Tíminn - 21.11.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.11.1990, Blaðsíða 1
íslendingum í Svíþjóð fjölgaði um 25% í fyrra Flykkist fólkið á sænska sósíalinn? 6% einstæðra íslenskra foreldra býr í Svíþjóð íslendingum búsettum í Svíþjóð fjölgaði um 1.200 manns í fýrra, sem er um 25% aukn- ing frá árinu áður. Þessir miklu fólksflutn- ingar í fýrra svara til þess að allir íbúar staða eins og Ólafsvíkur eða Ólafsfjarðar hafi tekið sig upp og flutt út. Ástæður fýrír þessarí fjölgun útflytjenda eru eflaust mis- munandi, en trúlega vegur þungt það orð- spor sem fer af sænska velferðarkerfinu, „sósíalnum", ásamt því að sú skoðun hefur lengi veríð útbreidd að betrí lífkjör bjóðist í Svíþjóð en víðast annars staðar, m.a. hér á landi. Raunar hefur vitnisburður Svíþjóðar- fara, sem snúið hafa til baka á síðustu mánuðum, nokkuð slegið á trú manna um betrí kjör í Svíaríki en hér. Hitt er þó Ijóst að ótrúlega hátt hlutfall íslendinga búsettum í Svíþjóð eru einstæðir foreldrar og er mjög trúlegt að það megi að einhverju leyti rekja til hins heimskunna sænska velferðarkerfis. Nærri annað hvert íslenskt barn búsett í Svíþjóð er barn einstæðs foreldrís og er nú svo komið að fjöldi einstæðra foreldra bú- settra í Svíþjóð svarar til um 6% af öllum einstæðum foreldrum á íslandi. • Blaðsíða 5 Yfirmenn á fiskiskipum og útvegs- menn undirrituðu samning í gær: Guðjón A. Kristjánsson forsetl FFSÍ og Kristján Ragnarsson, fomtaður UÚ takast (hendur síö- degis í gær eftir að samningar tókust og tveggja tfma verkfalli yfirmanna haföi verið aflýst. Tfmamynd; Aml Bjarna Róið á ný eftir 2ja klukkutíma verkfall U>uwfl/C( m...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.