Tíminn - 13.12.1990, Page 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 13. desember 1990
Timinn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Glslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrfmsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason
SkrifetofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300.
Auglýslngasími: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Efnahagsumræður
Þjóðarsáttin og lagasetningin til að fylgja henni
eftir er víða umræðuefni í landinu þessa daga og er
ekki tiltökumál. Yfirleitt virðast dómar manna um
efnahagsstefnuna jákvæðir. I nýútkominni skýrslu
ífá Seðlabankanum er m.a. bent á að með febrúar-
samkomulaginu um verðbólguhjöðnun og framlagi
ríkisvaldsins í því sambandi „hafi um sinn verið
lögð tryggari kjölfesta að verðlagsþróun en oftast
áður“.
Þegar nánar er gætt að efni og orðalagi þessarar
umsagnar má ljóst vera að efnahagsstefnan og
framkvæmd hennar hefur til þessa náð tilgangi sín-
um, þ.e. því markmiði að stöðva óheillaþróun ís-
lenska verðbólguíýrirbærisins, sem efnahags- og
íjármálakerfi landsins hefur liðið fyrir árum og ára-
tugum saman.
Þessi tilraun til samstillts átaks hagsmuna- og
áhrifaafla þjóðfélagsins um að minnka verðbólgu,
koma á stöðugu gengi og treysta verðgildi krónunn-
ar á að standa í eitt og hálft ár og enn er ekki nema
helmingur þess tíma liðinn. Hvað tímamörkin varð-
ar er því annað eins eftir, og þótt vel hafi miðað það
sem af er verður árangur þjóðarsáttarinnar endan-
lega dæmdur eftir því hvemig staðan verður við lok
tímabilsins haustið 1991. Þjóðin verður að hafa
þolinmæði til þess að bíða þess tíma og forsvars-
menn efnahagsstefnunnar verða að standa ábyrgir
íyrir henni þar til samningstímanum er lokið.
Gagnrýnendur núverandi efnahagsstefnu verða
ekki síður að sýna biðlund í dómgimi sinni og gera
sig ekki seka um fyrirframdóma.
Þótt engum komi til hugar að líta á núverandi
efnahagsstefnu sem hina „ajgjöm lausn“ efnahags,
fjármála- og launastefnu á íslandi, því að hún hef-
ur sín augljósu takmörk, auk þess sem „endanlegar
lausnir“ á þjóðfélagsvanda em ekki til nema í hug-
um öfgamanna — þá em líka takmörk fyrir því
hvers konar áróðri og hvers kyns áróðursaðferðum
er heimilt og siðlegt að beita í stjómmálaumræðum
á hverjum tíma. Islendingar hafa um langan aldur
haft illa reynslu af því þegar skmmið var látið yfir-
gnæfa vitlega umræðu um efnahags- og ijármál.
En nú tekur steininn úr þegar nýkapitalistar Sjálf-
stæðisflokksins, marx-leninistar á Veðurstofunni
og einhverjir kennarar í lagadeild Háskóla íslands
sameinast í innantómum skmmræðum í tilefni
mannréttindadags Sameinuðu þjóðanna um að for-
dæma íslensk stjómvöld fyrir mannréttindabrot og
pólitískar yfírtroðslur, að ekki sé minnst á nýstár-
legar skýringar þeirra á völdum og starfssviði for-
seta Islands.
Almenningi er ekki gerður greiði með málflutn-
ingi af því tagi sem fram fór á fundi Orators (félags
laganema) og ráðstefnu á vegum Bandalags há-
skólamanna og BHMR, vegna þess að hann var í
mikilvægum atriðum gagnsýrður af öfgum, að svo
miklu leyti sem hann var ekki tóm flatneskja að
efni og framsetningu. Háskólakennarar ættu öðmm
fremur að varast að skjóta yfir markið.
GARRI
Senn líður að því að Selfoss
verði hundrað ára. Hafa rnenn þar
á bæ haft uppi heitstrengíngar urn
að gera hænum ýmislegt til góða á
aldarafmælinu, eins og að reisa
styttu af merkismanni, sem kom-
ið hefur við sögu og uppbyggingu
staöarins. Þegar tal berst aö slíku
kemur einn maður fyrst og fremst
upp í hugann. Það er Egili Thor-
arensen, kaupféiagsstjóri og í
rauninni sköpuður Selfoss um
áratuga skeið. Þrátt fyrir að Egill
Thorarensen, Selfoss og vestan-
vert Suðurland hafi verið eins og
ein órjúfandi heiíd á mestu upp-
gangsáratugum þessarar aldar,
hefur aðiium á Seifossi komið tii
hugar að reisa styttu af öðrum
ágætum manni á Selfossi á
hundrað ára afmæíinu. Sá maður
varð fyrst og fremst ágætur af
ýmsum framfaramálum, sem
snertu þjóöfélagið alit, en hann lét
byggja fyrstu brúna yfir Ölfusá
hjá Selfossi seínt á öldinni sem
leið. Þessi maður var Tryggvi
Gunnarsson, bankastjóri. Að öðru
leyti kom hann ekki meira við
sögu Selfoss en gekk og geröist
um forystumann í þjóðféTaginu.
