Tíminn - 10.01.1991, Blaðsíða 2
2'Tímlnh
Fimmtudagur 10. janúar 1991
Stjórn fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík skorar á
Steingrím Hermannsson forsætisráðherra að bjóða sig fram TReykjavík:
Steingrímur Hermannsson
í f ramboð í Reykjavík?
„Ég hlýt sem formaður flokksins að taka svona formlega
áskorun mjög alvarlega og ég svara henni ekki nema að vel at-
huguðu máli. Ég verð að hafa samband við fólk í mínu kjör-
dæmi áður en ég geri það og það mun ég gera næstu daga. Ég
vonast eftir að geta gefíð stjóm fulltrúaráðsins svar í lok
þessarar viku.“ Þetta sagði Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra, en nú er komin fram formleg áskomn frá
stjóm fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík um að
hann bjóði sig fram í Reykjavík.
Steingrímur sagði að hann væri
mjög tregur til að hætta við fram-
boð á Reykjanesi. Hann sagðist
vera ánægður með samstarfið við
framsóknarmenn á Reykjanesi og
því yfirgæfi hann þá ekki nema um
það tækist sæmileg samstaða.
Hann sagðist jafnframt hafa þung-
ar áhyggjur af þróun mála í
Reykjavík og hann, sem formaður
flokksins, yrði að skoða allar
mögulegar leiðir til að koma á
friði milli framsóknarmanna í
kjördæminu. Það sama hefðu for-
ystumenn flokksins í Reykjavík
gert.
Steingrímur sagðist hafa lagt sig
fram um að ná samkomulagi við
Guðmund G. Þórarinsson, en þær
tilraunir hefðu verið árangurs-
lausar og því hefði hann hætt
sáttaumleitunum.
Margir framsóknarmenn á
Reykjanesi hafa haft samband við
forsætisráðherra vegna þessara
frétta og eru margir hverjir ósáttir
við að hann færi sig milli kjör-
dæma. Forsætisráðherra sagðist
ætla að taka sér góðan tíma til að
ræða við þá og framsóknarmenn í
Reykjavík.
Stjórn fulltrúaráðs framsóknarfé-
laganna í Reykjavík kom saman til
fundar um miðjan dag í gær og
samþykkti að skora á Steingrím
Hermannsson að taka fyrsta sætið
á lista flokksins í Reykjavík. Ákveð-
ið var að starfandi formaður full-
trúaráðsins, Helgi Guðmundsson,
og sá sem hlaut efsta sætið í próf-
kjörinu, Finnur Ingólfsson, færu
til fundar við forsætisráðherra og
tilkynntu honum vilja framsókn-
armanna í borginni.
Áður en stjórn fulitrúaráðsins
fjallaði um málið höfðu Finnur
Ingólfsson, Ásta Ragnheiður Jó-
hannesdóttir og Bolli Héðinsson,
sem hlutu bindandi kosningu í
fyrsta, þriðja og fjórða sæti listans,
samþykkt áskorun til forsætisráð-
herra um að bjóða sig fram í
Reykjavík. Það sama gerði upp-
stillinganefnd fyrr um daginn.
Stjóm fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík kom saman til fundar í gær og samþykkti að skora á
Steingrím Hermannsson forsætisráðherra að bjóða sig ffam í fýrsta sæti framboðslista flokksins í Reykjavík.
Frá vinstrí: SigfúsÆgirÁmason, Helgi S. Guðmundsson, Snorri Jóhannsson, Áslaug Brynjólfsdóttir og Finn-
ur Ingólfsson. Tímamynd: Áml Bjama
Finnur Ingólfsson skrifaði stjórn
fulltrúaráðsins bréf þar sem hann
segir að aðeins einn maður geti
tryggt einingu og samstöðu fram-
sóknarmanna í Reykjavík, en það
sé Steingrímur Hermannsson, for-
maður flokksins. Finnur segir
jafnframt í bréfinu að hann gefi
samþykki sitt til uppstillinga-
nefndar að færa sig í annað sætið
ef Steingrímur skipi fyrsta sætið.
