Tíminn - 23.10.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.10.1990, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 23. október 1990 Tíminn 15 $$$í IÞROTTIR / ; >v Körfuknattteíkur-Orvalscteiid: Stórleikur Jóns Arnars Haukar unnu sanngjarnan sigur á ÍR 71-79 í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í Seljaskóla á sunnudag. í leikhléi höföu Haukar 17 stiga for- ystu 33-50. Jón Amar Ingvarsson átti stórieik hjá Haukum, var hreint óstöðvandi. í fyrri hálfleik höfðu Haukar tögl og hagldir, en í síóari hálfleik hresstust IR-ingar ntjög og léku sinn besta hálfleik í vetur. Þeim tókst mest að minnka muninn í 6 stig, en Haukar unnu sanngjaman sigur 71-79. Jón Amar var yfir- burðamaður hjá Haukum og hjá ÍR vom þeir bestir Jóhannes Sveins- son og Douglas Shouse. Stigin ÍR: Jóhannes 29, Douglas 22, Karl 10, Bjöm L. 9 og Hilmar 2. Haukan Jón Amar 30, ívar 13, Pálmar 12, Mike 8, Pétur 8, Henn- ing 6 og Skarphéðinn 2. KR sigur í Njarövfk KR-ingar unnu óvaentan sigur á Njarðvíldngum í Njarðvík á föstu- dagskvöld, 74-78. Njarðvíkingar hafa þar með tapað tveimur leilgum þegar í upphafí móts. Stig UMFN: Robinson 24, Gunn- ar 14, Teitur 13, Friðrik 11, fsak 8 og Kristinn 2 ogÁstþór 2. KR: Bow 27, Guðni 19, Bjöm 10, PóII 9, Matthías 6, Axel 5 og Hermann 2. Naumt gegrt Snæfelli Á sunnudagskvöld léku Njarövík- ingar á ný og voru mótheijamhr að þessu sinni liðsmenn Snæfells úr StyWdshólmi. Njarðvíkingar unnu nauman sigur 88- 87, eítlr að Snæ- fellingar höfðu haft foiystu í leik- hléi 40-44. Gamla kempan Ríkharður Hrafn- kelsson átti mjög góðan leik fyrir Sruefell, ásamt Bárði Eyþórssyni og Brynjari Harðarsyni. Banda- rikjamaðurinn Rodney Robinson var bestur Njarðvfldnga. Stig Njarðvfldnga: Robinson 31, Hreiðar 14, Ástþór 10, Cunnar 9, Friðrik 8, Kristinn 6, ísak 6 og Rúnar 4. Snæfell: Ríkharður 24, Btynjar 20, Bárður 19, Hreinn 9, Peregeoud 8 og Sæþór 2. Stórieikur á Króknum Norðanliðin Tlndastóll og Þór mættust á Sauðárkróki á sunnu- dag. Leikurinn var mjög hraður og fjömgur og góð skemmtun fyrir þá 700 áhorfendur sem troðfylltu íþróttahúsið á Sauðárkróld. Tinda- stólsmenn höfðu betur í leiknum 93-89, eftír að hafa verið yfir í leik- hléi 51-49. Stig Hndastóls: Pétur 26, Valur 26, Jonas 24, Kari 9, Sverrir 5 og Einar 3. Stig Þórs: Konráð 24, Evans 23, Sturia 18, Jón Öm 12, Bjöm 6, Guðmundur 4 og Jóhann 2. ____________ BL Staöan í úrvalsdeildinni í körfuknattleik: A-riðill: KR ••••»»>*«*3 3 0 253-210 6 Haukar...........3 3 0 237-215 6 Njarðvík.....„.4 2 2 349-300 4 Snæfell .....„..4 1 3 309-343 2 ÍR •■••*•■••«•••■•••••• 40 4266-3410 B-riðill: Tindastóll *••••*«•• 4 4 0 395-357 8 Keflavík „.4 3 1 410-381 6 Þór............4 13396-397 2 Valur ••■••••*•■•••••• 4 1 3 362-393 2 Grindavík......4 1 3 338-374 2 í kvöld líkur fyrstu umferð innan riðlanna með leik KR og Hauka í Laugardalshöli kl. 20.00. Staðan í 1. deild í handknattleik: Vfldngur ..„..7 7 0 0 178-144 14 Valur.......7 7 0 0 179-154 14 Sfaman —7 5 0 2 164-155 10 KR ......„...73 3 1163-156 9 Haukar......,6 4 0 2 137-139 8 FH ---------7 3 1 3 162-158 7 KA ........7 3 0 4 165-151 ÍBV......„...6 3 0 3 144-138 Grótta...„„7115140-159 ÍR ....„„„.