Tíminn - 20.10.1990, Qupperneq 13

Tíminn - 20.10.1990, Qupperneq 13
Laugardagur 20. október 1990 Tíminn 21 KVIKMYNDIR Hlátursskjálftar Skjálfti **l/2 Aftalhlutverk Kevin Bacon (footloos, White Nights), Fred Word. Sýnd í Laugarásbíói. Aldurstakmark 16 ár. í þessari bráðfyndnu hryllingsmynd, sem gerist í smábænum Perfection, sjáum við þá Kevin Bacon og Fred Word í hlutverkum spaugilegra verkamanna sem keppast við að fá vinnu hvern og einn dag og taka hverju sem til fellur. íbúar Perfecti- on eru aðeins 14 og fá þeir því að lok- um leið á starfinu og ákveða að flytj- ast burt með sitt hafurtask, en um svipaðar mundir er ungur jarðfræði- stúdent að rannsaka óvenjulegar jarðhræringar sem eiga sér stað all- staðar þarna á svæðinu. f ljós kemur að ofvaxnir sandormar valda þessari röskun og ekki nóg með það heldur eru þeir einnig byrjaðir að valda stórvægilegri röskun á fólksfjölda þarna og verður þetta til þess að verkamennirnir fresta för sinni og snúa vörn í sókn gegn sandormun- um. Myndin flokkast ekki með þessum dæmigerðu hryllingsmyndum þar sem áhorfandanum er haldið í helj- argreipum út af stöðugri hættu á því að ófreskjurnar stökkvi hreinlega á þá þar sem þeir sitja, heldur er hún afslöppuð og þægileg og umfram allt launfyndin. Handritið er nokkuð gott og komast leikarar ágætlega frá hlutverkum sínum án þess að nokkur persóna slái þó í gegn í þessari mynd. Tækni- brellur eru vel gerðar og þá sérstak- lega hreyfmgar sandormanna fram og aftur. Á bláþræöi Á bláþræði ** Aðalhlutverk Mel Gibson (Lethal Weapon, Mad Max), Goldie Hawn (Overboard, Foul play) Laugarásbíó hóf fyrir skömmu sýn- ingar á myndinni „Bird on a wire“ sem í íslenskri þýðingu útlegst ,Á bláþræði. Myndin fjallar um Rick Jarmin (Mel Gibson), rúmlega þrí- tugan fyrrum hippa sem vitnar á móti fíkniefnalögreglumönnum til að bjarga eigin skinni. Hann fær nýtt nafn og atvinnu og honum er lofað fullri vernd af hálfu FBI. En Adam var ekki langi í Paradís, eftir 15 ár hyggjast lögreglumennirnir ná sér niðri á Rick og komast inn í innsta hring hjá FBI. og eyða skjöl- um sem sanna tilvist hans. Marian Grace (Goldie Hawn) hittir Rick fyr- ir í Detroit þar sem hann vinnur fýr- ir sér sem bensínafgreiðslumaður og þekkir hann aftur frá fyrri tíð. Mari- an, sem er gömul kærasta Ricks frá New York og núverandi lögfræðing- ur, flækist þarna inn í morðtilræði við Rick, flýr með honum og saman fara þau í leit að þeim eina manni sem getur hjálpað Rick að sanna til- vist sína. Mel Gibson kemst ágætlega frá sínu hlutverki, hippans sem lætur hverj- um degi nægja sína þjáningu, en Goldie er þarna í rullu sem hún ætti að þekkja, í hlutverki Ijóskunnar seinheppnu sem við þekkum velflest frá fyrri tíð. Handritið ristir ekki djúpt og er það helsti galli myndar- innar sem annars skilar markmiði sínu ágætlega sem spennu- og grín- mynd og hefur hún það sér til fram- dráttar að kvikmyndataka er oft á tíðum til fyrirmyndar. MENNTAMALARÁÐUNEYTIÐ auglýsir styrki úr Þróunarsjóði grunnskóla skólaáríð 1991-92. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að nýjungum, tilraun- um og nýbreytni i námsefni, kennsluaðferðum, náms- mati og skipulagi náms og kennslu í grunnskólum landsins. Samkvæmt reglum sjóðsins er heimilt annað hvert ár að tiltaka ákveðinn þátt ( starfsemi grunnskóla sem hefur forgang það ár. Hefur verið ákveðið að umsókn- ir um verkefni í list- og verkgreinum njóti að öðru jöfnu forgangs við næstu úthlutun. Umsóknarfresturertil 1. desember 1990. Umsóknum skal fýlgja ítarleg lýsing á verkefninu og tilgangi þess og áætlun um framkvæmd. Umsóknareyðublöð ásamt reglum sjóðsins og nánari upplýsingum fást á fræðsluskrifstofum og í mennta- málaráðuneytinu. Barn sem situr í barnabílstól getur sloppið við meiðsl í árekstri! mÉUMFERÐAR Uráð ' ■. t •. s iS&Wiíií LANCASTER í ÞAÐ HEILAGA Burt Lancaster gifti sig í þriðja sinn í síðasta mán- uði. Brúðurin heitir Sus- an Scherer og er nákvæm- lega helmingi yngri en brúðguminn, hún er 38 ára og hann 76. Susan og Burt hafa þekkst í fimm ár. Þau kynntust í veislu árið 1985 skömmu eftir að Burt sleit sambandi við vinkonu sína til 17 ára, Jackie Bones. Skömmu eftir að þau kynntust bað Burt Susan um að verða einkaritari sinn og samband þeirra varð stöðugt nánara og leiddi loks til þess að þau lofuðu að standa saman í blíðu og stríðu það sem eftir væri. Burt á fimm börn og eru fjög- ur þeirra eldri en Susan. Þau eru mjög ánægð með ráðahag föður síns og segja hann virðast tíu árum yngri. Burt hefur ver- ið átt við heilsuleysi að stríða og hefur oftar en einu sinni ver- ið ógnað af krabbameini. Hann segir að sér líði vel því hann hagi lífi sínu í samræmi við heilsufarið. Brúðkaupið var einföld og lát- laus athöfn, aðeins börn Burts Lancaster og 21 árs gamall son- ur Susan og foreldrar hennar voru viðstödd. Tveimur dögum eftir brúð- kaupið héldu þau til Suður- Karólínu, en þar er verið að taka upp sjónvarpsþætti sem Burt leikur aðalhlutverkið í ásamt Sidney Poitier. Lancast- erhjónin ákváðu að fresta brúð- kaupsförinni þar til upptökum á þáttunum lýkur. Burt hafði haldið því fram að hann væri orðinn of gamall til að gifta sig aftur, en þegar Gene Kelly, 77 ára, giftist unnustu sinni, 31 árs, í sumar, ákváðu þau að aldurinn skipti ekki máli og drifu sig í hnappelduna. Brúðhjónin brostu sínu breiðasta að iokinni athöfninni. 1

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.