Tíminn - 01.12.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.12.1990, Blaðsíða 1
1.-2. desember 1990 Fyrir um 200 árum sagði Magnús Stephensen dómstjóri löndum sínum frá þeim sex flokkum manna sem til eru í heiminum: „Fáir negrar eldast vel og má það kenna því að þeir strax á unga aldri fást við kvenfólk" Magnús Stephensen, dómstjórí í Viðey (1762-1833), skrífaði margt merkilegra ríta. Hann reyndi allt sitt líf að upplýsa íslensku þjóðina um það sem var að gerast úti í hinum stóra heimi. Hann var mikill baráttumaður fyrir hönd upplýsingar- stefnunnar og stofnaði Landsuppfræð- ingarfélagið áríð 1796. Magnús barðist fyrír framförum og réðst af heift gegn hvers kyns fordómum og hjátrú. Flest- ir íslendingar voru á 18. öld og fyrrí hluta þeirrar 19. frekar þröngsýnir og lítt hrifnir af framförum. Þeir héldu fast um það gamla, sem að þeirra áliti hafði reynst vel, en óttuðust nýjungar sem þeir töldu oftast nær ekki hafa neitt gott í för með sér. Hugmyndir Magnúsar mættu því harðri mót- spyrnu. Hér birtist grein eftir Magnús sem gef- ur reyndar ekki alls kostar rétta mynd af hinum upplýsta Magnúsi sem barð- ist gegn hjátru. Greinin, sem heitir „Mannbreytingar", er uppfull af for- dómum sem í dag eru sem betur fer á undanhaldi. Hún er hins vegar skemmtileg og sýnir vel tíðarandann. Ritgerðin er talsvert stytt og orðalagi er hagrætt svo að hún verði þægilegri aflestrar. Greinin birtist í bókinni „Skemmtileg Vinagleði" sem út kom árið 1797. Hún er í samræðustíl, en það er fyrst og fremst hinn alvitri Fíló- demus sem talar. Þeir félagar Randídus og Hilaris hlusta hugfangnir á. Þetta munu vera ólukku sóðar Randídus hefur umræðuna og seg- ir að sér hafi komið undarlega fyrir sjónir að lesa um það að sumar þjóð- ir séu svartar. „Lengi hefi ég haft í huga að spyrja yður, herra Fílódem- us, að orsökinni til svo dökkleits yf- irbragðs manna, en aldrei munað það fyrr en nú." „Hún hygg ég sé auðráðin," sagði félagi hans, Hilaris. „Þetta munu vera ólukku sóðar sem sjaldan eður aldrei þvo sér og elda máské á stein- kolum. Er þá ekki lengi að blakna yf- irbragðið." „Fjær fer því að sú sé orsökin," svaraði hinn vitri Fílódemus. „Fleiri mannbreytingar sjást í heiminum en að litarhætti einum, þó hann sé hvað breytilegastur. Náttúran er að jarðar- og landslagi, málmum, gróða, ávöxtum og lif- andi skepnum breytileg frá landi til lands, já oft frá nágranna héraði til hins næsta. í nokkrum löndum þykir til dæmis hyrnt sauðfé og kollóttur nautpeningur, sem hjá oss er algengt, eins kátlegt og óvenjulegt eins og hjá okkur sauðfé með löngum rófum eða svartir menn. Ættir lofts og landslags, Magnús segir að líferni negra sé óvarkárt og óþverrahátturínn dæmalaus. „Skrifað er að vart finnist yngisstúlka sem muni hve- nær hún seinast var píka." fæða og ýmsir siðir þjóða og fólks í ólíkum löndum og héruðum orsaka allar mannbreytingar. Líkjast ekki menn og skepnur ætt sinni oftast nær? Er ekki ættarsvip- urinn til? Hvað er og náttúrulegra en að ýmislegt, loft og landslag, fæða og siðir framleiði eins miklar manna og dýra breytingar? Rennum aðgætnum augum til þeirra ólíku jarðarbelta og þeirra eðlis og dæm- um svo hvort mannbreytingar séu ei náttúrulegar! Kennslustund í landafræði Heimskautin eru bæði sjálf og þeim nálæg lönd og héruð hulin að mestu jöklum og snjó. Það lítið af fjóllum og iandi, sem er autt, er oftast mó- rautt eður flekkótt til að sjá, hrjóstr- ugt og ófrjósamt að mestu, nema ef undantakast lyngmóar og nokkur kuldastrá. Hafþök eru þar af ísum sem reka til og frá, ýmist sem fjal- felldur ís, ellegar drangar og höfðar. Þessi ís skagar stundum 60 til 70 faðma í loft upp og nær jafnvel 300 faðma djúpt niður. Stundum er hann til að sjá sem turnar, kirkjur, hafskip og þvíumlíkt, enda er kuldi og vetrarharka þar grimmileg. Kuldinn er geysilegur og lítt þolandi víðast hvar í kuldabeltunum. Nótt er myrk á fimmta mánuð hvern vetur og sólargangur stuttur. Sólargeislar skína þar mjög skáhallt og ná því illa að uppljóma og verma þessi ördeyðu og hrellingar heimkynni. Líttbærilegur er þar á móti of- stækjuhitinn í jarðarinnar bruna- belti, hvar sólin oftast er beint upp yfir og steikir menn og skepnur og ávexti. Hún skrælir upp grasvörð og ummyndar óttalega eyðisanda. Þar eru sandauðnir líkastar vötnum, sem velta í stórum öldum fram og aftur undan vindi, og eyða löndum og lifandi skepnum. En þar sem vot- ari og fátækari jarðlög eru undir, hleypir þessi sífelldi brunahiti ótrú- legum ofvexti í allan jarðargróða, sem þá verður oft dáðlítill. Þar eru og aðalheimkynni margra ólmra og glefsandi dýra, eiturkvikinda, naðra og stórvaxinna höggorma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.