Tíminn - 08.12.1990, Síða 11
Laugardagur 8. desember 1990
HELGIN
19
SAKAMAL
Kimberiey Yates ætlaöi að fara að
gifta sig en moröingi batt enda á
þær áætlanir.
liðið og bíllinn hefði verið hreinsað-
ur ótal sinnum, bæði að utan og
innan.
Carolyn Bell var ekki í neinum
vandræðum með að þekkja bflinn,
því mynd af honum var greypt í
hugskot hennar. Hún var líka alveg
viss um að hafa séð Keith berja Kim-
berley í höfuðið með kylfu í fram-
sæti bflsins.
Olson og Marketti höfðu allan tím-
ann verið sannfærðir um að Kim-
berley hefði þekkt morðingja sinn
og farið fúslega með honum. Hví
skyldi hún annars hafa tekið veskið
sitt og kaffið? Hún fór einfaldlega
með það yfir í næsta bfl.
Nú var Keith orðinn 35 ára. Slóð
hans var loks rakin til Lithia, smá-
þorps skammt frá Tampa í Flórída
þar sem hann vann sem viðgerðar-
maður. Fenginvarhandtökuheimild
og föstudaginn 10. nóvember 1989
var Keith handtekinn og úrkurðað-
ur í gæsluvarðhald í Hillsboro yfir
helgina.
Loks gat Olson tilkynnt frétta-
mönnum að grunaður morðingi
Kimberley Yates væri kominn undir
lás og slá. - Við höfum aldrei lagt
málið á hilluna, bætti hann við. -
Nýlega fengum við upplýsingar sem
leiddu til handtökunnar. Olson vildi
ekki segja, að svo stöddu, að í raun
hefði verið sjónarvottur að morð-
inu.
Of mildur dómur?
Keith hélt fram sakleysi sínu oj
það tafði lengi fyrir framsali hans.
febrúar 1990 kom hann loks til 111-
inois og þar hófust réttarhöld yfir
honum í júlí.
Verjandinn byggði málstað sinn á
því að rifrildi parsins hefði bara ver-
ið venjulegar deilur elskenda og að
vitnið væri þannig á sig komið and-
lega að framburði þess væri ekki
treystandi. Við það bættist að Caro-
lyn Bell hafði þegar gert kröfu til
verðlaunafjárins og þótti það tor-
tryggilegt.
Nú upphófust alls kyns hrossakaup
og samningar, sem lyktaði með því
að 17. júlí játaði Keith á sig mann-
dráp. Sækjanda líkaði það ekki og
sagði mannninn óþokka og hræsn-
ara af verstu gerð. Hann sagðist þó
ekki geta farið fram á meira en 10
ára fangelsi, þar sem morðið virtist
ekki hafa verið fyrirfram ákveðið,
heldur hefði það leitt af miklu rifr-
ildi.
Svo fór að Keith Woyciechowski
var dæmdur í 10 ára fangelsi og
komu til frádráttar þeir 250 dagar
sem hann hafði setið inni síðan
hann var handtekinn í Flórída.
- Ég er ekki ánægður með þessi
málalok að öðru leyti en því að með
þeim lýkur málinu, sagði Neil sak-
sóknari eftir á. - Hann hefði átt að fá
hámarksrefsingu fyrir morðið og
allt framferði sitt eftir það.
Þar sem Keith getur átt möguleika
á náðun fyrir góða hegðan, er líklegt
að hann verði á ný frjáls maður eftir
rúm fjögur ár.
Björn Egilsson:
Eg fekk lánaða gamla bók í bókasafninu á Króknum. Bók
þessi er með rauðum spjöldum, en hvort spjöldin eru
tákn roðans í austri, morgunroðans, veit eg ekki. Bókin
er nú svo að segja gleymd, en þetta eintak, sem eg er
með, hefur áður verið mikið lesið, því kjölurinn hefur
orðið ónýtur og límdur ljósleitur strigi í staðinn.
kvæm mál. Á fyrri tíð börðust
menn í þrjátíu ár út af því,
Bókin heitir „Undir Helgahnúk“
og höfundurinn Halldór Kiijan
Laxness, sem var um tvítugt,
þegar hann skrifaði þessa bók.
