Tíminn - 13.12.1990, Qupperneq 11

Tíminn - 13.12.1990, Qupperneq 11
10 Tíminn Fimmtudagur 13. desember 1990 Fimmtudagur 13. desember 1990 Tíminn 11 , yf'i " ' . ' ' * Meirihluti landsmanna vill ekki innflutning , Þótt laekkaði við það Rúmlega 20% þjóðarinnar telja að ísland sé aðili að Evrópubandalaginu, ef marka má nýja skoðanakönnun sem Félagsvísinda- stofnun hefur gert fyrir Markaðsnefnd land- búnaðarins. í könnuninni er kannað við- horf íslendinga til hinna ýmsu mála er að landbúnaði lúta, og kemur m.a. fram að meirihluti þjóðarinnar er andvígur inn- flutningi á landbúnaðarafurðum, þó það kunni að lækka verð til neytenda svo og svo mikið. Könnunin var unnin af Félagsvísindastofn- un fyrir Markaðsnefnd landbúnaðarins og var hún framkvæmd á tímabilinu 2.-8. nóv- ember í gegnum síma. Hún náði til landsins alls og var úrtakið 1500 manns á aldrinum 18-75 ára. Af þeim svöruðu tæplega 1100 manns, brúttósvörun reyndist vera 71,9% og nettósvörun 75,1%, sem telst vera nokk- uð gott svarhlutfall. Af þeim sem ekki svör- uðu fundust 13% ekki, voru fluttir eða fjar- verandi. Markmið könnunarinnar var að afla upp- lýsinga um viðhorf íslendinga til íslensks landbúnaðar og ýmissa mála sem honum tengjast. Fólk var m.a. spurt um afstöðu til landbúnaðarstefnu hins opinbera, innflutn- ings á ýmsum landbúnaðarvörum, og um hollustu og gæðaeftirlit með landbúnaðar- vörum. Einnig var spurt um ýmis umhverf- ismál sem varða landbúnað og um afstöðu til mismunandi búgreina, niðurgreiðslu og útflutningsbóta. Margar merkilegar niður- stöður koma fram í þessari könnun og greinir frá því helsta hér á eftir. Stefna stjórnvalda á ekki upp á pallborðið Til að byrja með var fólk spurt um afstöðu til stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Fram kom að tæpur helmingur er neikvæð- ur gagnvart stefnunni í landbúnaðarmál- um, um 23% reyndust jákvæðir og þriðj- ungur neitað að svara. Þá voru konur held- ur jákvæðari en karlar og varðandi aldurs- hópa kom fram munur í því, að þeir yngri taka síður afstöðu til þessa máls en eldra fólk. Þannig er nærri helmingur þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára hlutlausir eða óvissir, en sama hlutfall fyrir elsta aldurs- hópinn er um 19%. Samkvæmt könnuninni eru þeir sem alast upp í sveit, eða búa þar, jákvæðastir. Ef hins vegar er litið á afstöðu fólks eftir flokkum, þá er tæpur heimingur stuðningsmanna Framsóknarflokksins jákvæðir í garð stefn- unnar. Næstir þeim koma stuðningsmenn Alþýðubandalagsins með 36%, en stuðn- ingsmenn Sjálfstæðisflokksins eru síst já- kvæðir, eða 15% sem voru jákvæðir. Þá reyndist meirihluti þjóðarinnar vera hlynntur því að nýr búvörusamningur verði gerður milli hins opinbera og bænda: 56,60% voru hlynnt því, 19% á móti og fjórðungur var hlutlaus. Þess ber að geta að í spurningunni er ekki gefið til kynna um hvað búvörusamningurinn væri, heldur var spurningin mjög almenn. Ósanngjörn umræða Fólk var spurt um hvort það teldi umræð- una um íslenskan landbúnað vera sann- gjarna eða ekki. í Ijós kom að um fimmt- ungur taldi svo vera, um helmingur fannst hún ósanngjörn og um 27% voru hlutlaus- ir. Töluverður munur reyndist vera á af- stöðu manna eftir stéttum. Þannig reyndust um 40% sérfræðinga og atvinnurekenda telja umræðuna vera ósanngjarna, en um 70% bænda og sjómanna. Sama hlutfall reyndist vera á milli fylgjenda Sjálfstæðis- flokksins annars vegar og Framsóknar- flokksins hins vegar, þ.e.a.s. um 70% fram- sóknarmanna töldu umræðuna