Tíminn - 17.11.1990, Side 16
RÍKISSKIP
NUTIMA FLUTNINGAR
Hatnarhusmu v Tryggvagotu,
S 28822
SAMVINNUBANKINN
L í BYGGÐUM LANDSINS
IE3 NIS5AN grps
Réttur bíll á
réttum stað.
Ingvar
11 | | Helgason hf. /jfíP M / Æ&tf)
Sævartiöföa 2 Sími 91-674000 L -/
m
I iniinn
LAUGARDAGUR17. NÓVEMBER1990
Hlutverk dagblaðanna víðtækara en ýmsir kynnu að ætla:
Dánarauglýsingar helsti
gagnabanki lífeyrissjóða
Má það ekki merkilegt heita á okkar miklu upplýsingaöld, að slíkar
gloppur skuli enn leynast í öllu kerfínu að almannatryggingar og lífeyr-
issjóðir þurfa að hafa athugult fólk í vinnu við að kemba dag hvern dán-
arauglýsingar dagblaðanna til að hægt sé að koma í veg fyrir að ellilífeyr-
ir sé sendur til fólks löngu eftir að það er komið undir græna torfu?
„Ríkisendurskoðun leggur til að
launakerfi Launaskrifstofu ríkisins
og lífeyriskerfi Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins verði samkeyrt við
þjóðskrá við launavinnslu í hverj-
um mánuði. Þannig má girða fyrir
greiðslu launa til þeirra sem ekki
eru á þjóðskrá," segir m.a. í nýrri
skýrslu Ríkisendurskoðunar um
Launaskrifstofu ríkisins.
Á tímum þegar flestir hafa á til-
finningunni að þeir séu vandlega
skráðir með nafni og ýmsum núm-
erum og kennitölum í þéttriðnum
tölvunetum um þjóðfélagið þvert
og endilangt, fer ekki hjá því að slík
tillaga veki nokkra athygli. Enda
líka við því að búast að Launaskrif-
stofa, sem kostar ríkissjóð 130
milljónir kr. í rekstri, hefði nærtæk-
ari gögn en þjóðskrána til að
stemma af launagreiðslur ríkis-
sjóðs. Samkvæmt upplýsingum frá
Ríkisendurskoðun eru dæmi um
það að laun eða lífeyrir hafi verið
greidd í nokkurn tíma eftir að fólk
er látið. Þessi launakerfi hafi til
þessa verið keyrð með þjóðskránni
einu sinni á ári. En til þess að girða
fyrir þann óþarfa að greiða laun til
látinna og þau ieiðindi, sem af því
hljótast ef krefjast þarf endur-
greiðslu ofgreiddra launa eða lífeyr-
is til látins manns, telur Ríkisendur-
skoðun nauðsynlegt að keyra launa-
kerfin mánaðarlega saman við ann-
að hvort þjóðskrána, eða skrá
látinna frá Hagstofunni.
Lífeyrissjóðirnir og TVygginga-
stofnun hafi t.d. brugðið á það ráð
að fylgjast með auglýsingum dag-
blaðanna um andlát og jarðarfarir,
til þess að koma í veg fyrir að iífeyr-
ir sé sendur inn á bankareikninga
fólks eftir lát þess. Prestar landsins
eiga að gefa Hagstofúnni mánaðar-
lega upplýsingar um þá sem þeir
jarða. Þannig eiga upplýsingar að
berast reglulega til þjóðskrár og
skrár látinna. Þama myndast hins
vegar „gloppa“ í kerfið. Því engin
bein tengsl eru milli þessara skráa
Hagstofunnar, né frá nokkru öðru
opinberu apparati til lífeyrissjóða né
almannatrygginga og því síður til
Launaskrifstofú ríkisins, utan áður-
nefndrar samkeyrslu við þjóðskrána
einu sinni á ári. Á meðan svo er,
verður stöðvun á greiðslu launa og
lífeyris eftir andlát fólks að byggjast
á glöggu auga fólks við yfirlestur
auglýsinga í öllum dagblöðum
landsins hvern einasta dag. -HEI
Togarinn Bliki:
Fékk sprengju
í botnvörpuna
Togarinn Bliki frá Dalvík fékk í
fyrrinótt djúpsprengju í botnvörp-
una, þegar báturinn var staddur um
40 sjómflur út af Eskifirði.
Skipverjar höfðu strax samband við
Landhelgisgæsluna og sigldu síðan
inn til Eskifjarðar.
Sprengjusérfræðingar Landhelgis-
gæslunnar fóru til Eskifjarðar og
gerðu sprengjuna óvirka í gær. Að
sögn Landhelgisgæslunnar er það
nokkuð algengt að skip fái sprengjur
í vörpuna, þó svo það hafi dregið úr
því á undanförnum árum.
