Tíminn - 10.01.1991, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
NUTIMA FLUTNINGAR
Halnartiusinu v Tryggvogolu,
S 28822
SAMVINNUBANKINN
L I BYGGÐUM LANDSINS
I
NISSAIM
Réttur bíll á
réttum stað
Ingvar
Helgason hf.
Sævartiðfða 2
Slmi 91-674000
Iíniimi
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1991
Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Landsvirkj-
unar, um samninga um raforkusölu til Atlantsáls:
Álsamningar
eru að nást
íslendingar
stríösbúast
Jóhannes Nordal, formaður stjórn-
ar Landsvirkjunar, sagði í samtali
við Tímann að góðar líkur væru á
að hægt yrði að Ijúka samningum
um orkusölu til Atlantsáls í þessum
mánuði. í dag lýkur þriggja daga
fundi um orkumálin, sem er hald-
inn í London. Jóhannes sagði að
mikið hefði verið unnið á fundun-
um og margt hefði skýrst. Árangur
væri góður, en ljóst væri að nokkur
atriði yrðu að bíða til næsta fundar,
sem verður haldinn í lok þessa
mánaðar.
Paul Drack, forstjóri Alumax, sagði
í samtali við Morgunblaðið um síð-
ustu helgi að mikilvægt væri að
góður árangur næðist á fundunum í
London. Svo er að sjá sem svo hafi
orðið. Framundan eru tveir mikil-
vægir fundir. Annar verður í New
York síðar í mánuðinum, en þar
munu hittast aðalforstjórar álfyrir-
tækjanna þriggja og fara yfir samn-
ingana í heild. Á hinum fundinum
er vonast eftir að hægt verði að
ljúka gerð raforkusamningsins.
Talsvert hefur verið rætt um þær
breytingar, sem hafa orðið á alþjóð-
legum Iánamörkuðum á síðustu
vikum, m.a. vegna áhrifa frá Persa-
flóaófriðnum. Jóhannes Nordal
sagði að því væri ekki að neita að
ástandið á alþjóðlegum Iánamörk-
uðum væri erfiðara og ófriðurinn
við Persaflóa hefði áhrif á bankana.
Hann sagðist hins vegar ekki trúað-
ur á að menn settu þetta fyrir sig.
Áhugi Atlantsáls-fyrirtækjanna á að
byggja álver á Keilisnesi væri eftir
sem áður mikill.
-EÓ
Hagvamarráö á fýrsta fbrmlega fundl sínum í gær. Ráöiö skipa ráðuneytlsstjórar og forstjóri Almannavama rfkis-
Ins. Guðmundur Benediktsson, ráöuneytlsstjóri í forsætisráðuneytinu, er talsmaður ráösins. Hann sítur fyrir enda
boröslns ásamt Þorstelnl Geirssynl í dómsmálaráðuneytinu. Tímamynd: Áml Bjama
Hagvarnarráð fundaði í fyrsta sinn í gær.
Eldsneytisbirgðir duga 2-3 mánuði:
Akureyri:
Verksmiðja Viking
Brugg hf. innsigluð
- opnuð aftur í dag
Hagvamarráð kom saman í gær á sínum fyrsta fundi. Ráðið
skipa ráðuneytisstjórar allra ráðuneytanna og er verkefni þess
m.a. að sjá til þess að nægar birgðir séu til hér á landi ef til
stríðsátaka eða náttúruhamfara kemur. Um er að ræða elds-
neyti, matvæli, lyf og fleiri nauðsynjar. Stríð gæti haft áhrif á
aðgang okkar að slíkum nauðsynjavörum og var megintilgang-
ur þessa fundar að kanna birgðastöðu í landinu, ef tii hugsan-
legs stríðs kemur við Persaflóa.
Guðmundur Benediktsson, kom fram hjá ráðuneytisstjóra í
ráðuneytisstjóri í forsætisráðu- viðskiptaráðuneytinu að elds-
neytinu, sagði að á fundinum neytisbirgðir eru óvenju miklar.
hafi birgðastaða í landinu verið T.d. eru nægar birgðir gas- og
fyrst og fremst til umræðu og þá svartolíu til tveggja mánaða,
einkum eldsneytisbirgðir. „Það bensíns til þriggja mánaða og
þotueldsneytis til tveggja og
hálfs mánaðar," sagði Guð-
mundur.
Guðmundur sagði jafnframt að
aðrar birgðir hefðu einnig verið
til umræðu, en ekki lægju fyrir
nákvæmar upplýsingar um ein-
stök atriði, þó að útlit væri fyrir
að nægar birgðir væru til. „Við
fylgjumst með þessu áfram og
komum svo saman eftir því sem
þurfa þykir," sagði Guðmundur
jafnframt í samtali við Tímann í
gær.
