Tíminn - 13.12.1990, Síða 12

Tíminn - 13.12.1990, Síða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 13. desember 1990 Listin að segja ekki of mikið Hugleiðtng um Myndir úr lífi Péturs Gggerz, fyrrverandi sendiherra. Gaman og alvara, sem er nýjasta bók höfundarins. Útg. Skuggsjá Hafnarftrði 1990. Þessi nýja bók Péturs Eggerz, fyrr- verandi sendiherra, er að því leyti ólík flestum öðrum íslenskum lífs- bókum og ævisögum, sem komið hafa á markað undanfarið, að hún er guðsblessunarlega laus við raup. Hið sama gegnir um fyrri bækur hans fimm, sem bera keim af ævi- söguritun. Þótt farið væri logandi Ijósi um þessar bækur, fyndist hvergi minnsti vottur um það, að höfundur sé að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra. Það er út af fyrir sig afrek af Pétri að hafa þegar skrifað sex bækur á átján-nítján árum — og var hann þó fyrir átta árum kominn á eftirlauna- aldurinn, þá orðinn sjötugur að aldri. Sannar Pétur, svo að um mun- ar, að það er hneisa og íslensku sam- félagi til skammar að afskrifa menn til orðs og æðis, þótt þeir bæti við sig árum, en í seinni tíð virðist allt of litlu skipta, þótt viðkomandi haldi sér vel og eldist með reisn eins og sannast með þessari bók höfundar, sem hann nefnir Myndir úr lífi Pét- urs Eggerz. Gaman og alvara. Þetta er Ijúf bók og gædd aðals- merki, sem allt of fáir íslenskir höf- undar, þekktir sem óþekktir, eru gæddir, en það er listin að kunna að segia ekki of mikið — að undirsegja eða það, sem enskir kalla „to und- erstate". Nægir til sönnunar að benda á örstuttan kafla um meistara Kjarval, Blóm, sem koma of seint (en þeir voru miklir vinir meistar- inn og Sig. Eggerz, sýslumaður og ráðherra, faðir Péturs). Þessi kafli er ekki nema níu línur, en heldur áfram að gagntaka mann. Annar kafli, langtum lengri, um Kjarval, er og í bókinni, sem minnir á enskan húmor eins og hann gerist bestur. Ef nokkur höfundur á íslandi er gæddur þessari bresku mýkt og þessum þýðleika í frásagnarstfl, þá er það Pétur Eggerz á köflum í bók- um sínum. Það er viss ferskleiki í þessari bók og birta frá horfnum góðum tímum, sem mun halda áfram að lifa (í end- urminningunni) á svipaðan hátt og íslensku Ijóðin eins og þau voru áð- ur fyrr — með sál og anda og án til- gerðar. Pétur setur sig aldrei í nein- ar stellingar, þegar hann ræðir menn og málefni. Hann gerir úttekt á lífi sínu, sem hefur verið innilega laust við gráma hversdagsleikans á köflum. Starfið í diplómasíunni bauð upp á tilbreytni, ef því var að skipta, og Pétur gæddur viðtöku- hæfileika kúltúrmannsins (af ásettu ráði greinarhöfundar er ekki notað hugtakið menning í þessu tilviki (það er þegar búið að ófrægja það orð af vinstri slagsíðufólki og snobb- uðum stofukommum) og því gripið til útlenska orðsins eins og skyndi- tökuorðs, enda nær það auk þess meiningunni betur). Frásögn höfundar af hinum magn- aða persónuleika frú Georgíu for- setafrú hrífur í látleysi sínu. Frú Ge- orgía var barmafull af húmor — eig- um við ekki að segja dönskum húm- or, enda þótt allur húmor megi teljast alþjóðlegur. Þau Georgía og Pétur voru perluvinir af guðsnáð og ef til viil ekki ólík að upplagi öðrum þræði, bæði greinilega með ríka réttlætiskennd og góðleik, en þessar eigindir ásamt með kímnikennd vantar alltaf meira og meira og þeirra gerist nú æ meiri þörf. Sólskinsdagur á Akureyri er að sumu leyti einn best skrifaði kafli bókarinnar, efnið samhæfist mann- lýsingum og umhverfi og auk þess er brugðið Ijósi á prinsipfestu í emb- ættismennsku Sigurðar Eggerz, sem var um hríð sýslumaður á Ak- ureyri. S. Eggerz var af gamla skól- anum, öllum minnisstæður, sem sáu hann. Hvar