Tíminn - 17.11.1990, Qupperneq 5

Tíminn - 17.11.1990, Qupperneq 5
Laugardagur *l 7. nóvember 1990 Tíminn 5 21. flokksþing Framsóknarflokksins sett undir kjörorðinu „Öflug þjóð í eigin landi“: Þurfum ekki að fleygja okkur fyrir fætur EB Verðbólga hefur ekki mælst iægri á 12 mánaða tímabili síðan 1970. Vaxta- munur hefur aukist um 1% á þessu ári. Seðlabankinn telur að vaxtahækk- un íslandsbanka, sem ákveðin var á dögunum, hafi verið ótímabær. Þetta og margt fleira kom fram í ræðu sem Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hélt á 21. landsþingi Fram- sóknarflokksins sem hófst í Reykjavík í gær. Þingið er haldið undir kjörorð- inu „Öflug þjóð í eigin landi“. Þinginu verður fram haldið í dag, en þá verður forysta flokksins kosin. Þá mun einnig Sigmundur Guðbjamason háskólarektor ávarpa þingið. Þinginu lýkur á morgun með afgreiðslu mála og kosningu í miðstjóm flokksins. Sér- stakir gestir á fundinum í gær voru Ól- afur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, Jóhanna Sigurðar- dóttir, varaformaður Alþýðuflokksins, og Júlíus Sólnes, formaður Borgara- flokksins. Steingrímur Hermannsson kom víða við í ræðu sinni. Hann minntist á þær breytingar sem orðið hafa í heiminum síðustu misserin og sagði að íslending- ar ættu enga aðra kosti en að taka þátt í þeim breytingum. Verðbólga ekki lægri síðan 1970 Forsætisráðherra ræddi um forystu- hlutverk Framsóknarflokksins og lagði áherslu á að flokkurinn skoraðist ekki undan ábyrgð. Hann vék sfðan að til- urð núverandi ríkisstjómar og starfi hennar. Hann sagði að síðustu mánuði valdatíma ríkisstjómar Þorsteins Páls- sonar hefði ríkt algert stjómleysi hér á landi. Atvinnulífið og þjóðin öll hefði krafist róttækrar breytingar. Hann sagði árangurinn af staríi stjómarinnar mjög mikinn. Gengið hefði verið leið- rétt á einu ári og á sama tíma hefði tek- ist að halda verðbólgu niðri. Stórkost- legur árangur hefði náðst í verðlags- málum og verðbólga, mæld á heilu ári, væri nú sú minnsta síðan 1970. For- sætisráðherra sagði það samstarf sem tókst við aðila vinnumarkaðarins mjög mikilvægt, en lagði áherslu á að sam- starfið hefði ekki tekist ef ríkisstjómin hefði ekki búið svo um hnútana að grundvöllur yrði fyrir slíkt samkomu: lag. Vaxtamunur hefur aukist Steingrímur vék að vaxtamálunum og sagði að sá árangur sem náðst hefur í þeim málum hefði ekki náðst nema vegna þess að ríkisstjómin beitti sér af krafti með það að markmiði að ná nið- ur vöxtum. Hann sagði að þessi árang- ur hefði ekki náðst ef farið hefði verið að ráðum sjálfstæðismanna og vaxta- málin látin afskiptalaus. Forsætisráðherra vitnaði í skýrslu um vaxtamál sem Seðlabankinn hefur tek- ið saman og var afhent ríkisstjóminni í fyrradag. í skýrslunni segir að vaxta- hækkun íslandsbanka hafi verið „ótfmabær". Vaxtahækkun bankans var byggð á bráðabirgðaspá Seðlabanka um 6,7% hækkun lánskjaravísitölu næstu þrjá mánuði. Endurskoðuð spá gerir ráð fyrir 4,8% hækkun. í skýrsl- unni kemur einnig fram að allt útlit er fyrir að afkoma bankanna verði góð á þessu ári. Áætluð arðsemi eiginfjár á fyrstu átta mánuðum ársins er 15,1%, en þá á eftir að taka tillit til afskrifta sem getur þýtt að arðsemin verður svipuð og á síðasta ári. Þá kemur fram í skýrslunni að vaxtamunur á fyrstu átta mánuðum ársins, þ.e. munur á inn- og útlánsvöxtum, var 4,5%. Vaxtamunur- inn hefur því aukist frá fyrra ári, en þá varhann 3,43%. Forsætisráðherra sagði að á næstunni muni ríkisstjómin fjalla um á hvem hátt sé hægt að afriema lánskjaravísi- tölu. Seðlabankinn hefur sent frá sér skýrslu um það mál og segir afnám vísitölunnar ekki tímabæra. Stein- grímur sagði að engu að síður sé óhjá- kvæmilegt að afnema hana. Hvergi í vestrænum löndum tíðkist vísitölu- binding fjár með þeim hætti sem hér er. Hann sagði að þegar búið væri að opna fyrir erlenda bankastarfsemi hér á landi, eins og stefrit er að, verði ekki hægt að halda áfram að vísitölubinda peninga með sama hætti. Slíkt geti haft í för með sér að erlendir bankar hagnist hér á óeðlilegan hátt, td. ef verðbólga færi upp og bið yrði á að gengi fylgdi verðlagi. Ríkíð verður að samræma sína vexti Steingrímur sagði það sína skoðun að of oft hafi verið skipt um kerfi í hús- næðismálum. Hann sagði ljóst að hús- næðiskerfið frá árinu 1986 hefði brugðist Vaxtamunur í kerfinu hefði verið of mikill. Ekki hefði náðst sam- staða um að gera breytingu þar á. Hann fognaði