Tíminn - 04.01.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.01.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn í'CO»' ■> Föstudagur 4. janúar 1991 Myndlyklaeign ræðst verulega af menntun fólks: Menntakonur miklu færri „afruglaðar“ Myndlyklar virðast miklu sjaldgæfari á heimilum kvenna sem geng- ið hafa menntaveginn (46%), heldur en á heimilum kvenna sem að- eins luku skyldunámi (75%). Af því leiðir eðlilega að aðeins rúm- lega þriðjungur bama (37%) menntakvenna horfa reglulega á morgunsendingar Stöðvar 2, þegar hins vegar langt yfir helmingur (58%) af börnum kvenna sem aðeins hafa lokið skyldunámi sitja við skjáinn. Þessi áberandi munur kom fram í grein Baldurs Kristjánssonar sál- fræðings, „Börn á fjölmiðlaöld", í blaðinu „Ný menntamál". Baldur greinir þar frá tvennum rannsókn- um um uppeldisskilyrði barna á for- skólaaldri, annarri samnorrænni og hinni íslenskri. Baldur kemst að m.a. þeirri niðurstöðu að sjónvarpið gegni ámóta félagsmótandi hlut- verki fyrir mörg ung börn eins og t.d. leikskólinn. Sjónvörp fleiri en þvottavélar Kom t.d. í ljós að hlutfallslega fleiri barnafjölskyldur (99,5%) eiga sjón- varpstæki heldur en þvottavél og/eða sfma, þó munurinn sé ekki mikill. Um tvær af hverjum þrem barnafjölskyldum eiga myndlykil. (Samkv. annarri könnun munu myndbandstæki litlu færri en mynd- lyklar). í íslensku könnuninni voru for- eldrar 4-5 ára barna spurðir um sjónvarps- og myndbandanotkun barnanna einn ákveðinn virkan dag. En virka daga er eðlilega fyrst og fremst um síðdegissendingar sjón- varpsstöðvanna á barnaefni að ræða. í ljós kom að meira en fjórðungur þessara ungu barna horfði á sjón- varp í eina til tvær klukkustundir og nær helmingurinn f hálfa til eina klukkustund. Fjórðungur barnanna horfði skemur en hálfa stund og þar af tæplega helmingurinn ekki neitt (10% af heildinni). Enginn marktækur munur kom þarna fram eftir menntun eða bú- setu foreldra. Hins vegar kom fram mjög athyglisverður munur, eftir menntun mæðra, þegar spurt var hvort börnin horfi á barnatíma Stöðvar 2 á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum og sömuleiðis um myndlykil á heimilinu. Innan við helmingur mæðra með stúdents- próf eða lengri skólagöngu hafði myndlykil á heimilinu, en hins veg- ar um þrjár af hverjum fjórum mæðra með skemmri skólagöngu. Af sjálfu leiðir að áþekkur munur var á því hvað 4-5 ára börn þessara kvenna þeirra horfa oft á morgun- barnatíma Stöðvar 2 um helgar, eins og glöggt kemur fram á eftirfarandi yfirliti: Stöð 2 eða stúdentspróf? Horfun 4-5 Minna en Meira en ára bama: stúdent: stúdent: Alltaf/yfirleitt 57% 37% Stundum 20% 11% Sjaldan/aldrei 22% 51% Myndlykill heima 75% 46% Athygli vekur hvað foreldrar eru ánægðir með barnaefni í sjónvarpi. Aðeins 11-12% þeirra kváðust frem- ur eða mjög óánægð. Nær tveir þriðju (64%) voru fremur eða mjög ánægð með barnaefni sjónvarps, en tæplega fjórðungur foreldra lét þessari spurningu ósvarað. Þar kom þó einnig fram nokkur munur eftir menntun. Tvöfalt fleiri langskóla- gengnar mæður gerðu kröfu um meiri íslenskun á barnaefni og í þeim hóp voru sömuleiðis tvöfalt fleiri sem sögðu barnaefni annað hvort ekki nógu fræðandi ellegar of óraunverulegt. Mæðurnar voru sömuleiðis spurð- ar hvort bömin séu vön að horfa á vídeó á morgnana. Sárafá reyndust gera það jafnaðarlega, en nær 30% stundum. Margar mæður létu þess- ari spurningu ósvarað, en ríflega helmingur (56%) sagði börnin aldr- ei horfa á vídeó á morgnana. Sjónvarpið stjórnar fjölskyldunni í samnorrænu rannsókninni segir Baldur skýrt hafa komið fram hvað fjölskyldulíf er orðið í samstíga takti við sjónvarpsdagskrár á Norður- löndum, hvorugt megi troða hinu um tær. „Fastir liðir í heimilishald- inu ákvarðast víða af sjónvarpsdag- skránni". T.d. sé almenna reglan sú, að foreldrar finni sameiginlegri kvöldmáltíð fjölskyldunnar stað þannig að hún rekist hvorki á barna- tíma né sjónvarpsfréttir. Þarna