Tíminn - 17.11.1990, Síða 9

Tíminn - 17.11.1990, Síða 9
Föstudagur 17. nóvember 1990 Tíminn 21 Friðrika Sigríður Bjamadóttir Fædd 7. nóvember 1917 Dáin 11. nóvember 1990 Mig langar til að minnast með fá- um orðum móðursystur minnar, sem lést á Landspítalanum 11. nóv. ‘90 eftir skamma en erfiða sjúk- dómslegu. Hún var rétt 73 ára að aldri þegar hún lést. Sigríður var fædd að Reykjum í Tungusveit í Skagafirði og voru for- eldrar hennar hjónin Kristín Sveinsdóttir, f. 13. jan. 1885, d. 13. jan. 1967, og Bjarni Kristmundsson bóndi, f. 2. maí 1887, d. 24. júní 1954. Hún ólst upp í stórum systkinahópi við kröpp kjör eins og svo margir upp til sveita í þá daga. Systkinin voru 15 og komust 13 til fullorðins- ára. í dag eru 9 af systkinunum á lífi. Fjölskyldan bjó á Reykjum þar til Sigga, eins og hún var ævinlega kölluð, varð 7 ára, en þá var flutt að Grímsstöðum í sömu sveit og þar bjuggu foreldrar hennar frá 1924- ‘44. Bærinn fór í eyði þegar afi og amma fluttu að Hafragili í Laxárdal í Skagafirði, enda aðstaða öll á Gríms- stöðum alla tíð erfið til búskapar. Sigga var ekki gömul þegar hún þurfti að taka til hendinni við öll al- geng störf til sveita. Var sérlega til þess tekið hve hjálpleg og dugleg hún var með yngri systkini sín og studdi þau með ráðum og dáð. Hún var alla tíð fórnfús og ósérhlífin og hugsaði meira um hag annarra en sjálfs sín. Ekki átti hún eftir að fest- ast í sveitinni frekar en margir aðrir, en alltaf talaði hún með hlýhug og virðingu um sveitina sína. Úr sveitinni lá svo leiðin til Reykja- víkur þar sem helst var einhverja vinnu að fá á þeim tíma. Fljótlega eftir að hún kom til Reykjavíkur kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Ara Jósefssyni, fyrrv. toll- verði, f. 27. júní 1913. Þau giftu sig 10. des. 1943 og hófu búskap í Reykjavík þar sem þau bjuggu alla tíð. Foreldrar Siggu bjuggu hjá þeim hjónum að Langholtsvegi 79 eftir að þau brugðu búi og fluttu til Reykja- víkur 1950. Voru þau hjónin mjög samhent að gera dvöl gömlu hjón- anna sem ánægjulegasta og standa systkini hennar í ævarandi þakkar- skuld við þau. Voru afi og amma umvafin hlýju og kærleika á heimili þeirra alla tíð. Sigga og Ari eignuðust 2 börn. Kristínu Amelíu Sigríði, f. 11. júní 1946, húsmóður. Eiginmaður Guð- mann Sigurbjörnsson, f. 30. sept. 1947, flugmaður. Þau eru búsett í Lúxemborg og eiga 3 syni. Ómar Karl, f. 9. des. 1949, skrifstofustjóra. Eiginkona Áslaug Pétursdóttir, f. 3. maí 1951, hjúkrunarfræðingur. Þau eru búsett í Garðabæ og eiga 3 börn. Sigga helgaði sig húsmóðurstörf- um allt sitt líf og var heimili hennar ávallt til fyrirmyndar og þangað gott að koma. Hún hafði gaman af að ræða um liðna tíð, var uppfull af fróðleik, enda mjög bókhneigð. Á heimili hennar var lengst af afar gestkvæmt og þar var eins konar miðstöð systkina hennar og annars frændfólks þegar það kom til Reykjavíkur. Systkinin hittust oft hjá henni og var þá glatt á hjalla, mikið skrafað og gert að gamni sínu. Var oft unun fyrir mig þá sem ungan dreng að fylgjast með þessu káta og lífsglaða fólki. Alla tíð var mikið og náið 'kamband milli þessa stóra systkinahóps. En núna hafa tvær systranna farið yfir móðuna miklu á þessu ári. Sigga fylgdist af lífi og sál með upp- vexti barnabarna sinna og dvaldi oft langdvölum ásamt Ara hjá dóttur sinni í Lúxemborg hin síðari ár. Það mátti sjá að hún geislaði af gleði þegar hún talaði um barnabörn sín sem hún hefði vel þegið að geta fylgst betur með og séð vaxa úr grasi. Hún var ákaflega trúuð kona og kveið ekki vistaskiptunum þegar hún vissi að hverju dró. Að leiðarlokum vil ég þakka henni fyrir allt sem hún var mér, foreldr- um mínum og systkinum í gegnum tíðina. Systkini hennar öll þakka henni ástúð og kærleika alla tíð. Elsku Ari, Kitta, Manni, Ómar, Ás- laug og börn. Ég votta ykkur inni- lega samúð á þessum erfiðu tíma- mótum. Það er þó huggun harmi gegn að hér er gengin góð kona sem vildi öllum vel. Blessuð sé minning hennar. Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar gfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Jón Aðalsteinn Jóhannsson. Ingibjörg Þorsteinsdóttir frá Grund Fædd 4. október 1902. Dáin 29. október 1990 Mig langar til að minnast föður- systur minnar, Ingiríðar Þorsteins- dóttur, sem andaðist á héraðshæl- inú á Blönduósi 29. október sl. Ingiríður er fædd á Grund í Svína- dal í Austur-Húnavatnssýslu 4. okt. 1902, dóttir hjónanna Þorsteins Þorsteinssonar, bónda þar, og Ragn- hildar Sveinsdóttur sem var seinni kona hans. Inga, eins og hún var alltaf kölluð, var elst 5 alsystkina en þau eru Steinunn, f. 1905. Hún á eina dóttur, Ástu. Þóra, f. 1908. Búa þær þrjár saman á Flókagötu 7 í Reykjavík. Guðmundur, f. 1910, býr á Syðri-Grund, giftur Guðrúnu Sig- urjónsdóttur og eiga þau 4 börn. Þórður, f. 1913, býr á Grund, giftur Guðrúnu Jakobsdóttur. Eiga þau 4 börn. Inga ólst upp á Grund hjá foreldr- um sínum og vann öll venjuleg heimilisstörf eins og venja var á þeim tíma. Haustið 1921 trúlofaðist Þorsteini Sölvasyni frá Gafli í Svína- dal, sem var búinn að vera kaupa- maður á Grund í nokkur sumur þar áður. Þorsteinn var kennari að mennt og kenndi á Hvammstanga á veturna og var svo heima á Grund á sumrin. Þorsteinn var mesti sóma- maður, vel greindur og hagmæltur. Þau Inga og Þorsteinn tóku að sér lítinn dreng, Pál Eyþórsson, sem dvaldi á Grund. Ólst hann upp á Grund í skjóli Ingu til fullorðinsára og var hún honum ætíð góð. Heitir einn sonur Páls í höfuðið á Ingu og segir það sína sögu. Hamingja Ingu og Þorsteins var stutt því 27. júní 1924 dó Þorsteinn úr lömunarveiki eftir nokkurra daga legu. Veit ég að Inga vakti yfir honum nótt og dag þá erfiðu sólarhringa og held ég að hún hafi aldrei jafnað sig til fulls af þeirri miklu sorg. Þetta var mikið áfall fyr- ir Ingu og allt heimilið því eðlilega báru þau öll mikið traust til Þor- steins, þar sem Þorsteinn, faðir Ingu og þeirra systkina, dó 1921 og var því Þorsteinn Sölvason fyrirvinna heimilisins á sumrin. Ástæðurnar voru því ekki góðar á þessu heimili, en þau gáfust samt ekki upp. Ragn- hildur hélt áfram að búa á hluta jarðarinnar með börnum sínum þó erfitt væri, drengirnir innan við fermingu og Þóra mikið fötluð eftir lömunarveiki sem hún fékk um sama Ieyti og Þorsteinn dó. En það tókst að halda heimilinu saman með miklum dugnaði og sparsemi. Reyndi þá mikið á Ingu og þau systkini öll við að aðstoða móður sina. Árið 1934 flutti Inga suður til Reykjavíkur og fór þá að vinna á Landspítalanum og vann þar alveg óslitið til 1982. Hún hélt alltaf mik- illi tryggð við sitt æskuheimili því alltaf kom hún norður að Grund á hverju sumri og tók sér yfirleitt lengra frí en hún átti til að geta hjálpað til við heyskap og önnur verk sem til féllu. Inga var dugleg, vann öll sín verk af alúð og natni, hún var ekki að hugsa um hvort verkin voru hennar verk eða ekki, hún bara gerði þau og dró þau ekki til morguns. Man ég alltaf hvað við krakkarnir á Grund hlökkuðum mikið til þegar von var á Ingu norð- ur. Hún kom alltaf með gjafir handa öllum stórum og smáum. En ég held að hún hafi glaðst alveg eins mikið og við sem þáðum, því það var hennar líf og yndi að gefa og gera öðrum gott, mönnum og málleys- ingjum. Ef allir breyttu eins og Inga gerði þá væri veröldin öðruvísi en hún er í dag. Eins og áður segir vann Inga lengi á Landspítalanum og var þar mjög vel liðin, sem eðlilegt var þar sem hún var vel lynt, alltaf glöð og ánægð með sitt. Hún vann lengi á kaffistofu röntgendeildarinnar og sá þar um að gefa læknum og hjúkrun- arfólki kaffi og fór það henni vel. Ég þurfti tvívegis að liggja lengi á Land- spítalanum og brást það held ég aldrei að Inga kæmi til mín