Tíminn - 17.11.1990, Síða 4

Tíminn - 17.11.1990, Síða 4
OCvh ro'itnsvóri .W ■'uosbiBQUS.J Laugardagur 17. nóvember 1990 c nnimlT ■4'TímiTTrr Líkurnar fyrir því að karlmaður fari í áfengismeðferð einhvern tíma á ævinni eru vægast sagt óhugnanlegar: Þriðjungur íslenskra karla fer í meðferð Tæplega 30% líkur eru á því að ís- lenskur karlmaður sem nú er á fermingaraldri muni leita sér með- ferðar vegna áfengissýki eða annarr- ar vímuefnaneyslu einhvern tíma á ævinni. Þegar konur eiga í hlut eru líkurnar 11,5%. Því er ljóst að Iíkur eru á því að tveir af hverjum tíu ís- lendingum, óháð kyni, leiti sér með- ferðar, einhvern tíma á lífsleiðinni. Þessar upplýsingar má lesa út úr tölulegum upplýsingum sem safnað hefur verið á Vogi, meðferðarstofn- un SÁÁ, undanfarin ár og Þórarinn Týrfingsson yfirlæknir kynnti á blaðamannafundi í gær. Út frá töl- um um mannfjölda á íslandi og töl- um um nýliða sem koma til með- ferðar og aldur þeirra má reikna lík- ur á því að íslendingar leiti sér með- ferðar vegna áfengissýki eða annarrar vímuefnaneyslu. í ljós kemur að flestir karlmenn koma til meðferðar meðan þeir eru á aldrin- um 20 til 50 ára, 22 af hverjum 100, og konur koma flestar milli 30 og 50 ára, 5,5 af hverjum hundrað. Lík- urnar fyrir því að íslendingur þurfi að leita sér meðferðar má sjá í þess- ari töflu. Útreikningar byggjast á tölum um mannfjölda á Islandi og tölum um nýliða og aldur þeirra á árunum 1984 til 1987. Líkurnar eru gefnar í prósentum: Karlan Konun 20 og yngri 1% 20 og yngri...l% 20 - 29 ára. 7,5% 20 - 29 ára...2% 30 - 39 ára..7% 30 - 39 ára. .2,5% 40 - 49 ára..7% 40 - 49 ára.. 3% 50 - 59 ára.4% 50 - 59 ára.. 1,5% 60 - 69 ára.2% 60 - 69 ára...l% 69 ogeldri.0,5% 69 og eldri.. 0,5% Alls.....29,5% Alls.........11,5% Samkvæmt þessu eru karlmenn í mun meiri hættu en konur. Líkur eru á því að 7,5% allra karla á aldr- inum 20-29 ára leiti sér meðferðar en einungis 2% kvenna. Hlutfall kvenna og karla er hið sama í þeim hópi sem er yngri en 20 ára og eldri en 69 ára. Hlutfall kvenna eykst eft- ir því sem þær verða eldri og nær Þórarinn Tyrfingsson, yfiriæknir á Vogi, á blaðamannafundinum í gær. hámarki, 3 prósent, á aldrinum 40 til 49 ára. Eftir það minnkar það. Hlutfall kvenna á Vogi hefur smám saman aukist. Konur eru nú 26% af öllum sjúklingum þar og á næst- unni er búist við að það hlutfall muni aukast og verða 30%. Á Vog leita um 1600 einstaklingar á hverju ári. Um 600 þeirra hafa aldrei komið til meðferðar áður. Um 200 hafa einungis dvalið í stuttan tíma til afvötnunar en ekki farið í fulla áfengismeðferð áður. Um 350 af þessum einstaklingum hafa farið í eina áfengismeðferð á síðustu 15 ár- um. Hinir 400, þar af 100 konur, hafa komið oftar í áfengismeðferð. Tölulegar upplýsingar sýna að hlut- ur þeirra sem hefur komið oftar en einu sinni í meðferð hefur ekki auk- ist frá 1986. Um 800 manns fara í fulla áfengismeðferð hjá SÁÁ á ári hverju. Helmingur þeirra, sem eru 25 ára eða eldri og eru að leita sér meðferð- ar í fyrsta sinn og ljúka áfengismeð- ferð, notar ekki áfengi eða önnur vímuefni næstu tvö ár. Þetta eru niðurstöður úr könnun á árangri 1984 til 1987. Þeir sem leita sér meðferðar í annað sinn ná 30 pró- sent árangri, ekki er munur á körl- um og konum. Þórarinn Tyrfingsson sagði á fund- inum að það forvarnarstarf sem væri stundað hérlendis væri langt því frá að vera markvisst. Það beindist nær eingöngu að unglingum, sem væri að sjálfsögðu mjög þarfur hlutur, en menn hefðu gleymt að setja sér ein- hver markmið þegar þeir hæfu for- varnarstarfið og því væri það að mestu marklaust. Ekki sé hægt að mæla neinn árangur af starfinu ef menn settu sér engin markmið í upphafi. Einnig hafi gleymst að beina sjónum að eldra fólkinu en þessar tölur sem nú væru birtar í fyrsta sinn, sýndu að líkurnar fyrir því aö menn leituðu meðferðar væru mestar þegar þeir væru á aldr- inum 30-50 ára. Aðeins 0,5% líkur eru á því að fólk eldra en 69 ára leiti sér meðferðar. Tfmamynd: Pjetur Sá elsti sem komið hefur til með- ferðar hjá SÁÁ var 82 ára gamall. Þórarinn sagði að merkja mætti ár- angur starfs þeirra á milli áranna ‘86 og ‘87 en þá fækkaði nýjum sjúk- lingum talsvert. Hins vegar sé ljóst að talsverð aukning varð á nýliðum frá 1987 og sé það að mestu bjórn- um að kenna. Hann