Skortir sögulegan
skilning?
Stytta af TYyggva Gunnarssyni
stendur i Alþingisgarðinum, þar
sem hann var grafinn. Eflaust er
ástæða til að gera af honum aðra
styttu, en hún ætti þá að standa
við Eyjafjörð, þar sem sporði
Vaðlaheiðar er drepið niður á
sÍÓttlendið í sunnanverðu Höfða-
hverfi og þar sem prestssetrið
Uufls stendur. Þar jtöí Tryggvi á
heimaslóðum, sem er réttmætt,
EgiilThorarensen.
þótt starfsvettvangur hans stæði
um alit land. Öðru máli gegnir um
Tryggva og Selfoss. Hugmyndin
um styttu af honum þar gæli ver-
ið selt fram ti) að skáka Agll til
hliðar, þegar talið berst að aldaraf-
mælinu. En þá eru menn Utilla
sæva. Það var nefnilega Egiil
Thorarensen sem gerði Selfoss að
góðum og driftarmiklum stað,
efldi hann á aUa lund og kom þar
fyrir miðstöö atvinnulífs « stóru
héraði. Hann ætlaði Selfossi mik-
ið hlutverk og bjó í haginn fyrir
það hlutverk af hugkvæmnl og
áræði. Hann byggði ekki eina brú,
sem í sjálfu sér var mikilsvert.
Hann byggði athafnabtýr um allt
hérað og lét þær mætast á Sel-
fossi. Þeir sem stjórna Selfossi í
dag verða að hafa sögulegan skiln-
ing ó stöðu Selfoss f ríku og
gróskumfklu héraði, gera sér
grein fýrir ástæðum fyrir vexti
staðarins og viðgangi og skiJja
hvaða maður vann þar mestu og
frækUegustu verkin. Enginn sem
um Selfoss hugsar kemst fram
hjá nafni BgUs Thorarensen.
Nýtti tækifærin
Vel má vera að EgiU hafi verið
hnýflóttur á stundum og eldd vin-
ur aUra alian tímann. Þannig eru
athafnamenn gjantan. Eh Egilf
vann staðnum vel og linnti ekki
sókn og stórframkvæmdum á
meðan hann lifði. Þá er Þorláks-
höfn risin til vegs og virðingar
fyrir hans tilverknað. Þess staðar
naut hann þó aldrei sjálfur, þótt
hann hafi ef til viU ætlað sér að
eyða ellidögunum þar. Brúin á
Ölfusá við Selfoss var mikið þreb-
virki á sinni tíð og breytti mörgu
fyrir Sunniendinga. Hún hafði
þau áhrif á byggðaþróun héraðs-
ins, að staðir eins og Eyrarbakki
og Stokkseyri stönsuðu um tíma
og komust ekki af stað aftur fyrr
en á síðustu áratugum þegar ný
atvinnutækifæri komu til sögunn-
ar. Á meðan efldi Egiil Thoraren-
sen Seifoss af öllum mætti. Það
er því ljóst hvemig sem menn að
öðru Íeyti hugsatil EgHs, að fram-
hjá honum verður ekki komist,
þegar staðurinn viU minnast
hundrað ára afmæiis síns með
styttu. Mun og mörgum jjykja
tími tll kominn, að látið sé af pól-
itískri andúð á starfí Egils Thor-
arensen, og að ekki sé verið að
sækja aðra menn iangt út
lögsagnarumdæmi Selfoss til að
Steypa þá í eir á hátíöisdögum.
VITT OG BREITT
Voðalegt ferðafrelsi
Ekki er langt síðan Vesturlönd
gerðu þá kröfu á hendur kommún-
istaríkjum að þar yrði gefið ferða-
frelsi og töldu þá utanlandsferðir og
brottflutning úr landi til sjálfsagðra
mannréttinda. Bandaríkin tóku
fagnandi við öllum flóttamönnum
frá Sovétríkjunum og fengu þeir
umyrðalaust ríkisborgararétt. Vest-
ur-Þjóðverjar tóku við öllu fólki úr
kommúnistalöndum sem á til
þýskra forfeðra að telja og fluttust
þeir vestur um allt austan frá
Volgubökkum. Hörð kröfugerð hef-
ur lengi verið höfð uppi um að sov-
éskir gyðingar fengju að flytja til
ísraels, eða í önnur gyðingasamfé-
lög.