því að félagsmálaráð- herra hefði tekist að breyta ákvörðun Landsbankans um að hætta kaupum á húsbréfum. Ráðherra sagði óhjá- kvæmilegt að gera ýmsar ráðstafonir til að styrkja húsbréfakerfið. Ríkissjóður yrði td. að samræma sína vexti. Hann boðaði stefnubreytingu með nýjum flokki ríkisskuldabréfa sem gefin verða út á næstu vikum. Tókst að koma í veg fyrir hrun fískístofnaima Steingrímur vék síðan að sjávarút- vegsmálum, en hann sagði að allir ættu að geta verið sammála um að þeim málaflokki hefði verið vel stjóm- að undir forystu Halldórs Ásgrímsson- ar, varaformanns Framsóknarflokks- ins. Steingrímur sagði að þó að menn gætu lengi deilt um útfærslur á núver- andi kvótakerfi gæti engum blandast hugur um að fslendingum hefði tekist að koma í veg fyrir hrun fiskistofna á íslandsmiðum. Þetta hefði nær öllum nágrannaþjóðum okkar mistekist Hvarvetna blasti við hrun fiskistofha á N-Atlantshafi. Forsætisráðherra sagði ljóst að allt of hátt hlutfall af botnfisksafla lands- manna væri fluttur óunninn til Evr- ópulanda, en það hlutfal! er nú um 20%. Til samanburðar nefhdi Stein- grímur að einungis um 13% aflans eru seld á innlendum fiskmörkuðum og al- gengt mun vera að á mörkuðunum skorti algerlega fisk. Vamarbarátta í velferðarmálum Forsætisráðherra sagði að í velferðar- málum væri nú háð vamarbarátta undir forystu Guðmundar Bjamasonar heilbrigðisráðherra. Hann sagði þessa ríkisstjóm vilja standa vörð um velferð- arkerfið, en það þýddi ekki að ekki mætti gera á því neinar breytingar. Hann sagði brýnt að reyna að hagræða í þessum málaflokki á þann hátt að færa fjármuni frá þeim sem þurfo síður á þeim að halda, til þeirra sem nauð- synlega þurfa á aukinni aðstoð að halda, eins og td. öryrkja og fatlaðra. Ráðherra minntist á frumvarp heil- brigðisráðherra um aukið samstarf sjúkrahúsanna í Reykjavík og þá and- stöðu sem það hefur mætt. Steingrím- ur gagnrýndi viðbrögð sjálfstæðis- manna í þessu máli og nefndi í fram- hjáhlaupi að kannski væri réttast að af- henda Reykjavíkurborg rekstur Borg- arspítalans. Steingrímur minntist á almanna- tryggingafrumvarpið og bað menn að sökkva sér ekki um of niður í umræður um tekjutengda lífeyrinn. Það væri margt fleira í frumvarpinu sem vert væri að huga að. Hann sagði að það hefði aldrei verið hugsun Framsóknar- og Alþýðuflokksins, sem á sínum tíma komu almannatryggingakerfinu á, að það ætti að styðja við bakið á hálauna- mönnum. Viðureignin við verð- bólguna hafði forgang Forsætisráðherra sagði þessa ríkis- stjóm hafa ákveðið að láta viðureignina við verðbólguna hafa algeran forgang, en það hefði líka haft í för með sér að ýmsum málum hefði verið sópað und- ir teppið í bili. Hann nefndi Lánasjóð íslenskra námsmanna og Bygginga- sjóð ríkisins í þessu sambandi. Óhjá- kvæmilegt væri að taka á þessum mál- um á næstunni. Steingrímur sagði það sína skoðun að óhjákvæmilegt væri að hækka skatta eitthvað í framtíðinni. Hann tók fram að hann væri alls ekki að tala um að hér ættu að vera skattar eins og em á hinum Norðurlöndunum. Hins vegar kæmust menn ekki hjá því að borga fyrir það velferðarkerfi sem hér er. Engin stefnubreyting í GATT-tilboðinu Steingrímur sagði að Framsóknar- flokkurinn hefði haft forystu um að bregðast við offramleiðslu í landbún- aði. Hann sagðist telja að betri staða væri í þessum málaflokki nú ef ekki hefði verið bmgðið út af þeirri stefnu í ráðherratíð Pálma Jónssonar, en þá vom bændur hvattir til að framleiða. Steingrímur sagði tilboð íslands í GATT-viðræðunum skynsamlegt. Til- boðið væri í samræmi við þá stefnu sem mörkuð hefur verið í búvöm- samningnum. Hann ítrekaði það sem hann hefúr áður sagt að í tilboðinu fælist engin stefnubreyting í landbún- aðarmálum. Þurfum ekki að fleygja okkur fyrir fætur EB Steingrímur sagði að þessi ríkisstjóm hefði haldið vel á málstað íslands í Evr- ópumálunum, en hann sagði að þar væri á ferðinni stærsta hagsmunamál sem íslendingar ættu við að glíma um þessar mundir. Málstaður og sérstaða íslands hefði verið vel kynnt. Hann lagði áherslu á að ísland mætti ekki einangrast og að það yrði að taka þátt í evrópskri samvinnu. Enginn vafi léki á því að það væri okkar hagur að vera innan tollmúranna og að sama skapi okkur í óhag að vera utan þeirra. For- sætisráðherra sagði að þetta þýddi ekki að við yrðum að fleygja okkur fyrir feet- ur Evrópubandalagsins. -EÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.