sagði að það sem væri alvarlegast með tilkomu bjórsins væri að lifrarsjúkdómum myndi fjölga en íslendingar hafa til þessa staðið sig betur en nágranna- þjóðirnar í þeim efnum. Hann sagði að ekki væru komnar neinar tölur sem staðfestu þetta en við þessu væri búist. —SE Breyting á stjórn ísrael: Harðlínumenn til liðs við stjóm ísraels Flokkur strangtrúaðra gyðinga gekk tll liðs við hægristjórn ísraels í gær, þannig að nú hefur stjórn Yitzhaks Shamir hreinan meirihluta, en krafðist þess jafnframt að sett yrðu lög sem bönnuðu svínakjöt og kynferðislega ögrandi auglýsingar. Agudatflokkurinn hefur fjóra menn á þingi og nú er hann er genginn til liðs við samsteypustjóm Shamirs hefúr hún 64 sæti af 120 á ísraelska þinginu. Shamir hefur einnig stuðning mjög hægri sinnaðs flokks, sem á tvo full- trúa á þingi, en hefur ekki viljað ganga inn í samsteypustjómina. Við samkomulagið hlaut Agudat- flokkurinn þrjú aðstoðarráðherra- embætti og forsæti efriahagsnefndar þingsins sem er mjög áhrifamikil og hefur eftirlit með ríkisútgjöldum. Shamir samþykkti að styðja fjögur lagafrumvörp um að lög strangtrúaðra gyðinga gildi fyrir alla íbúa ísrael. Agudatflokkurinn setti ekki nein ákveðin tímamörk varðandi frum- vörpin en krafðist þess að þau yrðu lögð fram sem fyrst. Flokkurinn vil leggja blátt bann við fóstureyðingum, vafasömum auglýs- ingum, vill banna almenna umferð á sabbatdögum gyðinga og framleiðslu og neyslu svínakjöts. Búist er við að þessu frumvörp hljóti harða andstöðu á þingi, en þingmenn eru flestir, eins og almenningur yfir- leitt, fremur frjálslega sinnaðir hvað trúarbrögðin snertir. Agudatflokkurinn sagði sig úr sein- ustu ríkisstjóm fyrir ári og hélt því fram að Shamir hefði gengið á bak orða sinna varðandi setningu Iaga sem hefðu fært strangtrúuðum rabbínum meiri völd. Kaíró Hosni Mubarak, forseti hlé varð á fangaskiptunum fýrir við dollarann, breytingin tekur Egyptalands, kveðst hafa hvatt tveimur mánuðum. glldi á sunnudaginn. Sameinuðu þjóðirnar til að draga það að fyrirskipa hernaöarað- Moskva — Mikhail Gorbatsjev París — Ihaldssöm stjómarand- gerðir við Persaflóa um allt að sovétleiötogi krefst aðgeröa til staða I Frakklandi bar fram van- þrjá mánuði til aö gefa Irökum að koma f veg fyrir hrun Sovét- trauststillögu á ríkisstjórn sósíal- ráðrúm til að hugleiða þann ríkjanna og stakk upp á þvi að ista vegna kynningar á nýjum möguleika að þeir dragi sig út úr hann tæki stjóm sína til gagn- umdeildum skatti. Kúvæt. gerrar endurskoðunar til að vinna aftur minnkandi traust al- Manila — Feliibylurinn Mike Dhahran, Saudi-Arabíu — mennings. Vatikaniö hefur tll- varð að minnsta kosti 270 Stjóm Saudl-Arabfu hefur harð- kynnt að Jóhannes Páll páfi manns aö bana og eyðilagði lega gagnrýnt almenn mótmæli muni hitta Gorbatsjev á sunnu- milljóna dollara virði af fasteign- gegn banni við kvenkyns öku- daginn, I annað skiptið á einu ári. um f miö- og suðurhluta Filips- mönnum og gerði það Ijóst að Þetta hefur komið af stað vanga- eyja. hún kærði sig ekki um nein læti veltum um hvort heimsókn páfa meðal almennings á meðan á til Sovétríkjanna só í deiglunni. Brussel — NATO hefur tilkynnt Persafióadeilunni stæði. _ að viðræður um afvopnun f Evr- Jerúsalem — Innflytjendaráð- ópu, sem hingað til hafa tak- Washington —- George Bush herra (sraels hefur vakið upp markast við riki innan Atlants- Bandaríkjaforseti hélt í gær af mikla óánægju með þvi að krefj- hafs- og Varsjárbandalagsins, stað f ferö til Evrópu og Mið- ast þess að hömlur verði settar á muni ná tii 34 rikja innan tveggja Austurlanda til að binda form- innflytjendur frá Sovétríkjunum, ára. lega enda á kalda stríðið og til þar sem fjórir af hverjum t(u inn- þess að eiga einkaviðræður við flytjendum væru ekki gyðingar. Búdapest — Varnarmálaráð- aðra leiðtoga vegna ástandsins herra Ungverjalands hefur til- við Persaflóa. _ kynnt að land hans ætli án tafar Beijing — Kinverjar hafa að losa sig við ailar meðaldræg- Nikósía —• íranar og frakar ákveðið að lækka gengi gjald- areldflaugarfráSovétrikjunum, í hafa ákveðið að byrja aftur á þvf miðils síns um 9,57% frá núver- þeirri von að nágrannaríkin fari að skiptast á strlðsföngum en andi gengi sem er 4,71 miðað að fordæmi þeirra.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.