Nú hafa veður skipast í lofti með
skjótari hætti en nokkurn óraði fyr-
ir. Nú hóta sovésk yfirvöld að opna
landamærin fyrir flóttafólki að
austan og verða við síendurteknum
kröfum manngæskufólksins fyrir
vestan um ferðafrelsi sovéskra
þegna og sýna þar með virðingu
fyrir mannréttindum.
Flóttinn úr fyrrum leppríkjum til
Vestur-Evrópu hefur verið mikill og
á síðasta ári nam hann vel á aðra
milljón manns. Og á það skal
minnst að þegnar Þýska alþýðulýð-
veldisins sáluga eru nú ailir orðnir
alvöru Þjóðverjar og eiga nú mikið
verk fyrir höndum að hreinsa til og
byggja upp rústir óðaia kommún-
ismans.
Þá munu Þjóðverjar greiða fyrir
heimför hundruð þúsunda sov-
éskra hermanna og fjölskyldna
þeirra, sem hersetið hafa mengun-
ardamminn Austur-Þýskaland um
áratuga skeið. Kostar það ærið fé,
þar sem Sovétríkin eru ekki í standi
til að taka við eigin hermönnum og
skjóta yfir þá skjólshúsi.
Kröfur um
mannréttindi
Enn á ný horfa íbúar Evrópu vest-
anverðrar með skelfingu til austurs
og þekkja engar vamir til að stöðva
innrásina sem í vændum er.
Nú fer nefnilega að reyna á mann-
réttindakröfurnar sem alltaf er verið
að gera, þar sem von er á milljóna
manna flóttamannastraumi þegar
langþráð ferðafrelsi verður veitt.
í Sovétríkjunum ríkir upplausn og
skortur á lífsnauðsynjum mun
hrekja fólk til gósenlanda vesturs-
ins. Flóttamannastraumur hefur
lengi verið verulegur úr Mið-Evr-
ópuríkjum og Póllandi, en inn í þau
lönd munu sovésku flóttamennimir
fyrst leita og síðan áfram vestur á
bóginn.
Ríkisstjórnir eru orðnar logandi
hræddar við væntanlega frelsingja,
en geta lítið að gert vegna þess að
þær em búnar að heimta svo lengi
og rækilega að landamærin verði
opnuð í nafni frelsis og mannrétt-
inda.
Almenningur er vamarlaus og ráð-
villtur, því það er búið að segja hon-
um svo lengi að þeir sem mjamta
kjafti við þjóðflutningum flótta-
manna inní bæi sína séu ekkert
annað en nasistar, aríar, kynþátta-
hatarar og óþverrar hinir mestu og
enda óvinir mannkynsins.
Málfrelsið
Þrautalendingin er að veita þurf-
andi þegnum Sovétríkjanna og ann-
arra fyrmm kommúnistaríkja neyð-
arhjáp og reyna að fá fólkið til að
halda sig heima við.
En það mun ekki bægja þjóðflutn-
ingunum frá og ekki ómerkari mað-
ur en Havel forseti telur að 17 millj-
ónir Sovétmanna fari að mjakast
vestur á bóginn á næsta ári.
Þar sem Tékkar em nýleystir úr
álögum eftir áratuga kúgun halda
þeir að málfrelsi sé á Vesturlöndum
og innanríkisráðherra þeirra opin-
berar þá skoðun að flóttamanna-
straumurinn muni breyta vest-
rænni menningu. Svo er komið að
meira að segja málgagn Hvíta húss-
ins á íslandi prentar svona ummæli.
En það er líklega bara vegna þess að
hér er skírskotað til innflytjenda af
slavneskum uppmna frá komma-
löndum. Margir þeirra em jafnvel
kristnir. Það heyrir því ekki undir
menningar- og kynþáttahatur að
vara við stórskömmtum af því fólki
inn í vestur-evrópsk samfélög.
Það er kaldhæðnislegt að fyrmrn
kommaríki hafa þrýst Iandamæmm
sínum lengra til vestur en þau ráða
við. Svo fylgir fjöldinn á eftir og vill
nú æða yfir hin vestlægu landamæri
og skilja eftir órækt og örbirgð á
hinum miklu og gróðursælu land-
flæmum austursins.
Og nú grátbæna ráðamenn á Vest-
urlöndum sovétleiðtogana að fara
varlega í að veita þegnunum mann-
réttindi og ferðafrelsi og bjóðast til
að senda þeim heldur matinn og
aðrar nauðþurftir heim.
Evrópa hefur nefnilega oftekið sig
á gestrisninni, en á það þorir enginn
að minnast nema langkúgaðir
Tékkar, sem ráða ekki við nýfengið
málfrelsi. OÓ