Tíminn - 17.11.1990, Page 15
l!:áiigardáaurÍ7'.nóvbÍT(bér19áO.
-----ífjmihn.27.'
Ólympíuleikarnir í Barcelona:
Knattspyrnan hefst
daginn fyrir opnun
Daginn fyrir setningarathöfn
Ólympíuleikanna í Barcelona 1992,
hefst knattspyrnukeppni leikanna.
Knattspyrnan hefst 24. júlí, en setn-
ingarathöfnin verður ekki fyrr en
25. júlí. Þetta er tillaga Alþjóða-
knattspyrnusambandsins, en Al-
þjóða ðlympíunefndin á effer að
leggja blessun sína yfir tillöguna.BL
NISSAN SUNNY SENDIBÍLL
Ljúfur og þægilegur vinnuþjarkur
VERÐ KR. 580.000 sTGR. án VSk
Getum líka boðið þér afborgunarkjör sem eru hreint ótrúleg!
Hringdu og heyrðu allt um það.
BÍLASÝNING
laugardag og
sunnudag
kl. 14 tii 17
Ingvar
Helgason ht
Sævsrhöfða 2
Sími 91-674000
Fjörug helgi
í dag mætast Stjaman og ÍR í Garða-
bæ, Valur og Grótta á Hlíðarenda og
Víkingur og Haukar í Laugardalshöll í
1. deild karla í handknattleik. AlUr
leUdmir hefjast Id. 16.30. Á morgun
leika Selfoss og Fram á Selfossi Id.
20.00.
Á morgun eru fjórir leikir í úrvals-
deildinni í körfuknattleik. Kl. 16.00
leika Snæfell og Haukar í Stykkis-
hólmi, en kl. 20 mætast ÍR og KR í
Seljaskóla, Þór og Valur á Akureyri og
Keflavík og Grindavík í Keflavík. BL
Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu:
Frakkar án Cantona
og Papin í Tirana
Loks kom að því að lið Denver
Nuggets ynni leik í NBA-deildinni í
körfuknattleik. Það gerist í fyrri-
nótt þegar liðið lagði Minnesota
Timberwolves að velli með „að-
eins“ 117-108.
Orlando Magic sigraði Utah Jazz í
framlengdum leik 102-99 og Los
Angeles Lakers þurfti einnig fram-
Iengingu til að sigra Houston Roc-
kets 108-103.
Portland Trail Blazers er enn tap-
laust eftir stórsigur á New York
Knicks 141-125.
Golden State Warriors sigraði
Chicago Bulls 103-93 og San An-
tonio Spurs vann Sacramento Kings
122-93. BL
í dag mætast Albanir og Frakkar í
1. riðli undankeppni Evrópumóts
landsliða í knattspymu í Tirana,
höfuðborg Albaníu, en íslenska
landsliðið leikur einmitt í þessum
sama riðli. Stórt skarð er höggvið í
raðir Frakka í dag, því framheijam-
ir snjöllu, Eric Cantona og JeanPi-
erre Papin, geta ekki leikið með
vegna meiðsla.
Þeir Cantona og Papin hafa að und-
anfórnu verið einn hættulegasti
framherjadúett Evrópu, bæði með
franska landsliðinu og félagsliði
sínu Marseillé. Þeir hafa skorað 17
landsliðsmörk á 15 mánuðum.
Michel Platini, landsliðsþjálfari
Frakka, verður í dag að treysta á að
þeir Philippe Tibeuf, framherji St.
Etienne, og Pascal Vahirua, kant-
maður Auxerre, haldi uppi merki
þeirra Cantona og Papin og skori
mörk sem dugi Frökkum til sigurs.
Frakkar eru efstir í riðlinum eftir
sigur á íslendingum og Tékkum og
Platini er ákveðinn í því að fá stig til
viðbótar í dag. „Ég sætti mig við 1-0
sigur og að markið komi ekki fyrr en
á 89. mín. Ég veit að í albanska lið-
inu eru góðir einstaklingar, þeir eru
tæknilega góðir og geta truflað okk-
ur í allt að 45 mínútur," segir Plat-
ini.
En fleiri Marseille-Ieikmenn eru
meiddir en Cantona og Papin.
Miðjumaðurinn Philippe Vercruysse
er meiddur á ökkla og bakvörðurinn
Manuel Amaros er að jafna sig eftir
NBA-deildin:
Fyrsti sigur
Denver Nuggets
aðgerð á hné og þeir geta ekki leikið
með í dag.
Frakkar státa af því að vera sú Evr-
ópuþjóð sem lengst hefur verið
ósigruð, 20 mánuðir eru liðnir frá
því Frakkar töpuðu fyrir Skotum.
Síðan hafa þeir meðal annars sigrað
V-Þjóðverja, en það gerðist í febrúar
sl.
Frökkum er það vel ljóst að sigur í
Tirana í dag er allt annað en örugg-
ur fyrirfram. Marseille gerði marka-
laust jafntefli gegn Dinamo Tirana í
Evrópukeppninni í síðasta mánuði.
