Tíminn - 13.11.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.11.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn UTLOND Þriðjudagur 13. nóvember 1990 íran: Tóku njósnara af lífi og brutu niður njósnahring íranir skýrðu frá því í gær að þeir hefðu tekið af lífí njósnara, sem starfaði í þágu Bandaríkjanna, og brotið niður njósnahríng sem átti náið samstarf við bandarísku leyniþjónustuna, CIA. Saksóknari íranska hersins, Hojatoleslam Mohammad Niazi, sagði hópinn hafa sent upplýsingar til Washington um áætlanir íranska hersins. Íranska fréttastofan IRNA hafði það eftir Niazi að njósnarinn, sem tek- inn var af lífi, hafi verið þegn ná- grannaríkis Írans. Að sögn mun njósnahringurinn hafa starfað á meðan átta ára styrj- öld milli íraka og írana stóð yfir og einnig eftir vopnahléð í ágúst 1988. Ekki var skýrt frá því hvenær mað- urinn var tekinn af lífi, en sagt að herréttur hafi dæmt hann til dauða og hæstiréttur landsins staðfest dóminn. Aðrir meðlimir njósna- hringsins hafa verið handteknir. IRNA skýrði frá því að málið hefði verið upplýst þegar rannsókn var gerð vegna hugsanlegra afbrota- manna innan hersins. Á sama hátt komst upp um smáhópa sem við- riðnir voru mútumál, fjárdrátt og fleiraafþví tagi. Öryggismálaráðherra írans sagði í ágúst sl. að leyniþjónustan hefði komið upp um fimm njósnahringi, sem verið hefðu á vegum Banda- ríkjamanna, og að fleiri yrðu hand- teknir eftir því sem játningar fengj- ust. Snemma í þessum mánuði, þegar 11 ár voru liðin frá því að sendiráð Bandaríkjanna í Teheran var hertek- ið, kom frétt í harðlínublaðinu Jom- huri Eslami, þess efnis að Banda- ríkjamenn ynnu enn að því að ala á sundrungu í landinu og valdabar- áttu innan klerkastjórnarinnar. Krýning Japanskeisara: Tilraunir vinstrisinna til að hleypa upp krýningar- hátíðinni mistókust Akihlto keisari ásamt Michiko keisaraaynju. Akihito keisari var krýndur í gær við mikinn fögnuð ráðherra sinna og hirðmanna og mótmæli róttækra vinstri manna og sprengingu eld- flauga. Konungar, forsetar og prinsar fylgd- ust með því er Akihito, sem sam- kvæmt goðsögninni er afkomandi sól- argyðjunnar, sór hollustueið við stjómarskrá landsins sem breytt var eftir stríð og hinn fyrrum alvaldi keis- ari landsins gerður að valdalausu sam- einingartákni þjóðarinnar. Toshiki Kaifu, forsætisráðherra Jap- ans, stjómaði þreföldu Banzai-hrópi sem útleggst: )vMegir þú lifa í tíu þús- und ár.“ Keisarafjölskyldan og 600 gestir hennar í höllinni urðu lítið vör við mótmæli róttækra vinstri sinna sem létu í Ijós óánægju sína með allt til- standið í kringum krýninguna sem þeir töldu afturhvarf til íhaldssamrar og herskárrar fortíðar. Þeir létu sér hinar gífurlegu öryggis- ráðstafanir í léttu rúmi liggja og gerðu yfir 30 atlögur að hátíðarstemmning- unni. Öryggisráðstafanimar fólust m.a. í 37.000 lögreglumönnum, hundum sem eru sérþjálfaðir í að finna sprengjur, þyrlum og eftirlits- loftbelgjum. Atlögumar fólust m.a. í íkveikjum á helgum stöðum og heimagerðum flugeldum var skotið í nærliggjandi götum. Enginn slasaðist og keisara- hjónin fóm í fyrirhugaða hálftíma ökuferð í opnum bíl um miðborg Tókýó. Einn flugeldur sprakk í mannfjöldan- um meðan á ökuferðinni stóð og varð það til þess að lögreglumenn á mótor- hjólum fylktu sér um bifreiðina í ör- yggisskyni. Mun færri áhorfendur vom en búist hafði verið við. Lögreglan taldi aðeins um 110.000 manns en gert hafði verið ráð fyrir allt að 300.000. í hallargarðinum, þar sem krýningar- athöfnin fór fram, varð þessa lítt vart. Þar var statt margt stórmenna og sam- tals vom þar háttsettir gestir frá 158 löndum, þar af 65 þjóðhöfðingjar. Akihito keisari og Michiko keisara- ynja settust í hásæti úr lakkviði á bak við tjöld sem síðan vom dregin ffá. Namhito krónprins gekk síðan í far- arbroddi fyrir keisarafjölskyldunni sem stillti sér upp umhverfis hásætin, karlmenn öðmm megin og konur hin- um megin. Ekkja Hirohito keisara var ekki viðstödd krýninguna, en hún er orðin 87 ára gömul og of veikburða til að koma fram opinberlega. Á meðan á krýningarathöfninni stóð skullu fimm eldflaugar niður á götur í nágrenni hallarinnar. Einnig blossaði upp eldur í þremur neðanjarðarlest- um og var um íkveikju að ræða a.m.k. í tveimur þeirra. Fyrir athöfnina var eldflaugum skotið