Tíminn - 13.12.1990, Blaðsíða 18
18 Tíminn
Fimmtudagur 13. desember 1990
NYJAR BÆKUR
Ný íslensk skáldsaga
Fótatak tímans
eftir Kristinu Loftsdóttur
Vaka-Helgafell hefur gefið út
fyrstu skáldsögu Kristínar Lofts-
dóttur, Fótatak tímans.
í bókinni segir á áhrifamikinn
hátt frá mannlegum örlögum í
rökkri fortíðar og samskiptum
fólks í einangruðu samfélagi.
Sagan veitir innsýn í mannlega
hegðun og tilfinningar: Ást og
hatur, grimmd og hlýju, sakleysi
og losta, líf og dauða.
Á bókarkápu segir svo frá sögu-
efninu: ísgerður Huld vex úr
grasi með fjölskyldu sinni fjarri
öðrum. Dularfullir og ógnvekj-
andi atburðir úr fortíðinni, sem
og óljós grunur um tengsl föður-
ins við kristna menn, hafa út-
skúfað fjölskyldu stúlkunnar úr
heiðnu samfélagi sögualdarinn-
ar. Þau eru litin homauga og
þeim kennt um það sem aflaga
fer. Allt þetta hefur áhrif á líf
stúlkunnar án þess að hún skilji
ástæður þess. En smátt og smátt
kviknar með henni grunur um
það sem að baki býr.
Van Gogh og list
hans
Komin er út hjá Vöku-Helgafelli
listaverkabók um hollenska list-
málarann Vincent van Gogh
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Hjúkrunarfræðingur eða meinatæknir óskast
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar eftir að
ráða hjúkrunarfræðing eða meinatækni sem
fyrst í 80% starf við blóðbankaeiningu rann-
sóknadeildar, til að annast blóðsöfnun og skyld
störf. Vinnutími eftir samkomulagi.
Upplýsingar gefa deildarstjóri Slysadeildar og
yfirlæknir Rannsóknadeildar F.S.A.
Umsóknum skal koma til yfirlæknis Rannsókna-
deildar í síðasta lagi 31. desember 1990.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,
sími 96-22100.
(1853-1890) og heitir hún Van
Gogh og Iist hans. Hún kemur út
samtímis í átta Evrópulöndum.
Van Gogh er almennt talinn einn
stórfenglegasti listmálari sög-
unnar. I þessari glæstu bók kynn-
umst við honum í lífi og list. Lit-
myndir af heillandi og áhrifa-
miklum listaverkum hans tala
sínu máli og sendibréf Van
Goghs, sem höfundur bókarinn-
ar Hans Bronkhorst studdist við,
veita einstæða innsýn í hug-
myndaheim listamannsins.
Ólafur Bjarni Guðnason þýddi
bókina en dr. Gunnar B. Kvaran
listfræðingur veitti sérfræðilega
ráðgjöf við íslenska gerð hennar.
Hvergi var til sparað við gerð
bókcirinnar og prýða hana 140
þekkustu verk Vincent van
Goghs.
Bókin er 200 blaðsíður í stóru
broti. Umbrot og filmuvinnsla
fór fram hjá Prentstofu G.Ben.,
en bókin var prentuð í Hollandi.
Verð hennar er kr. 3.760,-.
Forsetar íslenska
lýðveldisins
Forsetar íslenska lýðveldisins eft-
ir Bjama Guðmarsson og Hrafn
Jökulsson er ný bók frá bókaút-
gáfunni Skjaldborg, sem geymir
æviþætti forsetanna fjögurra.
Greint er frá ætt þeirra og upp-
vexti, starfsferli, kosningabaráttu
og helstu stiklum á embættisferl-
inum.
íslendingar hafa reynst sjálfstæð-
ir við val á þjóðhöfðingjum og
einlægt fylgt sannfæringu sinni,
þegar val forseta er annars vegar,
fremur en hefðum eða duttlung-
um stjórnmálaflokkanna. Þess
vegna er embættið síungt; tíðar-
andinn og hver þeirra fjórmerm-
inga hefur gætt það sínum per-
sónulega blæ.
