkar tókst góður
vinskapur og þessi vináttubönd hafa
orðið traustari með hverju árinu og
reyndust ekki síður traust þegar Val-
ur Iét af störfum sem kaupfélags-
stjóri KEA og flutti ásamt fjölskyldu
sinni suður til að taka við stöðu
bankastjóra hjá Landsbanka íslands.
Það er vandfundinn maður sem var
meiri vinur vina sinna en Valur var.
Við fundum það glöggt þegar við
þurftum á að halda hversu gott var
að leita til Vals og hversu mikla um-
Kveðja frá Landsbanka íslands
,AHt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
líf mannlegt endar skjótt. “
Þegar dauðinn kveður óvænt dyra,
eins og sálmaskáldið Hallgrímur
Pétursson lýsir í þessu alkunna er-
indi, veldur koma hans miklum sárs-
auka og trega og skilur oft eftir sig
skörð í mannlegu samfélagi, sem
erfitt er að fylla.
í dag er til moldar borinn Valur
Arnþórsson, bankastjóri Landsbanka
íslands, sem fórst í flugslysi við
Reykjavíkurflugvöll 13. þ.m. Hann
varð aðeins 55 ára gamall, en hafði
mikla reynslu að baki í stjómun fyr-
irtækja og ábyrgðarmiklum trúnað-
arstörfum. Hann var ráðinn banka-
stjóri Landsbankans í ársbyrjun
1989. Á þeim skamma tíma sem síð-
an er liðinn, kom það glöggt í ljós, að
í því starfi nutu sín vel mannkostir
og víðtæk reynsla Vals Arnþórssonar.
Með honum, bankaráði, bankastjóm
og starfsfólki tókst ágæt samvinna
sem hið sviplega fráfall hans hefur
nú skorið af.
Valur var gjörvulegur maður, sem
sópaði að hvar sem hann kom. Hann
lagði sig allan fram í starfi, vann
langan og strangan vinnudag og
hlífði sér hvergi. Hann var fljótur að
átta sig á erfiðum verkefnum og
fundvís á rétta lausn í hverju máli.
Því mátti jafnan treysta, að þau verk-
efni sem honum voru falin, mundi
hann leysa af hendi með festu og
sanngirni. Á þeim skamma tíma, sem
Landsbankinn naut starfskrafta hans,
var hann þegar orðinn einn af máttar-
stólpum stofnunarinnar. Hið snögga
fráfall Vals Arnþórssonar er því mikið
áfall fyrir Landsbanka fslands og okk-
ur, sem áttum því láni að fagna að
kynnast honum og starfa með hon-
um. Við söknum góðs drengs og mik-
ilhæfs samstarfsmanns.
Valur Arnþórsson á Akureyrarflugvelli.
ur gekkst fyrir því 1985, sem for-
maður stjórnar Sambandsins og
stjórnarmaður í öðrum þeim fyrir-
tækjum sem áttu fasteignir og
mannvirki á Bifröst, að skólasetrið
var byggt upp, en um þær mundir
var svo komið að örvænt þótti um að
áfram yrði rekinn Samvinnuskóli,
þar eða annars staðar. Þeir sem til
þekkja vita að tillögur Vals um þetta
efni voru ekki samþykktar án and-
mæla, en frami og framtíð skólans
var honum persónulegt áhugamál
sem hann lagði mikla áherslu á.
Sem forystumaður norðanlands átti
Valur Arnþórsson einnig þátt í und-
irbúningi vegna Háskóla á Akureyri
og minnisstæður er áhugi hans og
skýr skilningur á nýjum og ger-
breyttum aðstæðum í íslenskum
skólamálum. í því efni stóð hann
mörgum menntamönnum og for-
ystumönnum í íslensku atvinnulífi
langtum framar. Þegar skólanefnd
Samvinnuskólans samþykkti sumar-
ið 1985 að gerbreyta skólanum og
efna m.a. til fræðslu á því nýja há-
skólastigi sem þá var loks farið að
kynna hérlendis, tók Valur þeim
hugmyndum þegar í stað af miklum
Valur Arnþórsson er látinn. Sjaldan
hefur mér brugðið meira en þegar ég
frétti af því sorglega slysi sem átt
hafði sér stað. Valur var afar sérstak-
ur maður. Gáfurnar voru svo miklar
og hæfileikarnir fjölbreytilegir að
það var alveg einstakt.