„7 106 155-174 Fram *••■•■•*«•.7 0 2 5 138*164 Selfoss 7016134-166 V Handknattleikur- 1. deild: Sigur IBV í fjörugum leik Vestmannaeyingar unnu góðan sigur á Gróttu í 1. deildarkeppninni í handknattleik á Seltjarnarnesi á laugardag. Þegar komið var að leikslokum, skildu fjögur mörk liðin, 18-22, ÍBV í hag. Leikurinn var hinn fjörugasti á að horfa. Grótta byrjaði leikinn mun betur og náði strax þriggja marka forystu, sem þeir héldu út allan fyrri hálfleikinn, var staðan í hálf- leik 13-11, Gróttu í vil. Það sama var upp á teningum í síðari hálfleik, eða allt þar til um miðjan hálfleik- inn, þegar Sigmar Þröstur í marki þeirra Vestmannaeyinga hreinlega lokaði markinu. Þá gengu Eyja- menn á lagið og sigu fram úr og breyttu stöðunni úr 15-12 í 15-18 og eftir það var ekkert vafamál hvernig leikar færu. Eins og áður sagði, sigruðu Eyjamenn 18-22. Bestu menn ÍBV voru þeir Sigurð- ar, Gunnarsson og Friðriksson, sem skoruðu grimmt. Þá átti Sigmar Þröstur hvað mestan þátt í því að snúa leiknum þeim í vil í síðari hálfleik. Stefán Arnarsson var best- ur Gróttumanna. Þá átti Sverrir Sverrisson góðan fyrri hálfleik. Halldór Ingólfsson lék með að nýju eftir slæm meiðsli, en hann náði ekki að sýna sinn leik. Þorlákur Árnason í marki Gróttu varði vel sérstaklega í fyrri hálfleik. Það vek- ur athygli að Rússinn þeirra Sel- tirninga var afspyrnu slakur. Dóm- arar Ieiksins voru þeir Stefán Arn- aldsson og Rögnvald Erlingsson og dæmdu þeir leikinn mjög vel. Mörk Gróttu: Stefán Arnarsson 6(3v),Sverrir Sverrisson 4, Davíð Gíslason 3, Páll Björnsson 2, Frið- leifur Friðleifsson 1, Kristján Brooks 1, Halldór Ingólfsson 1. Mörk ÍBV: Sigurður Gunnarsson 9 (3v), Sigurður Friðriksson 7, Sig- björn Óskarsson 3, Haraldur Hann- esson 1, Jóhann Pétursson 1, Gylfi Birgisson 1. -PS Handknattleikur- l.deild: „Dómaraskandall“ - sagði Brynjar Kvaran markvörður Stjömunnar eftir 28-25 marka tap fyrir Val Stefán Amarsson, besti maður Gróttuliðsins á laugardag, brýst hér í gegnum vöm (BV. Timamynd; Pjetur „Ég held að það geti allir verið sammála um að þetta var hreinn dómaraskandall. Þetta var góður leikur góðra liða, en gjörsamlega eyðilagður af dómurunum. Þeir dæmdu eftir pöntunum áhorfenda. Már fínnst merkilegt að þessir menn skuli vera settir á þennan leik. Ég vil ekkert um það segja hvort dómgæslan réði úrslitum f leiknum eða ekki,“ sagði Brynjar Kvaran markvörður Stjömunnar eftir leik Vals og Stjömunnar á Hlíðarenda á Iaugardag. Valsmenn sigmðu í leiknum 28-25. Leikurinn á laugardag var mjög fjörugur og lengst af spennandi. Jafnræði var með liðunum fyrstu Körfuknattleikur - Úrvalsdeild: Rúllað yfir Valsmenn - Keflvíkingar unnu 30 stiga sigur á Val 84-114 Keflvíkingar unnu sannkall- aðan yfirburðasigur á Vals- mönnum er liðin mættust í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik að Hlíðarenda á sunnu- dagskvöld. Þegar upp var staðið munaði 30 stigum 84- 114, en sigur Keflvíkinga hefði allt eins getað orðið enn stærri. Liðin skiptust á að skora fyrstu mín. Valsmenn náðu 13-8 forystu eftir að David Grissom skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð og Valsmenn virtust líklegir til að standa í Suðurnesjamönnum. En þá hrökk ailt í baklás hjá Val, bolt- inn rúllaði af körfuhringnum hvað eftir annað og ÍBK náði for- ystu 17-19 og 21-30. í kjölfarið kom besti kafli ÍBK í leiknum, þeir skoruðu 12 stig í röð og breyttu stöðunni í 21-42. Enn jókst munurinn og í leikhléi mun- aði 24 stigum 37-61. Bandaríkja- maðurinn Tom Lytle átti stórleik í fyrri hálfleik og skoraði nánast í hvert skipti sem hann fékk bolt- ann. Stóru mennirnir hjá Val, Magnús og Matthías Matthíassynir og David Grissom, sem byrjað höfðu leikinn mjög vel, hættu að hitta og voru síðan hvíldir. í síðari hálfleik var aldrei um spennu að ræða, sigur Keflvíkinga var aldrei í hættu og varamenn þeirra sáu um að bæta við stigum. Breiddin er