Tíminn - 13.11.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.11.1990, Blaðsíða 16
 111/^1 VQIMC A RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhusmu v Tryggvagotu. S 28822 AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason hf. Sævartiöföa 2 Sími 91-674000 <§ I íniinn ÞRIÐJUDAGUR13. NÓVEMBER1990 Aðilar vinnumarkaðarins og fulltrúar bænda ræða þessa daaana um róttækar tillögur hafa það að markmiði að lækka verð á búvörum og tryggja bændum viðunandi kjór: ROTTÆKAR TILLOGUR ILANDBUNAÐARMALUM Beinar greiðslur til bænda, innflutningur á nýjum og betri hænsnastofnum og fijáls sala á mjólkurkvóta. Þetta eru meðal þeirra tillagna sem aðilar vinnumarkaðarins og fuiitrúar bænda eru að ræða þessa dagana. Með þessum og fleiri tillögum á að verða hægt að ná fram veruiegri hagræðingu og þar með lægra bú- vöruverði. „Hér eru á ferðinni róttækar tillögur sem ég hef trú á að hafl í för með sér jákvæð áhrif á afkomu neytenda og bænda,“ sagði einn nefndarmanna í sjömannanefnd í samtali við Tímann. Sjömannanefndin svokallaða var sett á stofn í tengslum við gerð kjarasamninganna fyrr á þessu ári sem kenndir eru við þjóðarsátt. í nefndinni sitja: Guðmundur Sig- þórsson frá landbúnaðarráðuneyt- inu, formaður nefndarinnar; As- mundur Stefánsson fyrir hönd ASÍ, Ögmundur Jónasson fyrir hönd BSRB, Þórarinn V. Þórarins- son fyrir hönd VSÍ, Hjörtur Eiríks- son fýrir hönd VMS, Haukur Hall- dórsson og Hákon Sigurgrímsson fyrir hönd Stéttarsambands bænda. Ritari nefndarinnar er Gunnlaugur Júlíusson. Til að byrja með fór nefndarstarf- ið fyrst og fremst í að upplýsa aðila vinnumarkaðarins um hið marg- brotna landbúnaðarkerfí. Haukur Halldórsson sagði í samtali við Tímann í vor að verið væri að kenna aðilum vinnumarkaðarins á kerfið. í sumar og haust hefur ver- ið velt upp ýmsum hugmyndum og leiðum til að auka hagkvæmni, með það að markmiði að lækka verð á búvörum. Nokkrar undir- nefndir hafa starfað að þessum málum, sem m.a. hafa haft það hlutverk að reikna út áhrif ein- stakra breytinga á þessu sviði. Undanfarnar vikur hafa undir- nefndir og sjálf sjömannanefndin fundað stíft. Ákveðið hefur verið að láta þetta nefndarstarf hafa al- geran forgang og því hafa eigin- legar samningaviðræður um nýj- an búvörusamning legið niðri síð- an í haust. Stefnt er að því að nefndin skili áfangaskýrslu fyrir 1. desember, en þá á að vera lokið endurskoðun á kjarasamningun- um. Nefndarmenn hafa verið tregir til að greina frá þeim tillögum sem hafa verið á borðum nefndarinnar, m.a. vegna þess að óvíst er hvað verður þar ofan á. í Vinnunni, tímariti Alþýöusambands íslands, er rætt við Guðmund Gylfa Guð- mundsson, hagfræðing ASÍ, og þar fjallar hann nokkuð um tillög- ur nefndarinnar. Greinin er undir fyrirsögninni: „Stefnir í allsherjar uppstokkun í landbúnaði?" Spurt er hvort aukin hagræðing í land- búnaði geti gefið af sér 20-30% lækkun helstu landbúnaðarafurða og allt að 2-3% lækkun fram- færslukostnaðar heimilanna í landinu? Haft er eftir Guðmundi að mikið hafi verið rætt í nefndinni að flytja inn egg til að bæta hænsnastofn- inn. Tálað er um að verði staðið að þessu með skipulögðum hætti, megi ná fram 20-30% framleiðni- aukningu á tveimur árum. Guð- mundur segir einnig að nefndin hafi rætt um að leyfa sölu á mjólk- urkvóta, eins og kúabændur hafa reyndar lagt til, en talið er að með því móti verði hægt að nýta betur þá fjárfestingu sem fyrir er í land- inu. Gunnlaugur Júlíusson hagfræð- ingur sagði að allmikið hefði verið rætt í nefndinni um að taka upp beinar greiðslur til bænda. Hann sagði það fyrirkomulag að ýmsu leyti áhugavert, en þá yrði líka að gera margvíslegar aðrar ráðstafan- ir samhliða. Gunnlaugur vildi að öðru leyti ekki tjá sig um tillögur nefndarinnar á þessu stigi. Nefndin hefur enn sem komið er lítið rætt um vanda sauðfjárfram- leiðslunnar, en sá vandi