Tíminn - 13.11.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.11.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 13. nóvember 1990 Þriðjudagur 13. nóvember 1990 Tíminn 9 Anton Bjarnason, lektor við Kennaraháskólann, hefur áhyggjur af því að börn nú tildags fái of litla hreyfingu, sem gæti hamlað gegn námsárangri síðar meir: Sum börn kunna ekki aö hlaupa koma í skólann eru þau mjög erfið, vegna þess að þau ætla að fara að stjórna okkur. Það tekur pkkur því töluvert langan tíma að láta þau skilja hver stjórnar. Þessum börn- um fer fjölgandi og þegar þau koma í skól- ann sex ára þykir þeim sjálfsagt að segja „þegiðu“ við kennarann. Maður heyrir þessi börn segja ótrúlegustu hluti við foreldra Tímamynd: PJetur sína þegar þau eru sótt, sem ætti ekki að lfðast. Kennarar segja mér, að þegar sex ára börn fara fyrst í frímínútur, þá eru strákarn- ir ekki tilbúnir að fara í leiki þar sem þeir þurfa að hlýða." Anton segir vanta upp á að foreldrar láti börnin fylgja reglum og verði sjálfum sér samkvæm, og það skýri m.a. þessa hegðun barna. En ef það er æskilegt að börnin leiki sér úti og í hópum, þá má ef til vill Anton spyrja: Hvar eiga börn að leika sér í dag? Börn mega hvergi vera. Anton bendir á sundlaug- ar sem dæmi. „Til skamms tíma hefur það verið þannig að börn eru alltaf fyrir full- orðnum. Þau mega ekki vera með leiktæki í sundi, því þá eru þau rekin upp úr o.s.frv. Börn sækja ekki sundlaugar í dag, enda hentar það þeim ekki. Þau fara ekki þangað til að synda 500 metra, vegna þess að það er hollt og gott, heldur til að leika sér. Ef þau mega ekki leika sér, þá fara þau ekki. En sem betur fer er verið að breyta þessu.“ Hann segir fullorðna fólkið stundum gleyma því að það var einu sinni börn. „Um- hverfið er ansi fráhrindandi þegar maður fer að skoða það.“ Fóstur hafa góða aðstöðu Anton hefur unnið með nemum í Kenn- araháskólanum og gefið þeim ráð í þessu sambandi. Einnig hefur hann farið töluvert á foreldrafundi dagheimila og rætt þessi mál og hafa fyrirlestrar hans vakið tölu- verða athygli. „Fóstur hafa mjög góða að- stöðu og því hef ég sagt við þær að hafa skipulega íþróttir hjá börnunum. Leyfið börnunum bara að ryðja stofuna, þannig að þau geti hreyft sig ærlega og reglulega. Ef þau fá ekki æfingu þarna, þá er mjög stór hópur af börnum sem fær hana hvergi. Eins hef ég lagt til við kennara í grunnskólum, að þeir sinni þessu. En því miður skaffar skólinn sex ára barni bara borð og stól, og þar skal það sitja hreyfingarlaust í þrjá til fjóra klukkutíma." Hann segir að á barnaheimilum sé hægt að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann. „Fóstrur eru með færri börn heldur en kennarinn. Ég held að til skamms tíma hafi börnum verið ætlað of mikið í ákveðin verkefni, t.d. föndur, í staðinn fyrir að fá út- rás fyrir sína orku. Ef það hins vegar kemst þar inn og slíkt er gert markvisst, þá er ég bjartsýnn." Anton hefur einnig farið á nokkra staði úti á landi og þar virðist ástandið ekki vera betra. Um daginn hringdi í hann kona frá Raufarhöfn, en hún hafði heyrt að hann væri með æfingar fyrir börn. „Ég spurði hvort þau þyrftu á þessu að halda á Raufar- höfn, en hún sagði að þessi börn væru al- gerir búðingar. Ég hélt að Reykjavík væri versti staðurinn, en það virðist ekki vera. Ef ekkert verður að gert, þá stefnir í það að við ölum upp fólk sem er algerlega óstarf- hæft,“ segir Anton. Hann benti á könnun, sem gerð var í Japan um skyld mál. Þar kemur í Ijós að börnum er hættara við bein- broti en áður, og einnig er algengara að börn detti á andlitið. Það er talið vera vegna þess að þau eru svo sein og koma ekki hönd- unum fyrir sig. „Þetta er allstaðar sama vandamálið, og ef ekki verður tekið á því, þá veit ég ekki hvert stefnir." „Gefum