á fjórar herstöðvar rétt utan við Tókýó. Tvö Shinto-musteri úr viði bmnnu til ösku og önnur tvö skemmdust af eldi. Eldar við jámbrautarteina og á einni neðanjarðarbrautarstöð settu lestar- samgöngur í höfuðborginni úr jafh- vægi um tíma. Róttækir vinstrisinnar mótmæltu há- tíðahöldunum vegna krýningarinnar, þar sem þeir álitu þau tákn um her- skáa fortíð þegar herir keisarans réð- ust inn í og hemámu önnur Asíulönd. Hinn almenni skattgreiðandi hafði nærtækari ástæðu til að mótmæla há- tíðahöldunum, en þau kosta japanska ríkið um 95 milljónir dollara. Á mánudagskvöldið sátu gestir mikla kvöldverðarveislu í boði keisarahjón- anna. Þar var m.a. boðið upp á hákarls- uggasúpu, reyktan lax, rækjur, endur, sæsnigla, krabba, steikur o.fl. o.fl. Utanríkisráðherrar EB-ríkjanna: Nýjar leiðir til frelsis? Utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsríkjanna ákváðu í gær að leita stuðnings þeirra rílqa, sem enn hafa ekki gengið í bandalag það sem stofnað hefur verið gegn írökum, og reyna að fá ríki múslima til að auka þrýst- ing á íraka til að fá þá til að taka móti sendinefnd Sameinuðu þjóðanna og ræða örlög þeirra 2.000 gísla sem enn eru í haldi. Taismenn EB sögðu ráðherr- ana sammála um að leita til yfir 40 rílqa í þessum tilgangi. írakar hafa til þessa neitað að taka á móti fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Sadruddin Aga Khan, til að ræða gíslamálin. Ráðherrarnir lýstu einnig yfir stuðningi sínum við nýja yfirlýs- ingu frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að herða skuli á viðskiptabanninu við íraka. Ráðherrarnir voru á fundi með fulltrúum fimm arabaríkja í Norður-Afríku til að ræða Persa- flóadeiluna og auka samstarf. Sterkur jarö- skjálfti í Mið-Asíuríkinu Kasakstan Sterkur jarðskjálfti varð í gær í sov- éska lýðveldinu Kasakstan í Mið- Asíu og varð hans einnig vart hand- an landamæranna í Kína, að sögn starfsmanna kínversku jarðskjálfta- stofnunarínnar. Skjálftinn mældist 6,7 á Richter hjá kínversku stofnuninni, en það er nægilega kröftugur skjálfti til að valda miklu tjóni. Skjálftamiðjan var um 100-200 km norður af borginni Alma-Ata og sömu vegalengd vestur af landa- mærum Kína. Ekki voru skemmdir í Kína full- kannaðar og engar fregnir höfðu borist af afleiðingum skjálftans í Sovétríkjunum. Tilkynning barst frá Uppsalahá- skóla í Svíþjóð í gær um að þar hefði orðið vart við hræringar, sem taldar voru jarðskjálfti sem væri u.þ.b. 6 á Richter og ætti upptök sín nálægt landamærum Kína og Sovétríkj- anna. Svíar urðu skjálftans varir um kl. 12.36, en það bendir til að hann hafi orðið um fimm til sex mínútum áður. Sænski jarðskjálftafræðingurinn Nils-Olov Bergkvist sagði að skjálft- inn virtist hafa átt sér stað rétt und- ir jarðskorpunni, sem eykur eyði- leggingarmátt hans. Fréttayfirlit Bagdad — Klnverski utanrlkis- ráðherrann flaug í gær til Saudi- Arablu eftir viðræður viö Sadd- am Hussein um að reynt verði að koma I veg fyrir að styrjöld brjótist út við Persaflóa. Kín- verska sendiráðiö sagði viðræð- urnar hafa borið góðan árangur. Ellefu breskar konur skelltu skolleyrum við aðvörunum breskra yfirvalda og héldu til Bagdad til fundar við eiginmenn sína sem þar er haldið I gíslingu. Þær voru hinar lukkulegustu með endurfundina og kváðust ætla að reyna að ná fundi Sadd- ams Hussein, en höfðu enga tryggingu fyrir þvi að menn þeirra yrðu látnir lausir. Kaíró — Hosni Mubarak Eg- yptalandsforseti sagði í samtali við vikubiaðið Mayo að egypsk- ar hersveitir, sem nú standa andspænis Irökum við Persa- fióa, myndu ekki ráðast inn I Irak en gætu hugsanlega farið inn I Kúvæt. Jerúsalem — David Levy, ut- anríkisráöherra Israels, sagði að fsraelar myndu taka á móti ein- um sendimanni frá Sameinuðu þjóðunum, ef Bandaríkjamenn lofa að reyna að binda enda á umræður um morðin á Musteris- hæð innan SÞ. Genf — Umræður varðandi breytingar á alþjóðaverslun með landbúnaðarvörur eru nú komn- ar I strand eftir að Bandaríkin og aörir helstu útflytjendur landbún- aðarvara höfnuðu tillögu Evr- ópubandalagsins um helgina. Jóhannesarborg — Tíu svert- ingjar lótu lífið i átökum um helg- ina, fimm þeirra í átökum milli stríðandi ættflokka- og stjórn- málafylkinga, að sögn suöur-afr- ísku lögreglunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.