Albanir státa samt ekki af glæstum
sigrum á knattspyrnuvellinum á
liðnum árum. Þeir hafa ekki haft
sigur í landsleik í 6 ár og í eina leik
sínum í Evrópukeppninni til þessa
Körfuknattleikur:
Páll kjörinn
körfuknattleiks-
maður ársins
Körfuknattleikssamband ís-
lands hefur útnefnt Pál Kolbeins-
son, leikmann nteð KR, körfu-
knattleiksmann ársins 1990.
Páll var valinn leikmaður keppn-
istímabilsins 1989-1990 af leik-
mönnum í úrvalsdeildinni, en
hann var einn allrabesti leikmað-
ur KR-liðsins, sem varð þá ís-
landsmeistari. Páll lék sýningar-
leik með Norðurlandaúrvalinu
gegn landsliði Finna í september á
þessu ári.
BL
töpuðu þeir 2-0 fyrir íslendingum í
Reykjavík. Síðast gerðu Albanir
jafntefli gegn Grikkjum fyrir tæpum
2 árum.
Agron Sula, sem tók við albanska
liðinu fyrir 5 árum, segir: „Okkar
bestu leikmenn hafa ekki næga trú á
sjálfum sér. Þeir hafa enga hugmynd
um hvað það er að sigra og þá skort-
ir lágmarks sjálfstraust."
Liðin Albanía: Anesti Arapi, Genci
Ibro, Skender Hodja, Rabo Taho eða
Artur Lekbello, Arjan Stafa, Mirel
Josa, Lorenc Leskaj, Sulejmman De-
mollari, Hysen Zmijani, Sokol
Kushta og Kujtim Majaci. Frakk-
land: Bruno Martini, Basile Boli,
Laurent Blanc, Bernard Casoni,
Frannck Sauzee, Bernard Pardo,
Didier Deschamps, Jean-Phillippe
Durant, Jean-Marc Ferreri, Philippe
Tibuf og Pascal Vahirua. BL
Páll Kolbeinsson.
Enska knattspyman:
Hvað gerir
Gascoigne
gegn Everton?
Ensld landsliðsmaðurinn Paul
Gascoigne ætlar sér áreiðanlega
að sýna Graham Taylor, fram-
kvæmdastjóra enska landsliösins,
hvað hann getur, þegar Tbttenham
mætir Everton á dag. Gascoigne
varð að sætta sig við að sitja á
varamannabekknum á miðviku-
daginn þegar Englendingar léku
gegn írum í Dublin. ,4 hverri viku
leik ég leiki í 1. deildinni sem eru
eins og leikurinn gegn írum. Mér
finnst ég valda þeirri pressu sem á
manni er í landsleikjum, ég hef
þegar það mikia reynslu," segir
hann.
Mótherjar Tottenham í dag eru
Everton, sem er í mMli fallhættu
í deildinni. Tottenham er í 3. sæti
deildarinnar, 9 stigum á eftir Li-
verpool. Hovvard Kendall stjómar
Everton-liðinu í sínum fyrsta
heimaleik í dag, en hann tók ný-
lega víð liðinu eftir dvöl á Spáni og
hjá Manchester City. Á áttunda ár-
tugnum náði Everton-liðið góðum
árangri í deildinni og Evrópu-
keppninni undir stjóm Kendalls.
Annar fyrrum Evertonmaður,
Peter Reid, hefur verið ráðinn
sem arftaki Kendalls hjá City.
Hann ætlar jafnvel að taka sjálfan
sig út úr Uðinu sem mætir Luton
á útívelli í dag. Cify, sem er í 6.
sæti í 1. deild, hefurenn ekkiunn-
ið leik á útívelli, öllum 5 útileikj-
um liðsins til þessa hefur kddð
með 1-1 jafhtefli.
Uverpool sækir Covenby heím í
dag, en þar er einnig nýr sfjóri við
stjómvöKnn, Térry Butcher, eins
og áður hefur komið fram í blað-
inu.
Arsenal, sem tapaði 2 stígum í
vikunni í kjölfar slagsmála leik-
manna í lelk gegn Manchester Un-
ited fyrir skömmu, mætir Sout-
hampton í dag. Arsenal má ekki
við því að tapa flehi stlgum, for-
skot Uverpool er þegar orðið ærið
og meistaratitíllinn blasir við fé-
laginu enn eitt árið.
Tékkinn Ivo Stas verður væntan-
lega í liði Aston Villa, sem mætir
Norwich í dag. Stas var keyptur tíl
VUla fyrr í vikunni fyrir 200 þús-
und pund frá Banik Ostrava í
Tékkóslóvakíu. Stas, sem er
landsliðsmaður, skoraði sjálfs-
maric gegn Aston Villa í UEFA-
keppninni í síðasta mánuði, þann-
ig að hann er þegar farinn að skora
fyrirVilla.
Framkvæmdastjóri Villa er sem
kunnugt er Josef Venglos, sem
stjómaði liöi Tékka á HM í sumar.
í ensku 1. deildinni eru fyrir Téldt-
arnir Ludek Mðdosko hjá West
Ham og Jan Stejskal þjáQPR-
BL