Okkar kynni hófust nokkru eftir að
hann flutti til Akureyrar 1965 til
þess að taka við nýju staríi sem full-
trúi kaupfélagsstjóra KEA. Hann fór
nokkrum árum síðar í bæjarstjóm
Akureyrar og hafði ekki setið þar
lengi þegar gamalreyndur bæjarfull-
trúi, Jón Sólnes, sagði við mig „Það
er með ólíkindum hvað þessi nýi
strákur er fljótur að átta sig á stað-
reyndum að ég tali nú ekki um, hvað
greinargerðir hans eru skýrar og vel
settar fram. Ég man ekki eftir því að
hafa séð þær betur gerðar." Þetta
voru orð að sönnu. Valur var fljótur
að sýna hvað hann var snjall bæjar-
fulltrúi þótt ungur væri að árum.
Þegar hann tók við kaupfélags-
stjórastarfi 1971, tók hann jafnframt
við stjórnarstörfum í þeim fyrirtækj-
um sem KEA átti hlut í. Þá kom sér
vel að Valur hafði notað tímann vel,
þegar hann var fulltrúi kaupfélags-
stjóra, því hann gjörþekkti allt þetta
stóra og viðamikla fyrirtæki. Hann
hafði kynnt sér alla þætti rekstursins
til hlítar. Það var hans einkenni að
brjóta hvert mál til mergjar og hann
átti mjög auðvelt með að skilja
kjamann frá hisminu. Það gerði
honum mögulegt að annast öll þau
störf sem hann tók að sér af kost-
gæfni og þekkingu.
Þegar ég tók við starfi verksmiðju-
stjóra Gefjunar nokkm eftir að hann
varð kaupfélagsstjóri, unnum við
saman að ýmsum málum og enn
meira varð samstarfið eftir að ég tók
við starfi framkvæmdastjóra Iðnað-
ardeildar Sambandsins. Það sam-
starf snerist aðallega um sameignar-
fyrirtæki Sambandsins og KEA svo
og sameiginleg hagsmunamál Iðn-
aðardeildar og KEA. Okkur varð
strax vel til vina og þótt við deildum
Valur Arnþórsson á skrifstofu sinni.
Sigga (eins og við köllum hana) hef-
ur staðið sem klettur bak við Val í
öllum hans viðamiklu störfum. Val-
ur var heilsteyptur og trúr vinur vina
sinna, einarður og heiðarlegur. Um
Siggu gildir nákvæmlega það sama.
Það er mikið lán hverjum manni að
hafa eignast vináttu þeirra. Margar
voru gleðistundirnar á heimilum
hvors annars. Valur spilaði á píanóið
eða harmonikkuna og allir sungu
með.
Þau eignuðust fimm mannvænleg
og elskuleg böm, elst er Brynja Dís,
kennari í sögu og rússnesku við MS.
Næstur er Olafur, dýralæknir í Dan-
mörku. Hann er kvæntur Jóhönnu
Baldvinsdóttur lyljafræðingi. Ama
Guðný er myndlistarkona og Ólöf
Sigríður er f söngnámi. Yngst er
Arnbjörg Hlíf í grunnskóla. Þetta er
stór hópur sem átti samhent heimili.
Þar ríkti lífsgleði jafnhliða dugnaði
og mikilli vinnu. Öll fjölskyldan er
afar gestrisin, þannig að fjölmenni
var oftast til staðar hvort sem var á
Byggðavegi 118 á Akureyri eða á
jörðinni þeirra, Hólum í Öxnadal.
Þrátt fyrir geysilegt annríki virtist
alltaf tími fyrir ættingja og vini sem
að garði bar.
Valur flutti suður og tók við starfi
bankastjóra Landsbankans 1. febrúar
1989.
Valur hafði þá skoðun að menn
ættu ekki að vera í sama starfi alla
sína starfsævi. Þar með urðu þátta-
skil í lífi fjölskyldunnar. Hann hætti
öllum störfum og stjómarsetu fyrir
samvinnuhreyfinguna þegar hann
settist í bankastjórastólinn. Það var
mikið áfall að missa Val frá hreyfing-
unni, en flestir skildu ástæðuna fyrir
þeirri breytingu.
Nú er Valur horfinn okkar sjónum.
Við tregum sárt að hafa misst hann,
en þökkum fyrir að hafa fengið að
vera með honum og kynnast þeim
afburða kostum sem honum voru
gefnir. Mikill er söknuður Siggu og
barnanna, sem sjá svo skyndilega eft-
ir elskulegum eiginmanni og föður.
