Tíminn - 13.11.1990, Side 7

Tíminn - 13.11.1990, Side 7
Þriðjudagur 13. nóvember 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Bjarni Einarsson: Hve gamalt verður Lýðveldið Island? Fjöldi fólks virðist telja það allt að því sjálfsagt að íslendingar gangi í Evrópubandaiagið og verðum síðan eitt rfld Bandaríkja Evrópu. En er þetta svo augljóst? Er virkilega kominn tími til þess að við skerðum sjáifstæði okkar mikið og stefnum í að af- sala okkur því þegar margar aðrar þjóðir eru enn að berjast fyrir sjáifstæði? Er eftirsóknarvert að borga Brussel kóngum skatt? Eigum við ekki fleirí kosta völ? Fyrst einn markaður, síðan eitt ríki. Eftir tvö ár verða Evrópubanda- lagsríkin einn markaður. Þetta er mikilvægt skref á þróunarbrautinni í átt til þess að bandalagsríkin verði að Bandaríkjum Evrópu. Það að ganga inn í markaðsheildina þýðir að við ætlum að gerast aðilar að ríkja- bandalaginu þegar þar að kemur. Þá líður íslenska lýðveldið undir lok sem sjálfstætt ríki. Þá verður Bryssel höfuðborg okkar eins og Kaup- mannahöfn á sínum tíma. Ekki er vfst hvenær bandaríkin verða form- lega til en endanlegt skref okkar yrði stigið á næsta eða þamæsta áratug. Lýðveldið ísland sem fullvalda ríki nær þá kanski 50 til 60 ára aldri. Þjóðveldið okkar stóð í 332 ár. Því lauk með gerð Gamla sáttmála. Þá á- kváðum við að gjalda Noregskon- ungi skatt gegn því að skip sigldu til íslands. Ekki var Gamli sáttmáli efridur. Eigum við samt að gera Nýja sáttmála og greiða furstunum í Brys- sel skatt? Hvað eigum við að fá í stað- inn? Hverjar verða efridimar? Eitt- hvað verður það að vera því mikið er gefið. Rök fyrir aðild. Þau rök sem ég heyri oftast eru að ísland sé hluti af Evrópu, við séum ættuð frá Evrópu, að rætur menn- ingar okkar liggi þar og að við getum ekki selt fiskinn okkar nema þar. Því sé okkur nauðsynlegt að nálgast þessa heimsálfu svo sem við getum og okkur séu sem mest samskipti við hanaholl. Efviðgöngumekkiíþetta bandalag verðum við svipt aðgangi að evrópskum háskólum, Flugleiðir fari á hausinn og allt fari hér í kalda- kol. Síðast en ekki síst, við verðum að taka upp alþjóðahyggju og Evrópu- hyggja er það sama og alþjóðahyggja. Við allt þetta bætast svo hinir digm sjóðir EB og þaðan mundi streyma fé til landsins til að leggja vegi og gera margt annað gott Ekki þurfum við svo að kvíða atvinnuleysi þegar Evr- ópsku fyrirtækin fara að setja upp verksmiðjur um allt land. Þannig mætti áfram telja því fjöldi fólks er sannfærður um að aðild að EB inn- leiði sæluríki á íslandi auk þess sem íslendingar geti farið hvert sem er í Evrópu og sest þar að. Einstaka mað- ur verður að vísu hissa þegar honum eða henni er sagt að við verðum að gjalda skatt til Bryssel, en sumir þeirra sem vita það svara um hæl að við munum fá miklu meira í staðinn. Nokkuð er til í þessu, því ef við fengjum frá Bryssel jafri mikið fé Ld. til vegagerðar eins og írar eiga að fá verður stutt í að við ökum um landið þvert og endilang á bundnu slitlagi og í gegnum fjöllin í stað þess að fara yfirþau. Sumir, seméghefrættvið, mótmæla því að við missum við þetta óæskilega mikið sjálfstæði en öðrum bregður nokkuð við tilhugs- unina. Fjölda fólks virðist