Tíminn - 13.12.1990, Síða 2

Tíminn - 13.12.1990, Síða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 13. desember 1990 Sjálfstæöismenn klofnuðu í atkvæðagreiðslu um bráðabirgðalögin: Sjö sjálfstæöismenn á móti — fjórir sátu hjá Bráðabirgðalögin umdeildu virðast eiga greiða leið gegnum neðri deild Alþingis. í gær voru greidd atkvæði um lögin við aðra um- ræðu. 19 þingmenn studdu lögin, 12 voru þeim andsnúnir, 6 sátu hjá og 5 voru fjarverandi. Aðeins 7 þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru á móti lögunum, en 4 sátu hjá. Þeir sem sátu hjá voru: Eggert Haukdal, Friðjón Þórðarson, Ingi Bjöm Albertsson, Matthías Bjaraason, Hjörleifur Guttormsson og Stefán Valgeirsson. ert Haukdal, Friðjón Þórðarson, Ingi Björn Albertsson og Matthías Bjarnason. Það sama gerðu Hjörleif- ur Guttormsson Alþýðubandalagi og Stefán Valgeirsson Samtökum um jafnrétti og félagshyggju. Nítján sögðu já Já sögðu alþýðuflokksmennirnir Árni Gunnarsson, Jóhanna Sigurð- ardóttir, Lára V. Júlíusdóttir (vara- maður Jóns Baldvins Hannibalsson- ar), Jón Sigurðsson, Rannveig Guð- mundsdóttir og Sighvatur Björg- vinsson. Framsóknarmennirnir Alexander Stefánsson, Guðmundur Bjarnason, Guðmundur G. Þórar- insson, Guðni Ágústsson, Jón Krist- jánsson, Ólafur Þ. Þórðarson og Steingrímur Hermannsson. Alþýðu- bandalagsmennirnir Guðrún Helga- dóttir, Ragnar Arnalds og Björn Val- ur Gíslason (varamaður Steingríms J. Sigfússonar). Borgaraflokks- mennirnir Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir, Ásgeir Hannes Eiríksson og Óli Þ. Guðbjartsson. Tólf sögðu nei Nei sögðu sjálfstæðismennirnir Friðrik Sophusson, Geir H. Haarde, Hreggviður Jónsson, Kristinn Pét- ursson, Ólafur G. Einarsson, Pálmi Jónsson og Þorsteinn Pálsson. Kvennalistakonurnar Anna Ólafs- dóttir Björnsson, Kristín Einars- dóttir, Málmfríður Einarsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir. Það sama gerði Geir Gunnarsson Alþýðu- bandalagi. Sex sátu hjá Hjá sátu sjálfstæðismennirnir Egg- Fimm fjarstaddir Fjarstaddir atkvæðagreiðsluna voru sjálfstæðismennirnir Birgir ís- leifur Gunnarsson, Matthías Á. Mat- hiesen og Ragnhildur Helgadóttir. Það sama átti við um Pál Pétursson Framsóknarflokki og Jón Sæmund Sigurjónsson Alþýðuflokki. Davíð fer illa af stað í forystuhlutverki sínu Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði atkvæðagreiðsluna sýna að það væri djúpstæður ágrein- ingur innan Sjálfstæðisflokksins um þetta mál. Hann sagðist hafa til- hneigingu til að halda að sjálfstæð- ismennirnir sem sátu hjá væru í meiri tengslum við atvinnulífið en hinir sem greiddu atkvæði á móti lögunum. „Þessi niðurstaða kemur nokkuð á óvart, sérstaklega í ljósi þeirra yfir- lýsinga sem formaður og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins voru búnir að gefa,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins. „Davíð Oddsson lýsti því yfir að hann tryði því ekki að nokkur maður í þingflokki Sjálfstæðis- Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra umkríngdur blaðamönnum eftir atkvæðagreiðslu um bráða- birgðalögin í neðri deild Alþingis í gær. Tímamynd: Ami Bjama flokksins mundi óhlýðnast honum og Þorsteini. Þetta er mesta upp- reisn sem maður hefur séð gegn for- ystu stjórnmálaflokks í langan tíma. Niðurstaðan staðfestir að um er að ræða klofning. Þingflokkurinn er stjórnlaus og forystan valdalaus. Fyrsta ganga Davíðs Oddssonar á þessari braut er mikill ósigur í ljósi þeirrar atkvæðagreiðslu sem hér hefur farið fram og þeirra yfirlýsinga sem hann var búinn að gefa. Þetta er svartur dagur í lífi Davíðs Oddsson- ar,“ sagði Olafur Ragnar. Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, var spurður hvort niðurstaða atkvæða- greiðslunnar væri ekki áfall fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins. Sjávarútvegsráðuneytið: Yfirvigt á flakapökkum um 0,8% á frystiskipum Yfirvigt reyndist 0,8% að meðal- tali í umfangsmikiiii athugun á flakanýtingu frystitogara, sem Ríkismat sjávarafurða og Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins gerðu fyrri hluta ársins 1989. Rannsókn þessi náði til 7.200 uppþíddra fiskflaka úr 311 öskj- um af 6 frystitogurum. Niður- stöður nokkurra kannana sem Veiðieftirlit sjávarútvegsráðu- neytisins gerðí s.I. vor, í fram- haldi af þessari rannsókn, eru í samræmi við ofangreinda athug- un Rannsóknastofnunar fiskiðn- aðarins. Þótt ekki liggi fyrir eins víðtækar athuganir varðandi vigt- un á heilfrystum fiski, má draga af þeim þá ályktun að yflrvigt þeirra afurða sé ekki í neinum verulegum atriðum frábrugðin því sem gildir um flakapakkning- arnar. Framangreindar upplýsingar eru úr fréttatilkynningu sem sjávar- útvegsráðuneytið hefur sent út vegna þeirrar umræðu sem orðið hefur undanfama daga um meinta yfirvigt í framleiðslu frystitogara. Varðandi heilfrysta fiskinn, sem hvað mest hefur verið til um- ræðu, bendir ráðuneytið á að hafa verðl í huga að melrí ís er í þeim pakkningum heldur en flakaöskj- um. Einkum sé karfi með mikilli íshúð, að kröfu kaupenda. Vigtun á frosinni öskju gefi í því tilviki viliandi mynd af þunga innihalds- ins. Ráðuneytið segir mikið hafa ver- ið unnið varöandi vinnslu frysti- skipanna á undanfomum misser- um. Hafi það starf leitt til þess að rétt þyki að gera breytingar á ýmsum reglum sem leiða muni til meiri nákvæmni við mat á afla- magni þessara skipa og betri nýt- ingu aflans. I fyrsta lagi taki gildi frá áramót- um ný reglugerð um vigtun sjáv- arafla. Samkvæmt henni verður afli frystiskipa miðaður við þyngd afurðanna, en ekki uppgefna þyngd einstakra pakkninga, eins og hingað til. 1 öðru lagi verða teknir upp sér- stakir nýtingarstuðlar fyrir hvem frystitogara sem miðaðir eru við raunverulega nýtingu viðkomandi skips, í stað meðaltalsútreikninga eins og hingað til. Nýtingarstuðl- amir em til þess að reikna út þann afla upp úr sjó sem faríð hefur til framleiðslu tiltekins magns unninna afurða. Tveggja ára undirbúningsstarf á þessu sviði segir ráðuneytið hafa leitt til bættrar nýtingar á afla frystitog- aranna. Þar sem framfarir urðu mestar hafi náðst allt að 3-4% meira af flökum, miðað við afla upp úr sjó. En það samsvarí að hægt væri að framleiða sama magn úr 6-10% minni afia. í þriðja lagi hyggst ráðuneytið gera kröfur um frekari nýtingu á afla um borð í frystitogurum í samræmi við þá þróun sem verð- ur, tæknilega möguleika og fjár- hagslegar forsendur. Sú aukna nýting byggist á því að skapa verðmætl úr því sem af gengur við hefðbundna fiskvinnslu um borð, t.d. með marningsvinnslu, söltun hausa, þunnilda og hrogna og vinnslu á lifur. Og hins vegar byggist hún upp á sköpun mark- aða fyrir fisktegundir sem ekki er hefð fyrir að nýta en koma sem aukaafll í veiðarfæri skipanna, svo sem tindabikkju, gulllax, langhala og fleiri tegundir. „Nei, það er hún ekki. Þetta er áfall fyrir þá sem sátu hjá, en ekki fyrir okkur. Þessi niðurstaða sýnir það eitt að menn finna sinni samvisku stað þar sem þeim þykir það passa.