Þeir vissu aðeins einu sinni af því
að illa hefði farið, en það var fyrir
25-35 árum þegar togarinn Fylkir
fékk tundurdufl í vörpuna, en duflið
sprakk við síðu skipsins.
Verkamannasamband Islands:
Þungar áhyggjur
Framkvæmdastjóm Verkamanna-
sambands íslands lýsti á fundi sín-
um í gær yfír þungum áhyggjum
vegna yfirvofandi verkfalls yfir-
manna á fiskiskipaflotanum.
Ljóst er, segir í tilkynningu frá
þeim, að komi til verkfalls munu
þúsundir fiskverkafólks, auk ann-
arra, verða atvinnulausar. Það ástand
gæti varað um margra vikna skeið
með ófyrirsjáanlegum afleiðingum
fyrir efnahag og afkomu þúsund
heimila. Framkvæmdastjórn VMSÍ
hvetur alla hagsmunaaðila í sjávar-
útvegi til að leggjast á eitt um að
leysa boðað verkfall án tafar. —SE
Hraðfrystihúsið á
Hofsósi gjaldþrota
Sijórn Hraðfrystihússins á Hofsósi hefur óskað eftir því við
skiptaráðanda að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.
,AkvÖrðun stjómarinnar byggist á því, að hún telur að hagur
skuldheimtumanna muni versna, ef dráttur verður á uppgjöri.
Tekjur verða minni en áfaliandi kröfur og ekki hægt að gera upp
vanskil,“ segir í fréttatilkynningu frá stjóm Hraðfrystihússins.
Hofsós var í svíðsljósinu fyrir
nokkru síóan, þegar bærinn var
tekinn tfl athugunar hjá Félags-
málaráðuneytinu. Síðan þá hefur
m.a. verið unnið að því að styrkja
stoðir atvinnuh'fs í bænum, og þá
ekki síst Hraðfrystihússins sem er
stærsti vinnuveitandinn. „Eftir
skuldbreytingu og ný hlutafjár-
framiög á síðasta ári hefur stjóm-
ín stöðugt unnið að því að styrkja
eiginfjárstöðu lyrirtækisins, en
eldd hefur tekist að fá frekari
hlutafjárframlög," segir í fréttatfl-
kynningunni. Ennfremur er bent
á, að kröfur frá eftiriitsstofnunum
um mjög kostnaðarsamar endur-
bætur liggja íyrir og ekki verður
séð hveraig hægt er að mæta
þeim, né heldur kaupa viðbótar-
kvóta til þess að tryggja starfsemi
allt árið. Því fór sem fór.
Frá 20 ágúst s.l. hefur Fiskiðja
Sauðárkróks séð um rekstur
Hraðfrystihússins og rennur sá
leigusamningur út um áramót í
fréttatiikynningunni segir aö stöð-
ug atvinna hafi þvf verið á Hofsósi
það sem af er ári, en atvinna og
tekjuöflun íbúa þar byggist að
stærstum hiuta á að framhald
verði á fiskvinnslu. „Það er von
stjórnar Iíraðfrystihússins h.f. að
þessar róttæku og sársaukafuilu
aðgerðir verði þáttur í að tryggja
stöðuga atvinnu verkafólks á
staðnum í framtíðinni, efiir þá
endurskipulagningu sem endan-
legt uppgjör íýrirtækisins hefur í
för með sér," segir að lokum í
fréttatilkynningunni. Málið er nú
til meðferðar hjá bæjarfógetanum
á Sauðárkróki. -hs.
Barni og barnavagni rænt á Akureyri:
FANNST í GEÐDEILDINNI
Vistmaður á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri tók baraavagn, sem var lyrir utan versl-
un í göngugötunni og í var sofandi bara, og labb-
aði með það í gegnum hálfan bæinn og skildi síö-
an vagninn og baraið eftir í anddyri sjúkrahúss-
ins.
Tilkynning barst til lögreglunnar á Akureyri rétt
fyrir klukkan tólf í gær. Eins árs gamalt barn eig-
enda einnar verslunar í göngugötunni svaf í vagni
fyrir utan verslunina.
Foreldrarnir höfðu litið aðeins af barninu og
klukkan korter í tólf uppgötvuðu þau að barnið
ásamt vagninum voru horfin.
Þau hringdu strax á lögreglu sem sendi allt til-
tækt lögreglulið út að leita. Vagninn fannst
klukkutíma síðar í anddyri sjúkrahússins eins og
áður sagði.
Vistmaður á geðdeild viðurkenndi að hafa tekið
vagninn með barninu í. Barnið svaf öll herlegheit-
in af sér og varð ekki meint af ferðalaginu.
—SE