Tíminn - 17.11.1990, Page 2
2 Tímimri'
'Laugai,dagiir.1.7j október.1|99£)
Stjórn Borgarspítalans hótar heilbrigðisráðherra:
Meiri peninga
eða við lokum
Stjóm Borgarspítalans kom saman í gær og samþykkti harðorða
ályktun þar sem segir að grípa verði til umfangsmikilla lokana, fái
spítalinn ekki aukið fjármagn, en nú lítur út fyrir að spítalinn verði
rekinn með 50 milljóna króna halla á þessu árí. Guðmundur
Bjaraason heilbrígðisráðherra gagnrýnir vinnubrögð stjóraarinnar
og segir ályktunina bera meira keim af pólitísku uppþoti en að menn
vilji Ieysa vandann.
Guðmundur sagði útilokað að
standa þannig að málum að hver
einasta stofnun geti komið og sagt:
„Nú er fjármagnið búið og við verð-
um að fá meira." Hann sagði að ekki
væri hægt að byggja upp fjárlög ef
þannig ætti að standa að málum.
Heilbrigðisráðherra sagði eðlilegt
að skoða hvert einstakt dæmi og að
sjálfsögðu yrði brugðist við vandan-
um. „Stjórnendur sjúkrahúsanna
verða að leggja sig fram um að
standa við fjárlögin. Það nær náttúr-
lega ekki neinni átt að segja eins og
stjórn Borgarspítalans gerir að það
sé lögbrot ef spítalinn fær ekki meiri
fjármuni og að það sé á ábyrgð heil-
brigðisráðuneytisins ef fólk slasast.
Þetta eru ummæli sem eru með
ólíkindum og mér finnst minna
meira á pólitískt upphlaup, en að
menn vilji í raun setjast niður með
Þyrfti iðgjald í Lífeyrissjóð starfsmanna
ríkisins að vera 25% af launum?
Tuga milljaröa
króna skuld
hvergi bókfærð
í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar
er vakin athygli á því hve langur
vegur sé frá að 10% iðgjald af laun-
um ríkisstarfsmanna standi undir
þeim lífeyrisréttindum sem þeir
ávinna sér í lífeyrissjóði sínum.
„Láta má nærri að réttindin svari
frekar til iðgjalds sem nemur 25% af
launum. Ljóst er að lífeyrisskuld-
binding ríkissjóðs gagnvart Lífeyris-
sjóði starfsmanna ríkisins nemur
tugum milljarða króna," segir Ríkis-
endurskoðun.
Þessi milljarðaskuld rfkissjóðs er
hvergi færð sem skuld í reikningum
ríkissjóðs, enda ekki verið reiknuð
út í á annan tug ára þrátt fyrir laga-
fyrirmæli.
Fyrsta skóflu-
stungan
Davíð Oddsson borgarstjóri tók
fyrstu skóflustungu að Um-
önnunar- og hjúkrunarheimil-
inu Eir í gær.
Athöfnin hófst kl. 15.00 með
ávarpi Páls Gíslasonar. Þá fór
fram helgun og strax á eftir tók
Davíð fyrstu skóflustunguna.
Gestum var síðan boðið upp á
veitingar í Skjóli við Kleppsveg.
Sól og Sanitas
sameinast ekki
Davíð Scheving Thorsteinsson,
forstjóri Sólar hf., segir að
engin áform séu uppi um sam-
einingu eða kaup Sólar á Sanit-
as hf., en orðrómur um það
hefur verið á kreiki í viðskipta-
heiminum.
„Ég ætla ekki að fara að kaupa
Sanitas og það er alveg á hreinu
að Sól og Sanitas munu ekki
sameinast," sagði Davíð Sche-
ving. —SE
yfirvöldum og leysa málið."
Ráðherra sagðist vilja minna á að
Borgarspítalinn væri eini spítalinn
sem enn væri rekinn sem sjúkrahús
sveitarfélags. Reykjavíkurborg og
stjórnendur spítalans hefðu gert
mjög eindregna kröfu þar um.