“ Ólafur sagðist ekki eiga von á að neinir eftirmálar yrðu af þessari at- kvæðagreiðslu. Hann sagði að þing- flokkurinn myndi ekki ræða frekar um málið, þrátt fýrir þessa niður- stöðu. Bráðabirgðalög er neyðarkostur Björn Valur Gíslason, varamaður Steingríms J. Sigfússonar, sagðist telja setningu bráðabirgðalaga al- geran neyðarkost. „Það á að vera skýlaus réttur fólks að fá að semja um kaup sitt og kjör án þess að eiga það á hættu að samningar séu að engu gerðir með valdboði. Það er Ijóst að ríkisstjórnir undanfarinna ára og áratuga hafa margoft ofnotað það vald sem þær hafa til setningar bráðabirgðalaga. Þar hafa komið við sögu nær allir stjórnmálaflokkar á íslandi sem á annað borð hafa átt aðild að ríkisstjórn, Sjálfstæðis- flokkurinn sennilega hvað oftast. í dag er það ljóst, vegna þess hvern- ig málum er stillt upp, að verðbólga mun rjúka upp og verðlag fara úr böndum ef þessi lög verða ekki stað- fest hér á Alþingi. Það er jafnljóst að þeir sem fara verst út úr því ævin- týri, ef af verður, eru þeir sem minnst hafa fyrir. Ég tel að búið sé að leggja nóg á launafólk í bili,“ sagði Björn Valur. Virða ber þjóðarsáttina Eggert Haukdal gerði grein fyrir at- kvæði sínu. Hann gagnrýndi ríkis- stjórnina fyrir hennar þátt í þjóðar- sáttinni og sakaði hana um að gera ekkert til að búa í haginn fyrir kom- andi tíma. Enn harðar gagnrýndi hann þó bankakerfið sem hann sagði kynda undir verðbólguna með háum vöxtum. „Þrátt fyrir það að þjóðarsáttin sé ekki fullkomin, þá varð hún til fyrir forgöngu aðila vinnumarkaðarins og því ber að virða hana,“ sagði Eggert. -EÓ Morðið við Stóragerði fyrir sakadómi: DÓMUR ER FALLINN Sakadómur Reykjavíkur hefur fellt dóma yfir mönnunum tveimur sem myrtu Þorstein Guðnason bensín- afgreiðslumann á bensínstöð Esso við Stóragerði 25. apríl síðastlið- inn. Guðmundur Helgi Svavarsson var dæmdur í 20 ára fangelsi og Snorri Snorrason í 18 ára fangelsi. Dómarnir eru með þeim þyngstu sem felldir hafa verið í undirrétti. Málið fer nú fyrir hæstarétt. Guð- mundi og Snorra er gert að sæta gæsluvarðhaldsvist til 1. desember á næsta ári, eða þar til hæstiréttur hefur fellt sinn dóm. Guðmundur og Snorri voru dæmd- ir til að greiða verjendum sínum 300 þúsund krónur hvor í réttargæslu- og málsvarnarlaun. Þeir eiga einnig að greiða Vátryggingafélagi íslands 253 þúsund vegna tjóns sem þeir unnu á morðstaðnum. -EÓ Hitaveita Reykjavíkur: Aukadæla á hitaæð Ekki hefur örsök heitavatnsskorts á Hafnarfjarðarsvæðinu fundist enn, en ætlunin er að setja upp bráða- birgðadælustöð við Hafnarfjarða- ræð þar til bilunin finnst og viðgerð er lokið. Gunnar H. Kristinsson hitaveitu- stjóri sagði í samtali við Tímann í gær að kvörtunum hefði fækkað til muna, þær hefðu ekki verið nema um 95 á þriðjudag og um miðjan dag í gær höfðu um 80 kvartanir borist. En eins og kunnugt er bárust hundruð kvartana um síðustu helgi og í byrjun vikunnar. —GEÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.