Tíminn - 17.11.1990, Qupperneq 7

Tíminn - 17.11.1990, Qupperneq 7
Laugardagur.'l 7. nóvember1990 Kmiriri' 7 indirritar eiðstaf á Þingvölium 17. júní 1944 manns Jónassonar og Eysteins Jóns- sonar mátti sín mikils í því að koma í veg fyrir að þessi hugmynd yrði framkvæmd eða festi rætur meðal þjóðarinnar. Það sem við nú köllum Evrópu- bandalag hét í upphafi Efnahags- bandalag Evrópu og var komið til sögu í kringum 1960. Sumarið 1961 hófust miklar umræður hér á landi um afstöðu íslands til Efnahags- bandalagsins í tilefni af inntöku- beiðni Breta, en hún benti til að bandalagið mundi smám saman ná til flestra landa Vestur-Evrópu, þ.á m. Norðurlanda. Þetta var í upphafi stjómartíma Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks. í Sóknum og sigrum, sögu Framsóknarflokksins eftir Þór- arin Þórarinsson, segir svo: „Það var.Jjóst af skrifum stjómar- blaðanna sumarið 1961, að fyrstu viðbrögð stjómarinnar vom þau, að ísland ætti að sækja um aðild að Efnahagsbandalaginu. í Morgun- blaðinu 1. ágúst 1961 birtist forystu- grein þar sem rætt var um Efnahags- bandalagið og rakin nauðsyn þess að íslendingar tækju upp við það sem nánust tengsl. í greininni sagði m.a.: „í þessu efni ber allt að sama bmnni: Við mundum hafa geysimikinn hag af þátttöku í sameiginlega markaðn- um.“ í næstu blöðum Morgunblaðs- ins er svo haldið áfram að ræða mál- ið á þessa leið. 11. ágúst birtist önn- ur forystugrein í blaðinu, þar sem það var rakið enn frekar, hvaða hag Islendingar myndu hafa af því að tengjast Efnahagsbandalaginu og að lokum komist þannig að orði: „Þess vegna verðum við íslendingar að vinda að því bráðan bug að sækja um upptöku í sameiginlega markaðinn, svo að við getum frá upphafi gætt sérhagsmuna okkar." í Morgunblað- inu 19. ágúst 1961 birtist svo enn ein forystugrein ... þar sem sagði m.a.: ,Astæðan til þess að kunnáttumenn telja að ekki megi lengi draga að leggja inn inntökubeiðni er fyrst og fremst sú að framtíðarskipan Efna- hagsbandalagsins er nú í mótun. Með því að sækja um inngöngu geta íslendingar haft áhrif á það, hvemig einstökum málum verður háttað, en ef við leggjum ekki fram inntöku- beiðni, erum við frá upphafi einangr- aðir.“ Þarna er það enn ítrekað í aðal- málgagni ríkisstjórnarinnar (Mbl.) að Islendingar ættu þá þegar að leggja fram inntökubeiðni um fulla aðild að Efnahagsbandalaginu." Síðan rekur Þórarinn nánar afstöðu viðreisnarstjórnarinnar sumarið 1961 og hversu brátt sjálfstæðis- mönnum og Alþýðuflokksmönnum var að ísland sækti um aðild að bandalaginu. Hann segir svo: „Þá var hóað saman í skyndingu fulltrúum nokkurra félagasamtaka og þeim uppálagt að segja til um það fyrir 16. ágúst 1961, hvort þeir væru því samþykkir að sótt yrði um inn- göngu í Efnahagsbandalagið. Málið var túlkað þannig, að útilokað væri að taka upp nokkrar viðræður við bandalagið öðruvísi en að jafnframt væri sótt um fúlla aðild. Frá því var svo sagt með stóm letri í Morgun- blaðinu 18. ágúst 1961, að samtök meginatvinnuvega íslands styðji inntökubeiðni Islands í Efnahags- bandalagið." Kosningamál 1963 Þórarinn Þórarinsson heldur áfram frásögn sinni: „Framkvæmdastjóm Framsóknarflokksins taldi þessi tíð- indi svo alvarleg að á fundi hennar 28. ágúst 1961 kaus hún Eystein Jónsson og Hermann Jónasson til þess að fara á fund ríkisstjómarinnar til að skýra henni frá að Framsóknar- flokkurinn væri andvígur því að stefnt væri með slíku ofurkappi að því að ísland sækti um aðild að Efna- hagsbandalaginu. Framsóknarflokk- urinn hvatti eindregið til þess, að málið yrði athugað miklu betur og stefnt yrði að tolla- og viðskipta- samningi, en ekki aðild. Þessi afstaða framsóknarmanna varð til þess að stjómin fór að hugsa sig betur um. Jafnframt munu hafa borist fregnir utan frá, að íslandi yrði ekki veitt full aðild sökum þess hversu iðnþróun þess væri skammt á veg komin. En stjórnin var samt ekki af baki dottin. Áhugi hennar beindist næst að auka- aðildinni.