sem hann fór geisi- aði af honum glæsileiki. Hann var andans maður og mikið skáld, smbr. Ijóð hans Alfaðir ræður, sem hann orti í tilefni af hörmulegu sjóslysi við Vík í Mýrdal, þá er hann var sýsiumaður þar. Kaflinn Varaður við að gerast leigu- bflstjóri, þegar höfundur fór á júdó- námskeið til að læra þessa frægu sjálfsvarnaríþrótt Japana, er drep- hlægilegur. Honum var valinn mót- herji til æfinganna af japanska kennaranum, meistaranum, það var leigubílstjóri í Washington D.C. Lýs- ingin á bílstjóranum, lýsingin á hættum stórborgar er athyglisverð og lifandi og þó tekur það út yfir all- an þjófabálk, þegar Pétur og leigu- bílstjórinn kveðjast í lok júdónám- skeiðsins. Þá kemur upp úr dúrn- um, að taxiekillinn var næstum orð- inn sannfærður um, að Pétur Pétur Eggerz. diplómat hefði hug á því að gerast leigubflstjóri og því hefði hann (þ.e. Pétur) vegna væntanlegs starfs talið nauðsynlegt að læra júdó til að geta varist alls kyns skálkum og mis- indismönnum í skjóli nætur í as- faltfrumskógi stórborgarinnar. Það eru skemmtilegar andstæður í þessari bók og allan tfmann skín í gegn sjálfsvirðing höfundar, þessi eðliskurteisi, og þrátt fyrir fágun heimsborgarans hefur Pétur ótal sinnum á takteinum, en á undir- sagðan hátt (í Somerset Maugham stíl), prakkaralegar athugasemdir um yfirborðsmennsku og upp- skafningshátt í fari samferðafólks. En það má fremur lesa milli Iín- anna, svo varlega fer Pétur Eggerz í sakirnar eins og hæfir manni með smekk. Það er andlegur gróði að þessari bók Péturs Eggerz og auk þess vaxtaaukainnlegg fyrir síðari tíma. Að Hæðardragi, Steingrímur S.Th. Sigurðsson BOK UM VATNSDALSA, VATNSDAL OG ÞING VATNSDALSÁ Vatnsdalur — Þing Ritstj: Císli Pálsson, bóndi, Hofl Útg: Bókaútgáfan Dyngja Hofl í Vatnsdal, 1990. Það eru ekki gefnar út bækur í hverjum dal á íslandi þessi árin. Því hlýtur það að teljast til tíðinda að út er gefin bók í Vatnsda! í Húnaþingi, sem út kemur samtímis á ensku og íslensku. Verður það líka að teljast vel við hæfi fyrir bók um Vatnsdalsá, Vatnsdalinn og Þing, en alls ekki sjálfsagt. Mikil vinna liggur í þessari bók og hefur ekki verið til sparað varðandi myndir, töflur og yfirlitskort. Ekki færri en sextán höfundar eru að les- máli bókarinnar og er hún samsett ritgerðarsmíð. Útgefandinn, Gísli Pálsson bóndi að Hofi í Vatnsdal, rit- ar formálann og hefur hann greini- lega lagt á það áherslu að setja í bók- ina meira en aðeins upplýsingar um veiðistaði og ána sjálfa. Kaflar eru um lífríki árinnar, netaveiði fyrri tíma, sögur af Ingimundi gamla og um náttúruhamfarir við Skíðastaði og Bjarnastaði á sextándu öld. Fjall- að er um sögu veiðifélags árinnar og greint frá ábúendum og veiðiréttar- eigendum, svo og þremur leigutök- um árinnar. Stórar loftmyndir eru í bókinni og spanna þær samanlagt allan dalinn ásamt framdölum. Þekja þessar Ioft- Gísli Pálsson á Hofi. myndir, sem teknar eru af Mats Wi- be Lund, heilar opnur og er þeim dreift yfir alla bókina. Vel hefði mátt hugsa sér að þeim yrði raðað skipu- legar upp, þannig að lesanda yrði opnaður dalurinn úr norðri og síðan farið frameftir, eða þá að straumi ár- innar væri fylgt í norður. Vel merkt gervitunglamynd af ánni alit frá ósum Húnavatns suður að Stekkjar- fossi við Forsæludal, bætir þar nokkuð um. Góður sögurammi Ekki þarf að efast um gildi bókar- innar fyrir veiðimenn og aðra gesti Vatnsdals og Þings. Verður þar þó að koma til annar en ég til að dæma um hvort ekki sé rétt með farið, þar sem ég er ókunnugur veiðistöðum í Vatnsdalsá. Hitt er auðséð að útgef- endum hefur tekist að ramma efni bókarinnar skemmtilega inn með frásögnum af landnámi Ingimundar og ákvörðun hans að setjast að á Hofi. Segir þar frá fyrstu alvarlegu veiðideilum við ána er kostaði reyndar Ingimund lífið sökum fólsku Hrolleifs í Ási. Einnig segir frá fæðingu Þórdísar Ingimundar- dóttur, fyrsta innfædda Vatnsdæ- lingsins. Bókinni lýkur með kvæði Davíðs Stefánssonar um dalinn. Hefur hann greinilega öðlast góða kynningu af dalbúum, ef marka má þessar ljóðlínur hans: „... þegar trú- in á borgina brestur / og bændanna höfðingslund, / er hollt að leita í Vatnsdal vestur / og vera þar gestur um stund.