hafa íslensku fjölskyldurnar þó nokkra sérstöðu. Því fyrst og fremst meðal þeirra reyndust geta orðið harðir hagsmunaárekstrar milli barna og foreldra um sjónvarp og matartíma. Ástæðuna segir Bald- ur samkeppni Stöðvar 2 og ríkis- sjónvarpsins um börnin, sem leiði til þess að hvor rás um sig sendi barnaefni óháð hinni. íslensk smáböm ein við skjáinn Það kom sömuleiðis í ljós að ís- lenskir foreldrar hafa almennt mun minni afskipti af sjónvarpsnotkun barna sinna en foreldrar á hinum Norðurlöndunum. Og ennfremur að íslenskir foreldrar horfi sjaldan á barnaefni með börnum sínum, sem hins vegar er algengt að foreldrar geri á hinum Norðurlöndunum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru taldar sýna að með sínum föstu tímamörkum gegni sjónvarpið mik- ilvægu hlutverki í að gera síðdegis- lífíð í barnafjölskyldum reglubundið og gefa því festu. ,Að því tilskildu að sjónvarpsvenjur hópsins í heild séu áþekkar ætti sjónvarpið því einnig að stuðla að því að steypa fjölskyldu- líf alls hópsins í sama mótið,“ segir Baldur. Enda segir hann rannsókn þessa leiða í ljós að á eftir kvöldverð- inum sé það varla nokkuð sem sam- einar fjölskyldur jafn mikið og ein- mitt sjónvarpið. - HEI Utanríkisráðuneytið: Breytingar í utanríkis- þjónustunni Gerðar hafa verið eftirfarandi breytingar á utanríkisþjónust- unnl: Sigríður Snævarr hefur verið skipuð sendiherra og tekur við starfl sendihenra ísiands í Stokkhólmi frá 1. febrúar n.k. Gunnar Pálsson hefur verið skipaður sendihem og falið fyr- irsvar í afvopnunarviðræðum frá 1. þ.m. Gunnar Gunnarsson hefur verið skipaður sendifulltrúi og starfar á alþjóðaskrifstofu utan- ríkisráðunejrtísins frá 1. þ.m. Sigurður Sigfússon. SÍF í Mílanó Stjórn Sölusambands íslenskra fisk- framleiðanda hefur ákveðið að opna söluskrifstofu í Mílanó á Ítalíu. For- svarsmaður hennar verður Sigurður Sigfússon viðskiptafræðingur. Sig- urður hefur starfað hjá SÍF undan- farin sex ár og hefur síðustu árin venð ábyrgur fyrir sölustarfseminni á Ítalíu. Félag fyrirtækja að fæðast nyrðra: Samsteypa á Sauðárkróki Frá Guttormi Oskarssyni, fréttaritara Tímans á Sauðárkróki Þann 27. des. sl. gengust nokkrir áhugamenn um atvinnumál á Sauðár- króki fyrir fjölsóttum kynningarfundi um félag fyrirtækja í bænum, en félag- inu er ætlað að verða samstarfsvett- vangur fyrirtækja á Sauðárkróki. Hugmyndin er að nýja félagið hafi frumkvæði um athuganir, undirbúning og stofnun fyrirtækja um hagkvæm verkefni og móta viðhorf um bætta að- stöðu og umhverfi fyrirtækjareksturs í bænum. í fyrstu atrennu er félaginu ætlað að starfa f tvö ár, en að þeim tíma liðnum verður það, starfshættir þess og árangur tekið til endurmats. Ætlunin er að félagið verði hlutafélag og ætlun- in er að stofnfundur verði haldinn þann 17. janúar nk. og hefur öllum fyrirtækj- um á Sauðárkróki verið boðin aðild að því. Ekki er ætiunin að félagið hafi tekj- ur, heldur munu rekstrarframlög og hlutafé standa undir rekstri út starfs- tfmann. Gert er ráð fyrir að með fyrstu verkum stjómar félagsins verði að aug- lýsa eftir starfsmanni fyrir félagið. Fjármál Suðureyrarhrepps hafa verið tekin föstum tökum, en fjárhagsvandi hreppsins er mjög alvarlegur: Ibúar á Suðureyri bjartsýnir þrátt fyrir mikla erfiðleika Suðureyrarhreppur hefur fengið heimild tii þriggja mánaða greiðslustöðvunar. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar rannsóknar félagsmálaráðuneytisins á fjármálum hreppsins, en þar kom fram að fjárhagsstaða hreppsins er alvarleg. Nettóskuldir Suðureyrar- hrepps um áramótin 1989-1990 voru um 189 milljónir króna og hafa vaxið talsvert á því ári sem liðið er. Langstærstan þátt í erf- iðleikum sveitarfélagsins á Fiskiðjan Freyja, en fyrirtækið hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum á undanfömum árum og hefur þess vegna ekki getað greitt lögboðin gjöld til sveitarfélagsins. í september síðastliðnum til- kynnti Suðureyrarhreppur