Þegar fyrsti forseti lýðveldisins,
Sveinn Bjömsson ríkisstjóri, tók
við embætti var ekki að neinum
fyrirmyndum að ganga og það
kom í hans hlut að móta embætt-
ið á fyrstu árum íslenska lýð-
veldisins. Við hlið sér hafði hann
frú Georgíu Bjömsson, sem
kenndi íslenskum diplómötum
að sofa lítið en hlusta vel, og
vinna þjóð sinni á nóttu og degi.
Sveinn var harður húsbóndi og
stjómmálaleiðtogar áttu oft ekki
sjö daga sæla í embættistíð hans.
Við fráfall Sveins Bjömssonar ár-
ið 1952, var Ásgeir Ásgeirsson
kjörinn forseti. Ásgeir hafði þá
verið stjómmálaskörungur í þrjá
áratugi. Þó var honum teflt fram
sem manni fólksins gegn flokks-
ræðinu. Fulltrúi flokksræðisins
hafði hins vegar aldrei á þing
komið, en verið góðfrægu'r sálu-
sorgari um langt skeið. Ásgeir
var svipmikill forseti og nutu
forsetahjónin Ásgeir og frú Dóra
Þórhallsdóttir mikillar virðingar,
bæði hér heima og erlendis.
Ásgeir lét af embætti árið 1968
og hafði þá setið á friðarstóli í
sextán ár. Við embætti tók dr.
Kristján Eldjárn þjóðminjavörð-
ur. Kjör hans má kalla tímanna
tákn; Kristján var þá þjóðkunnur
sem einn helsti sérfræðingur um
íslenska menningu. {kosningun-
um lýstu kjósendur því yfir að
þetta væm þeir eiginleikar, sem
þeir töldu ríma best við hug-
myndir sínar um embættið. Dr.
Kristján og frú Halldóra Eldjám
vom virðulegir og þó alþýðlegir
húsbændur á Bessastöðum.
Kjör fjórða forsetans var heims-
viðburður; Vigdís Finnbogadóttir
var fyrst kvenna kjörinn þjóð-
höfðingi í almennum kosningum
í heiminum. Vitaskuld hefur það
sett svip á embættið undanfarinn
áratug að þar situr kona að stóli
og Vigdís hefur á ferðum sínum
erlendis verið sannkallað eftir-
læti fjölmiðla. Heima fyrir nýtur
hún og mikillar hylli; það kom
best fram er mótframboð barst í
fyrsta sinn gegn sitjandi forseta
árið 1988. Þá var Vigdís kosinn
forseti með miklum yfirburðum
og þriðja kjörtímabil hennar
hófst. íslenska þjóðin hefur
þartnig verið einkar Iánsöm með
val sitt á þjóðhöfðingjum.
Bókin Forsetar íslenska lýðveld-
isins er um 300 bls. Frásögnin er
litrík og öðrum þræði eins konar
aldarspegill þjóðar á 20. öld.
Bókin er prýdd fjölda ljósmynda
úr ævi og störfum forsetanna.
Vegamót
Vinir á vegamótum heitir nýút-
komin unglingabók eftir hol-
lenska verðlaunahöfundinn Jan
de Zanger.
Tveir hollenskir vinir eru í sum-
arfríi í Danmörku þegar slettist
upp á vinskapinn og þeir fara
hvor sína leið. Annar þeirra fer
heim en hinn skilar sér ekki, svo
ekki er um annað að ræða en að
VipRÁ
VEGiAMOT u M
Jan de Zanger
hefja leit að honum eftir óljósum
vísbendingum. Ýmislegt óvænt
kemur uppá í þeirri ferð, en vin-
imir snúa báðir til baka í lokin
með nýjar skoðanir á lífinu.
Mál og menning gefur út bókina
sem Hilmar Hilmarsson þýddi
úr sænsku.
Bók um Meulen-
berg biskup
Þorlákssjóður hefur sent frá sér
bókina Marteinn Meulenberg
Hólabiskup sem Haraldur Hann-
esson tók saman til minningar
um fyrsta biskup kaþólskra á ís-
landi eftir siðaskipti. Er hún til-
einkuð hans herradómi dr. Alfr-
ed J. Jolson S.J.
Þetta er 160 blaðsíðna bók, safn
greina um Meulenberg biskup og
sýnishorn af því sem hann skrif-
aði. Höfundar eru: Guðbrandur
Jónsson, séra Sigurður Pálsson,
Sigurveig Guðmundsdóttir, Vil-
hjálmur S. Vilhjálmsson (Hannes
á hominu), Jónas Jónsson frá
Hriflu og Þorsteinn Gíslason.
