Tíminn - 20.10.1990, Qupperneq 16

Tíminn - 20.10.1990, Qupperneq 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Holnarhusinu v TrYggvogotu, S 28822 SA L ÍBY SAMVINNUBANKINN I BYGGÐUM LANDSINS ^lNISSAN Réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 Slmi 91-674000 9 I iniinn LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER1990 Tillögur heilbrigðisráðherra um Samstarfsráð sjúkrahúsanna í Reykjavík mæta harðri andstöðu: Heilbrigðisráðherra sakaður um óheiðarleg vinnubrögð Fjórír nefndarmenn úr nefnd, sem heilbrígðisráðherra skipaði á síðasta árí til að gera tillögur um aukið samstarf sjúkrahúsanna í Reykjavík, gagntýna harðlega vinnubrögð Guðmundar Bjarna- sonar heilbrígðisráðherra og Finns Ingólfssonar, aðstoðar- manns hans, en fyrr í vikunni kynnti ráðherrann frumvarp um stofnun Samstarfsráðs sjúkrahúsanna, sem er byggt á niður- stöðu nefndarínnar. Fjórmenningarnir, borgarfulltrú- arnir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ámi Sigfússon og framkvæmda- stjóramir Logi Guðbrandsson og Jóhannes Pálmason, gagnrýndu harðlega vinnubrögð formanns nefndarinnar, Finns Ingólfssonar, aðstoðarmanns ráðherra. Þeir bentu m.a. á að nefndin hefði ekki haldið fund í allt sumar. Nefndar- starfinu hefði verið lokið á fundi sem var haldinn 10. október síðast- liðinn, en þar hefði Finnur reynt að fa nefndina til að samþykkja tillögu sem gerði ráð fyrir að spítalarnir þrír yrðu settir undir eina stjórn og stjómir spítalanna þar með gerðar valdalausar. Finnur Ingólfsson sagði í samtali við Tímann að hann hefði mætt á þennan síðasta fund nefndarinnar með það í huga að nefndin skilaði þremur álitum. Hann sagðist hafa metið stöðuna svo að nefndin gæti ekki komist að sameiginlegri niður- stöðu, úr því sem komið var. ,Á fundinum komu hins vegar fram ný viðhorf, sem leiddu til þess að ég lagði mig fram um að ná samkomu- lagi í nefndinni. Það tókst sam- komulag um að setja á stofn sam- starfsráð þessara þriggja sjúkrahúsa í Reykjavík, sem fái það hlutverk að móta framtíðarsteftru sjúkrahús- anna og gera þróunar- og fjárfest- ingaáætlanir fyrir þau og stuðla að sem hagkvæmastri verkaskiptingu milli þeirra. í mínum huga var það ákaflega mikilvægt að menn skyldu ná saman um að breyta heilbrigðis- þjónustulögunum í þá átt að þetta ráð fengi lagalega stöðu. Á fundin- um lagði ég áherslu á að ég gæti ekki ábyrgst að ráðherra færi alger- lega eftir nefndarálitinu," sagði Finnur. Ámi Sigfússon, formaður stjómar Borgarspítalans, sagði að með til- lögum heilbrigðisráðherra væri ver- ið að skerða stórkostlega valdsvið stjóma spítalanna. Hann sagðist telja að með þessu væri ríkið að stíga eitt skref í þá átt að sölsa undir sig Borgarspítalann. Finnur sagði þetta alrangt. í nefndarálitinu og í væntanlegu ffumvarpi væri einmitt lögð áhersla á að vald stjórnanna yrði óbreytt. Allar tillögur, sem lagð- ar verða fram í samstarfsráðinu, þyrftu einnig að fara fyrir stjómir spítalanna. Ámi Sigfússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sögðust ekki sjá að það hvetti spítalana til að hagræða eða spara, þó að til þeirra væri nú veitt einni sameiginlegri upphæð. Þeir töldu að sú ráðstöfun væri aðeins fallin til þess að valda ruglingi og vandræðum. Þeir lögðu einnig áherslu á að upphæðin væri of lág og bentu í því sambandi á að spítal- arnir yrðu á þessu ári reknir með umtalsverðum halla. Á blaðamannafundinum í gær komu fram allt aðrar túlkanir á til- lögum ráðherra en fram komu á blaðamannafundi, sem ráðherra hélt fyrr í vikunni, þar sem tillög- urnar voru kynntar. Fjórmenning- arnir voru spurðir hvort ekki hefði verið eðlilegra af þeim að ganga á fund ráðherra og óska skýringa á til- lögum hans og vinnubrögðum, frekar en að efna til blaðamanna- fundar til að mata fjölmiðla á upp- lýsingum sem ganga þvert á það sem ráðherra hefúr þegar sagt í þessu máli. Þeir svöruðu því til að þeim hefði ekki verið boðið á fund- inn, þar sem tillögumar voru kynntar, og vissu því ekki betur en að þeirra túlkanir væru þær réttu. Forráðamenn Arnarflugs hafa óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta: Skuldir skipta hundruðum milljóna „Það er að ljúka ákveðnum kafla í flugsögunni, sem er með því að stjóm Amarflugs óskaði eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu í dag,“ sagði Krístinn Sigtryggsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins, á fundi með fréttamönnum í gær. Gjaldþrot Amarflugs er stórt, félag- ið skuldar nokkur hundmð milljónir og margir aðilar tengjast því, lánardrottnar, hluthafar og ábyrgðarmenn. Geir Gunnarsson stjómarformaður