mikil í Keflavíkurlið- inu, en því er öfugt farið hjá Val. Keflvíkingar rúlluðu því hreinlega yfir Valsmenn í leiknum og loka- tölur voru 84-114. David Grissom og Magnús Matt- híasson voru skástir Valsmanna og Svali Björgvinsson átti góðan sprett í sfðari hálfleik. Hjá ÍBK var liðsheildin mjög sterk, Tom fór á kostum í fyrri hálfleik, en hvíldi mikið í þeim síðari. Sigurður Ingimundarson átti einnig mjög góðan leik. Falur var góður, þó einkum í síðari hálfleik. Leikinn dæmdu þeir Kristján Möller og Leifur Garðarsson. Þeir skiluðu sínu vel, en voru helst til smámunasamir. Stig Vals: Grissom 21, Magnús 16, Svali 15, Matthías 12, Ragnar 6, Aðalsteinn 6, Helgi 4, Gunnar 2 og Guðni 2. BL mín. jafnt var 5-5, en Valsmenn tóku síðan tveggja marka forystu 7- 5. Stjarnan jafnaði 7-7 og 8-8, en éftir það höfðu Valsmenn jafnan for- ystu. í leikhlé höfðu Valsmenn 3 mörk yfir, 14-11. í síðari hálfleik náðu Valsmenn mest 5 marka forskoti og þrátt fyrir baráttu tókst Stjörnumönnum aldr- ei að minnka muninn nema í 3 mörk. Munaði þar mestu um að vörn Stjörnunnar var hriplek. í endalokin munaði 3 mörkum, 28- 25. Júlíus Gunnarsson lék sinn besta leik með Val frá því hann gekk til liðs við félagið og eins voru Brynjar Harðarson og Jón Kristjánsson sterkir. Hjá Stjörnunni voru Magn- ús Sigurðsson og Sigurður Bjarna- son mjög sterkir, en eins og áður segir var varnarleikur Stjörnunnar í síðari hálfleik í molum. Brynjar Kvaran varði að venju vel. Þá er komið að þætti dómaranna, þeirra Guðmundar Lárussonar og Guðmundar Stefánssonar. Ekki skal hér fullyrt um réttmæti dóma þeirra, en ekki virkuðu þeir sann- færandi í aðgerðum sínum, voru ósammála og lengi að ákveða sig. Af þeim sökum fór leikurinn úr bönd- unum hvað eftir annað. Mörk Vals: Brynjar 8/2, Júlíus 7, Jón 6, Valdimar 3, Finnur 2 og Jak- ob 2. Stjarnan: 11/3, Magnús 6/1, Skúli 3, Patrekur 3, Hafsteinn 1 og Axel 1. BL Vinningstölur laugardaginn 20. okt. ’90 Handknattleikur: FRAM FÆR STIG Fram og KR gerðu jafntefli 22-22 í 1. deildinni í handknattleik í Laug- ardalshöll á laugardag. í leikhléi var einnig jafnt 10-10. Mörk Framara: Karl 7, Hermann 6/3, Gunnar 3, Jón Geir 1, Ragnar 1, Jason 1 og Andri 1. KR: Sigurður 7, Páll 5, Willum 4, Guðmundur 3, Konráð 2 og Bjarni 1. Haukasigur Haukar unnu þriggja marka sigur á Selfyssingum 23-26 á Selfossi. Mörk Selfyssinga: Einar 8, Stefán 5, Gústaf 4, Einar G. 3, Sigrjón og Sig- urður 1. Mörk Hauka: Bamruk 9, Pétur Ingi 6, Steinar 5, Þorlákur 1, Sigurður 1, Sigurjón 1, Snorri 1, Jón 1 og Einar 1. FH sigraði ÍR FH-ingar eru komnir í efri hluta 1. deildar eftir 27-22 marka sigur á ÍR á laugardag. Sigur FH-inga var ör- uggur og verðskuídaður. Mörk FH: Stefán 9/2, Guðjón 6, Þorgils 4, Pétur 4, Hálfdán 3 og Gunnar 1. ÍR: Ólafur 7/2, Jóhann 6, Róbert 3, Frosti 2, Magnús 2, Guð- mundur 1 og Matthías 1. Fullt hús Víkinga Víkingar eru með fullt hús stiga í deildinni eftir 19-23 sigur á KA- mönnum nyrðra á föstudagskvöld. KA- menn töpuðu þar með sínum fyrsta leik á heimavelli. Mörk KA: Hans 7, Sigurpáll 6/3, Er- lingur 2, Jóhannes 2, Pétur 1 og Guð- mundur 1. Víkingur: Birgir 6, Turfan 5/2, Guðmundur 4, Bjarki 2, Björg- vin 2, Karl 2, Árni 1 og Hilmar 1. BL VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.259.764 O PLuSrúSílí A. 4 aí5[ 'il0 3 130.975 3. 4af5 69 9.823 4. 3af 5 2.901 545 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.911.521 kr. ÍSSS5SSS=i v UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 :

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.