Tíminn - 16.11.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.11.1990, Blaðsíða 16
AUGLVSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Holnarhusinu v Tryggvogolu, S 28822 SA LíBy SAMVINNUBANKINN I BYGGÐUM LANDSINS NISSAN Réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sævartiöföa 2 Sími 91-674000 9 ríniinn FÖSTUDAGUR16. NÓVEMBER1990 Ríkisstjórnin ræðir um tilboð Islands í GATT-viðræðunum. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir að í tilboðinu felist engin stefnubreyting: Samstaða um GATT í ríkisstjórninni „Það er alveg rétt hjá fulltrúum bænda að framkvæmdin hér heima skiptir öllu máli. Ef hér sest að völdum landbúnaðarráð- herra sem vill leyfa innflutning á landbúnaðarvörum, þá getur hann að sjálfsögðu komið því í kring. GATT- tilboðið breytir því ekki. Þetta tilboð er þess vegna alls ekki sú stefnubreyting sem sumir eru að halda fram,“ sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær, en á fundinum var ít- arlega rætt um tilboð íslands í GATT-viðræðunum. „Það er full samstaða um tilboð- ið í ríkisstjórninni. Hins vegar telja menn að um það hafi verið fjallað á mjög villandi máta í fjöl- miðlum. Tilboðið er mjög opið og segja má að hægt sé að lesa út úr því hvað sem maður vill. í tilboðinu felst engin kúvending af hálfu ríkisstjórnarinnar í land- búnaðarmálum, né í innflutnings- málum. Tilboðið er nátengt þeim búvörusamningi sem nú er verið að gera, þ.e. að færa styrki frá því að vera markaðstruflandi og yfir í beina aðstoð við bændur. í tilboð- inu er lýst vilja til að færa eitthvað frá algeru innflutningsbanni yfir í magnheimildir með verðjöfnunar- tollum. Það hefur engin ákvörðun verið tekin í ríkisstjórn um inn- flutning af neinu tagi og því síður um hvaða vöruflokkar kæmu þar til greina. Vert er að vekja athygli á því að samkvæmt búvörulögunum er það landbúnaðarráðherra sem ræður h'<ort innflutningur er leyfður. Það er ekki utanríkisvið- skiptaráðherra. Væntanlega verð- ur hér áfram við völd landbúnað- arráðherra sem ber hag landbún- aðarins mjög fyrir brjósti. í þessum GATT-viðræðum eru fjórtán vöruflokkar til umræðu. Landbúnaðurinn er bara einn af þeim. Það er gífurlega mikilvægt að við íslendingar tökum þátt í þessum viðræðum. Þarna er verið að ræða um viðskiptafrelsi á sviði þjónustu, hátækni og alls kyns Steingrímur Hermannsson. iðnaðar. Við verðum vitanlega að sýna einhvern samningsvilja, ef við viljum á annað borð vera með í því tollfrelsi sem nú er lögð svo mikil áhersla á. Ef um einhvern innflutning verð- ur að ræða, þá verður hann háður jöfnunartollum. Hann verður einnig háður okkar hollustu- og heilbrigðiskröfum, en í þeim felast miklar hömlur. Ef hins vegar það sem þessar 105 þjóðir hafa lagt fram er talið vera grundvöllur til áframhaldandi starfs, þá kemur að því að við íslendingar verðum að svara hvaða unnum landbúnaðar- vörum viljum við leyfa innflutning á og í hvaða magni, en um það hef- ur ekki verið rætt ennþá," sagði Steingrímur. -EÓ Þróunarfélag Reykjavíkur stofnað: Félag til efling- ar miðborg Reykjavíkur Pélag til að efla miðborg Reykjavíkur sem miðstöð stjórnsýslu ríkis og borgar, menningarlífs, verslunar og þjónustu var sett á laggim- ar í gær. Félagið kallast Þróunarfélag Reykjavíkur og fór stofnfund- ur félagsins fram í Höfða, að viðstöddum Davíð Oddssyni borgar- stjóra og Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra. Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti í september 1989 að beita sér fyrir stofnun þróunarfélags sem samræmdi hugmyndir og tillögur hagsmuna og framkvæmdaaðila um uppbyggingu mannvirkja og þjón- ustu í gamla bænum, auk þess að stuðla að framkvæmd þeirra. í fréttatilkynningu um markmið og tilgang félagsins segir: „Að sam- ræma hugmyndir og tillögur hags- muna- og framkvæmdaaðila um uppbyggingu mannvirkja, viðhald, endurbætur og þjónustu í miðborg- inni og stuðla að eða annast fram- kvæmd þeirra. Að vera félagsmönn- um, jafnt einstaklingum, fyrirtækj- um sem opinberum aðilum, til ráðuneytis um framkvæmdaáform þeirra. Að hafa frumkvæði að gerð tillagna sem stuðla að hagsæld mið- borgarinnar, sem verslunar-, þjón- ustu- og íbúðarsvæðis. Að samhæfa einka- og opinbera aðila í þeim til- gangi að tryggja skynsamlega upp- byggingu og endurnýjun miðborg- arinnar, auk þess að stuðla að fjöl- breytilegu mannlífi og öflugri þjón- ustu.“ Félagar í Þróunarfélagi Reykjavík- ur geta allir orðið, sem eiga fast- eignir á félagssvæðinu, eða hafa þar með höndum rekstur, jafnt einstak- lingar, fyrirtæki sem stofnanir. Starfssvæði félagsins er miðborg Reykjavíkur, samkvæmt skilgrein- ingu í hverfaskipulagi Gamla bæjar- ins, útgefnu af Borgarskipulagi Reykjavíkur í aprfl 1990. Stjórn Þróunarfélags Reykjavíkur skipa: Guðmundur Benediktsson frá forsætisráðuneytinu, Jóhann J. Ól- afsson frá Skrifstofu viðskiptalífsins, Jón Adolf Guðjónsson frá Sambandi íslenskra viðskiptabanka og þeir Vil- hjálmur Þ. Viihjálmsson og Árni Sigfússon frá Reykjavíkurborg. khg. Frá stofnfundi Þróunarfélags Reykjavíkur í gær. Tlmamynd: Pjetur 220 LITRAR AF AFENGI FUNDUST í SKÓGAFOSSI Fundist hafa 219,5 lítrar af áfengi, mest vodka, við ieit toDvarða í Skógafossi, en skipið kom tíl Njarð- víkur á miðvikudagsmorgun frá Bandaríkjunum. Einnig fundust 142 karton af vindlingum, tvær tal- stöðvar og radarvari. Rannsókn var að mestu lokið þegar Tíminn hafði samband við toflgæsluna í gær- kvöldi, en þá var skipið komið til Reykjavikur og fannst töluvert mik- ið smygl til viðbótar eftir það, eða í í gærdag. Áfengið var á þríggja pela glerflöskum og einnig á 1,75 lítra plastflöskum. Að sögn tolivarðar var góssið snyrtflega falið í lestum skipsins. Sennilegt er talið að sex manns tengist smyglinu. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.