Formála að bókinni skrifar
Gunnar F. Guðmundsson þar eð
Haraldi Hannessyni entist ekki
aldur til að skrifa hann. Sýnd er
rithönd biskups, skjaldarmerki
hans, titilsíður bóka sem hann lét
gefa út og ýmislegt fleira af líku
tagi. Þá prýða bókina margar
myndir, ýmist litmyndir eða
svart-hvítar, auk nokkurra teikn-
inga.
Bókin er prentuð í Prentsmiðju
St. Franciskusystra í Stykkis-
hólmi.
I
I
Jólahappdrætti
Framsóknarflokksins 1990
Keflavík - Opin skrifstofa
Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opiö alla virka daga
milli kl. 17 og 18.
Starfsmaöur framsóknarfélaganna, Guöbjörg, verður á staönum.
Slmi 92-11070.
Framsóknarfélögin.
Borgnesingar - Bæjarmálefni
I vetur veröur opiö hús á mánudagskvöldum frá kl. 20.30-22.30 á skrifstofu
Framsóknarflokksins aö Brákarbraut 1.
Bæjarfulltrúar flokksins I Borgamesi verða á staðnum og heitt á
könnunni. Allir sem vilja fylgjast meö og hafa áhrif á málefni
Borgamesbæjar eru velkomnir.
Framsóknarfélag Borgarness.
Norðurland vestra
Skrifstofa Einherja, kjördæmisblaös framsóknarmanna, hefur veriö flutt
frá Sauöárkróki á heimili ritstjóra aö Ökrum I Fljótum. Hægt er aö ná I rit-
stjóra alla daga (slma 96-71060 og 96-71054.
K.F.N.V.
Suöurland
Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á
þriöjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Síminn er 22547.
Félagar eru hvattir til að lita inn.
K.S.F.S.
Reykjanes
Skrtfstofa kjördæmasambandsins aö Hamraborg 5, Kópavogi, er opin
mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Simi 43222.
K.F.R.
Rangæingar,
spilakvöld
Framsóknarfélag Rangæinga gengst að vanda fyrir hinum árlegu spila-
kvöldum sunnudagana 11. og 25. nóvember, 9. desember og 13. janúar I
Hvoli kl. 21.00. Fjögurra kvölda keppni, 3 gilda.
Heildarverölaun ferö til Akureyrar fyrir 2, gist á Hótel KEA 2 nætur.
Góð kvöldverðlaun. Mætiö öll.
Stjómin
Frá S.U.F.
6. fundur framkvæmdarstjómar S.U.F. veröur haldinn 13. desember kl.
20.00 að Melabraut 5, Seltjamamesi.
MUNIÐ
að skila tilkynningum í
flokksstarfið tímanlega -
þ.e. fýrir kl. 4 daginn fyrir
útkomudag.
Dregiö verður I Jólahappdrætti Framsóknarflokksins 24. desember nk.
Velunnarar fiokksins eru hvattir tíl að greiöa heimsenda giróseöla
fyrir þann tíma.
Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eöa I slma
91- 674580.
FramsóknarHokkurinn
Jólahappdrætti
S.U.F.
Eftirfarandi númer hafa verið dregin út I Jólahappdrætti S.U.F.:
1. des. 1. vinningur 2036,2. vinningur 974
2. des. 3. vinningur 3666,4. vinningur 20
3. des. 5. vinningur 3203,6. vinnlngur 3530
4. des. 7. vinningur 5579, 8. vlnningur 1452
5. des. 9. vinningur 3788,10. vinningur 5753
6. des. 11. vinnlngur 3935,12. vlnningur 3354
7. des. 13. vinningur 5703,14. vinningur4815
8. des. 15. vinningur 2027,16. vinningur2895
9. des. 17. vinningur3261,18. vinningur2201
10. des. 19. vinningur 3867,20. vinningur 5194
11. des. 21. vinningur 5984,22. vinningur864
Dregin veröa út tvö númer á hverjum degi fram til 24. des.
Muniö aö greiöa heimsenda gíróseðla.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 20.
Slmi 91-624480 eöa 91-28408.
Meö kveöju. S.U.F.