Einhverntíma fyrir löngu las eg
bókina en var alveg búinn að
gleyma henni, nema eg mundi,
að sagan gerðist á bæjum undir
fjallinu Helgahnúk. En nú las eg
bókina frá orði til orðs og tel
hana afbragðsgóða, svo góða, að
eg dreg í efa, að Halldór Kiíjan
hafi skrifað aðrar bækur betri.
Fyrir hvað er bókin góð?
Málfarið er einfalt og engar lat-
ínuslettur og engin flækingsorð
úr öðrum tungumálum Evrópu.
Mér finnst eg kannast við málfar
og hugsunarhátt fólks um 1920 í
þessari sögu, eins og eg man eft-
ir því þá.
Orðið einfaldur hefur breiða
merkingu. „Sælir eru einfaldir"
stendur skrifað í Ritningunni.
Símon Dalaskáld sagði um
kaupakonu: „Hún er einföld,
auminginn, rakar á móti vindi.“
Halldór Kiljan hefur ekki rakað
á móti vindi, þegar hann skrifaði
söguna Undir Helgahnúk.
Mér hefur alla tíð gengið illa að
skilja rómverskar tölur, fór að
rýna í hvenær bókin hafi verið
gefin út og fékk ártalið 1924.
Halldór Kiljan var ekki í miklu
áliti á þriðja tug þessarar aldar,
þó hann fengi viðurkenningu
síðar.
Á þessum tíma var lestrarfélag í
minni sveit og keypt eitthvað af
nýjum bókum, og þeirra á meðal
„Undir Helgahnúk". Þegar bókin
var búin að ganga um félags-
svæðið hafði verið skrifað á titil-
blaðið: Þessa bók ætti að brenna.
Enginn vissi með vissu, hver
hafði skrifað, en skólagenginn
og fjárríkur bóndi var grunaður.
Þá var það líka, að grandvör
kona í sveitinni, sem ekki skipti
sér af miklu utan síns heimilis,
bannaði formanni lestrarfélags-
ins að kaupa bækur Halldórs
Kiljans Laxness.
Eg man ekki betur en þessi bók
fengi misjafna eða slæma dóma
hjá bókmenntafræðingum í
Reykjavík.
Og hversvegna var alt þetta
fjaðrafok út af einni bók?
Og það stóð ekki á svörum um
það. í henni var guðlast og trú-
arlærdómar hafa altaf verið við-
hvernig ætti að skilgreina bláma
himinsins.
Það sem hneykslaði lesendur er
skráð á blaðsíðum 204 og 205 og
eru hugleiðingar Atla Kjartans-
sonar um morguninn áður en
hann var fermdur. Atli var
prestssonur á Stað undir Helga-
hnúk.
Og þar sem það er ekki skrifað á
þessa bók, að ekki megi vitna í
hana, skrifa eg hugleiðingar Atla
Kjartanssonar á fermingardag-
inn:
„... hvorki páfinn né Lúther
komu honum við“ „Ef hann vildi
svo lítið, þá gat hann búið til
miklu betri skýringar á Faðir-
vorinu heldur en Lúther. Hvað
faðirvorið snerti að öðru leyti, þá
var það best handa þeim, sem
álitu að Drottinn sæti með lángt
skegg uppi á krystallshimninum
fyrir ofan Helgahnúk, en hann,
Átli Kjartansson, gat hugsað
miklu dýpri og viturlegri hugs-
anir en þær, sem stóðu í Faðir-
vorinu.
Því hann hafði lesið Austurlönd
og Vesturland og Nítjándu öld-
ina og ótal fleiri bækur, og vissi
að jörðin varð ekki til á sex dög-
um, eins og stóð í Biblíunni,
heldur á mörgum miljónum ára.