ósann- gjarna. Meirihluti andvígur innflutningi Meirihluti þjóðarinnar á aldrinum 18-75 ára er andvígur innflutningi á sambærileg- um búvörum og framleiddar eru hér á landi, eða um 64%. Tæplega þriðjungur er fylgj- andi innflutningi og athygli vekur að aðeins 5% eru hlutlaus eða óviss hvað þetta varðar. Ef tekið væri tillit til þess að landbúnaðar- vörur myndu lækka með innflutningi, þá Iækkaði hlutfallið hjá þeim sem voru and- vígir innflutningi í 54%, en fylgjandi yrðu um 40%. Væri það hins vegar ljóst að inn- flutningur á landbúnaðarvörum hefði byggðaröskun í för með sér, þá fækkaði þeim sem voru fylgjandi innflutningi úr 31% í 16%. Þrátt fyrir allt telur meirihlutinn að inn- flutningur á landbúnaðarafurðum muni lækka verð til neytenda, en um fimmtungur telur svo ekki vera. Út úr því má Iesa að menn séu tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir innlenda framleiðslu. 73% þeirra, sem eru aldir upp á höfuðborgarsvæðinu og hafa ekki verið í sveit, eru á því að verð muni lækka, en 49% þeirra sem aldir eru upp í dreifbýli telja svo vera. Þá kemur fram ólík afstaða hvað þetta varðar eftir búsetu. Landsbyggðarfólk er síður hlynnt innflutningi en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Nokkuð sláandi mun- ur er á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórn- málaflokk það styður. Rúmlega 40% alþýðu- flokks- og sjálfstæðismanna eru fylgjandi innflutningi á landbúnaðarvörum, um og innan við 20% stuðningsmanna Alþýðu- Eftir Hermann Sæmunds- bandalags og Kvennalista, en aðeins 4% framsóknarmanna. Trú á hollustu og gæði varanna íslendingar virðast almennt hafa trú á hollustu innlendra landbúnaðarafurða og að gæöaeftirlit sé gott. Hvað umhverfismál varðar, þegar litið er til einstakra fyrirtækja eða stofnana, þá telur rúmlega helmingur Meiríhluti landsmanna vill ekki aö landbúnaöarvörur veröi fluttar inn, ef marka má könnun Félagsvísindastofríunar. (henni kemur fram jákvætt viðhorf til landbúnaðar, en allstór hópur er stjómvalda. landsmanna að sveitabæir, fiskeldisstöðvar, sláturhús og Áburðarverksmiðjan sinni þeim málaflokki of lítið. Hins vegar höfðu aðeins um 10% þetta álit varðandi mjólkur- búin. í könnuninni kom einnig fram að fólk virðist vera mjög jákvætt gagnvart flestum búgreinum. Refa- og minkarækt var eina búgreinin sem fleiri voru neikvæðir gagn- vart en jákvæðir. Hægt að flytja út lambakjöt og græða á því! Tæpur helmingur svarenda eru hlynntir því að verð innlendra landbúnaðarafurða sé greitt niður af hinu opinbera, rúm 40% eru því andvíg og 11% eru hlutlaus eða óviss. Greint eftir kyni voru konur í meira mæli hlynntar niðurgreiðslum en karlar, sem kemur m.a. fram í því, að af stuðnings- mönnum stjórnmálaflokkanna eru flestir fylgjendur niðurgreiðslna innan Kvennalist- ans, eða tæp 70%. Einnig er nokkur munur á afstöðu manna til niðurgreiðslna eftir því hvaða stétt þeir tilheyra. Eins og svo oft áður skera sérfræð- ingar og atvinnurekendur sig úr. Um 61% þeirra eru andvígir niðurgreiðslum, en sama hlutfall fyrir hinar stéttirnar er á bilinu 34- 40%, að iðnaðarmönnum undanskildum, en 53% þeirra eru andvígir niðurgreiðslum. Þá er athyglisvert í könnuninni að 60% að- spurðra telja hægt að flytja út íslenskt lambakjöt, þannig að það verði þjóðhagslega hagkvæmt. Konur telja það frekar mögulegt en karlar og þeir sem ekki eru útivinnandi frekar en aðrir. Þetta atriði er einnig nátengt aldri, en yfirgnæfandi meirihluti þeirra yngstu telja þetta mögulegt og síst þeir