“ Aukaaðildarstefnan var síðan hin opinbera afstaða viðreisnarstjórnar- innar og setti mikinn svip á pólitísk- ar umræður allt árið 1962 og fram á árið 1963, þar sem fram kom sterk andstaða Framsóknarflokksins gegn henni ekki síður en fullri aðild. Hitt er annað að eftir að umsókn Breta var lögð til hliðar í febrúar 1963 breyttist afstaða ríkisstjómarinnar og lýsti viðskiptaráðherra stjórnar- innar, Gylfi Þ. Gíslason, yfir því að umsókn íslands væri ekki lengur til umræðu. Það mál væri úr sögunni. Forystumenn Framsóknarflokks- ins töldu hins vegar að ríkisstjórnin gæti ekki sloppið svo auðveldlega frá gerðum sínum og hugmyndum um að tengjast Efnahagsbandalaginu. Framundan voru alþingiskosningar, þær vom ákveðnar 9. júní 1963. Framsóknarflokkurinn gerði and- stöðu sína gegn aðild að bandalag- inu að einu aðalmáli kosninganna og átti með því stóran þátt í að vekja athygli þjóðarinnar á hversu afdrifa- ríkt það yrði fyrir sjálfstæði og sjálfsákvörðunarvald íslendinga að bindast slíkum samtökum sem Efnahagsbandalagið væri. Tálsmenn aðildarhugmyndarinnar í Sjálfstæð- isflokki og Alþýðuflokki hreyfðu þessum hugmyndum sínum ekki í meira en tuttugu ár, enda fóm aðrir tímar í hönd í samskiptum við Evr- ópuríki en að það hvetti til náinna pólitískra tengsla við þau. Tími hinnar hörðu landhelgisbaráttu var genginn í garð. Meðan á henni stóð var þjóðin sameinuð um að berjast fyrir fullum rétti sínum yfir fiski- miðum og auðlindalögsögu, sem menn vissu þá og ættu að vita enn í dag að samrýmist ekki neins konar aðild að ríkjabandalagi Evrópu, heldur ekki því „evrópska efnahags- svæði" sem nú er staðið í samning- um um milli EFTA og EB, ef gengið er skilyrðislaust að fyrirhuguðu stjórnskipulagi þess. Frelsið er vöm smáþjóðar gegn _________einangrun Flokksþing Framsóknarflokksins sem nú er haldið stendur því í sömu sporum og árið 1963, þegar alþingis- kosningar stóðu fyrir dyrum, að gera „Evrópumálin" að kosningamáli í kosningunum á vori komanda. Raunar er enn meiri þörf á því nú en nokkru sinni áður að halda uppi harðri andstöðu gegn aðild að Evr- ópubandalaginu, því að áróðurinn fyrir því máli síðustu þrjú ár hefur haft meiri áhrif á almenning en við hefði mátt búast. Aðalforystumenn Sjálfstæðisflokksins hvetja til þess að íslendingar fari að undirbúa sig und- ir inngöngu í bandalagið. Markaðs- hyggjumenn í hagsmunasamtökum, stjórnmálaflokkum og áhrifamiklum valdastöðum beita aðstöðu sinni til þess að sannfæra þjóðina um nauð- syn þess að „endurmeta" viðtekinn skilning á fullveldi þjóðarinnar og sjálfstæðishugtakinu. Þjóðinni, ekki síst unga fólkinu, er ógnað með því að íslendingar „einangrist" sem fá- tæktarþjóð ef þeir hafni aðild að Evr- ópuríkinu. Áhrifamiklir fjölmiðlar ýta undir þennan boðskap með ein- hliða fréttum og fréttaskýringum. Flokksþing Framsóknarflokksins má að vísu ganga út frá því að þessi áróður hafi síast inn í hug margra landsmanna. Margt bendir til að svo sé. Ekki síst þess vegna verður flokksþingið og forystusveit Fram- sóknarflokksins að herða andstöð- una gegn þessum áróðri og vera þar í fararbroddi. Þetta þarf að koma skýrt fram í ályktun flokksþingsins og í kosningabaráttunni, sem fram und- an er. Þess er auk þess að vænta, að þótt áróður fyrir nánum tengslum við Evrópubandalagið hafi fengið hljómgrunn í bili, er ólíklegt að hann hafi fest rætur sem ekki sé hægt að rífa upp. Undir niðri er and- staðan gegn afsali pólitísks fullveld- isréttar án efa vakandi hjá íslensku þjóðinni. Það er horft til Framsókn- arflokksins um að glæða þjóðrækn- isandann, jafnt pólitískan sem menningarlegan. Þá mun það koma af sjálfu sér að allir skilja, að vörn smáþjóðar gegn einangrun er að vera frjáls að stjórnskipan og stjórn- arfari. Þetta sannar ekki aðeins saga íslensku þjóðarinnar, heldur saga allra smáþjóða sem Iotið hafa út- lendu alríkisvaldi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.