—GEÓ
Hafnarfjörður:
Fnykurinn er
á undanhaldi
Heimilismenn
á Grund og í
Ásbyrgi 394
Heimilismenn á Elli- og hjúkr-
unarheimilinu Grund voru um
áramótin 276,189 konur og 87
karlar. Á dvalarheimilinu
Ási/Ásbyrgi voru heimilismenn
samtals 118 um áramótin, 45
konur og 73 karlar.
Á Grund komu á árínu 1990,
39 konur og 25 karlar, en sautj-
án konur fóru og 8 karlar. 32
konur iétust og 17 karlar eða
samtals 49 manns.
í Ás/Ásbyrgi komu 19 konur
og 22 karlar á árinu 1990. 26
konur fóru frá heimiiinu á ár-
inu og 23 kariar. Ein kona lést í
Ási/Ásbyrgi á árínu 1990. khg.
„Það virðist að menn séu að komast
fyrir vandann og þetta hafi verið
eitthvert einangrað fyrirbæri. Við
getum ekkert fullyrt, en við vitum
hins vegar að aðvörunarkerfi í olíu-
gildru á bensínstöð Esso var óvirkt
og það hafði gleymst að hreinsa
hana. Það er hugsanlegur sökudólg-
ur,“ sagði Kristinn Magnússon á
skrifstofu bæjarverkfræðings í
Hafnarfirði í gær, þegar hann var
spurður um olíufnykinn sem hefur
angað í nokkrum götum Hafnar-
fjarðar síðustu daga.
Kristinn sagði ennfremur að verið
væri að íhuga útskolun á holræsa-
kerfinu, en bíða ætti með það í
nokkra daga á meðan beðið væri eft-
ir því hvað gerðist. Útskolun væri
töluvert mál og það þyrfti að gera á
fjöru. „Það er óheppilegur tíma-
punktur á sólarhringnum þessa dag-
ana. Það er ekki fyrr en á föstudag,
sem við getum farið að gera það með
góðu móti og þá verður þetta senni-
lega orðið gott, því lyktin hefur
minnkað verulega," sagði Kristinn
Magnússon. -sbs.
Bæjarfógetinn á Akureyri innsigl-
aði á þriðjudag bjórverksmiðjuna
Viking Brugg h.f. á Akureyri. Björn
Rögnvaldsson hjá bæjarfógetaemb-
ættinu á Akureyri sagði að fyrirtæk-
ið hefði verið innsiglað vegna mikilla
skulda við ríkissjóð, en vildi ekki
gefa upp hversu háa upphæð væri
um að ræða.
Páll G. Jónsson, aðaleigandi Viking
Brugg h.f., sagði í samtali við Tím-
ann að búið væri að ganga frá mál-
unum og verksmiðjan yrði opnuð
aftur í dag. Páll sagðist hafa átt von á
að fá aðeins lengri frest, en fyrst
gripið var til þessarar fyrirvaralausu
lokunar var málunum bjargað í
snarhasti. Páll sagði ennfremur að
unnið væri að framtíðarlausn mála
verksmiðjunnar. Viðræður væru í
gangi um kaup og eignaraðild norð-
lenskra aðila í verksmiðjunni. Hins
vegar væri of snemmt að segja hvaða
aðilar þetta væru, svo og hvenær
samningaviðræðum lyki. „Við erum
að ganga frá sölu á gosdrykkjaverk-
smiðju Sanitas. Okkur tókst ekki að
ljúka þeim málum fyrir áramót, eins
og til stóð, en um leið og þeim mál-
um verður lokið verður farið á fúllt í
málefni Viking Brugg h.f.
Framundan er þrotlaus vinna við
úrlausn ýmissa mála. Verksmiðjan er
vel staðsett á Akureyri og á vel að
geta gengið á Akureyri, og mér er
efst í huga að hún verði þar áfram,“
sagði Páll G. Jónsson að lokum.
hiá-akureyri.
Tíminn og Notað og nýtt:
AFBRAGÐS
VIÐTOKUR
Smáauglýsingablaðið Notað
og nýtt kom í fyrsta sinn út í
gær sem fýigirit Tímans. Not-
að og nýtt mun framvegis
koma út á miðvikudögum og
fá áskrífendur Tímans blaðið
ókeypis. Notað og nýtt verður
einnig sem áður seít í Íausa-
söiu á blaðsöiustöðum.
VÍðtökur voru afbragðs góð-
ar við þessari nýjung í ís-
Íenskrí biaðaútgáfu í gær og
fjölmargir gerðust áskrifend-
ur Tímans eftir útkomu hans
og Notaðs og nýs í gær. Tím-
inn býður þá velkomna í
áskrífendahópiun.