tvisvar á dag, þegar hún kom í vinnuna og svo áður en hún fór heim á kvöidin. Það var svo gott að fá Ingu í heim- sókn, hún var alltaf svo glöð og bjartsýn. Síðustu 5 árin dvaldi Inga á Héraðshælinu á Blönduósi og leið þar ætíð vel því þar voru allir góðir við hana, sem ég hér með þakka. Að lokum vil ég og fjölskylda mín öll þakka Ingu fýrir öll hennar gæði í okkar garð og óska henni góðrar heimkomu því það eitt á hún skilið. Ragnhildur Þórðardóttir Sigtryggur Ámason Nýlega var til moldar borinn Sig- tryggurÁrnason, íyrrverandi yfirlög- regluþjónn í Keflavík. Síðustu vakt hans þessa heims var lokið og aðrar, óræðari skyldur kölluðu. í raun er það alls ekki létt verk að skrifa um Sigtrygg Árnason í fáein- um orðum. Óhætt er að segja um hann að hann hafi verið litrík per- sóna — einn þeirra manna sem marka spor. Skal svo sem engan furða þegar saman fara sérstæðir persónueiginleikar annars vegar og stórbrotnar samfélagsbreytingar hins vegar. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum íyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. Sigtryggur Árnason var af þeirri kynslóð Islendinga sem upplifði kynngimagnaðri framfarastökk en þekkst hafa í sögu landsins. Þannig var hann sjálfur fæddur og uppalinn í sveit, mótaður af einföldum sam- hljóm við íslenska náttúru og ung- mennafélagsandann í sinni mestu reisn. Með þetta vegarnesti kom sveitapilturinn, stóri og vörpulegi, á mölina hér syðra. Það voru svipt- ingaár á fimmta áratugnum þegar upp úr sauð af vaxtarverkjum her- setu og útgerðar. Keflavík var í hröð- um vexti og í þeirri hringiðu sló oft í brýnu milli dugandi landnema. Mál voru oftar en ekki afgreidd með hnefarétti fremur en fyrir dómstól- um. Og það kom í hlut Húnvetnings- ins Sigtryggs að koma lögum og reglu á þetta sérkennilega samfélag. Til þess var honum í upphafi ekki bú- inn annar kostur en gamall og aflóga braggi og tveir jafnfljótir sem farar- tæki. Sem nærri má geta var hér um erfitt og vandasamt verk að ræða. Kom Sigtryggi þar vel að hafa geng- ið í smiðju til hins kunna íþrótta- garps, Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Furðar engan þótt á stundum stæði styr um þennan frumherja löggæslu í Keflavík. Þar reyndi á festu og ákveðni en skyldu- ræknin og trúfestan við starfið var Sigtryggi mikilvægur eiginleiki í þeirri þolraun. Ekki er ólíklegt að sá tími hafi mótað viðmót hans þegar skilningur annarra á vandasömu verki gat verið í hæpnara lagi. Eða hversu oft hættir okkur ekki til að dæma á grundvelli takmarkaðrar þekkingar? Er fram liðu stundir færðist smám saman meiri festa yfir samfélagið og löggæslan tók mið af því. Nærri hálfrar aldar löggæsla á Suðurnesjum hvíldi að verulegu leyti á breiðum herðum Sigtryggs. Æviyerki sínu skilaði hann með sóma. Svo sem nærri má geta þurfa lög- reglumenn oft að taka miður vinsæl- ar ákvarðanir í starfi sínu. Ýmsum kann að hafa þótt yfirlögregluþjónn- inn hrjúfur og kaldur. Hitt leyndist ekki þeim sem með honum störfuðu að undir ákveðnu yfirborðinu bjó blíðlyndur og umhyggjusamur ein- staklingur. Engu er líkara en í Sig- tryggi hafi togast á annars vegar bóndinn og hestamaðurinn en hins vegar lögreglumaðurinn, sem átti svo í vök að verjast á frumbýlingsár- unum. Nýliðum, sem reyndari starfsfélögum, reyndist hann hjálp- samur og örlátur á ráð. Hinn sér- stæði frásagnarmáti hans létti oft erfiðar vaktir og má segja að sumar sagna Sigtryggs séu sígildar. Þar birtist hin sanna íslenska frásagnar- hefð í allri sinni dýrð. Með Sigtryggi Árnasyni lýkur ákveðnum kapítula í löggæslu Suð- urnesja og hlýtur hann að teljast til merkilegra einstaklinga í sögu okkar hér syðra. Með þessum orðum kveðja lögreglumenn fyrrum félaga sinn og yfirmann. Blessuð sé minn- ing hans. Þórir Maronsson, yflrlögregluþjónn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.