er ekki auðleystur. Ýmsir óttast að sam- dráttur í innanlandsneyslu muni halda áfram. Framleiðsla hefur dregist mikið saman á síðustu ár- um, en það hefur ekki dugað til að jafnvægi kæmist á. Ýmislegt bend- ir til að erfitt geti orðið að draga enn frekar úr framleiðslu með þeim aðferðum sem hingað til hafa verið notaðar. Sjömannanefndin hefur sett sér þrenn markmið: að lækka verð á búvörum til neytenda, að tryggja bændum viðunandi kjör og að lækka kostnað ríkissjóðs vegna landbúnaðarframleiðslunnar. GATT-viðræðurnar tengjast óhjá- kvæmilega þessum umræðum. ís- lendingar hafa boðist til að draga úr framleiðsluhvetjandi styrkjum til landbúnaðar um 60-65%. Guð- mundur Sigþórsson, skrifstofu- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu, er farinn til Genfar til að vera við- staddur lokahrinu viðræðnanna. -EÓ Dauðsfall í Vestmannaeyjum. Barst læknisaöstoö of seint? Ungur Svíi lést vegna heilabólgu Tæplega tvítugur sænskur piltur niður í skólum eða vinnustöðum, lést af vöidum heilahimnubólgu í þá hafl verið gripið til þess ráðs Vestmannaeyjum á sunnudag. að gefa sýklalyf, sem hefði yflr- Pilturinn vann í Fiskiðjunni í leitt geflst vel. Vestmannaeyjum. Hann hafði í útvarpsþættinum „ísland í veikst á föstudag, en var fluttur á dag“, á Bylgjunni í gær, kom sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum á fram í viðtölum við samstarfsfólk sunnudag, þar sem hann lést. sænska piltsins að læknar í Vest- Að sögn Ólafs Ólafssonar land- mannaeyjum hefðu ekki fengist læknis stafaði þessi heilahimnu- til að vitja hans í Fiskiðjuna eftir bólga af sýklasýkingu og koma að hann var orðlnn veikur og að upp einstaka slík tiifelli á hveiju þeir vildu helst ekki koma í ári. Sýklasýking þessi dreiflst frystihúsin yflrleitt Landlæknir með smíti, en landlæknir sagðist kvaðst ekk) kannast við þetta. vonast til að fljótlega verði farið Auk þess væri bráðveikt fólk yflr- að bólusetja við þessu, sérstak- leitt flutt á sjúkrahús. Landlækn- lega ungt fólk, en Norðmenn hafa ir vildi þó hafa nokkurn fyrirvara náð langt í bóluefnisrannsóknum á því sem hér kemur fram, vegna gegn sýkingum af þessu tagi. þess að honum hefur ekki borist Landlæknir sagði að þegar nákvæm skýrsla af atburðinum. sýklasýldng sem þessl styngi sér —GEÓ w Ný pökkunaraðferð stóreykur geymsluþol dilkakjöts: Ofryst kolsýrt ket Kaupfélagið og Sláturhúsið í Borg- amesi hafa nýverið sett á markað dilkakjöt í loftskiptum umbúðum. Tilraunir með umbúðimar hafa staðið í um tvö ár og er útkoman ný pökkunaraðferð sem lengir geymsluþol á fersku og ófrosnu dilkakjöti. Aðferðin byggir á góðri kælingu og pökkun í kolsýru og miklu hreinlæti við vinnslu kjötsins. Þetta þýðir að hægt verður að bjóða upp á ófrosið og meyrt dilkakjöt fram að jólum. í gær kynntu fulltrúar Kaupfélagsins og Sláturfélagsins í Borgarnesi af- urðina í Matreiðsluskólanum okkar að Bæjarhrauni 16. Á kynningunni kom fram að tilraunir frá því í fyrra sýndu að kjöt í loftskiptum umbúð- um geymist vel í 8 vikur, sem er um 3-4 vikum lengra en hægt er með öðrum geymsluaðferðum. Þegar geymslupokinn er opnaður hverfur kolsýran úr stykkjunum og þá geymist kjötið í kæli í 3-4 daga. Að sögn Hilmars B. Jónssonar, matreiðslumeistara og eiganda Mat- reiðsluskólans okkar, er kjötið sem notað er valdir hlutar skrokksins. Um er að ræða hluta úr framparti þar sem búið er að skera í burtu bringukollinn og hálsinn. Þá eru hryggur og læri heil. Þá sagði Hilm- ar að pökkunaraðferðin væri mjög sniðug og t.d. hefði kjötið, sem þeir komið úr pakkningunni. Bragðið hefðu prófað á kynningunni, -verið væri engu að síður virkilega gott. fullhangið sex vikna gamalt en ný- khg. Á myndinni sjáum við Hilmar B. Jónsson matreiöslumeistara vera að matreiða „kolsýmdilkakjöt" úr loftsklptum umbúðum. Tímamynd: Aml BJama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.