Tíminn - 13.12.1990, Page 19
Tíminn 19
Fimmtudagur 13. desember 1990
IÞROTTIRi
Halldór Ingólfsson og félagar í Gróttu máttu þola fimm marka tap fyrir Haukum í gærkvöld. Tímamynd pjetur
Handknattleikur — VÍS-keppnin:
BERGSVEINN TRYGGÐIFH STIGIN
— þegar FH vann KR 22-24 í jöfnum leik
Mikið jafnræði var með KR-ingum
og FH-ingum í gærkvöld er liðin
mættust í 1. deildinni í handknatt-
leik. Stórgóð markvarsla Berg-
sveins Bergsveinssonar í marki FH
tryggði tvö stig. FH-ingar voru
sterkari aðilinn á spennandi loka-
mínútum og lokatölur voru 22-24.
Leikurinn var mjög jafn og jafnt
var á nær öllum tölum, sérstaklega í
fyrri hálfleik. Það fór líka svo að í
leikhléi var jafnt 11-11. FH-ingar
Jón Amar Ingvarsson skoraði 19 stig í sínum fýrsta A-landsleik í Cardiff
í Wales í gær. Tímamynd Pjetur
-
tóku 2 marka forystu í upphafi síðari
hálfleiks 11-13, en KR-ingar jöfn-
uðu. KR náði síðan 2 marka forystu
19-17, en FH jafnaði 19-19. Enn var
jafnt 21-21, en þá sagði reynslan til
sín hjá FH-ingum og þeir Óskar Ár-
mannsson og Guðjón Árnason
komu FH-ingum 3 mörkum yfir 21-
24 og úrslitin voru ráðin. Berg-
sveinn varði einnig á örlagastundu,
en hann varði alls 17 skot í leiknum.
Það stvrkti FH-liðið mikið í gær að
Óskar Ármannsson lék með á ný eft-
ir að hafa verið meiddur um skeið.
Hann lék vel, sem og Guðjón og Pét-
ur Petersen, að ógleymdum Berg-
sveini í markinu.
Hjá KR voru þeir Konráð Olavsson
og Sigurður Sveinsson sterkastir, en
Páll Olafsson var að venju drjúgur.
Árni Harðarson markvörður varði
ágætlega.
Mörkin KR: Konráð 8, Sigurður 5,
Páll eldri 4, Guðmundur 4 og Björg-
vin 1. FH: Guðjón 5, Óskar 4, Gunn-
ar 4, Stefán 4, Pétur 4, Þorgils 3 og
Hálfdán 1.
Leikinn dæmdu þeir ÓIi Ólsen og
Gunnlaugur Hjálmarsson. Þeir voru
strangir í dómum sínum og Willum
Þór Þórsson fékk að líta rauða
spjaldið snemma í leiknum fyrir
gróft brot.
Valdimar með 11
Valsmenn sigruðu KA-menn á Ak-
ureyri í gærkvöld 25-28 í hröðum og
skemmtilegum leik. í leikhléi höfðu
Valsmenn yfir 12-14.
Valsmenn náðu 4 marka forystu í
fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik
náðu heimamenn að jafna. Vals-
menn sigu aftur framúr 23-26, en
KA-menn minnkuðu muninn í 1
mark 25-26. Valsmenn gerðu 3 síð-
ustu mörk leiksins og tryggðu sér
sigur 25- 28.
Markahæstir hjá KA voru Hans
Guðmundsson og Guðmundur Guð-
mundsson með 8 mörk hvor. Fyrir
Val skoraði Valdimar Grímsson 11
mörk og Jakob Sigurðsson 9.
Haukar og Stjarnan unnu
f Garðabæ unnu Stjörnumenn 23-
20 sigur á liði Fram og í Hafnarfirði
unnu Haukar Gróttumenn 30-25.
Leik ÍBV og ÍR var frestað, þar sem
ekki var flogið til Eyja. Leikurinn
hefur verið settur á í kvöld. BL
Körfuknattleikur — Smáþjóðaleikamir:
Sigur sem
lofar góðu
íslendingar unnu Kýpurbúa á
Smáþjóðaleikunum í körfuknattleik
í Cardiff í Wales í gær með 15 stiga
mun, 95-79.
Kýpurbúar byrjuðu leikinn betur,
komust í 13-10, en þá tóku íslend-
ingar við sér og sigu fram úr. í leik-
hléi var staðan 49-32. Seinni hálf-
leikur var frekar jafn, mikið var um
villur, sérstaklega af hálfu Kýpurbúa
sem notuðu nær allar liðsvillur sín-
ar í leiknum. Lokatölur voru eins og
áður segir 95-79.