falla vel sú tegund sjálfstæðis sem í því felst að vera hluti af þessari stóru heild, og á- minntir um fyrri tengsl okkar við eitt EB ríkið, sem feður okkar og mæður töldu nauðsynlegt að tjúfa að fúllu, telja þetta á engan hátt sambærilegt. Flestir þeir sem ég tala við eru mjög spenntir fyrir EB. Ég held því að mjög stór hluti þjóðarinnar sé á leið- inni inn í EB og að svo geti farið að fyrir því verði meirihluti á Alþingi, meiri hluti Krata, stórs hluta Sjálf- stæðisflokksins og nýja frjálshyggju öfgahópsins, Birtingar. Eigum við fleiri kosta völ? Mér finnst rétt að við stöldrum að- eins við og hugsum áður en við göngum Brysselfúrstum á hönd því þetta er afdrifarík ákvörðun. Okkur er skylt að kanna hvort við getum ekki átt annarra kosta völ. Ég held að svo sé. Til dæmis gætum við haldið áfram að vera sjálfstæð og skipt við EB veldið eins og hverja aðra. En ef menn endilega vilja verða hluti af einhverju ríkjasambandi er það sjálf- sögð krafa að allir kostir sem kunna að bjóðast verði rannsakaðir áður en stokkið er upp í fangið á einum aðil- anum. Vegna legu lands okkar á milli gamla og nýja heimsins og innan seilingar frá flestum þeim löndum sem máli skipta getum við átt margra kosta völ. Þá kemur til dæm- is að sjálfsögðu til greina að við gerumst 51. ríki Bandaríkja Norður Ameríku eða 8. ríki Kanada. Við get- um ekki vitað fyrirfram hver best býður en mig grunar að ef tilboða verður leitað geti tilboð að vestan orðið a.m.k. jafgóð og að austan. Ef við endilega viljum komast í öruggt skjól verðum við að komast að niður- stöðu um hvaða skjól sé best og það gerist með því að kanna eftirspum- ina eftir okkur. Ég mæli með því að þetta verði tekið til umræðu í kosn- ingabaráttu þeirri sem í vændum er og til athugunar strax að kosningum loknum. Þá getur utanríkisráðherra okkar, hver sem hann verður, hafið viðræður við þær ríkisstjómir sem til greina koma sem yfirríkisstjóm íslands. Að þessum viðræðum lokn- um ættum við svo að geta fengið formleg tilboð sem tekin verða til umræðu á Alþingi og síðan verði borið undir þjóðaratkvæði hvaða kostur verði valinn. En hví getum víð ekki verið áfram sjálfstæð? Ekki veit ég hve margir telja þann kostur koma til greina, að við verð- um áfram algjörlega frjáls og fúll- valda þjóð. Mér finnst þó, að sá kost- ur hljóti að koma til álita. Forfeður okkar og mæður töldu sjálfstæði mjög eftirsóknarvert og höfðu tals- vert fyrir því að öðlast það. Fyrir bar- áttu þeirra fengum við sjálfstæðið í áföngum 1874,1904,1918 og 1944. Öllum áföngum sjálfstæðisbarátt- unnar fylgdu auknar efriahagslegar framfarir því atorka þjóðarinnar leystist úr læðingi. í bjartsýni réðst hún á vandamálin og leysti þau hvert af öðru. Ég er ekki í vafa um að verði ísland aftur hjálenda EB ríkja muni þessi lífsþróttur fljótt hverfa. Þótt ég hafi tvívegis heimsótt hina dásam- legu Bryssel borg til þess að ganga á vit hinnar miklu EB stofnunar og verið fræddur þar um dásemdir hinna miklu samtaka hef ég ekki enn getað fundið ástæðu þess að við göngum í þau né heldur að við höf- um við hana allt öðruvísi samskipti en við aðrar þjóðir nema vegna ná- lægðarinnar. Sjálfsagt er að bjóða EB þjóðum að kaupa