“ Að opna þessa nýju og vel gerðu bók Vætnsdæla er eins og að setjast inn á hefðbundið menningarheimili til sveita og anda að sér meðvitund um gildi liðinnar sögu. Kristján Bjömsson Ástarorð Setberg gefur út ástarsöguna Ástarorð eftir Danielle Steel. Oliver Watson hefur unnið kappsamlega að því að byggja sér öruggan heim. En skyndilega virðist stoðunum kippt undan honum. Eftir átján ára hjóna- band, sem Oliver taldi fullkomið, ákveður Sara, eiginkona hans, að yfirgefa fjölskylduna. Oliver stendur einn eftir með þrjú börn og vandamál, sem hann verður að takast á við. En lífið heldur áfram og mörg verður raunin áður en úr rætist. Verð 1.680 kr. Þjófurinn Út er komin hjá Máli og menn- ingu skáldsagan Þjófurinn eftir sænska rithöfundinn Göran Tunström í þýðingu Þórarins Eldjárns. Bókin ætti að höfða til íslendinga, því hún fjallar um þjófnað á gömlu handriti, þ.e. Silfurbiblíunni í Uppsölum. Að- alsöguhetjan er afstyrmið Jó- hann, þrettánda bam ídu og Friðriks í kumbaldanum á Torfu- nesi í sænska bænum Sunne. Við fylgjumst með lífshlaupi hans frá örbirgðinni í Sunne á sjötta ára- tug þessarar aldar til Uppsala og þaðan suður á Ítalíu þar sem leikurinn berst allt aftur á sjöttu öld, til Ravennu þar sem Þjóðrek- ur mikli ríkir yfir Gotum. Bókin sem er 330 bls. og er prent- uð í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu hannaði Ragna Sigurðar- dóttir. | VÍKINGA- 1 víkingahöndum Komin er út unglingabókin í víkingahöndum eftir norska verðlaunahöfundinn Torill Thorstad Hauger. Sagan segir frá systkinum sem alast upp á írlandi á 10. öld, en eru tekin höndum af víkingum og flutt til Noregs. Þar bíður þeirra þrældómur og ill vist í landi heiðinna víkinga, en þau gefast ekki upp heldur eru ákveðin í að finna undankomu- leið. Sólveig Brynja Grétarsdóttir þýddi bókina sem gefin er út af Máli og menningu. Sígild barnasaga Komin er út hjá Vöku-Helgafelli hin sívinsæla bamasaga um Heiðu. Sagan er meira en hundr- að ára gömul, en er hér endur- sögð af Anne de Graaf á þann hátt að hún er skiljanlegri nú- tímalesendum. Bókin er skreytt litmyndum á hverri síðu eftir listmálarann Chris Molan. Þetta er þroskandi og skemmti- leg saga, sem margar kynslóðir hafa notið og tekið ástfóstri við. Bókin er sett og brotin um hjá Vöku- Helgafelli hf., filmugerð annaðist G. Ben. prentstofa, en prentun fór fram í Hong Kong. Hún er 94 bls. og kostar 978 krónur. Tár, bros og takkaskór Fróði hf. hefur gefið út aðra skáldsögu Þorgríms Þráinssonar, unglingasöguna Tár, bros og takkaskór, sem er sjálfstætt fram- hald metsölubókar hans frá síð- asta ári Með fiðring í tánum. Enn segir af ferðum Kidda og fé- laga hans. Knattspyrnan er sem fyrr aldrei langt undan en spenn- an nær yfirhöndinni þegar Kiddi verður vitni að því er slysavald- ur stingur af frá slysstað. Kiddi veit að hann verður að grípa til sinna ráða. Þorgrímur, sem er landskunnur knattspyrnukappi og ritstjóri íþróttablaðsins, hefur einkar næmt auga fyrir hugarheimi unglingsins — hugsunum hans og þrám — og nýja bókin hans á vafalaust eftir að hitta í mark.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.