börnunum meiri tíma“ „Best væri að foreldrarnir gæfu börnunum meiri tíma og þar með geta þau komið í veg fyrir t.d. sjónvarpsgláp. Aldurinn frá eins árs til tíu ára er mjög mikilvægur fyrir þroska barnsins, ekki bara hvað varðar lík- amsþjálfun heldur einnig annan þroska. Við erum svolítið blind á þetta og ég er engin undantekning. Ég hef sagt á þessum for- eldrafundum: Þið getið alið barnið ykkar þannig upp að það biður aldrei um súkku- laði svona dags daglega. Ef foreldrarnir kaupa aldrei súkkulaðistykki í matvörubúð- um, þá er það ekki til umræðu. En aðal boð- orðið er það, að gefa börnunum meiri tíma,“ sagði Anton að lokum. -hs. Anton Bjamason, lektor vio Kennaraháskóla Islands, ræðlr hér við fóstrur og fbreldra um hreyfiþroska bama. skemmtilegra. Börnin hafa hins vegar ekki tíma til að vera börn. Við erum að ala upp mjög stressuð börn.“ Leikurinn er sem sagt mjög mikilvægur fyrir uppeldi barna. Vandamálið er hins vegar það, að þó börn kunni að leika sér svo og svo mikið, þá er lítið um að þau leiki sér í hóp. Anton telur hópleiki úti við vera besta uppeldið sem barn getur fengið, vegna þess að þar gilda reglur. Eldri krakk- ar stjórna þeim yngri og þeir sem ekki vilja hlýða eru reknir heim. „Þetta er besta upp- eldið, vegna þess m.a. að foreldrarnir eru svo misjafnir í uppeldinu. Því miður erum við að fá fleiri og fleiri börn sem eru ótrú- lega illa öguð.“ Sum börn kunna ekki að hlýða Anton segir það vera vegna þess að þau ráða öllu heima hjá sér og oft fá þau sínu framgengt, þrátt fyrir að foreldrar hafi í upphafi ætlað annað. „Þegar þessi börn Anton Bjamason, lektor við Kennaraháskólann, hefur stundað íþróttakennslu í ein 20 ár. Hann segist hafa kennt öllum aldurshópum, en í um 10 ár hafi hann ekki kennt yngsta aldurshópnum, en byrjað að kenna honum aftur árið 1985. „Þá vaknaði ég upp við það, að þessi böm vom allt öðm vísi en þau höfðu verið. Ég rak mig á það, að stór hópur var algerlega þollaus, kraftlaus og samhæfíngarlaus.“ Tíminn hitti Anton að máli til að kynnast því sem hann hefur að segja um þessi mál. Anton sagði þolleysið lýsa sér m.a. þannig, að þegar hann ætlaði að láta þau fara í leiki, eins og hann gerði áður, og hreyfa sig í 40 mínútur þá versnaði málið. „Mörg þeirra héldu ekki út f 10 mínútur. í miðjum stórfiskaleik t.d., sem tekur ekki nema 3-4 mínútur, hrundu sum hver niður við riml- ana. Og þegar að var gáð gátu þau ekki meira." Anton segir að börnin geti ekki, þegar þau byrja í skóla, margt af því sem þótti sjálfsagt fyrir nokkrum árum síðan. Sem dæmi mætti nefna að börn kunna ekki að grípa og hlaupa eða hlaupa vitlaust, þ.e. nota ekki allan búkinn. Einnig sagði hann það vera áberandi að krakkar kunna ekki að Ieika sér eins og áð- ur, og mörg hafa aldrei tekið þátt í hópleikj- um. „Þegar ég ætla að byrja með þau hérna, þá neita þau að vera með, segja þetta vera leiðinlegt. Þannig að við erum núna í allt öðrum málum en við vorum áður.“ Hér áð- ur var nóg að smella fingrum til að fá krakka í sjöárabekk í leiki, segir Anton. „Núna er maður bara í því að koma undir þau fótunum, kenna þeim að leika sér og ég tala nú ekki um að öll uppsetning í sam- bandi við þjálfun hefur breyst.“ Barnið borið út um allar trissur En hvers vegna er svo komið? Anton bend- ir á að allt umhverfi barnsins miði að því að gera þaö óstarfhæft og byrjar það strax hjá foreldrunum fyrstu árin. „Þá er keypt grind þar sem barnið er lokað inni, svo það sé ekki að skríða um alla íbúð. Þar getur það setið og fær að dunda sér en ekki skríða, sem er gríðarlega góð þjálfun. Síðan kemur það sem kallað er göngugrind, en þar eru þau látin sitja tímunum saman og á meðan er efri hluti Iíkamans óstarfhæfur. Svo heldur þetta áfram og þó að börnin séu farin að ganga, þá er enginn tími til þess. Foreldrar hlaupa með börnin út í bíl þegar á að fara eitthvað, koma með þau undir hendinni á dagheimilið, sækja þau í miklum látum og hlaupa með út í bíl. Þar er barnið náttúr- lega bundið, þangað til það er borið inn og sett fyrir framan sjónvarpið." Anton sagðist hafa farið í tvær stórverslan- ir s.l. laugardag. Á báðum stöðum var sjón- varp fyrir börnin þar sem hægt var að geyma þau meðan foreldrarnir versluðu. „Það er allt gert til þess að láta þau ekki ganga eða hreyfa sig.