Tíminn - 21.11.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.11.1990, Blaðsíða 16
tm. m ml ámmmm n tm-. jetö#%#%#%■« O COC'OAA m3í BLmÍ ib I %3it,<íOk35 í MwiiiMklWfcw * cfic. fiíISfií RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hotnartiusinu v Tryggvogotu, g 28822 IMISSAN Réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sævartiöfða 2 Slmi 91-674000 Ræða Steingríms Hermannssonar á RÖSE í París: Afvopnun á höfunum einnig nauðsynleg í ræöu Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra, sem hann flutti á leiötogafundi á ráöstefnu um öryggi og samvinnu í Evr- ópu í gær, lýsti hann m.a yfir stuðningi Islendinga á takmörkun kjarnavopna og hefðbundinna vopna á landi, en sagði jafnframt að slík vopn ættu einnig að vera takmörkuð á hafl úti. „Evrópa er ekki aðeins lönd, hún er einnig höf. Vopnatakmark- anir og traustvekjandi aðgerðir verða einnig, svo fljótt sem verða má, að ná til Norður-Atlantshafsins og annarra hafa í Evr- ópu. Við styðjum eindregið tillögur Gorbatsjovs í þessu efni“, sagði Steingrímur í ræðu sinni. Hann varpaði fram spurning- unni: „Hvar er traustið og örygg- ið í Evrópu, ef áframhaldandi uppbygging kjarnorkukafbáta og kjarnavopna til notkunar á höf- um úti er látin átölulaus?" og benti á í því sambandi að við ís- lendingar ættum alla okkar af- komu undir sjávarfangi og því hlytum við að láta þessi mál okk- ur skipta. Hann mynnti því á að ástæða þykir að ætla að kjarn- orkukafbátar, sem liggja á sjávar- botni, muni eyðast langtum fyrr en hingað til hefur verið haldið fram. „Fyrr eða síðar muni kjarnorkueitrið úr þeim fara út í sjóinn og berast með sjávar- straumum þannig að gríðarstór hafsvæði mengist. Nokkrir slíkir kafbátar liggja nú á botni Norð- ur- Atlantshafsins." Og bætti við að geislavirk kjarnorkumengun í Norður- Atlantshafi myndi kippa fótunum undan afkomu okkar íslendinga og því vildum við krefjast strangs eftirlits með sigl- ingu kjarnorkukafbáta. Steingrímur sagði jafnframt í ræðu sinni að leitt væri að full- trúar Eystrasaltsríkjanna þriggja Eistlands, Lettlands og Lit- haugalands væru ekki viðstaddir, en þeim mun hafa verið neitað þáttöku vegna andstöðu Gorbat- sjovs við því. Einnig lýsti Stein- grímur yfir stuðningi sínum við sjálfstæðisbaráttu þeirra og sagðist treysta því að þeir endur- heimtu sjálfstæði sitt með „vin- samlegum og jákvæðum samn- ingum við hinn volduga ná- granna sinn í austri". Steingrímur sagði einnig að við íslendingar styddum fyrirætlun RÖSE um að verða varanleg stofnun til að tryggja frið og ör- yggi í álfunni. „Sú stofnun má þó ekki verða eftirmynd annarra stofnanna sem þegar eru fyrir hendi. Rekstur hennar ætti að vera smár í sniðum og hafa það meginmarkmið að skapa vett- vang fyrir þjóðarleiðtoga, þar sem fara mætti yfir þróun og ástand miðað við þá samninga, sem fyrir liggja, og leita lausn vandamála áður en til átaka kærni", sagði Steingrímur. Steingrímur benti einnig á í ræðu sinni að við íslendingar ættum ekki her og hefðum aldrei farið með valdi gegn annarri þjóð. Því værum við með því að undirskrifa sáttmála gegn vopna- beitingu að staðfesta þá trú okk- ar „að vandamál, sem upp koma í álfunni, skuli leysa með samn- ingum - aldrei með valdi." Að lokum sagði Steingrímur „meðal okkar í þessum þrjátíu og fjögurra þjóða hópi eru tvær, sem ekki tilheyra Evrópu, Kan- ada og Bandaríki Norður-Amer- íku. Ég leyfi mér að leggja til að samstarf um öryggi og samvinnu í Evrópu verði enn víðtækara og nái til alls norðurhvels jarðar, bæði til lands og sjávar. Þar með hefðum við stigið skrefið í áttina til alheimsskipulags, sem sann- arlega verður nauðsynlegt fyrr eða síðar." —GEÓ Tíniinn MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER1990 Thatcher nálægt því að vinna fyrstu umferð í formannskosn- ingum (haldsflokksins breska: Önnur umferð nauð- synleg „Það er ætlun mín að gefa kost á mér til seinni umferðar kosning- anna“, sagði Margaret Thatcher for- maður breska íhaldsflokksins í gær, en hún fékk ekki nægan fjölda at- kvæða í fyrstu umferð formanns- kosninga flokksins í gær til að vinna þær. Thatcher fékk þó meirihluta at- kvæða, eða 204 atkvæði gegn 152 