Tíminn - 04.01.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.01.1991, Blaðsíða 1
Djúp lægð veldur gífurlegum usla í samgöngum, skemmdum á síma og á fasteignum um norðan- og vestanvert landið Línustaurar brotna eins og eldspýtur Djúp kyrrstæð lægð við landið hefur valdið tugmilljóna tjóni og ómældum óþægindum víða um land undanfarna daga. Rafmagnstruflanir og raf- magnsleysi hafa hrjáð íbúa á norðan- og vestanverðu land- inu, en því valda ísing á raflín- um og selta og að línustaurar hafa hundruðum saman brotn- að eins og eldspýtur undan veðurofsanum. Truflanir og tjón hafa einnig orðið á sím- kerfi landsmanna og skemmdir á húsum og bílum hafa sums staðar verið verulegar. Flug hefur að verulegu leyti legið niðri og bíða nú hundruð far- þega eftir að komast á milli Staða. • Opnan Rafmagnskerfið á norðan- og vestanverðu landinu hefur orðið fyrir miklum skemmdum, enda stauramir, sem bera raflínurnar uppi, ekki eins öflugir og þessi möstur, sem í margra augum eru tákn rafvæðingarinnar. Tímamynd: Árni Bjarna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.