Stjórn fulltrúaráðsins samþykkti
á fundi sínum að boða fund í full-
trúaráðinu 30. janúar til að fjalla
um beiðni Guðmundar G. Þórar-
inssonar alþingismanns um að fá
að bjóða fram lista undir nafni BB.
-EÓ
Landbúnaðarráðherra dregur í efa að viðskiptaráðherra hafi vald til að
leyfa einhliða innflutning á landbúnaðarvörum. Steingrímur J. Sigfússon:
Stjórnvaldsleg staöa
landbúnaðar of veik
Steingrímur J. Sigfússon landbúnaönrráðherra er þessa dagana
að láta skoða hvort búvörulögin og fleiri lög gefi viöskiptaráð-
herra einhliða vald til að heimila innflutning á einstökum bú-
vörutegundum. „Ég get ekki unað því að íslenskur iandbúnaður
búi við allt aðra og miklu veikari stjórnvaldslega stöðu heidur en
hann gerir í nágrannalöndunum, þar sem ákvarðanir af þessu
tagi heyra fyrst og fremst undir landbúnaðarráðuneytið," sagði
Steingrímur.
Elns og greint var frá í Tíman-
um í gær hefur Jón Sigurðsson
viðskiptaráðhcrra leyft fyrirtæk-
inu Baulu hf. að flytja inn allt að
40 tonn af ostalíki. 15 tonn af
þessari vöru koma til landsins á
föstudaginn. Landbúnaðarráð-
herra sagðist vera mjög ósáttur
vift vinnubrögö viðskiptaráð-
herra í þessu máli. Hann sagði í
meira lagi óeðlilegt að landbún-
aóarráðherra skuli þurfa að
frétta af því úti í bæ að búið sé
að heimila innflutning á osti.
Stcingrímur sagðist ekki úti-
loka fyrirfram að tii greina komi
að flytja inn citthvað af þessari
vöru, en það verði þá að gerast í
samráði þá aðila sem það varðar
og að vandlega athuguðu máli.
Það þurfi m.a. að skoða búvöru-
lögln, en þar er ekki gert ráð fyr-
ir að fluttar séu inn búvörur ef
sama vara er framleidd hér á
landi og fullnægir þörfum mark-
aðarins. Ráðherra sagði eðlilegt
að ef ætti að leyfa innflutning á
þessari vöru, væru borgaðir af
henni toilar eins og um osta sé
að ræða, lflct og gert er í Svíþjóð.
Mjóikursamiagið á Höfn f
Hornafirði hefur framleitt mozz-
areila-ost á pizzur undanfarin ár.
Eftirspurn eftir þessum osti
hefur aukist mikið að undan-
förnu. Á síðasta ári var fram-
leiðslan 70-80 tonn. Eiríkur
Sigurðsson, mjólkurbústjóri á
Höfn, sagði að áætlaft hefði ver-
ift að framieiða um 100 tonn á
þessu ári, en bann sagðist
reikna með að sú áætlun myndi
breytast með tilkomu innflutn-
ings á ostalíki. Eiríkur sagðíst
ekkl eiga von á aö segja yrði upp
fólkl ef verulegur samdráttur
verður í söiu á þessum osti, en
búast mætti við að leggja yrði
áherslu á annars konar osta-
framleiðslu.
Eiríkur tók fram að hér væri
ekki um sömu vöru að ræða.
Hornfirski osturinn er fram-
leiddur úr mjólk, en innflutta
ostalíkið er framleitt úr prótein-
um, sojabaunum, jurtafltu og
fleiru. Eiríkur sagðist ekki geta
svarað því hvort að pizzuætur
fyndu bragðmun eftir því hvaða
ostur er notaður á pizzurnar.
,JMér fínnst þetta mái snúast
fyrst og fremst um það hvort ís-
lenskir bændur verða að minnka
sína framleiðslu enn meira en
þeir hafa þegar orðið að gera. Ég
tel að íslenskur mjólkuriðnaður
sem siíkur sé samkeppnisfær við
erlenda framleiðslu. Sé hann
ekki orðinn það nú þegar, tel ég
víst að hann eigi að geta orðið
það á ekki mjög iöngum tíma.