elstu. hins vegar lítt hrífinn af landbúnaðarstefríu Timamynd: Pjetur Kratar segja ísland vera aðila að GB! Að lokum er rétt að geta athyglisverðrar niðurstöðu sem kom fram þegar fólk var spurt um hvort ísland væri aðili að Evrópubanda- laginu, EFTA og GATT. í ljós kom að um fimmtungur svarenda, eða 21%, taldi ísland vera aðila að EB, 10% voru óvissir og 69% svöruðu því neitandi. Nokkur munur var eftir stéttum og taldi rúmlega fjórðungur verka- fólks ísland vera aðila að EB, en aðeins 7% sérfræðinga og atvinnurekenda. Þá kemur einnig fram mjög athyglisverður munur eftir því hvaða flokk menn styðja. Einungis 6% stuðningsmanna Alþýðubandalagsins segja svo vera, en 33% stuðningsmanna Alþýðu- flokksins segja að ísland sé aðili að EB. Sama hlutfall fyrir stuðningsmenn Framsóknar- flokks, Sjálfstæðisflokks og Kvennalista var 18%. Meirihluti aðspurðra sögðu ísland vera aðila að EFTA, um 24% sögðu svo ekki vera og um 11% vissu það ekki. Þá sögðu nærri helming- ur ísland vera aðila að GATT-samkomulaginu, um fimmtungur að svo sé ekki og 37% segjast ekki vita það. íslendingar jákvæðir gagnvart landbúnaði „Það er ljóst að afstaða til stefnu stjórnvalda er mismunandi og stór hluti þjóðarinnar er neikvæður út í stefnuna og það þarf að laga. En ef viö skoðum þá sem eru jákvæðir gagn- vart búgreinunum, vekur eftirtekt hvað lands- menn eru jákvæðir gagnvart hefðbundnum búgreinum. Til að mynda í mjólkurfram- leiðslunni þá eru tæp 100% þjóðarinnar já- kvæð gagnvart henni og ef við tökum marg- umrædda sauðfjárrækt, þá eru 83% jákvæð gagnvart þeirri búgrein," sagði Níels Árni Lund á fundi með fréttamönnum í gær, en hann er formaður Markaðsnefndar landbún- aðarins. Hann sagði þessa könnun verða not- uð síðar meir sem gagnagrunn fyrir frekari starfsemi nefndarinnar í framtíðinni, og hún gæfi jafnframt vísbendingu um hvar skóinn kreppir að í greininni. „Markmið okkar er að bæta ímynd þessarar ah’innugreinar á sem bestan máta,“ sagði Níels. „Mér finnst þessi útkoma mjög athyglisverð og í raun og veru góð fyrir íslenskan landbún- að. Ekki síst í Ijósi þess að hún er tekin á tím- um þar sem mikil umræða hefur farið fram og menn hafa jafnvel íþeirri umræðu dregið í efa gildi þess að standa yfirleitt í landbúnaðarum- svifum á íslandi," sagði Steingrímur J. Sigfús- son landbúnaðarráðherra um könnunina. Hann benti á að þær skoðanir hafa verið sett- ar fram og rökstuddar með ýmsum reikniæf- ingum, að það væri þjóðhagslega hagkvæmt að hætta alveg að framleiða búvörur hér í landinu og flytja þær þess í stað inn. „Jafnvel milljarðatuga upphæðir hafa verið nefndar í því sambandi, hvað það beinlínis kosti þjóðarbúið eða neytendur, að bessi at- vinnugrein sé hér. Því fmnst mér útkoman at- hyglisverð í þessu ljósi, þó ég segi ekKi að hún komi mér mikið á óvart. Hún staðfestir pá til- finningu, sem ég hef haft, að almennt talað þá styðji þjóðin vel við bakið á þessari atvinnu- grein og vilji sjá hana blómgast og viðhaldast hér í landinu." Steingrímur benti á að mikilvægt sé fyrir landbúnaðinn á þeim tímum sem nú eru að ganga um garð, að fá svona trausta niður- stöðu. „Það sem mestu máli skiptir, hvað sem öllum sérfræðingum, útreikningum og slakri einkunn sem stjórnvöld fá líður, er að þjóðin standi á bak við sinn landbúnað. Það er miklu betra að landbúnaðurinn fái hærri einkunn en stjórnvöld. Því er ég á heildina litið ánægður með þessar niðurstöður," sagði Steingrímur að lokum. :■■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.