Tíminn - 17.11.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Laugardagur 17. nóvember 1990
TILKYNNING FRÁ
OSTA- OG SMJÖRSÖLUNNI sf.
í nýútkomnu jólablaði okkar,
Á JÓLARÓLI nr. 2,
átti sér stað misprentun í tveimur
uppskriftum.
Jólakaka í sérflokki:
Hér skal nota 1/2-1 tsk. af lyftidufti
en ekki 6 tsk.
Myntuábætir:
Hér eiga að vera
2 bollar af súkkulaðikexmylsnu
en ekki súkkulaðimylsnu.
Við biðjumst hér með velvirðingar
á þessum mistökum.
JEPPA-
HJÓLBARÐAR
Hágæða hjólbarðar
HANKOOK frá Kóreu
215/75 R15 kr. 6.950,-
235/75 R15 kr. 6.950,-
30/9,5 R15 kr. 6.950,-
31/10,5 R15 kr. 7.950,-
33/12,5 R15 kr. 9.950,-
Örugg og hröð þjónusta
BARÐINN hf.
Skútuvogi 2, Reykjavík
Símar: 91-30501 og 91- 84844
BÍLALEIGA
með útibú allt í kringum
landið, gerir þér mögulegt
að leigja bíl á einum stað
og skila honum á öðrum.
Reykjavík
91-686915
Akureyri
96-21715
Pöntum bíla erlendis
interRent
Europcar
Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á
níræðisafmæli mínu þann 9. nóv. með skeytum,
kortum, gjöfum og samtölum. Sérstakarþakkir fá
börn mín og starfsfólk hjúkrunardeildar Vífil-
staðaspítala, sem gerðu daginn ánægjulegan og
eftirminnilegan.
Guð blessi ykkur öll og launi fyrir mig.
Jón Einar Jónsson
frá Skálanesi
-----------------------------------------------------ð
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma
Jónína Sigurlaug Þórarínsdóttir
Æsufelli 2, Reykjavík
sem lést á Landspítalanum 8. nóvember verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju mánudaginn 19. nóvemberkl. 13.30.
Helgi Magnússon
Guðmundur Helgason Inga Númadóttir
Helgi Þórarinsson
AHreð Þórarinsson
Signý Þórarinsdóttir
og bamaböm
Á myndinni em flórir af aðstandendum keppninnar hér á landi, þeir Bragi R. Jónsson, Samúel Guðmundsson,
Karí Jóhannesson og Jóhann Þór Jónsson.
Samnorræn stjórnunarkeppni:
Keppt í stjórnun
Þessa dagana stendur yfir skráning í Samnorrænu stjómunar-
keppnina. Þessi keppni er nú haldin í fjórða sinn hér á landi en hún
var fyrst haldin í Finnlandi þegar nemendafélag háskólans í Hels-
inski fór af stað með keppni fyrir stjómendur fyrirtækja árið 1983.
í upphafi var hugmyndin sú að
halda keppnina innan Finnlands, en
ákveðið var að gefa stjórnendum fyr-
irtækja í fleiri löndum kost á þátt-
töku. Árið 1985 sáu verslunarhá-
skólarnir í Bergen og Stokkhólmi
um keppnina í viðkomandi löndum
og ári seinna slóst verslunarháskól-
inn í Kaupmannahöfn í hópinn. Árið
1987 bættust svo viðskiptafræði-
nemar í Háskóla íslands í hóp þeirra
sem sjá um keppni þessa og fékk
keppnin þá nafnið Scandinavian
Business Tournament.
Keppnin er í því fólgin að keppend-
ur stjórna ímynduðu lyrirtæki á til-
búnum markaði í fimm rekstrarár. Á
þessum tíma verða keppendur að
taka margvíslegar ákvarðanir, svo
sem hversu mikið skuli framleiða,
fjárfesta, kaupa af hráefni o.s.frv. í
þessum tilgangi fylla keppendur út
sérstakt ákvörðunarblað og eru
ákvarðanirnar síðan slegnar inn í
tölvu og keyrðar í þar til gerðu for-
riti, þar sem hver keyrsla telst eitt
rekstrarár. Sigurvegari verður svo
það lið sem skilar mestum hagnaði á
fimm ára tímabili. Slík keppni er
haldin í hverju landi fyrir sig og tvö
efstu liðin frá hverju landi mætast
svo í úrslitakeppni um hver verði
Norðurlandameistari.