Við hjónin og böm okkar biðjum
góðan Guð að blessa þau og hugga í
sárum harmi.
Hjörtur Eiríksson
Hartnær Qórir tugir ára eru nú síð-
an við Valur Amþórsson sátum sam-
an við nægtaborð systranna Guðrún-
ar og Sesselju Karlsdætra, á fallegu
heimili þeirra að Bókhlöðustíg 10.
Nokkur hópur ungs fólks naut þeirra
forréttinda að vera kostgangarar þar
á heimilinu. Ýmsir fleiri en Valur
urðu síðan þjóðkunnir menn. Auð-
velt er að geta sér þess til að oft voru
fjörlegar umræður við stóra stofú-
borðið við Bókhlöðustíginn og syst-
urnar sussuðu stundum á þau orða-
skipti, þætti þeim gæta öfga um of.
Ekki minnist ég þess að þeim þætti
ástæða til að þagga niður í vini mín-
um Vali Arnþórssyni. Prúðmennska
hans og ljúft viðmót einkenndi allt
hans fas og svipurinn var bjartur.
Valur undirbjó lífsstarf sitt á farsæl-
an og árangursríkan hátt. Fljótlega
eftir að námi í Samvinnuskólanum
stundum hafði það engin áhrif á vin-
áttuna. Hún var alltaf jafneinlæg alla
tíð.
Eftir að hann varð stjórnarformað-
ur Sambandsins fómm við utan í
margar viðskiptaferðir, t.d. fómm
við nokkrum sinnum til Sovétríkj-
anna. Það var oft þungt undir fæti
austur þar og gott að hafa Val sér til
halds og trausts. Hann hafði ávallt
góðar ráðleggingar í hverjum vanda.
Mér er minnisstætt, þegar við fómm
í boðsferð til Uzbekistan í Asíu á
frægar söguslóðir, hvað hann þekkti
sögu staðanna vel. Hann þekkti sög-
una betur en leiðsögumennimir sem
vom með okkur. En af þeim ferða-
lögum sem við fómm saman stendur
upp úr ferð til Mexíkó sem við fómm
með eiginkonum okkar. Þar upplifð-
um hvert ævintýrið af öðm, m.a. það
að í bátsferð á Kyrrahafi veiddi Valur
126 punda sverðfisk. Þá sagði leið-
sögumaðurinn sem var með okkur:
„Þú ert greinilega vanur sverðfisk-
veiðum." Hann varð steinhissa þegar
Valur sagðist aldrei hafa reynt það
fyrr, hins vegar hefði hann oft veitt
lax á stöng á Islandi og viss skyldleiki
væri þará milli.
Eftir að Valur varð stjómarformað-
ur Sambandsins 1978 hlóðust á
hann ótal störf til viðbótar þeim sem
fyrir vom. Það er með ólíkindum
hvað hann gat komið miklu í verk.
Að sjálfsögðu varð hann oft að leggja
nótt við dag en þolið og kjarkurinn
vom óbilandi.
Valur var ótrúlega hæfileikarfkur
og áhugamál hans mörg. Hann var
mikill Islendingur, mat mikils ís-
lensk menningarverðmæti. Eftir 25
ára dvöl í Eyjafirði var hann orðinn
mikill Eyfirðingur. Hann tjáði hug
sinn á óvenju lifandi hátt og ræður
hans vom margar hverjar ógleyman-
legar.
Valur kvæntist skólasystur sinni,
Sigríði Ólafsdóttur, 16. júlí 1955.
Það var mikið hamingjuspor og
lauk lá leið hans til Englands, en þá
var ráðið að hann tækist á hendur
forstöðu endurtryggingadeildar á
vegum Samvinnutrygginga. Ég
minnist bjartrar dagstundar, þegar
hann sýndi mér skrifstofuna sína f
Bankastrætinu, þar sem tekið var til
starfa. Þá eins og ávallt fyrr og síðar
sýndist allt það sem að honum laut
bera gæfustimpil. Og það átti ekki
síst við um unga æskubjarta stúlku,
sem nú tók að birtast þar sem Valur
var hverju sinni. Þar var raunar
kominn lífsfömnauturinn hans
góði.
Síðar lágu leiðir okkar Vals saman í
Karlakórnum Fóstbræðrum í nokk-
ur ár. í Fóstbræðmm naut Valur sín
einstaklega vel. Eðliskostir hans,
glaðlyndi, félagsþroski og góðvild,
settu mark á söngmanninn unga.