vörur okkar ef þeir borga nægilega vel fyrir þær og margt gott getum við af þeim keypL Við höfúm flest gaman af að ferðast um Evrópu og vaxandi fjöldi Evrópumanna sæk- ir okkur heim. Þetta er allt gott og þannig á það að standa áfram. Vilji Evrópa hinsvegar einangra sig frá okkur er það hennar mál. Slík ein- angrunarstefria, sem þá mundi bitna á fleirum en okkur, hæfir ekki í heimi nútímans. Það er ekki til mik- ið af góðum fiski úr hreinu vatni og magnið vex ekki. Fiskveiðar Evrópu- manna standast ekki samkeppni við fiskveiðar okkar og þær fara ört minnkandi. Því er EB að verða háð okkur með fisk, sérstaklega. jaðar- byggðir sem EB er umhugað um svo sem Bremerhaven, Cuxhaven og Humberside svæðið. Fari EB að vera með einhverja stæla gagnvart okkur getum við selt fiskinn annarsstaðar. Við getum orðið fyrir tímabundum erfiðleikum eins og oft áður, öðru ekki. Þá sem vilja hleypa EB þjóðum inn í landhelgina okkar vil ég spyija, fiá hverjum á að taka þann fisk? Á að taka hann frá fiskvinnslunni og leggja hana niður? Eða eiga Vest- manneyingar og aðrir að hætta að flytja út ferskan fisk? Og á hverjum bitnar það síðamenfda öðrum en jaðarbyggðunum í EB sem ég nefridi. Og hvað um orkuna okkar, einu hreinu orkuna sem eftir er í ná- grenni við EB? Þeir hafa áhuga á henni. Kanski vilja þeir eitthvað á sig leggja til að fá að kaupa hana. Nei, gott fólk, við þurfúm ekki að hafa á- hyggjur af EB. Við þurfúm ekki einu sinni að vera að þessu samningaves- eni í EFTA. Spil okkar eru nægilega sterk og EB mun sækja á um við- skipti við okkur. Heimurinn okkar er stór. Evrópuhyggja er ekki það sama og alþjóðahyggja. Alþjóðahyggja er það að horfa til heimsins alls. Sá heimur sem við höfum góðan aðgang að er stór. Það er ekki íslensk hefð að ein- angra sig frá umheiminum. Sú ein- angrunarhyggja, sem enn örlar á, er arfur frá sjálfstæðisbaráttunni þegar við vomm að bola Dönum í burtu úr landinu og síðan Bretum af fiskimið- unum. Við eigum að taka upp fyrri háttu og horfa yfir heiminn allan og byggja upp viðskipti við öll lönd sem vilja vi’ð okkur skipta. Hugmyndin um að við séum útskanki frá Evrópu er röng og hún er tilkomin vegna þess að við fómm fyrst að horfa á kort sem við fengum frá Dönum. Þessi kort sýna ísland á Evrópukorti efst uppi í hominu vinstra megin. Vegna þessa höldum við flest að við séum Evrópskur útskanki, ein af ystu byggðum heimsins. Kortið sem við eigum að nota sem aðalkort okkar, og það sem við eigum að sýna bömum okkar, er með norðurpólinn í miðjunni. Á slíku korti getum við séð allt norður- hvel jarðar, athafriasvæðið okkar. í ljós kemur að ísland er nær mitt á milli Evrópu og Norður Ameríku, við jaðar lítils innhafs, Norður íshafsins, sem auðvelt er að fljúga yfir á flugvél- um. Án millilendingar getum við flogið nær hvert sem er á norður- hvelinu, þ.e.