at- kvæðum mótframbjóanda síns, Mi- chael Heseltine. Thatcher sagðist vera ánægð með það að hafa fengið meira en helming atkvæða þingmanna flokksins, en ekki eins ánægð með að það skuli ekki hafa dugað til að sigra í fyrstu umferðinni. Til þess hefði hún þurft að fá meirihluta atkvæða og sigra andstæðinginn með a.m.k. 15% at- kvæða mun. Það munaði því sára litlu að Thatcher ynni fyrstu um- ferðina, en um 14% atkvæða skildu á milli. Thatcher hefur verið formaður flokksins í 15 ár og er þetta þriðja kjörtímabil hennar sem forsætisráð- herra. Mótframboð Heseltines í for- mannsembættið er ein alvarlegasta ógnun sem Thatcher hefur fengið öll þessi ár. -hs. íslendingar unnu Spánverja með 2 og hálfum gegn 1 og hálfum í 4. um- ferð ólympíuskákmótsins í Júgó- slavíu. Margeir sigraði stórmeistar- ann Fernandes í 42 leikjum og Björgvin vann Magern. Skák Héðins og Romeros lauk með jafntefli en Helgi tapaði fyrir stórmeistaranum Illescas eftir að hafa leikið af sér jafnri stöðu. Önnur úrslit: Sovétrfk- in höfðu 2 1/2 vinning gegn Júgó- slavíu, Bandaríkin 3 gegn Cile, Eng- land og Portúgal skildu jöfn, Þýska- land hafði 3 1/2 gegn Columbíu, Holland og Potrúgal skildu jöfn, Svíþjóð vann írland með 2 1/2 vinn- ingi, Ungverjaland hafði 2 1/2 gegn Argentínu og Færeyingar og Belgar skildu jafnir. Þeim sem fylgdust með skákunum þótti raunar óheppni að íslending- arnir skyldu ekki vinna allar skák- irnar. Helgi hafði svart á 1. borði á móti Illescas sem beitti drottningar- indverskri vörn. Helgi jafnaði fljótt taflið, en lék síðan af sér í miðjutafl- inu. Var gæfuleysi hans þar um kennt, þar sem möguleikar hans voru taldir síst minni við skoðun stöðunnar. Héðinn var sömuleiðis talinn með unnið tafl framan af, en jafntefli varð síðan niðurstaðan eftir að báðir lentu í tímahraki. Þrjú efstu lið á mótinu eru nú þessi: 1. Bandaríkin 13 vinningar 2. Þýskaland 12 og biðsk. 3. Sovétríkin 12 viningar Þá koma; Júgóslavía, England, Búlgaría, Chile og Portúgal með 11,5 vinninga hver. Kolbeinn Kristinsson framkvæmdastjóri Hafnarog Bjöm Ingi Bjömsson forstöðu- maöur kjótvinnslu Hafriar á Selfossi halda á jólamatnum I ár, léttreyktu rauö- vinslæri. Tímamynd; Siguröur Bogi. HÁTÍÐARMATU Rl N N í ÁR? Frá Sigurði Boga Sævarssyni fréttaritara Tímans á Selfossi. Kjötvinnsla Hafnar hf. á Selfossi er í þessum mánuði að hefja öfluga markaðssetningu á nýlegri fram- leiðslu fyrirtækisins; léttreyktu rauðvínslæri. Þessi framleiðsla hefur átt sér stað um nokkurt skeið, en góðir dómar, sem lærið fékk á matvælasýningu í Herning í Danmörku í september sl., er ástæða þess að farið er út í markaðsátak. Það er forstöðumaður kjötvinnsl- unnar; Björn Ingi Björnsson, sem er hönnuður þessarar framleiðslu og á fyrrnefndri sýningu í Danmörku hlaut fyrirtækið silfurverðlaun fyrir iéttreykta rauðvínslærið en á sömu sýningu fyrir tveim árum fékk kjö- tvinnslan bronsverðlaun fyrir lærið góða. Það eru þessir góðu dómar sem eru nú aflvaki markaðsátaksins og Hafnarmenn á Selfossi segja lær- ið vera jólamatinn í ár. Kjötvinnsla Hafnar á Selfossi hef- ur verið starfrækt frá árinu 1984 og hefur henni stöðugt vaxið fiskur um hrygg með hverju ári. Sem dæmi má nefna að 158 tonn af kjöti voru unnin fyrsta heila starfsárið 1985, en árið 1989 voru tonnin tæp 400. Starfsemin hefur enn aukist á yfirstandandi ári og er húsnæði vinnslunnar nú orðið í þrengra lagi. Kolbeinn Kristinsson fram- kvæmdastjóri Hafnar á Selfossi seg- ir að í allri uppbyggingu kjötvinnsl- unnar hafi skipt miklu að fyrirtækið á sitt eigið sláturhús þar sem slátr- un hefur aukist til jafns við fram- leiðsluaukninguna í kjötvinnslunni. Stór hluti framleiðslunnar er seld- ur á heimaslóð en meirihlutinn þó í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Kolbeinn Kristinsson kveðst vera bjartsýnn fyrir hönd sunnlensks landbúnaðar og að hann eigi meiri möguleika en landbúnaður á öðr- um svæðum landsins, enda sé Suð- urland við fótskör aðalmarkaðs- svæðisins - höfuðborgarsvæðisins og flutningskostnaður því lægri vegna aðfanga og flutninga á mark- aðinn. Ólympíuskákmótið: ÍSLAND HAFÐI BETUR EN SPÁNN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.