Röddin var björt og falleg og Valur
Iaut fúslega þeim ströngu kröfum
sem metnaðarfullir söngstjórar
gerðu til kórmanna. í einni af söng-
ferðum kórsins, til Sovétríkjanna og
Finnlands, deildum við Valur sama
herbergi, eignuðumst sameiginlega
kunningja. Eins og ávallt í samfylgd
Vals Arnþórssonar var hver dagur
eins og þeir geta bestir orðið. TVaust
dómgreind hans, borin uppi af góð-
um gáfum og einstakri alúð, með-
fæddri og áunninni prúðmennsku,
virtist nánast við hvert fótmál stýra
för á réttar brautir.
Svo fór að Valur tókst á hendur
mikil ábyrgðarstörf á vegum sam-
vinnuhreyfingarinnar á Akureyri.
Fjölbreytt afskipti hans nyrðra af at-
vinnu og félagsmálum verða ekki
rakin hér. En þau bundu enda á
margt af því sem áður var. Af þeim
ástæðum varð vík milli vina hans og
söngbræðra í Fóstbræðrum, eftir
tæplega áratugar samfylgd.
Valur átti sæti í stjórn Fóstbræðra í
fjögur ár, auk annarra trúnaðarstarfa
sem hann tókst á hendur fyrir kór-
inn. Hann var gjaldkeri kórsins í
söngförinni til Finnlands og Sovét-
ríkjanna sem áður var vikið að.
Óhætt má fullyrða að sú ferð varð
Fóstbræðrum giftudrjúg. í fram-
haldi af henni var hafist handa um að
kórinn eignaðist loks húsnæði. Enn
á ný hvfldi gæfuhöndin á öxl þess
manns sem að þessu sinni gætti fjár-
muna Fóstbræðra. Fóstbræðraheim-
ilið reis með samstilltu átaki undir
farsælli stjórn.
En nú hefur sól brugðið sumri. Við
hugðum gott til endurfunda við Val,
okkar kæra vin og söngbróður, nú
þegar hann var fluttur hingað suður
á ný. Raunar voru slíkir endurfundir
þegar hafnir og augljóst að allt var
sem fyrr. Fóstbræður allir, yngri sem
eldri, syrgja látinn vin og félaga og
þakka af alhug. Eiginkonu Vals, Sig-
ríði Ólafsdóttur, og börnum þeirra,
aldurhnignum föður og fjölskyld-
unni allri votta söngbræður hans
einlæga samúð.
Fóstbræður munu í dag kveðja
kæran vin, Val Arnþórsson banka-
stjóra, klökkum rómi í söng. Kveðju-
stef Fóstbræðra hefst á orðunum:
Mannsins bam af móður fætt, lifir
um litla stund. Hörmulegt slys, sem
batt með skjótum hætti endahnút-
inn á lífsferii sem virtist enn á miðj-
um degi, minnir á sannleik þessara
orða.
Veri kær vinur góðum Guði falinn.
Sigurður E. Haraldsson
Haustið 1964 varð ég vitni að sam-
tali sem greyptist í minninguna og
hefur oft rifjast upp síðan. Afi minn,
Jakob Frímannsson, þáverandi
kaupfélagsstjóri KEA, var að leita að
eftirmanni sínum og spurðist víða
fyrir. Sunnan heiða bjó afi iðulega
hjá okkur í blokkaríbúð við Eskihlíð
og einn sólríkan sunnudag, skömmu
eftir hádegi, sátu þeir í stofu, faðir
minn og hann, og spjölluðu. Afi
spurði: „Er þetta ekki traustur og
góður maður, hann Valur sem syng-
ur með þér í Fóstbræðrum?"
Föður mínum liggur vel orð til
flestra, en aldrei hafði ég áður heyrt
jafnvel og hlýlega talað um mann
eins og þegar hann lýsti fyrir afa
kynnum sínum af Vali Árnþórssyni.
Hvernig getur einn maður verið
prýddur öllum þessum mannkost-
um? hugsaði ég, 11 ára, og reyndi að
máta mannlýsinguna við persónuna
eins og ég mundi hana þá, sporlétta
og syngjandi, með Hank Marvin
gleraugu og brilljantin í hárinu.
Nokkrum mánuðum síðar frétti ég
að Valur væri fluttur til Akureyrar
sem væntanlegur arftaki afa míns.
Og þá minntist ég samtalsins í stof-
unni heima og var satt að segja
nokkuð uggandi um að faðir minn
hefði nú e.t.v. tekið of stórt upp í sig
þegar hann dró upp myndina af Vali í
svo sterkum litum.