Lögð er áhersla á að starfsmenn
fyrirtækja í öllum greinum, hvar
sem er á landinu, geta tekið þátt í
keppninni. Liðum hefur verið gefinn
kostur á að skora á önnur fyrirtæki á
að senda lið í keppnina, og geta því
keppinautar í svipuðum greinum
keppt sérstaklega við hvorn annan.
Keppnin fer þannig fram að liðun-
um er skipt niður í riðla og geta allt
að 10 lið keppt saman í hverjum
riðli. Hver riðill er einnig sérstakur
samkeppnismarkaður, þ.e. hag-
kvæmni þeirrar ákvörðunar sem
tekin er fer eftir því hvaða ákvarðan-
ir hin liðin taka um sama efni. Síð-
ustu þrjár keyrslurnar verða allar
sama daginn og verða öll lið saman
komin undir einu þaki. Fyrstu
keyrslurnar fara fram bréfleiðis en
með því að hafa alla keppendur á
sama stað verður keppnin meira
spennandi og baráttan og sigurvilj-
inn magnast meðal keppenda.
Fyrsta árið sem keppnin var haldin
á Islandi tóku 16 Iið þátt og sigraði
lið Hewlett Packard en Prentsmiðj-
an Oddi lenti í öðru sæti. Liðin tvö
fóru síðan til Bergen til að keppa til
úrslita um Norðurlandameistaratit-
ilinn og náðu Oddamenn þeim
glæsilega árangri að komast í þriðja
sæti. Annað árið vann HP aftur en
lið Félagsstofnunar stúdenta varð í
öðru sæti. í fyrra hafði liðunum
fjölgað í 28 og urðu lið SPRON og
Ríkisspítala í tveimur efstu sætun-
um og tóku þátt j Norðurlandaúr-
slitunum hérna á íslandi ásamt lið-
um frá öllum hinum Norðurlöndun-
um. Eftir hatramma keppni í rekstri
íslensks frystihúss stóð lið Orion-
yhtma OY frá Finnlandi uppi sem
sigurvegari en litlum sögum fer af
gengi íslendinga.
í bæklingi sem nýlega kom út og
kynnir keppnina segir að hún sé fyr-
ir alla þá sem áhuga hafi á að glíma
við ákvarðanatöku í fyrirtækjum.
Einnig er hún fyrir fyrirtæki sem
hafi áhuga á að mennta og þjálfa
starfsmenn sína í stjórnun, víkka
sjóndeildarhring starfsmanna og
vekja athygli þeirra á ýmsum vanda-
málum sem nútíma fyrirtæki þurfi
að glíma við og þar að auki þá auki
keppnin á samstöðu starfsmanna og
sé skemmtileg nýjung í starfs-
mannaþjálfun. Þátttakendur þjálfast
í mikilvægum ákvarðanatökum, sjá
afleiðingar rangra ákvarðana eða ár-
angur ákvarðana sinna á skömmum
tíma, sjá svörun keppinauta sinna,
skilja betur teygnihugtakið og læra
að nýta sér hinar ýmsu kennitölur.
Þátttökugjald fyrir hvert lið er
60.000 krónur og nánari upplýsing-
ar fást um keppnina í síma 629932.
—SE
HEILSUGÆSLUSTÖÐ Á
HÚSAVÍK
Boðinn er úr lokafrágangur heilsugæslustöðvar
á Húsavík, þ. á m. málun inni, frágangur gólfa og
raflagna, innréttingar, hreinlætistæki og frágang-
ur lóðar. Verkið er boðið út í einu lagi. Gólfflatar-
mál hússins er um 1477 ferm.
Tilboð óskast í verkið bæði miðað við verklok
31. maí 1991 og miðað við verklok 31. október
1991.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri
Borgartúni 7, Reykjavík, til og með fimmtudegi
29.11. gegn 10.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni
7, þriðjudaginn 4. desember nk. kl. 14.00.
INNKAUPASTOFIMUINi RÍKISINS
BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK
t
/ m i n n i n g u
VALS ARNÞÓRSSONAR
Margir hafa misst og margir
sakna góðs vinar og samferðamanns.
Margir hafa tjáð sig við okkur
nánasta fólkið hans með ómetanlega
hlýjum kveðjum.
Fyrir það viljum við þakka heils hugar.
Blessun fylgi ykkur öllum.
Sigríður Ólafsdóttir