Stig íslenska liðsins skoruðu:
Magnús Matthíasson 22, Jón Arnar
Ingvarsson 19, Pétur Guðmundsson
16, Teitur Örlygsson 10, Sigurður
Ingimundarson 8, Pálmar Sigurðs-
son 6, Jóhannes Sveinsson 5, Friðrik
Ragnarsson 5, Jón Kr. Gíslason 2 og
ívar Ásgrímsson 1.
í dag leikur íslenska liðið gegn
Möltubúum, en lið þeirra ætti ekki
að vera erfið hindrun.
Körfuknattleikur—NBA-deildin:
Milwaukee velti
Detroit úr sessi
Milwaukee Bucks hefur tekið
forystu í miðriðli austurdeildar-
innar í NBA- körfuknattleiknum
bandaríska. Liðið sigraði Chic-
ago Bulls í fyrrinótt og á sama
tíma töpuðu meistarar Detroit
Pistons fyrir San Antonio Spurs.
Dertoitliðið féll þar með niður í
annað sætið í riðlinum. Chicago
er í þriðja sætinu.
Crslitin í fyrrinótt urðu þessi:
NY Knicks-Miami Heat........109- 90
Orlando Magic-Phiiadelphia.114-119
Detroit Pistons-SA Spurs .86- 95
Milwaukee Bucks-Chicago Bulls .99- 87
Minnesota Timber.-LA Clippers .101- 95
Denver Nuggets-Washington ....128-125
Utah Jazz-Golden State Warr. ...135-117
Phoenix Suns-Sacramento Kings 113- 90
Portland TYail Bl.-Indiana .122- 96
Evrópukeppnin:
ítölsk og spænsk
lið mest óberandi
I fyrrakvöld voru nokkrir leikir á
Evrópumótunum í körfuknatt-
leik. Úrslit urðu sem hér segir:
Evrópukeppni bikarhafa
Vitus Bologna Ítalíu sigraði
Dynamo Moskvu frá Sovétríkj-
unum 95-90.
CAI Zaragoza Spáni sigraði PA-
OK Salonika Grikklandi 70-64.
Evrópukeppni félagsliða
Joventut Badalona Spáni sigr-
aði Varese Ítalíu 109-69.
Knattspyma — Landsleikir:
Robson lék með
enska B-liðinu
Bryan Robson, fyrrum fyrirliði
enska landsliðsins í knatt-
spyrnu, sem varð vegna meiðsla
að fara heim af HM á Ítalíu í
sumar, lék á ný landsleik í fyrra-
kvöld. Það var með enska B-lið-
inu gegn Alsír í Algeirsborg.
Markalaust jafntefli varð í leikn-
um. Robson komst á blað í
leiknum, þar sem hann fékk að
líta gult spjald. Félagi hans frá
Manchester United, Neil Webb,
fékk hins vegar að sjá það rauða,
sem og Alsírbúinn Rahim. Webb
varð fyrsti Englendingurinn í
þrjú ár til að vera rekinn af leik-
velli, eða frá því Tony Cottee
fékk reisupassann í 21 árs lands-
leik gegn V-Þjóðverjum.
Evrópukeppnin:
Bröndby sló út
Bayer Leverkusen
Danska liðið Bröndby er komið
í 8-liða úrslit í UEFA-keppninni
eftir að hafa slegið þýska liðið
Bayer Leverkusen út úr keppn-
inni í fyrrakvöld. Markalaust
jafntefli varð í leik liðanna í
Leverkusen í fyrrakvöld. Fyrri
leik liðanna lauk með 3-0 sigri
Bröndby.
Monaco er úr leik í sömu
keppni. Liðið tapaði á heima-
velli fyrir Torpedo Moskvu í
fyrrakvöld 1-2. Sovéska liðið
vann samanlagt 4-2.
ftalía:
Maradona telur
þjálfara sinn
orðinn galinn
Argentínska knattspyrnugoð-
ið Diego Armando Maradona
segist ekki eiga um annað að
velja en að fara frá Napólí.
Ástæðan er sú að hann telur
Bigon, þjálfara liðsins, galinn.
Bigon valdi Maradona ekki í
lið Napólí gegn Atalanta um
síðustu helgi vegna þess að
goðið lét sig vanta á æfingu.
Það hlýtur að vera galinn þjálf-
ari sem ekki velur Maradona í
lið sitt, eða hvað? BL