„Reykjavíkurborg hlýtur þess vegna
að bera nokkra ábyrgð á stjórnun og
fjárhagsstöðu sjúkrahússins.
Við höfum nýlega lagt fram tillögur
um samstarf sjúkrahúsanna í borg-
inni, en þær eiga að Ieiða til þess að
fjármunir nýtist betur. Þá risu þess-
ir sömu menn upp til andstöðu og
töluðu um yfirtöku Borgarspítalans.
Nú segja þeir að ríkið eigi að koma
til bjargar.
Að sjálfsögðu er það mitt hlutverk
að hér sé rekin besta hugsanlega
heilbrigðisþjónusta, en þá verðum
við líka að reyna að hagræða og nýta
fjármunina sem best,“ sagði heil-
brigðisráðherra. -EÓ
Ráðstefna um fráveitur og sorp:
Allir framrása-
stútar íslands
þrælologlegir
Jóhann Bergmann, bæjarverk-
fræðingur í Keflavflk, fullyrti á
ráðstefnunni um fríveitur og
sorp að ekld fyrirflnnist löglegur
framrásastútur við strendur ís-
lands, miðað við kröfur f meng-
unarvarnarreglugerð.
Kröfurnar sem Jóhann á við
eru: „Allt skólp, sem leitt er til
sjávar, skal leiða minnst 5 metra
niður fyrir meðalstórstraums-
fjöruborð, eða 20 metra út frá
meðalstórstraumsfjörumörkum.
Grófhreinsa skal allt skólp, sem
leitt er í sjó. Ráðherra setur í við-
auka 2, að fengnum tillögum
Hollustuvemdar ríkisins, fleiri
viðmiðunarmörk iyrir hámarks-
mengun sjávar.“
Jóhann sagði þó í framhaldi af
fullyrðlngu sinni: ,Á undanföm-
um einum til tveimur áratugum
hefur þó ýmislegt áunnist. ðflÖg
víða hefur verið unnið að fækkun
útrása og jafnframt að framleng-
ingu þeirra. Næsta stig, sem er
rannsóknir á aðstæðum og í
framhaldi af því bygging hreinsi-
stöðva og framlenging úlrása,
eru dýrar framkvæmdir, og hætt
er við að ýmis minni sveitarfélög
veigri sér við að leggja í þær að
svo komnu.“
Jóhann gerði síðan grein fyrir
tillögu að safnleiðslu og hreinsi-
stöð í Keflavfk og hvaða mögu-
leiki væri á að fjármagna slíka
stöð. khg
Ríkisendurskoðun bendir á að í
lögum frá 1963 sé kveðið á um að
stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna rík-
isins skuli fimmta hvert ár láta
tryggingafræðing rannsaka fjárhag
sjóðsins. Slík rannsókn hefur samt
ekki verið gerð síðan 1978.
TVyggingafræðingi var að vísu falið
að rannsaka stöðu sjóðsins árið
1983. „Hann fékk hins vegar ekki til-
skilin gögn til verksins þá,“ segir
Ríkisendurskoðun. Nú hefur honum
á ný verið falið að vinna verkið, mið-
að við stöðu sjóðsins í árslok 1989.
Hve margra tuga milljarða óskráða
skuld er þarna um að ræða (sem
geymd er skattgreiðendum framtíð-
arinnar), liggur því ekki fyrir.
Til nokkurrar viðmiðunar má
benda á að skuld ríkissjóðs í spari-
skírteinum var um 3 tugir milljarða
kr. á miðju þessu ári.
Og sú skuld Byggingarsjóðs ríkis-
ins (aðallega við lífeyrissjóðina),
sem stefnir honum í gjaldþrot eftir
áratug, er í kringum 4 tugi milljarða
króna.