Hann vissi, að mennirnir voru
ekki komnir af Adam og Evu,
heldur út af öpum, og að Jesús
Kristur var enginn Guð og
hvorki gefið vald á himni né
jörðu, heldur hafði hann aðeins
verið gáfaður maður — svo
fremi að hann hefði þá nokkurn
tíma verið til. Sögurnar um
kraftaverkin og upprisuna voru
helgisögur af sama tagi og allar
austurlensku undrasögurnar
um Búddha. Og hann vissi líka
að Lúther hafði hvorki lagfært
neinn gamlan sannleik né leitt
neinn nýjan í ljós og ekki forðað
heiminum frá neinni villu. Því
þessi Lúther var sjálfur ekki
annað en fallinn múnkur, þýskt
skammahýði, uppreistarseggur
og fyllibytta, sem loksins sálaðist
í ölæði. — Hélt séra Kjartan
kannski um son sinn, að hann
væri jafn einfaldur eða óupp-
fræddur og kotakrakkarnir eða
mórauður almúginn."
Þessi heimsmynd Atla Kjart-
Halldór Kiljan Laxness.
Marteinn Lúther.
anssonar er ekki alveg út í blá-
inn. Ég hef talað við menn, að
vísu fáa, sem hafa tortryggt eða
neitað öllu, sem skrifað stendur í
helgum bókum. Það er engin
furða, svo mikið og margt það er,
sem kallast yfirskilvitlegt.
í bók sem Halldór Laxness
skrifaði, stendur þessi setning:
„Skáldmennisræfill og skrifaði
hundrað bækur.“ Sjálfur er Hall-
dór Laxness ekki skáidmennis-
ræfill, heldur skáld gott, en
hvort hann hefur skrifað hundr-
að bækur veit eg ekki. Þær gætu
verið níutíu og níu.
Krakki í skóla spurði kennara
sinn: „Hvaða gagn gera skáld?“
Kennarinn rétti úr sér, hugsaði
sig um og svo kom svarið: „Skáld
hugsa merkilegar og djúpar
hugsanir og kynna þær í ljóðum
og Iausu máli.“ Eg hallast að því,
að skáld geri gagn, þó áhrif
skáldskapar á sauðsvartan al-
múga verði ekki með tölum tal-
in. En hvað sem um þetta er, þá
er það víst, að skáld, góð og mis-
góð, koma og fara.
Nú vík eg kvæði í kross og hverf
frá skáldum.
Mér hefur verið sagt að eg sé
orðinn ruglaður og því ekki að
marka hvað eg segi eða skrifa.
Sjálfur get eg ekki dæmt um
það, en mér þykir líklegt að eg sé
ámóta vitlaus nú og eg hef altaf
verið. Og þó: Það bendir á geð-
veilu að Stefán Valgeirsson al-
þingismann má eg ekki heyra
nefndan. Þetta er undarlegt, því
þessi maður hefur ekki gert mér
neinn miska. Eg hef aldrei talað
við hann og ekki séð hann, nema
á myndum, og hann segist berj-
ast fyrir framfara- og menning-
armálum. Stefán er kallaður
þingflokkur, en það er ekki rétt,
samanber ljóðlínu eftir Davíð
Stefánsson: „Förumannaflokkar
þeysa.“ Þar eru margir saman og
þó heitir það flokkur, en einn er
bara einn.
ísland er ekki svo Iítið land,
þegar jöklar eru taldir með, en
fólkið er fátt, mundi komast fyr-
ir í einni götu í London. íslend-
ingar vilja vera sjálfstæð þjóð og
eiga að heita það, þó þeir geti
ekki varið landið, því þeir eiga
engar byssur og ekki einusinni
púður í þær. Margt er skrýtið í
heimi hér.
30. nóvember 1990.
SJ
LANDSVIRKJUN
ÚTBOÐ
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í efni
og smíði háspennulínumastra úr stáli í 220 kV
Búrfellslínu 3 (Sandskeið-Hamranes) í samræmi
við útboðsgögn BFL-11.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkj-
unar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óaft-
urkræfu gjaldi að upphæð kr. 3.000,-.
Um er að ræða ca. 366 tonn af stáli að meðtöld-
um boltum, róm og skífum. Heitgalvanhúða skal
ailt stálið.
Verklok, sem miðast við FCA, þ.e. stálið komið á
flutningstæki við verksmiðju, eru 1. júní 1991.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en
mánudaginn 21. janúar 1991 kl. 12:00, entilboð-
in verða opnuð þar þann dag kl. 13:30 að við-
stöddum þeim bjóðendum, sem þess óska.
Reykjavík, 4. desember 1990
AUQLÝSINGASÍMAR TÍMANS:
680001 & 686300