Tíminn - 01.12.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.12.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 1. desember 1990 Tíminn 17 ingólfur Davíösson: Tvísýn makaskipti Höfðingsmaður, Hákon að nafni, hagvanur á Barðaströnd, skildi við konu sína Björgu. Honum leiddist brátt að búa með ráðskonum og kvæntist á nýjan leik. Vildi svo til að seinni konan hét einnig Björg. Um það var kveðið: Þú hefur fengið Björg fyrir Björg, Björgu ert ei sviftur. En er nú þetta betri Björg en Björg sem þú varst giftur? Gísli á Ströndinni Hann þótti fljóthuga nokkuð og ekki stíga í vitið, en dugnaðarþjark- ur. Einu sinni mætir hann nábúa sínum, þrífur í öxlina á honum og segir flaumósa: „Það kom til mín spói og stefndi á mig miðjan. Ég tók ofan húfu mína og sló við hon- um. Hann flaug í gegnum klofið á mér, komst hvergi annars staðar. Mér varð svo bylt við að ég féll endi- langur aftur á bak á kjaftinn, niður í lóuhreiður en braut ekki eggin. Þau voru fjögur, tvö bláhvít og tvö dröfnótt. Skyldi spóinn hafa átt þau með Ióunni?" „Mjór er mikils / • 44 visir Angantýr á Böggvisstaðasandi, síðar á Þingeyri, vinsæll verkstjóri var manna mestur vexti og allur hinn myndarlegasti. Elín hans lag- leg greindarkona. Um Angantý ungan var kveðið og oft sungið eft- irfarandi: Týri litli, Týri litli, til hvers ertu kominn? Til að fá mér meyjarkoss. Farðu burtu, farðu burtu, þér mun bregðast vonin. Víst ei fœrðu vænsta hnoss. Það fer svona stundum, það fer svona stundum. Það er valt að treysta sprundum. Það fer svona stundum, það fer svona stundum, verður úrþví versti kross. Trúr yfir litlu Vinnumaður, Páll að nafni, var óvenjulega smávaxinn, en knár vel. Hann var fjármaður góður og þóttu kvíaær mjólka sérlega vel ef hann sat yfir þeim á smalaárunum, og sauðir verða vænir ef hann hélt þeim til beitar á vetrum. Lítill var hann bókamaður en liðtækur við spilamennsku og sagði vel frá. Um hann var kveðið: Þó nái Páll í lofti lágt, laglega kann sig bera. En heilabúið hefði mátt, hóti rýmra vera! Hver voru Kol- beinn og Sigga? Hvað er að frétta, kunningi? Komstu utan af Oddeyri? Allt er þar í uppnámi út afSiggu og Kolbeini! Ef til vill er þetta gamall húsgang- ur. Sagnir ganga um Kolbein búð- arþjón og fríða stúlku sem oft kom í búðina. Gáði Kolbeinn þá ekki annars en að horfa á hana, og gleymdi allri afgreiðslu! Briemar og Blön- dalar fyrr á tíð Nýlega er komin út mikil bók um Briemsættina. Ættarhöfðinginn Gunnlaugur Briem sýslumaður bjó lengi á Grund í Eyjafirði. Kona hans var jafnan nefnd frúin á iPrund og litu héraðsbúar mjög upp til hennar. Börnin voru mörg. Eitt sinn var kona í nágrenninu að ala barn og gekk fæðingin fremur seint. Þá gellur í bónda hennar: „Hljóðaðu, kæra Helga mín. Hærra hljóðar frúin á Grund, hún hljóðar eins og djöfullinn." íslenskir stúdentar á Garði (Reg- ensen) í Kaupmannahöfn vöndu komur sínar á veitingahúsið Himnaríki þar rétt hjá og voru vin- sælir. Um aldamótin 1900 urðu þjóni í Himnaríki þessi orð á munni: Já, Briemarnir eru skilvís- ir og stendur aldrei á greiðslu hjá þeim, en þeir eru lélegir söng- menn. Blöndalarnir aftur á móti syngja prýðilega, en eru mjög skuldseigir." Ingólfur Davíðsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.