En unglingsáhyggjur mínar reynd-
ust sem betur fer óþarfar og eftir því
sem Valur Arnþórsson óx með starfi
sínu, kom sífellt betur og betur í ljós
hvflíkan yfirburða- og drengskapar-
mann hann hafði að geyma.
Náið samstarf hans og afa míns þau
ár sem í hönd fóru, leiddu til djúp-
stæðrar og innilegrar vináttu sem
aldrei féll skuggi á. Valur lét þess oft
getið hvflík gæfa sér hefði verið að
kynnast og nema af forvera sfnum og
galt það með fágætu trygglyndi og
umhyggju alla tíð.
Auk hinna meðfæddu leiðtogahæfi-
leika var Valur mjög listfengur og sér
í lagi tónelskur. Hann var söngmað-
ur góður og gleðimaður á góðri
stund, sem gjarnan greip í harm-
onikku eða píanó sér og öðrum til
yndisauka. Þá studdi hann myndar-
lega við menningarlífið á Akureyri í
sinni kaupfélagsstjóratíð og mun
m.a. hafa átt sinn þátt í því að ungur
iðnaðarmaður á Akureyri dreif sig
utan til náms og gerðist síðar heims-
frægur óperusöngvari.
Eftirlifandi konu sinni, Sigríði Ól-
afsdóttur, kynntist Valur á Sam-
vinnuskólanum á Bifröst meðan þau
bæði stunduðu þar nám. Sigríður
var mikil öðlingsmanneskja og
reyndist manni sínum fádæma góð-
ur lífsförunautur. Þau eignuðust
fimm mannvænleg börn sem flest
eru nú uppkomin og hafa fengið í arf
marga af bestu eiginleikum foreldra
sinna. Hef ég af eigin raun kynnst
listrænum hæfileikum tveggja
dætra Vals og Sigríðar og vænti mik-
ils af þeim í framtíðinni.
Jakobi Frímannssyni, sem nú syrg-
ir Val í hárri elli, varð ekki sonu auð-
ið í sínu lífi. Sjálfur varð ég hins veg-
ar þeirrar gæfu aðnjótandi að alast
upp hjá honum fyrstu ár ævinnar og
oft fannst mér einnig sem Valur Arn-
þórsson kæmist nálægt því að ganga
honum í sonar stað. Eitt er víst að
Valur lét einatt svo um mælt að hann
hefði í rauninni notið föðurlegrar
leiðsagnar tveggja manna á lífsleið-
inni, föður síns Amþórs Jensen og
„guðföður" síns Jakobs Frímanns-
sonar.
Og ræktarsemi Vals og Sigríðar við
afa minn og ömmu á þeirra ævi-
kvöldi verður seint fullþökkuð. Eng-
inn gaf sér oftar tíma til að líta inn
hjá þeim og eftir að fjölskylda Vals
flutti til Reykjavíkur var ekki talið
eftir sér að ferðast langa vegur norð-
ur yfir heiðar til að deila með fjöl-
skyldu vorri stórum stundum, hvort
sem var í gleði eða sorg.
Þeim mun þungbærara varð okkur
því fráfall Vals, mannsins sem alltaf
stóð með okkur eins og klettur, ekki
bara sem venjulegur fjölskylduvinur,
heldur nánast sem einn af fjölskyld-
unni.
Því biðjum við almættið að blessa
minningu hins góða drengs og að
fjölskyldu hans og vinum megi veit-
ast styrkur í sorg þeirra.
Því hefur stundum verið haldið
fram að líðan hinna framliðnu ráðist
að nokkru af því hvemig til þeirra er
hugsað að þeim látnum. Þess vegna
efumst við ekki um eilíflega velferð
Vals Arnþórssonar.
Jakob Frímann Magnússon
Kveðja frá starfsmönnum KEA
Sviplegt fráfall Vals Amþórssonar
snerti okkur öll djúpt sem unnum
hjá Kaupfélagi Eyfirðinga um lengri
eða skemmri tíma meðan hann var
þar kaupfélagsstjóri. Valur var góður
húsbóndi í hugum starfsfólks KEA,
sem þótti vænt um kaupfélagsstjór-
ann sinn, þótt auðvitað hefði það
misjafnlega mikil tengsl við hann,
eins og gengur í jafnviðamiklum at-
vinnurekstri.
Valur lagði jafnan ríka áherslu á
lykilhlutverk starfsfólksins í við-
gangi kaupfélagsins. Gott var að leita