æs. ef utanríkisráðu- neytið fer að uppgötva að kalda stríð- inu er lokið og það hættir að tefja gerð loftferðasasmnings við Sovét- ríkin. Með slíkan samning í höndun- um getum við eins og hver annar gert tilkall til þess að vera miðpunkt- ur heimsins. Við getum þá flogið án millilendinga til Peking, Tbkyo og flestra annarra staða á norðurhveli jarðar, sem einhvers viröi eru. í Austur Asíu er hagvöxtur nú mestur. Þar bætast milljónir manna á hverju ári í þann hóp, sem hefur fé umfram nauðþurftir og þar er miklir og sfvax- andi peningar í veltunni. Þama, í Ameríku, í Austur Evrópu o.s.frv. eru miklir möguleikar fyrir okkur. Stutt er síðan dollarinn var hátt skráður og Bandaríkin voru stærsti fiskmarkað- ur okkar. Dollarinn hefur fallið áður og rétt sig svo við aftur. Það er al- þjóðahyggja að horfa á þetta allt. Það að einblína á Evrópu er þröngsýni, það að vilja draga okkur inn í EB er einangrunarhyggja og vesaldómur. Ný EB trúarbrögð. Ýmis stefhumál EB minna frekar á trúarbrögð en málefnalega upp- byggðar skoðanir. Eitt trúaratriðið er einkavæðingin. Þar hefur Magga Tátcher gengið lengsL Allt á að einkavæða, ekki endilega vegna þess að rannsóknir hafi sýnt fram á að það sé í hverju tilviki hagkvæmt heldur vegna þess að menn trúa á það. Þessi trú hefur heldur betur borist til fs- lands og hér á að einkavæða hvað sem er m.a. vegna þess að EB muni krefjast þess af okkur. í nafrii einka- væðingar var banki gefinn. Einn banki dugir reyndar ekki, ríkisbank- ana sem eftir eru á líka að einkavæða, breyta þeim í hlutafélag svo kol- krabbinn geti keypt þá eins og allt annað. Vilji menn ganga þessa braut verður bráðum til Landsvirkjun h.f., Póstur og sími h.f., Hitaveita Reykja- víkur h.f. o.s.frv. Hverjir koma til með að eiga þetta allt, hverjir geta keypt það? Verður það íslenskur al- menningur, fjölskyldumar 14 eða þá Siemens eða Daimler Benz? Það eru fleiri slík trúaratriði í EB. Guðinn heitir Ecu. Hann á að tilbiðja eins og gullkálfinn forðum. íslenskir íhalds- drengir, ungkratar og Birtingar- menn hafa tekið eða eru að taka þessi trúarbrögð. Nú er nauðsynlegt að Framsóknarmenn geri upp við sig hvort þeir vilji ganga í söfiiuðinn. Raunveruleg alþjóðahyggja er góð. Við eigum að opna hagkerfi okk- ar, ekki bara fyrir EB heldur fyrir öll- um, skref fyrir skref eins og okkur hentar. Við eigum að einkavæða þar sem það er hagkvæmt en líka skref fyrir skref. Auður íslands á ekki að lenda í örfárra manna höndum, inn- lendra eða erlendra. Við eigum að opna sendiráð í Peking og Tbkyo og reyna að byggja upp sem mest sam- skipti austur þar. Við eigum að fylgj- ast rækilega með málum í Austur Evrópu og við megum ekki forsóma markaði í Norður Ameríku. Við eig- um að leggja áherslu á að stefna GATT verði framkvæmd. því heimur- inn á að verða eitt viðskiptasvæði, hann má ekki hólfa í sundur með höftum og tollmúrum. Við íslend- ingar eigum að vera boðberar raun- hæfrar alþjóðahyggju. Formaður Framsóknarflokksins hefúr afdráttarlaust lýst andsöðu sinni við inngöngu í Evrópubanda- lagið. Bændur, sjómenn og útgerð- armenn eru að átta sig á málinu. Vonandi fer þeim fjölgandi sem það gera. Ég vona að Framsóknarflokk- urinn, kanski einn flokka, nái að taka upp einróma og liarða andstöðu gegn aðild að EB, að það komi ræki- lega fram á flokksþingi og því verði haldið á loft í kosningabaráttunni. Forvitnilegt er þá hvað hinir gera. Eftir næstu kosningar verður að vera alveg ljóst að íslendingar ætli áfram að vera sjálfstæð þjóð.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.