“ Ekkert svæöi fyrir börnin Ef litið er á umhverfi barna, þá telur An- ton það vera mjög bágborið, alla vega á Reykjavíkursvæðinu. Hvergi er hugsað fyrir svæði handa börnum. „Við sjáum á skipu- lagi hér í Reykjavík, að það er hvergi skilið eftir svæði fyrir krakka, sem var gert áður. Skoðum grunnskóla til dæmis. Við Laugar- nesskóla og fleiri skóla, sem eru byggðir fyrir um 40 árum síðan, eru stærðarinnar lóðir. Þegar skólar eru hannaðir í dag er lít- ið tillit tekið til útivistar barna og við Vest- urbæjarskólann t.d. er engin lóð fyrir 500- 600 börn. í Hjallaskóla f Kópavogi er ekki svo mikið sem frímerki fyrir börnin og svona má lengi telja. Eins og ég segi, þá er allt gert til að barnið fái sem minnsta hreyf- ingu.“ Hreyfiþroski og námsárangur fara saman Hvað þýðir það þegar barnið kemur svona illa þjálfað í skólann, eins og Anton segir vera? ,AHar rannsóknir sýna, að þau börn sem byrja í skóla líkamlega vel á sig komin, standa sig betur í námi.“ Anton benti á töl- ur frá Danmörku sem styðja þetta. Þar var gerð könnun árin 1983, ‘83 og ‘84 á sex ára börnum. Skýr fylgni reyndist vera á milli námsárangurs og hreyfiþroska. „Þetta sýnir okkur að börn, sem eru á eftir í líkamlegri færni þegar þau byrja í grunnskóla, eru áhættuhópur þegar fram í sækir varðandi námsárangur. Auðvitað geta verið líffræði- lega skýringar á þessu, en tölurnar eru svo stórar að ekki verður um villst." Anton hefur sjálfur mælt hreyfiþroska fleiri hundruð barna undanfarin ár. „Þau börn, sem eru búin að þjálfa sig verulega upp, standa sig betur í skóla. Þau vinna bet- ur og hafa meiri orku heldur en hin, sem gefast strax upp.“ Foreldrar hafa oftast í huga við uppeldið, að ala börnin þannig upp að þau geti lesið. Börnin sjálf meta sig hins vegar ekki útfrá því, a.m.k. ekki á fyrstu ár- um skólagöngunnar, heldur þannig að þau börn, sem eru félagslega vel á sig komin og líkamlega vel þroskuð, eru ofarlega í virð- ingarstiganum. „Ég er búinn að horfa á mörg börn koma hingað og fara, og ég get núorðið alveg sagt hvaða börn fara á grænu Ijósi í gegnum grunnskólann, og hver eiga eftir að Ienda í basli. Það eru þau börn sem koma illa út úr líkamsprófinu hjá okkur.“ Anton sagði slfka útkomu ekki eingöngu vera vegna hreyfingarleysisins sjálfs, heldur vegna þess að börn, sem eru ekki sam- keppnishæf strax, verða útundan og eiga þar af leiðandi erfitt uppdráttar í skóla. Streita fullorðinna hefur ahnf a bornin Breytingarnar eru miklar frá því sem var, hvað þetta varðar. Þó Anton telji sig ekki vera mjög gamlan, þá eru breytingarnar engu að síður miklar. Ekki var t.d. bíli í götunni þar sem hann ólst upp. Núna eiga foreldrar á hans aldri tvo bíla, og af því má ráða þær ólíku aðstæður sem börn alast Eftir Hermann Sæmunds- son upp nú og áður. Svo er líka meiri streita og skipulag í lífi fólks, og það snertir einnig börnin. „Hugsaðu þér að jafnvel 4 ára barn er með vinnutöflu eins og við fullorðna fólkið, þau fá aldrei frítíma til að leika sér. Ef þessu verður ekki breytt á næstu árum, þá ölum við upp heila kynslóð af fólki sem hefur aldrei leikið sér. Við erum búin að eyðileggja mikið af lífi barnsins. Líf þess á að vera leikur, því meiri leikur því

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.