og Kristinn Sigtryggsson fram- kvæmdastjóri tilkynntu í gær að Amarflug hefði óskað eftir gjaldþrots- meðférð. Tímamynd: Ami Bjama Stærstu lánardrottnar eru ríkissjóð- ur og hollenska flugfélagið KLM, og reikna má með því að á ríkissjóð falli sjálfkrafa um 120 milljónir. Beiðnin er nú í höndum borgarfógeta og má vænta úrskurðar eftir helgi. Ekki er enn vitað hversu miklar skuldir Arnarflugs eru, þar sem nú er unnið að því að gera bókhaldið upp. Þó er Ijóst að þær skipta hundruðum milljóna. Eignir félagsins voru hins vegar metnar á 130 til 150 milljónir í þeim gögnum, sem skiptaráðanda voru send. „Það þjónar engum til- gangi að vera að fjalla hér um tölur, en miðað við að þetta verði hreint gjaldþrot, þá eru þetta dálítið stórar upphæðir," sagði Kristinn, þegar hann var spurður nánar að því hversu miklar skuldir félagsins væru. í máli hans kom þó fram að skuldir félagsins umfram eignir væru ekki undir 500 til 600 milljónum króna. Stærstu lánardrottnar þess eru, sem áður sagði, ríkið og hollenska flugfé- lagið KLM. Má reikna með að á ríkis- sjóð falli á bilinu 100 til 120 milljón- ir og álíka mikið á KLM, eða um 110 milljónir. Eins og kunnugt er hætti Arnarflug flugrekstri hinn 31. ágúst s.l. og Flugleiðir tóku við flugi Arnarflugs til 1. nóvember. Þessa tvo mánuði fékk Arnarflug til fjárhagslegrar end- urskipulagningar, en þann tíma töldu forsvarsmenn félagsins of stuttan. Leitað var leiða til að rétta fé- lagið við, m.a. var rætt við lánar- drottna og starfsfólk um lausnir. Þann 8. október s.l. sótti félagið um greiðslustöðvun í tvo mánuði, sem yar hafnað. Vonast hafði verið til að ísflug myndi fá flugleiðir Arnarflugs og að síðar, þegar félagið væri búið að rétta úr kútnum, myndi það samein- ast ísflugi. Þar sem hvorugt gekk eft- ir, var um fátt að ræða og því fór sem fór. Forráðamenn féiagsins telja hins vegar að hægt hefði verið að komast hjá gjaldþroti. „Við vorum búnir að leiða líkur að því, að með því að fara hina leiðina hefði jafnvel mátt kom- ast hjá gjaldþroti," sagði Kristinn. Geir Gunnarsson, stjórnarformaður Arnarflugs, sagði þá leið, að biðja um greiðslustöðvun, hafa verið til að tryggja betur stöðu lánardrottna, þannig að meira fengist úr eignum félagsins. ,Annað, sem við vildum gera með því að fara í greiðslustöðv- un og vinna að því að ísflug næði þessum flugleiðum, var að tryggja að starfsfólk okkar fengi vinnu við flug- rekstur, því þar er um mjög sérhæfða starfsemi að ræða.“ Hann sagði að með þeirri ákvörðun samgönguráð- herra, að afhenda Flugleiðum flug- leyfin, þá fórnaði hann þeim mögu- leika að félagið gæti selt eignir sínar á einhverju raunmarkaðsverði. Nú sæti ríkið hins vegar uppi með allar þær skuldir sem hefði verið hægt að komast hjá, t.d. væru forgangslauna- kröfur milli 70 og 80 milljónir, að meðtöldum lífeyri starfsmanna. Gjaldþrotið hefur átt sér langan að- draganda og má segja að hægt og ró- lega hafi sigið á ógæfuhliðina. Krist- inn segir, að þegar hann kom inn í fé- lagið fyrir 4 árum síðan, hafi menn verið að hefja björgunaraðgerðir á fé- laginu, m.a. með aðstoð ríkisins. Hann sagðist hafa talið að hið opin- bera yfirleitt myndi sýna velvilja í garð félagsins. „Það verður að segjast eins og er, að þegar ég settist hér nið- ur og fór að vinna, kom heldur betur hið gagnstæða í ljós. Það er nokkurn veginn alveg sama hvar við höfum borið niður, hvort sem var varðandi fjármál eða aðstöðu félagsins til að keppa á markaðinum, við höfum all- staðar rekist á veggi," sagði Kristinn. Hann sagði að margir hafi reynt að gera það, sem gæti orðið til bjargar félaginu. „En viðskiptin við stjórn- völd og stór skuldabaggi, sem félag- inu fylgdi, gerðu ókleift að klára mál- ið.“ Geir tók í sama streng og taldi stöðu félagsins í dag vera vegna áhugaleys- is stjórnvalda fyrir samkeppni á eðli- legum grundvelli. „Það sem verður nú framundan, ætla ég að vona, rís upp innan tíðar annað flugfélag sem kemur til með að veita samkeppni og verður þá um leið kjarabót fyrir ís- iendinga." Það er Ijóst að þetta gjaldþrot kem- ur illa við marga hluthafa félagsins, sem voru orðnir um 2000 þegar upp var staðið. Það var því að mörgu leyti táknrænt í upphafi fréttamannafund- arins í gær, að einn blaðamaður ætl- aði að fá sér gosdrykk í kæliskáp á kaffistofu Arnarflugs, og hafði hann látið í gosmaskínuna tilskilda pen- inga. Honum varð að vonum brugð- ið, er hann fékk engan gosdrykk, og þegar hann leitaði skýringa fengust þau svör að vélin tæki yfirleitt við peningum án þess að láta nokkuð í staðinn. -hs.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.