Við erum með það góða vöru að
ég tei að við getum keppt við það
sem menn eru að fiytja inn,"
sagði Eiríkur.
Innflutta ostaiíldð mun kosta
um 300 krónur fyrir utan virðis-
aukaskatt, en fyrir homfírskan
mozzarelta-ost hefur verið greitt
440-450 krónur. Um 10 lítra af
mjólk þarf til að framlelða eitt
kfló af osti. -EÓ
Engin Stöð 2 á Vopnafirði síðan
endurvarpsstöðin fauk:
Afruglarar sem
híbýlaprýði?
Vopnflrðingar hafa ekki getað
horft á Stöð 2 síðastliðið eitt og
hálft ár, eða frá því að endur-
varpsstöð, sem komið var fyrir á
Krossavíkurfjalli, fauk í óveðri í
fyrravetur. Vopnfirðingar mega
líklega bíða þar til næsta sumar
eftir því að geta notað afruglarana
sína.
Sigurjón Þorbergsson á Vopna-
firði sagði að þeir hefðu ekkert
heyrt um hvenær von væri á end-
urbótum. „Fyrst var talað um að
bíða eftir að ljósleiðari kæmi, en
nú væri hann kominn, en fólk
horfir bara á ónotaða afruglara
sína eftir sem áður,“ sagði Sigur-
jón.
Hannes Jóhannesson, tæknistjóri
hjá Stöð 2, sagði að þeir hefðu ver-
ið nokkurskonar heildsalar fyrir
sjálfstætt félag á Austfjörðum,
Austfirska sjónvarpsfélagið, sem
hafi séð um uppsetningu á endur-
varpsstöð á þessum slóðum á sín-
um tíma. „Þeir reistu stöð þarna
sem gafst aldrei vel og virkaði
aldrei lengi í einu. Því var ákveðið
að bíða með að reisa aðra stöð
þarna þar til að kominn væri Ijós-
leiðari í Vopnafjörð," sagði Hann-
es.
Hannes sagði einnig að Stöð 2
hefði átt í viðræðum við Póst og
síma um að koma endurvarpsstöð
fyrir á Vopnafirði og Seyðisfirði, en
ekki væri búist við að byrja fram-
kvæmdir fyrr en næsta sumar.
„Það gæti orðið varanleg lausn fyr-
ir Vopnfirðinga," sagði Hannes.
Ágúst Ólafsson hjá Austfirska
sjónvarpsfélaginu sagði að það
hefði verið búið að leggja í mikinn
kostnað vegna stöðvarinnar á
Krossavíkurfjalli og að hún hafi
verið á erfiðum stað. „Þegar fauk
síðan allt hjá okkur í fyrravetur
var ákveðið að leggja ekki í meiri
tilkostnað við þessa stöð, vegna
þess að það eru frekar fáir áskrif-
endur þarna og skilyrðin voru ekki
góð.“
Ágúst sagði jafnframt aö það
hefði verið lagður Ijósleiðari til
Vopnafjarðar og Seyðisfjarðar á
sama tíma og staðfesti að viðræður
við Póst og síma hafi verið í gangi
um að koma fyrir endurvarpsstöð á
þessum stöðum, en ekki væri hægt
að segja ennþá nákvæmlega hve-
nær framkvæmdir færu af stað. Ás-
geir sagði þó jafnframt að ástandið
á Seyðisfirði væri mun skárra en á
Vopnafirði og skilyrði fyrir Stöð 2
ágæt. „Það er samskonar endur-
varpsstöð þar og komið var fyrir
hjá Vopnafirði, en sú stendur mun
lægra og er mun betra að eiga við
hana á ailan hátt. Það eru þó nokk-
uð margir áskrifendur á Seyðis-
firði núna," sagði Ásgeir í samtali
við Tímann í gær. —GEÓ