félags- málaráðuneytinu að hann gæti ekki staðið í skilum um lögboðnar greiðslur, en þetta gerði hann í samræmi við ákvæði sveitarstjórn- arlaga. Eftir að ráðuneytið hafði gert rannsókn á fjárreiðum hreppsins var ákveðið að veita sveitarfélaginu þriggja mánaða greiðslustöðvun. Ekki var gripið til þess ráðs að svipta sveitarstjórnina fjárráðum, eins og heimilt er að gera samkvæmt sveitarstjórnarlög- um. Skipaður hefur verið sérstakur endurskoðandi til að vinna að því í samvinnu við sveitarstjórn að koma fjármálum hreppsins til betri vegar. Snorri Sturluson, sveitarstjóri Suðureyrarhrepps, sagði að menn myndu á næstu dögum búa til raunhæfa áætlun til bjargar sveit- arsjóðnum. Áætlunin verður lögð fyrir félagsmálaráðuneytið og ef það samþykkir hana verður reynt að nota þetta þriggja mánaða tíma- bil til að hrinda henni í fram- kvæmd. Snorri sagðist gera ráð fyrir að reynt yrði að gera sér grein íýrir hverjar tekjur hreppsins yrðu næstu árin og síðan myndu menn reyna að laga skuldagreiðslur að þeim. Hann taldi víst að reynt yrði aö semja við lánardrottna og fá niðurfellingu skulda hjá opinber- um sjóðum. Einnig sagði hann nauðsynlegt fyrir hreppinn að fá betri lánskjör á þau lán sem hann hefur og losna við dráttarvexti. Þá sagði hann að leitað yrði eftir fram- lögum frá Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga, en hann á lögum samkvæmt að bregðast við vandamálum sem þessum. Snorri sagði ljóst að framkvæmd- ir á vegum sveitarfélagsins yrðu í atájöru lágmarki á næstu árum. „Eg á von á því að við verðum með bundnar hendur í nokkur ár hvað framkvæmdir varðar. Við munum þó reyna að halda áfram við nauð- synlegar framkvæmdir við höfn- ina,“ sagði Snorri. Meginástæðan fyrir fjárhagsvanda Suðureyrarhrepps er fjárhagsvandi Fiskiðjunnar Freyju. Skuldir fyrir- tækisins við hreppinn voru um 50 milljónir í byrjun síðasta árs. Sam- ið var í vor um að breyta 30 millj- ónum af þessari skuld í hlutafé gegn því að Freyja greiddi það sem á vantaði. Þetta var hluti af aðgerð- um sem Hlutafjársjóður og At- vinnutryggingasjóður gripu til fyr- irtækinu til bjargar. Hlutafjársjóð- ur á nú yfir 50% hlutafjár í fyrir- tækinu. Snorri sagði að Freyjan hefði staðið sig nokkuð vel síðan í sumar í að greiða af skuld sinni til sveitarfélagsins. Snorri sagði að fyrir sveitarsjóð skipti öllu máli hvernig til tækist í atvinnumálum á Suðureyri í fram- tíðinni og þar skipti Freyja lang- mestu máli. „Ég lít svo á að þær að- gerðir, sem sveitarstjórnin er að fara út í til bjargar fjárhag sveitar- félagsins, standi og falli með Freyj- unni og öðrum atvinnurekstri á staðnum," sagði Snorri og bætti við að ekki yrði komist hjá því að hafa náið samráð við forráðamenn Freyjunnar um endurskipulagn- ingu á fjárhag hreppsins. Á síðasta ári fækkaði íbúum á Suðureyri um 27 manns. 1. des. 1990 bjuggu á Suðureyri 367 manns. Á sama tíma 1984 bjuggu þar 459 manns. Fækkað hefur um nærri 100 manns á sex árum. Óvissan í atvinnumálum á stóran þátt í þessari fólksfækkun. Fiskiðj- an Freyja var Iokuð í nær tvo mán- uði síðastliðið sumar og sagði Snorri að þá hefði gripið um sig talsverð svartsýni og nokkrar fjöl- skyldur hefðu flutt í burtu. Síðustu mánuði hefði hins vegar fjölgað aftur á staðnum, enda væri næg at- vinna. Hann sagði að þrátt fyrir erf- iðleikana væri fólk á Suðureyri bjartsýnt á framtíðina. Fólk væri ánægt með að loksins hefði verið gripið til nauðsynlegra aðgerða til bjargar fjárhag sveitarfélagsins og Fiskiðjunnar Freyju. Að vísu ætti eftir að koma í ljós hvort fjárhags- vandi Freyju væri endanlega úr sögunni, en menn vonuðust til að svo væri. Snorri sagði að fyrirhugaðar framkvæmdir við jarðgöng á Vest- fjörðum ættu mikinn þátt í að auka mönnum bjartsýni á Suðureyri. Slæmar samgöngur væru mikið vandamál. Fólk á Suðureyri gerði þá kröfu að geta sótt nauðsynlega þjónustu til ísafjarðar allt árið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.