Og enn má benda á að heildareign-
ir allra lífeyrissjóðanna í landinu
nema nú í kringum 10 tugum millj-
arða króna.
Ellilífeyrir ríkisstarfsmanna er 2%
af launum fyrir hvert ár í starfi og
miðast jafnan við laun (f. dagvinnu,
persónu- og orlofsuppbót) þess er
tekur við starfinu eftir hann. Ellilíf-
eyrir verður því t.d. 80% af launum
eftir 40 ára starf. Ríkisendurskoðun
bendir sömuleiðis á að lífeyrisrétt-
indin eru ekki að öllu leyti í hlutfalli
við iðgjaldagreiðslur. Hækki starfs-
maður t.d. verulega í launum í lok
starfsæfi sinnar, þá miðist eftirlaun
hans við þau laun.
Þótt Lífeyrissjóðurinn greiði ellilíf-
eyrinn kemur stór hluti hans beint
úr ríkissjóði. Slíkar uppbætur á líf-
eyri eru t.d. um 550 milljónir kr. á
fjárlögum þessa árs og um 770 m.kr.
í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár.
Ríkisendurskoðun segir heildar-
endurskoðun laganna um Lífeyris-
sjóð starfsmanna ríkisins tímabæra.
Enda ljóst að þau séu um margt orð-
in úrelt og erfið í framkvæmd. HEI
Drafnarborg og Barónsborg 40 ára
í gær héldu tvö elstu starfandi dag-
heimilin í Reykjavík upp á 40 ára af-
mæli sitt, en haustið 1950 hófu
Drafnarborg við Drafnarstíg og Bar-
ónsborg við Barónsstíg starfsemi. Á
báðum þessum heimilum eru enn í
dag starfræktir leikskólar. Börnin,
foreldrar og starfsfólk gerðu sér
dagamun í tilefni af þessum tíma-
mótum og var pöbbum og mömm-
um boðið upp á veitingar sem börn-
in höfðu sjálf tekið þátt í að útbúa.
Afmælisfagnaðurinn tókst vel eins
og þessi mynd frá Barónsborg ber
með sér. Tímamynd: Pjetur
Keflavík:
ENDURSKINSMERKI
FYRIR OLL BORN
Lögreglan í Keflavík hefur að und-
anförnu verið að dreifa endurskins-
merkjum til skólabama, en nú er sá
tími kominn þegar endurskins-
merki eru lífsnauðsynleg öllum
gangandi vegfarendum.
Að sögn lögreglunnar í Keflavík
hefur dreifmgin gengið vel og eru
allir krakkar, þó sérstaklega þeir
yngri, tilbúnir til að festa merkin á
yfirhafnir sínar á þeim stöðum sem
þau sjást best.
Vert er að brýna fyrir foreldrum
barna að láta börnin vera með end-
urskinsmerki eða endurskinsborða
nú í skammdeginu, en eins og allir
vita þá eru þeir sem eru með endur-
skinsmerki mun öruggari í umferð-
inni en hinir sem ekki eru með
merki. —SE
Eldur í skúr:
Fiðrið fuðr-
aði upp
Síðdegis í gær kviknaði í skúr á bak-
Ióð við Langholtsveg.
Verið var að þurrka æðardún í
skúrnum og talið er að neisti hafi
skotist úr þurrkvélinni og í dúninn.
Skúrinn var alelda þegar slökkviliðið
kom að, en greiðlega gekk að
slökkva eldinn. Skúrinn og allt sem í
honum var er talið gjörónýtt. —SE
Harður árekstur í gærdag
Mjög harður árekstur varð á gatna- annar lítill japanskur en hinn stór
mótum Bæjarháls og Stuðlaháls bandarískur. Ökumenn beggja bíl-
laust fyrir kl. 5 í gærdag. anna voru fluttir á slysadeild og ann-
Þar skullu saman tveir fólksbflar, ar þeirra talinn mikið slasaður.